Morgunblaðið - 29.06.1984, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 29.06.1984, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ1984 3 Ófeigur frá SkorrasUd, sem er efstur í B-flokki gæðinga eftir forkeppnina. Knapi er Einar Asmundsson. Horgunblaðið/ Valdimar Kríatínsaon. Fjórðungsmót austfirskra hestamanna: Aðstaða og veður eins og best verður á kosið Fornuatekkum í HornmTirði, 28. júní. Frá Valdimar Kristinasrni, blaðamanni Morrunblaðsins. FJÓRÐUNGSMÓT austfirskra hestamanna hófst í morgun með dóm- um á kynbótahryssum. Dómar B-flokks hesta hófust eftir hádegið. Óskipta athygli hefur vakið glæsilegt mótssvæði hestamannafélagsins Hornfirðings að Fornustekkum þar sem mótið er haldið. Er það skoðun margra að aðstaðan hér gefi bestu mótssvæðum í öðrum landshlutum lítið eftir. Vitað er að nokkur fjöldi manna kemur ríðandi á mótið, aðallega frá Austfjörðum og af Héraði. í samtali við Guðmund Jónsson mótsstjóra kom fram að 200 hross voru á leiðinni að austan og um 50 til 70 manns. Einnig sagði hann að von væri á hópum að vestan, um 20 manns með 150 hesta. Þegar Guðmund- ur var spurður hve mörgum áhorfendum þeir byggjust við á mótið kvað hann erfitt að spá um það. „Það fer mikið eftir veðri en ef það verður eins gott og það er í dag getum við verið bjartsýnir. En það má geta þess að eins og er er útlit fyrir óbreytt veður. Ég vil líka taka það fram að það er skoðun min að við sköðumst fjárhagslega á því þegar haldin eru tvö fjórð- ungsmót sama árið og ekki hvað síst þegar svona stuttur tími er á milli þeirra, aðeins þrir dag- ar,“ sagði Guðmundur. Að síð- ustu sagði Guðmundur að þeir þyrftu að fá um 1.000 manns til að ná upp í útlagðan kostnað. Um þrjúleytið lauk forkeppni B-flokks hesta og mæta 8 efstu í úrslit á sunnudag, þeir eru: Ófeigur frá Skorrastað sem hlaut 8,31 í einkunn, Sprækur frá Egilsstöðum sem hlaut 8,10, Hvpllur frá Egilsstöðum með 8,05, Randver frá Egilsstöðum með 8,04, Ellý frá Haga með 8,03, Reykur frá Höfn með 8,00, Natan frá Ketilsstöðum með 7,91 og Víkingur frá Víkingsst- öðum með 7,90. Keppni í eldri flokki unglinga lauk seinnipartinn í dag og urðu úrsiit þau að Steinunn Jóns- dóttir, sem keppti á Natan frá Ketilsstöðum, sigraði með 8,04 í einkunn. í öðru sæti varð Eirík- ur Bjarnason á Skúm frá Fljótsbakka með 7,96 og þriðja varð Ragnheiður Samúelsdóttir á Styrmi frá Vík með 7,74 í ein- kunn. Eins og fram hefur komið er veðursæld mikil þessa stundina og allt útlit fyrir að svo verði áfram, þannig að ætla má að fólk eigi hér góða daga. Á morg- un, föstudag, hefst dagskrá klukkan 10 með dómum á stóð- hestum. Klukkan 13 verður mótið sett og að því loknu hefj- ast dómar á A-flokks gæðing- um. Klukkan 16 hefst svo ungl- ingakeppni i yngri flokki og undanrásir kappreiða hefjast klukkan 18. Um kvöldið likur dagskrá með sölusýningu og gefst mönnum þá kostur á að kaupa sér hornfirsk gæðings- efni. Hjálmar Œafsson látinn HJÁLMAR Ólafsson formaður Nor- ræna félagsins á Islandi er látinn, 59 íra að aldri. Hjálmar fæddist í Reykjavík þann 25. ágúst 1924. Foreldrar hans voru Ólafur Einarsson sjómaður og síðar vörubílstjóri þar og kona hans Dóróthea Árnadóttir. Hjálmar tók stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1943. Hann lauk heimspekiprófi og prófi í efnafræði við Háskóla íslands árið 1944 og BA-prófi í ensku, dönsku og uppeld- isfræði þar árið 1950. Sfðar tók hann kennaranámskeið i Askov og stundaði nám við Kennaraháskóla Danmerkur. Auk þess fór hann á ýmis námskeið og stundaði endur- menntun hérlendis og erlendis. Hjálmar varð kennari við Gagn- fræðaskóla Austurbæjar 1944 og kenndi þar til ársins 1960. Hann var lektor við borgarháskólann i Amst- erdam 1962 og bæjarstjóri í Kópa- vogi árin 1962 til 1970. Hann var kennari viö Menntaskólann við Hamrahliö frá hausti 1970, kon- rektor 1972 til 1979. Hann var jafn- framt stundakennari við Kennara- skóla íslands 1962—66. Hjálmar tók virkan þátt í félagsmálum. Átti hann sæti i stjórnum ýmissa félaga og starfaði i nefndum, meðal ann- ars á vegum Kópavogskaupstaðar. Hann var formaður Norræna fé- Hjálmar Ólafsson lagsins i Kópavogi frá stofnun árið 1%2 til 1968 og aftur frá 1972. Hann átti sæti i framkvæmdaráði Norrænu félaganna frá 1970 og var formaður Norræna félagsins á ís- landi frá 1975. Hjálmar Ólafsson var tvíkvænt- ur. Fyrri kona hans var Kristfn Ingibjörg Eyjólfsdóttir kennari en eftirlifandi eiginkona hans er Nanna Björnsdóttir meinatæknir frá Sveinatungu í Norðurárdal. SUNNANIO \ Nýr safi, nýtt bragð, ' nýiíppufun. ' SUNNANIO Hreínn safíúr tíu suðrænun ávöxtum ^ Smakkaðu hann! / Mjólkursamsalan AUK hf. Aualvsinaastofa Kristínar 3.127

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.