Morgunblaðið - 29.06.1984, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.06.1984, Blaðsíða 18
MÓftÖtJHBLADlD, FOSTUDAGUR 29. JÚNl 1984 18 Ólympíuleikarnir í eðlisfræði: „Verklegi hlut- inn kunnuglegur“ — sögðu íslensku drengirnir Sigtuna 28. júmí. Frá rrétUriUra Mbl., Vitari ÁgóatasjTBL ÍSLENSKU keppendurnir, Finnur 17 íra og Viihjálmur 18 ára, komu fegnir út úr Konunglega tækniháskólanum í Stokkhólmi eftir aó hafa leyst verk- lega hluta keppninnar og er þá lokið þátttöku þeirra f Ólympíuleikunum. Til eðlisfræðitilraunadeildar tækni- háskólans var safnað saman miklu magni tilraunatækja bæði úr öðrum deildum tækniháskólans og raun- greinadeild háskólans í Stokkhólmi. Eins og reglur Ólympíuleikanna í eðlisfræði kveða á um var hvíldar- dagur milli fræðilega og verklega hlutans og buöu gestgjafar okkar, Svíar, upp á margvíslega afþreyingu. I fyrrakvöld sáum við gamanóper- una „Vival la Mama" í Södre Teatr- en. Hún er eftir Donisetti og fjallar með miklum tilþrifum um uppfærslu á óperu. Ekki var annað að sjá en allir skemmtu sér hið besta; Bretar og Víetnamar brostu jafn breitt, enda skildu þeir jafnlítið f sænska textanum. I gær var Vasa-safnið skoðað, fyrsta og síðasta tveggjabyssuþil- fara seglskip sem Svíar smíðuðu í þrjátíu ára stríðinu á 17. öld. Það fékk nafið Vasa og sökk 5 mínútum eftir að það setti upp segl í fyrsta skipti. 333 árum seinna var það híft upp af mararbotni, hreinsaö og sprautað með pólíetílemblýkóli í sex ár til að varðveita gegnsósa viðinn. Nú hvílir þetta 50 metra langa 1.300 tonna skip í vinnuskýli viðgerðar- mannanna. Forseti borgarstjórnar Stokkhólms, Ann-Marie Sundborg, bauð þátttakendum f Ólympíuleik- unum í ráðhúsinu til hádegisverðar. Verklegi hlutinn í dag voru tvær tilraunir. Sú fyrri var um aflnotkun viðnámsins í RC-rás með afriðni. Við mælingarnar var notuð tveggja geisla sveiflusjá sem sýndi hvernig spennan yfir viðnámið var frábrugð- in sinusspennu sveiflugjafans. í seinni tilrauninni átti að finna bylgjulengd gula ljóssins í neon- lampa. Til þess þurfti að finna bylgjulengd He-Ne-leysiljóss með mikrókvarða og nota hana til að kvarða raufagler. Loks var horft í gegnum raufaglerið til að skoða gulu línuna í neonlampanum. Vilhjálmur sagðist hafa kannast við báðar tilraunirnar. „1 MH höfum við unnið með sveiflusjá og raufa- gler. Við erum líka vanir að gera skýrslur úr tilraunum eins og krafist var í verklega hlutanum. Eg lenti hins vegar í dálitlu tímahraki." Finnur var ekki nógu ánægður með frammistöðu sína. „Tilraunirnar voru erfiðar þó ég þekkti tilraunatækin ekki síður en hinir erlendu keppnisfélagar mínir. Við Vilhjálmur tókum rökrásir sem valkúrs í MH og á þjálfunartíman- um höfðum við framkvæmt einfalda víxlhrifatilraun sem hjálpaði til.“ Nú bíða þeir skólabræður spenntir eftir niðurstöðum keppninnar sem kunngjörðar verða á laugardag. Þeirra bíður sigling um skerjagarð- inn á morgun meðan dómnefndin gefur einkunnir fyrir verklega hlut- ann. Fararstjóranna bíður hins veg- ar enn ein kvöldvinnan er greidd verða atkvæði um uppkast að nýjum reglum Ólympíuleikanna í eðlis- fræði. / Byggingavöruyerslunin Nýborg hf. reisir 2.500 fermetra iðnadarhús Byggingarvöruverslunin Nýborg hf. er að reisa 2500 fermetra iðnað- arhús að Skútuvogi 4 í Reykjavík. Húsið er ætlað iðnaöardeild fyrir- tækisins, en hún hefur verið starf- rækt að Ármúla 23 til þessa og hefur verið vaxandi undanfarin ár. Iðn- aðardeildin vinnur ýmsar vörur úr áli og plasti og batnar aðstaða henn- ar til muna í þessu nýja og rúmgóða húsnæði. Húsið er 15 þúsund rúmmetrar og er eitt stærsta hús sem reist hefur verið til þessa hérlendis þar sem límtrésbitar eru notaðir sem burðarvirki. Hús Nýborgar er klætt með s.k. samlokueiningum sem framleidd- ar eru af fyrirtækinu Berki hf. í Hafnarfirði. Þessar einingar eru fullfrágengnar í verksmiðju, með vatnsklæðningu á ytra byrði, inn- veggjaklæðningu á innra byröi en frauðeinangrun á milli. Með þvi að tefla saman límtrésbitum og Barkareiningum til klæðningar hefur reynst unnt að reisa mjög vandað iðnaðarhús á hagkvæman hátt. Hönnuður að límtrésbygging- unni er Gunnar Guðmundsson verkfræðingur. (Úr fréttatilkynningu) Flugleiðir: Nýir einkennisbúning- ar yfir sumarmánuðina HANNAÐUR hefur verið nýr ein- blússa, og er efnið ljóst í grunn- kennisbúningur fyrir flugfreyjur inn og simunstrað með merki fé- og kvenfólk sem starfar í gesta- lagsins í bláu. Búningurinn var móttökum hótelanna, við flugaf- hannaður af Lísu Jóhannsson, greiðslu, símaborð og á söluskrif- .fyrrv. flugfreyju í samvinnu við stofum Flugleiða. yfirflugfreyju og eftirlitsflug- freyju Flugleiða. Artemis hf. Búningurinn nýi er pils og saumar búningana. Hið nýja 2500 fermetra iðnaðarhús, sem Byggingarvöruverslunin Nýborg hf. er að reisa að Skútuvogi 4 í Reykjavík. míns Jónssonar og Katrínar Mark- úsdóttur á Hróf- bjargastöðum ÚT ER KOMIN bókin Niðjatal Benjamíns Jónssonar og Katrínar Markúsdóttur á Hrófbjargastöðum. Bókin er um 340 bls. að stærð með myndum og nafnaskrá. Nær nafnaskráin yfir öll mannanöfn í bókinni. Prentun annaðist Prent- tækni, en bókband Bókfell hf. Benjamín Jónsson og Katrín Markúsdóttir bjuggu á Hróf- bjargastöðum í Hítardal frá 1860 til 1887, eða samfleytt í 27 ár. Á eftir þeim bjuggu tvö börn þeirra þar, hvort á eftir öðru, samtals í 22 ár. Hítardalur er á mörkum þriggja sýslna, Mýra-, Hnappadals- og Dalasýslu. Eru Hrófbjargastaðir innarlega í dalnum vestar Hítarár og tilheyra Kolbeinsstaðahreppi í Hnappadalssýslu. Þeir voru síð- asti bær í byggð í Hítardal vestan árinnar, fóru í eyði 1921. Bókin er gefin út á kostað rit- nefndar og í fremur takmörkuðu upplagi. Hún verður til sölu hjá ritnefndarmönnum en þeir eru; Eiríkur Ágúst Sæland, Espiflöt, Biskupstungum, Árn., Kristján Benediktsson, Eikjuvogi 4, Reykjavík, Kristján Kristinsson, Hlíðarvegi 46, Ytri-Njarðvík, Markús Alexandersson, Fremri- stekk 1, Reykjavík, Markús B. Þor- geirsson, Hvaleyrarbraut 7, Hafn- arfirði, ólafur Magnússon, Hjalla- brekku 11, Kópavogi, Óskar Egg- ertsson, Brekkubyggð 6, Garðabæ, Steinar Guðmundsson, Logalandi 9, Reykjavík, Sveinbjörg Guð- mundsdóttir, Löngubrekku 19, Kópavogi og Skólavörðustíg 46, Reykjavík. Áuk þess verður bókin til sölu á Selfossi hjá Klöru Sæland, Versl- uninni Blómahornið, og á Akra- nesi hjá Birni Markússyni, Stekkj- arholti 20. Einnig hjá Marteini Markússyni, Klapparstíg 13, Reykjavík. (Fréttatilkynning) Sýning í Ásmundarsal á verk- um tveggja erlendra arkitekta UM ÞESSAR mundir stendur yfir í Ásmundarsal við Freyjugötu sýning á verkum arkitektanna Elin og Carmen Corneil. Á sýningunni, sem ber heitið „Arkitektúr á norðurhjara", eru verk þeirra hjóna frá norðlægum slóðum í Kanada, Finnlandi, Noregi og frá Vestmannaeyjum. Mbl./KEE. Carmen Corneil, annar arkitektanna tveggja sem um þessar mundir sýna verk sín í Ásmundarsal við Freyjugötu. Árið 1975 hlutu Corneil-hjónin fyrstu verðlaun í norrænni hug- myndasamkeppni um endurskipu- lagningu miðbæjarins í Vest- mannaeyjum, sem varð eins og kunnugt er illa úti í eldgosinu 1973. I framhaldi af því unnu þau á árunum 1977 til 1981 í samein- ingu að enduskipulagningu mið- bæjar og tjónasvæða í austurbæ Vestmannaeyjakaupstaðar, og voru allan þann tíma með annan fótinn á íslandi. Carmen Corneil, sem er fæddur árið 1933 í Bandaríkjunum, út- skrifaðist frá arkitektadeild há- skólans í Toronto í Kanada árið 1957. Elin Corneil, sem fæddist ár- ið 1935 í Noregi, lauk prófi í bygg- ingarlist frá Tækniháskólanum í Þrándheimi árið 1961. Frá árinu 1963 hafa þau hjón búið og starfað í Toronto í Kanada, bæði við sjálfstæð verkefni og einnig við kennslu. Carmen Corneil kom til íslands í tengslum við sýninguna i Ás- mundarsal en staldraði stutt við. Hann gaf sér þó tíma til að spjalla lítillega við blm. Mbl. skömmu áð- ur en hann hélt aftur utan, 27. júni. „Mér finnst Island dásamlegt land,“ sagði Carmen, „og landslag- ið er sérstaklega áhrifamikið. Eg kann einstaklega vel við mig hér og það hefur verið okkur hjónun- um sönn ánægja að vinna að skipulagstillögum fyrir Vest- mannaeyj akaupstað". Aðspurður um íslenska bygg- ingarlist sagði Carmen: „Ég er mjög hrifinn af nýju húsunum á Seltjarnarnesi og ljósu litunum sem þar eru ráðandi. Einnig finnst mér Bráðræðisholt mjög athygl- isvert þar sem verið er að endur- byggja gömul hús í sinni uppruna- legu mynd. Mér finnst ég verða að taka það fram að garðarnir í Reykjavík eru þeir fallegustu sem ég hef séð. Það er ótrúlegt hvað þeir eru litríkir og gróskumiklir með tilliti til veð- urfars á íslandi." — Eins og þér mun vera kunn- ugt eru íslendingar ekki á eitt sáttir um það hver afdrif Fjala- kattarins eigi að verða. Hefur þú myndað þér skoðun á því máli? „Ég fór og skoðaði húsið þar sem mér er kunnugt um fjaðrafok- ið sem orðið hefur út af því. Húsið er vissulega mjög illa farið, en ég er þeirrar skoðunar að ekki sé rétt að fjarlægja það algerlega og byggja þar í staðinn nýtískulegt háhýsi. Við verðum að vera varkár þegar að við „setjum“ ný hús inn- an um gömul. Það er fjöldinn allur af gömlum húsum í Reykjavík, sem hafa verið endurbyggð, og því er ég eindregið þeirrar skoðunnar að halda eigi eftir framhúsi Fjala- kattarins, Aðalstræti 8, en rífa hina hlutana. Mér skilst þó að endanleg ákvörðun hafi nú verið tekin, svo ég get sennilega sparað mér vangavelturnar," sagði Carm- en brosandi. Carmen sagði að lokum að sýn- ingin „Arkitektúr á norðurhjara" væri yfirlitssýning á vinnu þeirra hjóna frá 20 ára tímabili, og ættu öll verkin það sammerkt að tengj- ast norðlægu loftslagi og umhverfi á einn eða annan hátt. Sagði hann að sýningin hefði þegar verið haldin í Toronto, og er henni lyki hér á landi, yrði farið með sýn- ingarefnið til Englands, Noregs og Finnlands, þar sem sama sýning yrði sett upp. Sýningin „Arkitektúr á norður- hjara" er opin frá kl. 14 til 22 alla daga og stendur hún yfir til 1. júlí.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.