Morgunblaðið - 29.06.1984, Blaðsíða 14
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JÚNl 1984
14
Stýriflaugar í kafbátum
Wjwhington, 28. júnf. AP.
Varnarmálaráðuneyti Bandaríkj-
anna viðurkenndi í dag að sjóherinn
v«ri farinn að útbúa herskip með
kjarnorkustýriflaugum og svæðið
sem stýriflaugarnar næðu yfir væri
allt að 2.413 km.
Ónefndur talsmaður Pentagons
skýrði svo frá að stýriflaugarnar
væru um borð í fjórum kafbátum,
en þeim á að koma fyrir í öðrum
herskipum, samkvæmt langtíma
áætlun.
í Moskvu sagði Tass-fréttastof-
an að staðsetning kjarnorkustýri-
flauga á bandarískum herskipum
væri enn eitt skrefið í eflingu
vígbúnaðarkapphlaupsins.
Er ríkisstjórn Reagans forseta
harðlega gagnrýnd fyrir að koma
stýriflaugunum fyrir um borð í
herskipum, þrátt fyrir að þingið
hafi ekki samþykkt þær aðgerðir.
Fyrirliggjandi í birgðastöð
Stál 37.2 og 42 DIN 17100
Þykktir 2-50 mm.Ýmsar stærðir, m.a.
1000x2000 mm
1500x3000 mm
1500x5000 mm
SINDRA
1500x6000 mm
1800x6000 mm
2000x6000 mm
STALHR
Ðorgartúni 31 sími 27222
Verktakar
Vélsmiðjur
i
Vió hja Sindia spyrjum:
Eru starfsmenn ykkar að smíða stigapalla, stiga milli haeða, stiga á tanka, landgöngubrýr?
Vantar ristarefni þar sem loft og Ijós þarf að komast á milli hæða? Vantar þrep og palla
utan á tankinn, verkstæðisbygginguna? Er gætt fyllsta öryggis varðandi þrep og palla utan
dyra t.d. vegna snjóa?
Það má lengi spyrja, en við hjá Sindra Stál teljum að ristarplötur, pallar og þrep frá
Weland séu svar við þessum spurningum.
Framleiðsluvörur Weland eru úr gæðastáli og heitgalvaniseraðar til að tryggja þeim
lengsta endingu.
Cœtum hagkvœmni - gœtum öryggis.
Lausnin er Weland ristarplötur, pallar, þrep.
Þrep
900 x 230 mm
900 x 260 mm
1000 x 260 mm
Þessar stærðir eru til á lager:
Þrep með Pallar
hálkuvörn 900x |000 mm
700x230 mm 1000 x 1000 mm
900 x 230 mm
900x260 mm
Ristarplötur
Úr 25 x 3 mm stáli:
1000x6000 mm
Úr 30 x 3 mm stáli:
1000 x 6000 mm
Leitið upplýsinga
SINDRA
STALHF
i.»Al
PÓSTHÓLF 881, BORGARTÚNI 31, 105 REYKJAVÍK, SÍMAR: 27222 & 21684
38 slösuðust
Þrjátíu og átta manns slösuðust í járnbrautarslysi á Norður-Englandi
fyrir nokkrum dögum. Slysið varð með þeim hætti að hraðlest fór út af
sporinu og féll sfðan niður hæð á nærliggjandi hús.
Botha tapar í
sveitakjördæmi
Jóhann. narborg, Sudur-Afríku, 28. júní. AP.
LOKATÖLUR úr tvennum kosning-
um sem birtar voru I dag, sýna, að
Þjóðarflokkurinn, sem er við völd,
hafði unnið sigur I einni af útborgum
ióhannesarborgar, en tapað í sveit-
arkjördæmi.
f báðum tilvikunum atti flokkur-
inn kappi við harðlínumenn í kyn-
þáttamálum, sem hafa sett sig upp á
móti, að slakað verði á aðskilnað-
arstefnunni.
f Rossettenville, útborg Jóhann-
esarborgar, vann Þjóðarflokkur-
inn sigur og kom þar með í veg
fyrir, að fhaldsflokkurinn, flokkur
klofningsmanna, ynni sinn fyrsta
kosningasigur á höfuðborgar-
svæðinu, valdamiðstöð P. W.
Botha forsætisráðherra.
í kosningunum í Norður-Trans-
val-héraði í gær, miðvikudag, var
tekist á um sæti til fylkisþings.
Þar sigraði frambjóðandi fhalds-
flokksins. Sagði Botha, að klofn-
ingurinn i flokki hans hefði tak-
markað mjög svigrúmið til að
framfylgja hófsemisstefnu í kyn-
þáttamálum.
P. W. Botha
í dag tilkynnti fjármálaráð-
herrann, Owen Horwood, afsögn
sína í þinginu. Hann hefur gegnt
þessu ráðherraembætti í áratug,
en verið umdeildur upp á síðkast-
ið.
Sovétmenn enn
með forystuna
Loisdoi 28. júnf. AP.
JAFNTEFLI voru allsráðandi í þriðju umferð keppni landsliðs Sovétríkjanna við
úrvalslið allra annarra landa, sem fram fer I London. Að loknum 26 skákum af
þeim 40 sem tefldar verða ( keppninni hafa Sovétmenn tveggja vinninga forskot,
hafa hlotið 14 vinninga gegn 12 vinningum heimsliðsins. Fjórar skákir eru í bið,
en síðustu umferðina átti að tefla I gærkvöldi.
Orslit f þriðju umferðinni urðu
sem hér segir í. Karpov — Ander-
son 'Æ — 'A, 2. Kasparov — Timman
biðskák, 3. Polugajevsky — Korchnoi
'Æ — 'A, 4. Tukmakov — Ljubojevic
biðskák, 5. Vaganjan — Ribli ‘Æ — Vi,
6. Beljavsky — Larsen 'Æ — 'Æ, 7. Tal
— Nunn biðskák, 8. Razuvajev —
Hubner ‘A —V4, 9. Jusupov — Miles
biðskák, 10. Romanishin — Chandler
'Æ-'Æ.
Að sðgn skáksérfræðinga í London
tefldi sovézka liðið mjög varfærnis-
lega í þriðju umferðinni, sýnilega til
þess að halda öruggu forskoti sinu.
Staðan í biðskákunum fjórum er
þannig að Kasparov sem hafði svart
gegn Timman er talinn hafa góða
vinningsmöguleika. Þá er Mikhail
Tal, fyrrum heimsmeistari, talinn
eiga unna stöðu gegn Engiendingn-
um John Nunn. Hins vegar er Júgó-
slavinn Ljubojevic talinn eiga alla
möguleika á að sigra Tukmakov og
aðspurður sagði Englendingurinn
Tony Miles að hann hefði „minni-
máttar stððuyfirburði" f skák sinni
við Arthur Jusupov.