Morgunblaðið - 29.06.1984, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JÚNl 1984
27
Kristín J. Jóns-
dóttir — Minning
Kristín Jósefína Jónsdóttir lést
aðfaranótt 20. júní sl. á hjúkrun-
arheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi
og var þá komin hátt á 93. aldurs-
ár.
Hún fæddist í Brekku í Þingi í
V-Húnavatnssýslu 29. ágúst 1891.
Þar ólst hún upp hjá foreldrum
sínum, sem voru hjónin Þorkatla
Júlíana Guðmundsdóttir (f.1861)
og Jón Sigurður Jóhannsson
(f.1850), óðalsbóndi í Brekku.
Kristín var þriðja í röðinni af 8
börnum þeirra hjóna og eina dótt-
irin.
Bræður hennar eru í þessari
aldursröð: Magnús, bóndi i
Brekku, d. 1963, Ellert, dó í frum-
bernsku 1889, Ólafur fluttist til
San Francisco í Kaliforníu, varð
þar byggingafrömuður og stór-
framkvæmdamaður, d. 1980, Júlí-
us, bóndi að Mosfelli í Svínadal,
V-Húnavatnssýslu, Jósef, húsa-
smiður og fasteignasali í San
Francisco í Kaliforníu, Halldór,
bóndi að Leysingjastöðum í Þingi,
d. 1983.
Eins og sjá má af þessari upp-
talningu eru þeir Jósef og Júlíus
nú einir á lífi af þessum börnum
gömlu Brekkuhjónanna, sem þar
bjuggu lengi og gerðu garðinn
frægan.
Elsti sonurinn, Magnús, tók við
búi af foreldrum sínum, árið 1916,
hann var kvæntur ágætiskonunni
Sigrúnu Sigurðardóttur frá Lund-
um í Lundarreykjadal; hún lést
1981. Tveir synir Magnúsar,
Haukur og Þórir, búa nú í Brekku.
Kristín ólst upp í Brekku og naut
þess barnalærdóms, sem þá stóð
til boða, tók þátt í störfum utan
húss sem innan og lærði vel til
verka. Veturinn 1914—15 var hún
í Reykjavík og lærði karlmanna-
fatasaum hjá L. Andersen klæð-
skera, en var jafnframt í kvöld-
skóla, þar sem hún naut nokkurr-
ar framhaldsmenntunar. Verk-
námið heima og þessi vetur í
Reykjavík komu henni að góðu
haldi seinna í lífinu. Skömmu síð-
ar kynntist hún ungum og glæsi-
legum manni norður í heimahög-
um. Hann hét Guðmundur Sigurð-
ur Jóhannesson og var frá Meira-
Garði í Dýrafirði vestra, f. 20.5.
1895, sonur hjónanna Sólveigar
Þórðardóttur og Jóhannesar Guð-
mundssonar. Sigurður var 4 ára,
þegar enskir landhelgisbrjótar
hvolfdu bát undan föður hans, sem
var einn af þeim þrem, er þar
drukknuðu. Fluttist þá móðir hans
að Meira-Garði og bjó þar i skjóli
systur sinnar og mágs. Eldri
systkini Sigurðar voru Ingimar
Hallgrímur kennari, f. 1891, d.
1982, og Guðbjörg, f. 1893, d. 1906.
Sigurður lauk búfræðinámi frá
Hvanneyri vorið 1914 og stundaði
ýmisleg störf að því loknu. Þegar
þau Kristín kynntust var hann i
vegavinnu í Húnavatnssýslunni en
Ingimar bróðir hans í kaupavinnu
í Brekku, og er mér næst að halda,
þó ekki viti ég það með vissu, að
hann hafi kynnt þau Sigurð og
Kristínu.
Haustið 1917 voru þau trúlofuð
og réðust þá bæði að Arnþórsholti
í Lundarreykjadal í Borgarfirði
syðra, en þar bjuggu þá bræður
Kristínar, Ölafur og Júlíus.
Þau giftu sig vorið 1918, og það
sama vor fæddist elsti sonur
þeirra, Björn. Sólveig, móðir Sig-
urðar, fluttist til þeirra að Arn-
þórsholti og var þar til vors 1919.
Björn var eina barnabarnið, sem
hún sá í lifanda lífi, því að hún
lést þá um haustið, 62 ára gömul.
Ingimar faðir minn, segir svo um
samband hennar við Bjössa litla:
„Hann varð hennar mesta umtals-
efni í bréfum til mín ... og mesti
gleðigjafi til hinstu stundar". í
öðru bréfi til föður míns segir hún:
„Mér fellur vel við Kristínu, hún
er svo góð við hann Sigga minn.“
Það voru orð að sönnu. Kristín
unni manni sínum heitt og
fölskvalaust til hinstu stundar.
Um þá ást get ég engin orð haft
betri en postulinn Páll i 1. bréfi
sínu til Korintumanna. í 13. kafla
og 7. versi þess bréfs er rætt um
kærleikann, sem „breiðir yfir allt,
trúir öllu, vonar allt, umber allt“.
Fáar eiginkonur hefi ég þekkt,
sem betur hafa breytt eftir þeim
orðum en Kristín.
Vorið 1919 hættu bræður Krist-
ínar búskap í Arnþórsholti. Ólafur
flutti alfarinn til Vesturheims ár-
ið 1920, en Júlíus og ungu hjónin
hurfu aftur norður í Húnavatns-
sýslu. Uppfrá því bjuggu þau
Kristín og Sigurður á ýmsum
stöðum í sýslunni til vorsins 1935.
Sigurður stundaði jarðrækt-
arstörf, vegavinnu og sjómennsku
jafnframt nokkrum búskap og
kom það því æði oft í hlut Kristín-
ar að sjá bæði um börn og bú.
Fjórir synir fæddust á næstu
árum, einn dó fárra vikna gamall.
Oft var þá þröngt í búi, þó aldrei
skortur. Sigurður átti við heilsu-
brest að stríða allt frá því að
taugaveikin, sá mikli vágestur
fyrri tíma herjaði á þá bræður
haustið 1909. Annars var hann að
upplagi þrekmenni hið mesta og
allra manna rammastur að afli.
Hann þótti ágætur verkmaður,
hagur í höndum og vel skáldmælt-
ur. Kristín var dugleg, ráðdeild-
arsöm og vel verki farin. Sonum
sínum var hún góð og umhyggju-
söm móðir. Þeir fóru snemma að
heiman að vinna fyrir sér. Það
þótti henni sárt að láta þá i vinnu-
mennsku til annarra, barnunga að
árum. Um það talaði hún oft síðar
á ævinni. En oft minntist hún líka
á hjálpsemi Magnúsar bróður síns
og hans góðu konu, bæði þá og
síðar. Henni þótti elskusemi og
umhyggja þeirra í garð sín og
sinna aldrei að fullu goldin. Allir
synir þeirra Brekkuhjóna voru
henni jafn kærir og hennar eigin
synir.
Vorið 1935 fluttu þau suður á
land að Flekkuvík á Vatnsleysu-
strönd, þar sem frændi minn
starfaði við hirðingu silfurrefabús
í tvö ár. Eitt ár bjuggu þau svo á
hluta af jörðinni Útkoti á Kjal-
arnesi, en 1938 fluttust þau til
Reykjavíkur og bjuggu þar á ýms-
um stöðum næstu 22 árin, lengst í
Aðalstræti 16.
Árið áður flutti faðir minn til
höfuðstaðarins með fjölskyldu
sína frá Flúðum í Hrunamanna-
hreppi. Þá fyrst kynntumst við
systkinin Sigga frænda, Kristínu
„mágkonu" og sonum þeirra að
nokkru ráði. Bræðurnir voru á
svipuðum aldri og við og tókst
fljótt með okkur góð vinátta. Fað-
ir minn þekkti Kristínu frá þvi að
þau voru bæði ung að árum og var
samkomulag þeirra alla tíð eins og
góðra systkina. Móður minni og
Kristínu samdi vel allt frá fyrstu
kynnum. Fundir fjölskyldnanna
urðu því margir á næstu árum,
bæði á hátíðastundum og utan
þeirra. Við gengum flest, foreldr-
arnir og börnin, í sömu góðtempl-
arastúkuna á árunum milli 1940
og 50, stúkuna Sóley nr. 242, og
áttum saman margar glaðar
stundir í starfi og leik á þeim
vettvangi.
Aðalstræti 16 varð nokkurs kon-
ar félagsmiðstöð okkar og margra
annarra ættingja og vina þeirra
Sigurðar og Kristínar, svo og fé-
laga bræðranna. Ég var þarna tíð-
ur gestur á skólaárum mínum
1938—44, fyrst hjá „gömlu“ hjón-
unum í Aðalstrætinu, síðar einnig
hjá Bjössa og hans konu í Mjó-
stræti 3. Ekki voru húsakynnin
stór og oft þröngt setinn bekkur-
inn, en aldrei skorti kaffið og með-
lætið hjá Kristínu og Rúnu. Það
var margt líkt með þeim og kon-
unni, sem byggði skála sinn um
þjóðbraut þvera. Allir voru au-
fúsugestir og dvöldu sjaldnast
nógu lengi. Kristín var sönn höfð-
ingskona, sem hélt reisn sinni og
stolti þrátt fyrir kröpp kjör og
ýmislegt andstreymi.
Á málþingunum í Aðalstræti 16
var margt skrafað og mikið spaug-
að, þar voru rædd dægurmál og
viðburðir líðandi stundar. Enn sé
ég Kristínu fyrir mér á þeim ár-
um, granna, dökkhærða, augun
opin og blá bak við gleraugun, fas-
ið kvikt og kaffikannan oftast í
annarri hendi. Hún hafði alltaf
eitthvað til málanna að leggja,
hafði ákveðnar skoðanir á flestum
umræðuefnum og fylgdi þeim fast
eftir af þeim skaphita, djörfung og
festu sem henni voru í blóð borin.
Minning:
Sigurbjörg Jóns-
dóttir frá Segðisfirði
Sigurbjörg Jónsdóttir kvaddi
okkur mánudaginn 18. júni eftir
aðeins viku legu á sjúkrahúsi.
Banamein hennar var heilablæð-
ing.
Sigurbjörg, eða Begga eins og
hún var oftast kölluð, fæddist á
Seyðisfirði 27. mars 1902. Foreldr-
ar hennar voru hjónin Guðrún
Margrét Einarsdóttir og maður
hennar, Jón Jónsson tómthúsmað-
ur, kenndur við Austdal. Begga
var næstyngst 6 systkina, sem öll
komust til fullorðinsára, er nú ein
systir eftirlifandi, Sveinrún, sem
dvelur hjá syni sínum og konu
hans í Kópavogi. Síðastliðinn vet-
ur lést Einar, sem var yngstur
þeirra systkina, en hann varð átt-
ræður.
Begga ólst upp með foreldrum
sínurn og systkinum á Seyðisfirði,
sem á þeim tíma var mikill at-
hafnabær og eru aðrir mér fróðari
um þá sögu. Síðar tók að halla á
ógæfuhliðina á Seyðisfirði, og þeg-
ar Begga er liðlega tvítug ræðst
hún í að fara til Reykjavíkur í at-
vinnuleit, en auðvitað hafði hún
snemma byrjað að vinna fyrir sér.
Hún vann á nokkrum stöðum í
Reykjavík, aðallega við húshjálp,
einnig við matsölu. Á þessum ár-
um fer hún til Stokkseyrar og
ræður sig að búi þar. Þá var þar
fyrir maður frá Reykjavík, Árni
Sigurðsson, sem síðar varð eigin-
maður hennar. Þau Árni eignuð-
ust þrjár dætur, elst er Guðrún
Jóna gift Níelsi Karlssyni, þau
eiga 6 börn og búa í Kópavogi,
Hrönn er næst og er gift Kristni
B. Kristinssyni, þau eiga þrjá syni
og búa í Grindavík, yngst er Dí-
ana, hún giftist dönskum manni
og býr í Danmörku, þau eiga tvö
börn. Barnabörn Beggu eru öll hin
mannvænlegustu og glöddu hana
alla tíð. Dætur Beggu og tengda-
synir reyndust henni frábærlega
vel, en mann sinn missti Begga í
febrúar 1958. Árni átti við mikla
vanheilsu að stríða í áraraðir, sem
vissulega kom niður á heimilinu,
og Begga varð að vinna útistörf
ásamt heimilisstörfunum, allan
sinn búskap. Hún vann i Ingólfs-
apóteki í fjölda ára, síðustu árin
Hún fylgdi jafnan Sjálfstæðis-
flokknum að málum og dró enga
dul á það. Hún var mikil trúkona
og einlægur „spíritisti", svo einlæg
var hún í sannfæringunni um líf
að loknu þessu, að ég held að hún
hafi aldrei efast um að hitta ást-
vini sína handan við landamæri
lífs og dauða. Þessi bjargfasta
vissa varð henni mikill styrkur á
langri ævi. Sigurður vann margs
konar störf er til féllu á þessum
árum. Kristín vann lengi við
saumaskap hjá Andersen klæð-
skera, sem hafði þá karlmanna-
fataverkstæði á miðhæðinni í Að-
alstræti 16. Synir þeirra luku
námi, kvæntust og reistu bú.
Björns hefi ég áður getið. Hann
var járnsmiður að iðn og kvæntur
Guðrúnu Ebenesersdóttur frá
Tungu í Valþjófsdal í Önundar-
firði. Þau eignuðust einn son, Jón
Ebba, loftskeytamann. Björn dó
eftir langvinn veikindi vorið 1959,
langt fyrir aidur fram. Rúna, kona
hans, lést í desember 1973.
Hinir synirnir eru: Jóhannes
Sölvi, f. 1921, áður bóndi, lengst á
Skálá í Skagafirði, nú bifreiðar-
stjóri, búsettur í Kópavogi, kv.
Halldóru Ólafsdóttur, ættaðri úr
Seyðisfirði vestra, þau eiga 7 börn
og 6 barnabörn, eina dóttur, Krist-
ínu átti Jóhannes áður en hann
giftist, og ólst hún upp hjá Birni
og Rúnu. Ingimar, f. 1924, járn-
smiður, býr í Kópavogi og er verk-
stjóri hjá Vegagerð ríkisins, kv.
Huldu Alexandersdóttur úr
Reykjavík, þau áttu 4 börn. Þór-
ketill, húsasmiður, f. 1930, hann er
búsettur á Höfn í Hornafirði og
kvæntur Jóhönnu Guðlaugsdóttur
frá Dalvík. Þau eru barnlaus. Síð-
ustu árin, sem Sigurður lifði, var
hann húsvörður við gamla iðn-
skólann i Lækjargötu 14. Þau
Kristín kunnu þar einkarvel bæði
við starfið og staðinn og heimil-
isbragurinn minnti að mörgu leyti
á félagsmiðstöðina góðu í Aðal-
stræti 16, þar við bættust sam-
skipti við ungt skólafólk og fjöl-
mennt kennaralið. En síðsumars
1960 kenndi Sigurður þess meins,
sem dró hann til dauða á annan
dag jóla eftir langt og kvalafullt
stríð við ólæknandi sjúkdóm.
Sem geta má nærri varð fráfall
þeirra feðga með svo stuttu milli-
bili mikið áfall fyrir Kristínu. En
hún lét ekki bugast, enda alltaf
sannfærð um endurfundi við þá
eins og fyrr var sagt. Eftir lát
bónda síns bjó hún með Rúnu
tengdadóttur sinni og börnum
hennar í Kópavogi til ársins 1970,
þá flutti hún á dvalarheimilið
Hrafnistu í Reykjavik. Hafði hún
þar lítið en notalegt herbergi á
efstu hæðinni og undi hag sínum
allvel lengst af. Hún vann óhemju-
mikið í höndunum á þessum árum,
einkum útsaum af ýmsu tagi. „Ég
vann hún við ræstingar hjá Þor-
láksson og Norðmann. Það var
einkennandi fyrir frænku mína
hvað henni lágu hlý og falleg orð
til húsbænda sinna og starfsfólks
þessara stofnana. Fyrir nokkrum
árum varð hún að láta af störfum
vegna heilsubrests, fæturnir voru
farnir að gefa sig fyrir löngu.
Sjónin var líka farin að daprast
mikið síðustu árin, en ég held að
allir hljóti að skilja að það eitt út
af fyrir sig hlýtur að vera mikið
áfall, bæði fyrir unga og aldna.
Hún var búin að búa ein i íbúð
hafði alltaf svo gaman af að
sauma út, þegar ég var ung,“ sagði
hún oft, „en það var ekki fyrr en
ég komst á áttræðisaldurinn, að ég
fór fyrst að hafa tíma til að sinna
því tómstundagamni." Nú prýða
listavel unnin útsaumsverk henn-
ar flest heimilin í fjölskyldu henn-
ar og bróðurbarna Sigurðar. Hún
saumaði einnig mikið af fyrir-
myndum fyrir hannyrðaverslanir
hér í borg.
Þau hjónin höfðu jafnan dvalið
norður í Brekku í sumarfríum sín-
um og hélt hún þeim sið áfram,
því engan blett á landinu þótti
henni vænna um en æskustöðv-
arnar í Þinginu. Eftir lát Magnús-
ar bjó Sigrún hjá Hauki syni sín-
um og Elínu Éllertsdóttur konu
hans og var Kristín þar boðin og
velkomin sem fyrr. Öft heimsótti
hún fjölskylduna á Skálá og
skrapp einnig til Hornafjarðar. Þá
er þess að geta, að Sigurður átti
tvo syni utan hjónabands. Annar
þeirra Sigurður endurskoðandi,
búsettur á Akureyri, kynntist föð-
ur sínum og fjölskyldu hans fyrst
þegar hann var á þrítugsaldri og
kvæntur Ásu Leósdóttur, þau eiga
fimm börn. Var jafnan kært með
Kristínu og þessari fjölskyldu og
skiptust þau á heimsóknum. Lýsa
þau góðu samskipti Kristínu um
margt betur en orð fá gert.
Bræður Kristínar vestanhafs,
þeir Ólafur og Jósef, létu sér annt
um systur sína og sýndu henni
mikla ræktarsemi. Hún hafði við
þá löng bréfaskipti og þeir gáfu
henni góðar gjafir og styrktu hana
fjárhagslega. Kærastar voru
henni þó heimsóknir þeirra til ís-
lands, og þau lifðu það oftar en
einu sinni að hittast heima í
Brekku.
Kristín var lengst af allvel
heilsuhraust og hélt góðri sjón og
heyrn til þess síðasta. Hún varð þó
fyrir því óhappi að lærbrotna árið
1975, að mig minnir, og átti lengi í
því. Hún komst þó á kreik um síðir
og var enn furðulétt í spori. Hún
skildi vel gildi þess að hafa næga
hreyfingu og rétt mataræði og
hagaði sér samkvæmt því. Síðustu
árin tóku EUi kerling, ýmis konar
áföll og sjúkleiki að mæða hana
meir. Hún fluttist á hjúkrunar-
heimilið Sunnuhlíð fyrir hálfu
öðru ári og fékk þar frábæra um-
önnum, sem fólkið hennar þakkar
nú af heilum hug. Sjálf beið hún
róleg og þolinmóð þess sem verða
vildi. Hún fékk hægt andlát á
bjartri vornótt og hvarf til enn
bjartari heima á vit horfinna
ástvina eða sú var trú hennar. Við
sem eftir lifum biðjum guð að
styrkja þá trú hjá okkur öllum og
þökkum Kristínu ást og tryggð og
ágæta samfylgd í þeim heimi, er
við þekkjum.
Sigríður Ingimarsdóttir
sinni að Hólmgarði 17 allan þenn-
an tíma, og það er ekki fyrr en í
ágúst sl. að hún flyst til dóttur
sinnar og tengdasonar í Kópavogi.
Þetta er saga um hetju hversdags-
ins.
Trúmennska, samviskusemi og
heiðarleiki voru hennar aðals-
merki, og hefðum við öll getað
mikið af henni lært. Lífið var
henni oft erfitt, en hún hertist við
hverja raun. Nú er hún farin frá
okkur og eftir eru minningar um
góða og elskulega konu, sem aldrei
mátti vamm sitt vita, en vildi alls
staðar koma fram til góðs. Ég veit
að hún átti marga vini, sem gátu
komið til hennar með raunir sínar,
því þeir vissu að þar fór kona, sem
kunni að gefa og þiggja, hún skildi
lífið og þá þröskulda, sem oft
verða fyrir okkur öllum.
Begga var móðursystir mín, þær
systur voru mjög samrýndar og
þótti innilega vænt hvorri um
aðra, enda umgengust þær mikið.
Því fækkar óðum aldamótafólk-
inu, sem trúði á framtíðina og
landið sitt, nú er það okkar að
taka við og reyna að trúa því
sama.
Ég sendi frænkum mínum og
öllu þeirra fólki samúðarkveðjur
um leið og ég þakka Beggu frænku
af heilum huga samfylgdina,
tryggðina og kærleikann.
Guðbjörg Þórhallsdóttir