Morgunblaðið - 29.06.1984, Blaðsíða 23
23
MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 29. JÚNÍ 1984
Gagngerar breyting-
ar hjá Fiskiðjunni
Sauóárkróki 25. júní.
UNDANFARIN ár hefur verið
unnið að endurbótum og nýbygg-
ingum við Fiskiðju Sauðárkróks,
sem vera mun staersti atvinnu-
rekandi á Sauðárkróki. Eru nú
risnar á Eyrinni miklar og veg-
legar byggingar, þar sem að-
staða til fiskverkunar er hin
fullkomnasta og aðbúnaður
starfsfólks til fyrirmyndar. Af
þessu tilefni bauð stjórn Fiskiðj-
unnar fjölda fólks til mann-
fagnaðar sl. laugardag. Mart-
einn Friðriksson framkvæmda-
stjóri gerði þar grein fyrir hin-
um gagngeru breytingum á fyr-
irtækinu, sem munu kosta rösk-
lega 100 milljónir króna. Margir
tóku til máls og óskuðu Fisk-
iðjunni heilla á þessum tíma-
mótum. í þeirra hópi voru Sig-
urður Markússon, forstöðumað-
ur sjávarafurðadeildar SÍS, og
Erlendur Einarsson, forstjóri
Sambandsins, sem létu vel yfir
nýjum áfanga í starfi samvinnu-
manna, en Fiskiðjan er í eigu
Kaupfélags Skagfirðinga. j^^r;
Séð yfir vinnslusal Fiskiðjunnar.
Frá opnun nýju Fiskiðjunnar. Framkvæmdastjórinn, Marteinn Friðriksson, í ræðustól.
Sauðárkrókur:
Forsvarsmenn Pennans í hinni nýju skrifstofuhúsgagnadeild. Frá vinstri: Hannes Guðmundsson, framkvæmdastjóri,
Sigurður Már Helgason, sölustjóri húsgagnadeildar, og Gunnar B. Dungal, forstjóri. (Ljftsm.: Mbl. B.E.)
Penninn:
Ný skrifstofuhúsgagnadeild opnuð
Ný skrifstofuhúsgagnadeild var
opnuð í húsnæði Pennans, Hallar-
múla 2, í síðustu viku, þar sem með-
al annars eru uppstillt húsgögn fyrir
ýmiss konar skrifstofuhúsnæði, og
tillögur þar að lútandi.
Að sögn Hannesar Guðmunds-
sonar framkvæmdastjóra Penn-
ans leggur fyrirtækið mikla
áherzlu á vinnuverndarsjónarmið
svo að í hinni nýju skrifstofuhús-
gagnadeild er völ á ýmsum stilli-
útbúnaði stóla, skrifborða, tölvu-
borða og skápa, enda færi skiln-
ingur fólks á þessum mikilvæga
þætti vaxandi. Hann sagði enn-
fremur að viðskiptavinum Penn-
ans gæfist kostur á þeirri þjón-
ustu að láta sölumenn fyrirtækis-
ins gera tillögur að skrifsto*
húsgögnum sem síðan væru hön.i-
uð því að mikið væri lagt upp úr
því að hafa allt það sem viðkemur
skrifstofuhúsnæði á boðstólum.
Elsti íbúi Sauðár-
króks níræður í dag
90 ÁRA er í dag Unnur Magnús-
dóttir, Aðalgötu 17, Sauðárkróki.
Unnur er elsti íbúi Sauðárkróks,
sem átt hefur þar heimili alla tíð.
Þegar hún fæddist hafði byggð á
Sauðárkróki aðeins staðið í 23 ár.
Eiginmaður Unnar var Jón
Björnsson, sem lengi var starfs-
maður við Verslun Kr. P. Briem og
síðar deildarstjóri hjá kaupfélagi
Skagfirðinga. Hann lést 1982. Þau
hjón eignuðust 5 börn, sem öll eru
á lífi. Unnur dvelur nú á ellideild
Sjúkrahúss Skagfirðinga. Unnur Magnúsdóttir
Allt trá hatti oní skó
LD
Sumar Flóin
Sumar Flóin
BODY MAP „SUMAR 84“
XXX CUSTOM-SKÓR
XILE-FÖTIN
ARNE SMITH-FÖTIN
LEÐURFA TNAÐUR
OG MARGT FLEIRA
FLÓIN
VESTURGÖTU 4, SÍMI 19260.