Morgunblaðið - 29.06.1984, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 1984
t
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
8KÚLI SIGUROSSON,
fyrrverandi símaverkstjóri,
Vighólastíg 10, Kópavogi,
andaöist í Landspítalanum 26. júní. Jaröarförin augiýst siöar.
Heióveig Árnadóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
t
Móöir okkar,
ÁGÚSTA SVEINSDÓTTIR,
Heióarvegi 49, Vestmannaeyjum,
andaöist í Sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum 26. júní.
Útför veröur gerö frá Landakirkju laugardaginn 30. júní kl. 14.00.
Börnin.
t
Eiginmaöur minn og faðir okkar,
HJÁLMAR ÓLAFSSON,
Skjólbraut 8,
Kópavogi,
lést aö heimili sínu 27. júní.
Nanna Björnsdóttir,
Dóra Hjólmarsdóttir, Ólafur Hjálmarsson,
Björn Hjélmarsson, Eiríkur Hjálmarsson,
Helgi Hjálmarsson, Vígdís Esradóttir,
tengdabörn og barnabörn.
t
Faöir okkar,
TÓMAS GUÐBRANDSSON
fré Skálholti,
lést í Sjúkrahúsi Suöurlands, Selfossi, miövikudaginn 27. júní.
Daetur hins létna.
t
Móöir okkar, tengdamóöir, amma og langamma,
MARTA S. ÞORSTEINSDÓTTIR,
veröur jarösungin frá Þjóökirkjunni í Hafnarfiröl föstudaginn 29.
júní kl. 15.00.
Jónatan Sveinsson,
Guðrún N. Jónsdóttir,
bóra Jónsdóttir, Guömundur G. Jónsson.
t
Útför eiginmanns míns og fööur,
PÁLS ELÍASSONAR,
bónda og hreppstjóra,
Saurbss,
fer fram frá Hagakirkju, Holtum, laugardaginn 30. júní kl. 14.00.
Bílferö veröur frá Umferöarmiöstööinni sama dag kl. 12.00.
/
Margrét Erlendsdóttir i
og synir.
t
Faöir okkar og tengdafaöir,
SNÆBJÖRN GUÐMUNDSSON OTTESEN,
Syóri-Brú,
éöur bóndi Gjébakka,
veröur jarösunginn frá Þingvallakirkju föstudaglnn 29. júní kl.
14.00.
Ferö verður frá Umferöarmiöstööinni kl. 12.45.
Börn og tengdabörn.
t
Innilegar þakkir til allra þeirra fjölmörgu sem auösýndu okkur
samúö, hjálp og hlýhug viö andlát og jaröarför eiginmanns míns,
sonar og fööur,
GUÐBJARTS GÍSLASONAR,
ölkeldu.
Guð blessi ykkur öll.
Ásdís Þorgrímsdóttir,
Vilborg Kristjénsdóttir,
Þorgrímur Vídalín Guóbjartsson,
Vilborg Þórunn Guóbjartsdóttir
og systkini hins látna.
Þorvaldur Stein-
grímsson - Minning
Fæddur 29. desember 1966
Dáinn 21. júní 1984
í dag er til moldar borinn ungur
vinur okkar, Þorvaldur Stein-
grímsson, elstur þriggja sona
hjónanna Helgu Sigurjónsdóttur
og Steingríms Þorvaldssonar,
hann lést af slysförum 21. júní síð-
astliðinn.
Okkur er þungt fyrir brjósti er
við neyðumst til að horfast í augu
við þessa hræðilegu staðreynd að
þurfa að sjá á eftir þessum
þróttmikla pilti í blóma lífsins. Þó
ævi hans væri ekki löng er margs
að minnast, enda höfum við þekkt
hann frá því hann fyrst leit dags-
ins ljós og horft á hann verða að
ungum, hraustum manni.
Hann var ekki gamall þegar
hann sýndi hve mikinn áhuga
hann hafði á umhverfi sínu, dýr-
unum, sveitinni og náttúrunni
allri.
Við munnumst með ánægju
ferða sem við fjölskyldurnar fór-
um saman frá því hann fyrst var
smádrengur og nú síðast er við
fórum til Danmerkur síðastliðið
sumar. Tíu ára hnokkinn, sem
veiddi í ausandi rigningu i
Þjórsárdalnum var þá orðinn að
ungum manni. Það var gaman að
vera með Þorvaldi og Birni, vini
hans, sem var í vinnu í Danmörku
á bóndabæ og kom gagngert til að
hitta Þorvald og eiga með honum
góðar stundir, þá hugsuðum við
hve gaman væri að vera ungur í
dag.
Undanfarið ár stundaði Þor-
valdur sjómennsku og leysti þau
störf vel af hendi eins og hann átti
kyn til.
Elsku Helga, Steini, Bjarki og
Sigurjón, megi Guð styrkja ykkur
i ykkar miklu sorg.
Sömuleiðis sendum við samúð-
arkveðjur tíl móðurforeldranna,
Kristínar og Sigurjóns, og Elínar
og Þorvalds sem nú sjá á bak öðr-
um sonarsyni sínum í blóma lífs-
ins á skömmum tíma. Einnig
sendum við Birni, vini Þorvalds,
sem með honum var í þessari ör-
lagaríku ökuferð okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Bezti faáír, harna þinna gEttu,
blewoin þín er múr gegn allri hættu.
Að 088 híúðn, hrygjfð bart snúðu,
hjá 088 búðu,
orð þín 088 innrættu.
(P.G.)
Blessuð sé minning góðs drengs.
Auöur og Geirí.
í dag 29. júní er til moldar bor-
inn frændi minn og vinur okkar,
Þorvaldur Steingrímsson.
Hann var fæddur í Reykjavík
29. desember 1966 og því aðeins 17
ára gamall er hann lést af slysför-
um þann 21. júní sl.
Þorvaldur var elstur þriggja
bræðra hjónanna Helgu Sigur-
jónsdóttur og Steingríms Þor-
valdssonar, skipstjóra, Laugalæk
16 í Rvk.
Skammt er milli gleði og sorgar.
Daginn fyrir slysið kom Þorvaldur
heim af sjónum og hittum við
hann þar kátan og hressan að
vanda. Engan hafði órað fyrir að
það væri kveðjustund.
Við hjónin minnumst Þorvalds
með hlýhug og söknuði. Er okkur
þá efst í huga hversu hjálplegur
og bóngóður hann var. Það var
sama hvenær til hans var leitað,
alltaf sagði hann já og hafði gam-
an af, því Þorvaldur var vinur
vina sinna.
Á heimili okkar var Þorvaldur
tíður gestur og eigum við frá þeim
stundum margar minningar, sem
við geymum í hjörtum okkar um
góðan dreng.
Elsku Helga, Steini, Bjarki og
Sigurjón Örn, ættingjar og vinir,
við sendum ykkur okkur dýpstu
samúðarkveðjur og megi guð
styrkja ykkur og styrkja í þessari
miklu sorg.
Dúa, Maggi og Helgi litli.
í dag kveðjum við Þorvald
Steingrímsson, ungan vin okkar,
sem lést af slysförum 21. júní að-
eins 17 ára. Það er stutt síðan að
ég hitti hann, réttandi upp hendi
til mín og kalla hæ. Alltaf síbros-
andi og glaður.
Já, mér fannst lífið og framtíðin
brosa við þessum fallega unga
manni, sem átti svo margt ógert.
Ég minnist þess þegar við dvöld-
um sem oftar við Þingvallavatn
hjá foreldrum hans og öðrum ást-
vinum, hvað hann var einstaklega
barngóður við drengina okkar og
aðra, bæði við að hjálpa þeim við
veiðar og fara út á bát með þá.
Það er svo erfitt að kveðja og tjá
hugsanir sínar þegar svona ungur
vinur manns fer svona fljótt.
En trúin á líf eftir þessa jarð-
vist, gefur okkur von um að við
eigum öll eftir að hittast aftur.
Guð styrki foreldra hans og
bræður. Blessuð sé minning um
góðan dreng.
Sissa og Jens.
Minning:
Sigríður Jónsdóttir
gfirmatráðskona
í dag verður til moldar borin frá
Fossvogskapellu Sigríður Jóns-
dóttir fyrrv. yfirmatráðskona.
Sigríður fæddist að' Saurum í
Dýrafirði 6. júní 1892. Hún fluttist
barnung til ísafjarðar og um
fermingaraldur fluttist hún með
foreldrum sínum, Elínu Jóhannes-
dóttur og Jóni Björnssyni, til
Reykjavíkur. Árið 1918 giftist hún
Guðjóni Bent Jóhannssyni og
eignuðust þau tvö börn, Hauk og
Jóhönnu. Árið 1934 missir hún
eiginmann sinn og upp úr þvi fer
hún að vinna úti fyrir sér og sín-
um börnum, sem þá voru ung að
árum.
Árið 1936 byrjar hún að vinna
hjá ríkinu sem matráðskona, fyrst
við Ljósafossvirkjun og síðar við
írafoss. Hún var óvenju ósérhlífin
kona, mikill vinnuforkur og þegar
eiginkona Helga bróður hennar
féll frá, frá 5 smábörnum, munaði
hana lítið um það að halda heimili
fyrir Helga og börn hans auk
sinna. Var hún hjá Helga bróður
sínum þar til hann kvongaðist aft-
ur. Aftur hóf hún störf, nú sem
yfirmatráðskona við fyrrgreindar
virkjanir og bjó þar og var þar
mikils metin starfskraftur. Rúm-
lega 70 ára gömul hættir hún
vinnu hjá hinu opinbera, en þar
með er ekki sagt að hún hafi hætt
að vinna, því hún var í nokkur ár
hjá kjötvinnslu Sambandsins.
Hún var mjög vel liðin og afburða
vinnusöm og sómakona. Sigríði
kynntist ég, þegar ég gekk að eiga
eiginkonu mína, en hún er dóttur-
t
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og
útför móöur minnar, tengdamóöur og ömmu,
JÓHÖNNU AÐALSTEINSDÓTTUR.
Ásta Skaftadóttir,
Karl Jónsson
og barnabörn. ,
t
Þakka þeim sem hafa sýnt okkur samúö og vlnarhug viö fráfall og
útför
GUDMUNDAR ÞORSTEINSSONAR,
Lambhaga 20, Selfossi.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahúss Suöurlands.
Þréinn Guömundsson,
Svanhvít Kjartansdóttir.
dóttir og nafna Sigríðar heitinnar.
Strax var mér ljóst að þar fór
kona mikilla mannkosta. Hún
hafði að bera mikla sálarró og
mikið andlegt jafnvægi. Hún bar
jákvætt hugarfar til lífsins og var
laus við allt þetta nútíma stress,
sem nú vill hrjá okkur svo um
munar. Hún var heilsuhraust svo
af bar og til marks um það var
hún í fyrsta skipti lögð inn á
sjúkrahús nú í vetur sem leið
vegna beineyðslu í lærlegg og var
skorin þar upp. Eftir að Sigríður
hætti störfum við írafossvirkjun
fluttist hún aftur til Reykjavíkur
og keypti sér litla íbúð við Hrísa-
teig 3, þar bjó hún til ársins 1968
og þá fluttist hún til dóttur sinnar
Jóhönnu sem bjó í Kópavogi. Þar
bjó Sigríður þar til að hún fékk
pláss á Droplaugarstöðum við
Snorrabraut fyrir 2 árum.
Ég vil ekki ljúka þessum fáu lín-
um án þess að minnast fáeinum
orðum á sérstaka eiginleika Sig-
ríðar heitinnar. En það var lestur
góðra bóka og einstakt minni fram
á síðasta dag. Ég minnist þess oft
og undraðist, þegar gamla konan
var að spyrjast fyrir um ýmsa at-
burði sem við yngra fólkið hefðum
átt að muna. Hún fylgdist vel með
líðandi stundu því hún las blöðin
daglega og var furðu vel inni í at-
burðarás þjóðfélagsins. Nú þegar
leiðir skiljast vil ég þakka henni
fyrir góð kynni og ánægjulegar
samverustundir.
Far þú í Guðs friði og þökk fyrir
allt.
Kjartan Guðjónsson