Morgunblaðið - 29.06.1984, Blaðsíða 15
MORGÚNBLÁÐlí), FÖSTtJDAÖUR 29. JÚNf 1984
Ný lán til
Argentínu?
Washington, 28. júní. AP.
Fjármálarádherra Argentínu,
Bernardo Grinspun, tilkynnti á
miðvikudag að viðræður næstu
vikur og mánuði myndu leiða til
samkomulags við Alþjóðabank-
ann um ný lán til landsins.
Argentína á að greiða vexti af
lánum frá bandarískum bönkum
fyrir laugardag. Ekki lítur út
fyrir að ný lán fáist fyrir þann
tíma.
Landið skuldar um 43,6 millj-
arða Bandaríkjadaia og um 350
milljónir í vexti.
Forseti Argentínu, Raul Al-
fonsin, hefur neitað að ganga að
kröfum Alþjóðabankans um að
draga úr ríkisútgjöldum til að fá
ný lán, en það myndi hafa áhrif á
launahækkanir sem argentínsk-
um verkamönnum var lofað.
Grinspun segist þó vera bjart-
sýnn á að samningar takist inn-
an skamms.
Árás á
bát PLO
Beiriít, 28. jóní. AP.
fSRAELSKUR herbátur skaut í
kaf bát palestínskra hryðju-
verkamanna norður af Líbanon í
dag, aðeins einum degi eftir að
þeir sprengdu upp bækistöð
PLO-manna á eyju á svipuðum
slóðum.
Ekki er vitað um að neinn hafi
látist í átökunum, en fimm ísra-
elar særðust, þó enginn alvar-
lega.
Björgunarsveitir ieita enn að
25 manns, sem ekki hafa fundist
síðan í sprengingunni á miðviku-
dag, en þá fórust a.m.k. 12 manns
og 20 særðust.
Hræringar
innan CIA
Waflhinfrion, 28. jóní. AP.
MIKLAR breytingar eru nú inn-
an bandarísku leyniþjónustunn-
ar CIA og hafa fjórir háttsettir
embættismenn verið færðir til
innan stofnunarinnar.
Taismaður leyniþjónustunnar
sagði að þetta væru venjuleg
mannaskipti, en þetta gerist á
sama tíma og þingfylgi minnkar
við aðstoð Reagans við skæruliða
í Nicaragua. Nokkrir stjórnar-
menn haida því jafnvel fram að
aukaaðstoð þangað sé ekki að
vænta á þessu ári.
Embættismennirnir fjórir eru
John Stein, yfirmaður ieyniiegra
aðgerða, og mun hann taka stöðu
yfireftirlitsmanns. Sæti Steins
tekur Clair George, sem nú gegn-
ir stöðu þingtengiliðs. Hans sæti
tekur Charles Briggs, núverandi
framkvæmdastjóri leyniþjónust-
unnar en nýi framkvæmdastjór-
inn verður James Taylor, sem nú
gegnir stöðu yfireftirlitsmanns.
Lík Aquinos
grafið upp?
Manila, 28. júní. AP
TVEIR LÆKNAR óskuðu í dag
eftir því að fá að grafa upp lík
Benigno Aquinos til frekari
rannsókna, þar sem grunur leik-
ur á að Aquino hafi verið skotinn
tveimur kúlum en ekki einni, er
hann var myrtur við komuna frá
Bandaríkjunum i ágúst i fyrra.
Ekki hefur enn fengist leyfi
ekkju Aquinos til þess að líkið
verði grafið upp.
Frelsisstyttan fegruð
Miklar lagfæringar fara nú fram á Frelsisstyttunni í New York. Hún
hefur látið á sjá vegna veðrunar og stefnt er að þvf að viðgerðinni verði
lokið áður en hún verður hundrað ára 1986.
Astor lávarð-
ur látinn
Loadon, 28. jáni. AP.
Astor lávarður af Hever lézt í dag á
heimili sínu í Skotlandi, 66 ára að
aldri. Banamein hans var krabbamein.
Hann lézt eftir skamma sjúkdómslegu.
Astor lávarður hlaut dæmigert
heldri manna uppeldi og hlaut
menntun sína í Eton og Oxford.
Hann var tekin til fanga af Þjóðverj-
um 1944. Hann var viðriðinn Times
of London alla tíð, m. a. stjórnarfor-
maður útgáfunnar 1952 og lífstíðar-
forseti hennar 1967.
Yigael Yad-
in látinn
Tel Atív, 28. júní. AP.
YIGAEL YADIN, annar forseti
herráðsins í ísrael og varaforsætis-
ráðherra á árunum 1977—81, er lát-
inn, að sögn útvarps hersins. Hann
var 67 ára. Yadin var einn af
fremstu fornleifafræðingum ísraels.
Vextir hækka
Frá fréturiur. MbL f SyíþjóA, Olle Ekström,
28. jáaf.
SÆNSKI Seðlabankinn hækkaði í
dag vexti úr 8,5% í 9,5%.
Hækkunin tekur gildi á morgun,
en hún fylgir í kjölfar ákvörðunar
fjármálaráðuneytisins um að létta
verðstöðvun, sem stjórnin lagði á all-
ar vörur fyrir sex vikum. Seðla-
bankinn hækkaði auk þess dráttar-
vexti á lánum til viðskiptabankanna
úr 11,5% í 13,5%
Stjórn Seðlabankans sagði í tii-
kynningunni að vaxtahækkanir
væru nauðsynlegar vegna mikils
og stöðugs útflutnings á erlendum
gjaldeyri í Svíþjóð sl. mánuði auk
vaxtahækkanna á erlendum mark-
aði.
Slagurinn milli
Harts og konu
í '„..olioni 9« iD
Connetícut, 28. júní. AP.
SLAGURINN um varaforsetaefni
fyrir Walter Mondale virðist nú
standa milli mótframbjóðanda hans,
Gary Hart, og konu.
Mikill þrýstingur er nú á Walter
Mondale að velja sér konu sem
varaforsetaefni fyrir kosningarnar
í nóvember og I næstu viku mun
hann eiga viðræður við fulltrúa-
deildarþingmanninn Geraldine
Ferrari frá New York. Ef Mondale
ákveður að velja konu sem varafor-
seta, er hún talin sigurstranglegust,
vegna víðtækra sambanda sem hún
hefur í stjórnmálaheiminum.
Frú Ferrari tiikynnti væntanleg-
ar viðræður í sjónvarpsviðtaii á
miðvikudag þar sem hún sagði
ennfremur að hún myndi ekki fara í
framboð með Mondale, nema hún
væri viss um að það væri besta leið-
in til að sigra Ronald Reagan.
Mondale hefur átt viðræður við
tvo svarta borgarstjóra, þá Tom
Bradley og W. Wilson Goode, en
hvorugur virðist líklegur sem vara-
forsetaefni.
Slagurinn virðist því standa á
milli þess að velja konu sem vara-
forsetaefni eða Gary Hart,
öldungadeildarþingmann. Hart hef-
ur þó lýst því yfir að það yrði mikill
persónulegur ósigur fyrir sig að
verða varafosetaefni, þar sem hann
keppir sjálfur að forsetaútnefningu
demókrataflokksins.
V-Þýskaland:
Málmiðnaðarmenn
samþykktu samninga
Lndwi((8buri;, Vestur-ÞýskaUndi, 28. júnf. AP.
SAMNINGANEFNDIR ákváóu í dag að ganga að málamiðlunartillögu um 38,5
stunda vinnuviku og samþykktu þar með að binda enda á vinnudeilu, sem lamað
befur bflaiðnað Vestur-Þýskalands í sjö vikur.
Samninganefnd málmiðnaðar-
manna á Stuttgart-svæðinu sam-
þykkti málamiðlunartillöguna með
87 atkvæðum á móti 31. Ernst Eisen-
mann, formaður félagsins, sagði
samkomulagið „umtalsverðan sigur“
i baráttunni fyrir styttri vinnutíma.
Eisenmann kvað samkomuiagið
verða borið undir félagsmenn á
föstudag og mánudag og vinna ætti
því að geta hafist á þriðjudag. Hann
kvað samninganefndarmenn mæla
með því, að samkomulagið yrði sam-
þykkt.
Það var aðalsáttasemjarinn,
Georg Leber, fyrrum varnarmála-
ráðherra, sem bar fram sáttatillög-
una snemma í þessari viku.
Ný blóðpróf gegn lifrarkrabba:
Fínna æxlið
á frumstigi
Boöton, 27. jáni. AP.
NÝ blóðpróf hafa verið fundin upp
sem hjálpa læknum að finna
krabbamein í lifur og styrkir von
þeirra að stöðva sjúkdóminn áður
en hann breiðist út um líkamann.
Blóðprófin sýna fyrstu mynd-
un þessarar tegundar krabba-
meins (Hepatocellular Carcin-
oma), sem er banamein allt að
250.000 manna í heiminum ár
hvert. Læknar segja að prófin
sýni æxlið á frumstigi og verði
þannig hægt að fjarlægja það
með uppskurði í tæka tíð.
Blóðprófin eru mjög einföld í
framkvæmd og aðstæður þurfa
ekki að vera hinar fullkomnustu
sem kemur sér mjög vel, þar sem
sjúkdómurinn er algengastur í
Austuriöndum fjær og Afríku.
Læknar framkvæmdu rann-
sóknir á tæplega 1.700 manns og
fundu að þeir sem höfðu Hepat-
itis-vírusinn höfðu einnig hátt
magn af eggjahvítu í blóðinu, en
heilbrigt fólk hefur lágt magn
eggjahvítu. Þetta er eggjahvíta
sem er algengt í fóstrum, en
hverfur yfirleitt eftir fæðingu.
Eggjahvítan myndast aftur þeg-
ar krabbameinsæxli vex í lifr-
inni.
Sjúkdómurinn er ekki mjög al-
gengur í Bandaríkjunum eða
Vestur-Evrópu, en þeir karl-
menn sem hafa Hepatitis-vírus-
inn i blóðinu hafa 50% likur á
því að fá krabbamein, en konur
20%.
AMERÍKA
PORTSMOUTH/NORFOLK
Bakkafoss 10. júli
Cify of Perfh 24. júlí
Bakkafoss 8. ágúst
City of Perth 22. ágúst
NEW YORK
Bakkafoss 9. júli
City of Perth 25. júli
Bakkafoss 7. ágúst
City of Perth 21. ágúst
HALIFAX
Bakkafoss 13. júli
Bakkafoss 11. ágúst
BRETLAND/MEGINLAND
IMMINGHAM
Eyrarfoss 1. júli
Álafoss 8. júli
Eyrarfoss 15. júlí
Álafoss 22. júlí
FELIXSTOWE
Eyrarfoss 2. júlí
Álafoss 9. júli
Eyrarfoss 16. júli
Álafoss 23. júli
ANTWERPEN
Eyrarfoss 3. júlí
Álafoss 10. júli
Eyrarfoss 17. júli
Álafoss 24. júli
ROTTEROAM
Eyrarfoss 4. júli
Álafoss 11. júlí
Eyrarfoss 18. júli
Álafoss 25. júlí
HAMBORG
Eyrarfoss 5. júlí
Álafoss 12. júlí
Eyrarfoss 19. júli
Álafoss 26. júlí
GARSTONE
Grundarfoss 11. júlí
LISSABON
Vessel 25. júlí
LEIXOES
Vessel 26. júlí
BILBAO
Vessel 27. júlí
NORÐURLÖND/
EYSTRASALT
BERGEN
Mánafoss 29. júní
Dettifoss 6. júlí
Mánafoss 13. júli
Dettifoss 20. júlí
KRISTIANSAND
Mánafoss 2. júlí
Dettifoss 9. júli
Mánafoss 16. júli
Dettifoss 23. júlí
MOSS
Mánafoss 3. júli
Dettifoss 6. júli
Manafoss 17. júlí
Dettifoss 20. júli
HORSENS
Dettifoss 11. júli
Dettifoss 25. júli
GAUTABORG
Mánafoss 4. júlí
Dettifoss 11. júlí
Mánafoss 18. júli
Dettifoss 25. júlí
KAUPMANNAHÖFN
Mánafoss 5. júli
Dettifoss 12. júlí
Mánafoss 19. júlí
Dettifoss 26. júli
HELSINGJABORG
Mánafoss 6. júlí
Dettifoss 13. júli
Mánafoss 20. júlí
Dettifoss 27. júlí
HELSINKI
Elbström 6. júli
Elbström 6. ágúst
GDYNIA
Elbström 13. júlí
lf' ÞÓRSHÖFN
Mánafoss 14. júlí
h
VIKULEGAR
STRANDSIGLINGAR
-fram ogtil baka
frá REYKJAVÍK
alla mánudaga
frá ÍSAFIRÐI
alla þriðjudaga
frá AKUREYRI
alla fimmtudaga
EIMSKIP