Morgunblaðið - 29.06.1984, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 29.06.1984, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 29. JÚNÍ 1984 5 Selfoss: MorgunbladiO/Haukur. Sf ning á vefmyndum Selrossi 25. júnf. ÞANN 24. júní lauk sýningu í Safna- húsinu á Selfossi á 47 vefmyndum eftir 8 konur. Þær sem áttu myndir á sýning- unni voru Guðrún Bárðardóttir, Ólina Björnsdóttir, Jóhanna Ein- arsdóttir, Guðrún Olga Einars- dóttir, Ingunn Þóra Magnúsdóttir, Unnur Baldvinsdóttir, Elisabet H. Harðardóttir og Edda B. Jónsdótt- ir. Langflestar myndanna voru unnar á síðustu tveimur árum. Hljóðlistahátíð II Tónlist Jón Ásgeirsson Á öðrum tónleikum hljóð-lista- hátíðarinnar voru flutt hljóðverk eftir Magnús Blöndal Jóhannsson, Helga Pétursson, Snorra Sigfús Birgisson og Þorkel Sigurbjörns- son. Það er í raun stórmerkilegt hve margir íslenskir tónhöfund- ar hafa lagt fyrir sig gerð raf- hljóðverka, þvi hér á landi er ekki nein aðstaða til að vinna við gerð flóknari rafverka og tæki til slíkrar vinnu eru dýr og vandmeðfarin. Mörg verkanna eru unnin á frumstæð tæki höf- undanna en nokkur erlendis i svonefndum „raftæknistúdí- óum“. Elsta verkið á þessum tón- leikum er gert 1974. Síðasta lag fyrir fréttir, eins og höfundur- mn, Þorkell Sigurbjörnsson, kallar verkið. Ári yngra er ann- að verk eftir sama höfund (1975), er hann kallar Kappaksturs- braut og þótt einkennilegt kunni að þykja er um frumflutning að ræða. Hljóðlíkingar eru vel hugsanlegar með raftækjum, en hins vegar má segja að sú aðferð geti jafnvel orkað sem tilraun til skýra eða jafnvel afsaka gerð verksins. Raftónlist verður að standa og falla án skýringa, vera ekta í gerð sinni. Hljóðlikinga- rafverk geta auðvitað verið mjög vel gerð, svo sem mörg dæmi sanna og eru þessi fyrrnefndu verk Þorkels mjög ólík. Síðasta lag fyrir fréttir er stutt og gamansamt en Kappaksturs- brautin reynir á hlustandann, sakir einhæfni i gerð. T.d. arbor- um inversam nefnist verk eftir Snorra Sigfús Birgisson og er það samið 1979. Verkið er nokk- uð langt og minnir á verksmiðju- umhverfishljóð nútímans. Yngsti höfundurinn er Helgi Pétursson en verk hans nefnist Trans I og II og er um frum- flutning að ræða, enda er verkið gert á þessu ári. Helgi er nem- andi í tónsmíði og hefur vakið athygli fyrir skemmtilegar hugmyndir. Það verður fróðlegt að fylgjast með Helga er honum vex þroski og kunnátta í þeirri erfiðu þraut að vera tónskáld. Magnús Blöndal Jóhannsson átti fyrst verkið á tónleikunum, verk er hann kallar Vals Romantique (1981). Hann er frumherji í gerð raftónlistar hér á landi og úti i heimi er hans getið að góðu fyrir framlag sitt í gerð raftónverka. Verkið er í raun aðeins orgel- leikur í einfaldri upptöku, og ósköp venjulegur dægurlagavals. Umboösmenn okkar úti á landi eru: Cesar — Akureyri, Ejpliö — ísafiröi, Eyjabær — Vestmannaeyjum, Fataval — Keflavík, Alfhóll — Siglufirði, Nína — Akranesi, Ram — Húsavík, Bakhúsiö — Hafnarfiröi, Austurbær — Reyöarfiröi, Kaupfél. Rangæinga —• Hvolsvelli, Sparta — Sauðárkróki, Skógar — Egils- stööum, Isbjörninn — Borgarnesi, Lindin — Selfossi, Patróna —• Patreksfiröi, Bóran —■ Grindavík, Þórshamar — Stykkishólmi, Inga —■ Hellissandi, Hornabær — Höfn Hornafiröi, Nesbær — Neskaupstaö, Verslunin Noröurfell — Akureyri. SIMI FRÁ SKIPTIBORDI 45800 Þaö veröur pottþétt veður í dag segja strákarnir á veöurstofunni og gömlu karlarnir segja aö nú veröi gott veöur næstu sjö vikur. Og hver er svo ad kvarta?! Nú er hægt að fara í léttan þægilegan sumarfatnaö og af honum eigum við geggjaö úrva! Við bjóðum ykkur velkomin... ........„meö bros á vör“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.