Morgunblaðið - 29.06.1984, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 29.06.1984, Blaðsíða 13
13 Okkar á milli er sú mynda minna, sem er mesta sendibréfið til sjálfs mín — visst sjálfsupp- gjör við miðilinn — og því ef til vill hvað óaðgengilegust fyrir þá, sem eru ekki því vanari að fást við kvikmyndir. Þar var verið að brjóta niður hefðbundið kvik- myndaform og frásagnaraðferð, sem maður hafði lært i skóla.- Maður er alltaf að þreifa sig áfram. I Vandarhöggi er t.d. notað stílbragð, sem er eitt af þvi fyrsta, sem manni er kennt að gera ekki. Leikarinn horfir alltaf beint inn i myndavélina, út úr sjónvarps- skjánum, á þvi augnabliki sem ákveðin endurminningatengsl koma upp í verkinu. Þar voru litir líka mikið notaðir til að skapa andrúmsloft; bleikt, gult og ljós- blátt. í Hrafninum sameinast öll þessi reynsla. Hreinleikinn og það ein- falda er i fyrirrúmi í allri vinnslu og þar fann ég þann myndstíl, sem hentar mér. Frelsið kemur þegar maður er ekki lengur að glima við ákveðið sjónarhorn, er sem sagt kominn i gegnum A, B og C. Við gerð Hrafnsins fann ég i fyrsta skipti þetta frelsi gagnvart myndmálinu sjálfu. Þegar þar er komið, er fyrst hægt að einbeita sér að sög- unni og leiknum. Til bráðabirgða Aðalviðfangsefni — þema — Hrafnsins, er ekki þessi einfalda saga um hefndina, sem sögð er á yfirborðinu, heldur það „bráða- birgðaþjóðfélag", sem mér finnst vera við lýði á íslandi enn þann dag í dag. Þá bræður í Hrafninum dreym- ir um að fara heim — til Noregs. Dvöl þeirra hér og allt sem þeir gera, er til bráðabirgða. En áður en þeir vita, festast þeir á þessum grjóthólma og skipin rotna undan þeim. Þessir menn eru eins fjarri hinni rómantísku hugmynd um að landnámsmenn hafi verið ein- hverjir þjóðernissinnar og hug- sjónamenn og hugsast getur. Heimsmynd Hrafnsins er þetta bráðabirgðahugarfar, sem Islend- ingar hafa aldrei losnað við og ræður ennþá gerðum þeirra, sama hvort litið er á aðgerðir í efna- hagsmálum eða menningu. Ekkert er byggt upp með því hugarfari, að það eigi að vara. Þess vegna verð- ur allt að hálfgerðri tombólu. — Kannski ekki síst kvikmyndagerð- in og þessar leiknu myndir." H.H.S. Útsýnisflug fyrir erlenda ferðamenn ARNARFLUG hefur gefid út lit- prentaðan bækling á ensku og þýsku um útsýnisflug fyrir erlenda ferða- menn. Boðið er upp á sex mismun- andi ferðir og í fimm þeirra er lent og farið í skoðunarferðir á áfanga- stað. Aðrar ferðir eru til Kulusuk á Grænlandi og flugferð yfir helstu ferðamannastaði á Suðurlandi; Þingvelli, Geysi, Gullfoss, Heklu, Þórsmörk, Eyjafjallajökul og Vestmannaeyjar. Ennfremur eru boðnar ferðir til Mývatns og til Grimseyjar í miðnætursól og ferð til Fagurhólsmýrar, þar sem ferðamenn eru fluttir í snjóbil upp á Breiðamerkurjökul. Kynningarbæklingarnir liggja frammi á hótelum og gististöðum, hjá ferðaskrifstofum og afgreiðsl- um Arnarflugs. Farþegum er boð- inn ókeypis flutningur milli gisti- staða á Reykjavíkursvæðinu og flugvallar í tengslum við útsýnis- flugið. (ílr rrétUtilkjnningv.) MÖRGUNBLAÐIÐ, FÓSTUDAGÚR 29. JÚNÍ 1984 Og nú er komið sumar.. Ljúfar Appelsínur '7Q.50 11 AÐEINS pr.kg. Ný fersk Bláber 12500 stór bragðmikii Jarðarber bakkinn AÐEINS Safaríkar steikur og glæsilegir grillpinnar tilbúið á Grillið V Glæsilégur útimarkaður með fersku grænmeti og nýjum ávöxtum áSTÓR LÆKKUÐU VERÐI... Hamborgarar m/brauðiAIÆINS FRANSKAR Af\ en KARTÖFLUR ^ 900 g AÐEINS Unghænur 70-00 AœiNS / pr.kg. Hangilæri 195« Glænýr Lax - 1O.00 JL ^ pr.stk. Grillolíur og krydd Grillbakkar Grillkol 2 kg. AÐEINS 2 rúllurWC AÐEINS PaPPír J4*80 LOKAÐ Opið tii kl. 7 Á laugardögum í kvöld. í SUMAR AUSTURSTRÆTI 17 STARMÝRI 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.