Morgunblaðið - 28.07.1984, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR
STOFNAÐ 1913
171. tbl. 71. árg.
LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 1984
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Endurgreiðslur til
Bretlands stöðvaðar
Straasborii, Frakklandi, 27. júlf. AP.
EVRÓPUÞINGIÐ samþykkti á fostudag að stöðva endurgreiðslu um 600 milljón
dala til Bretlands, a.m.k. fram í haust, þrátt fyrir áköf mótmæli bresku full-
trúanna. Laurent Fabius, forsætisráðherra Frakklands, fordæmdi einnig ákvörð-
unina og sagði nauðsynlegt að endurskoða þær aðgerðir.
Ákvörðunin var tekin á fyrsta | inni, en 70 gegn. Hún er áfall fyrir
fundi þingsins síðan kosningar fóru
fram til þess 17. júní sl. og greiddu
212 fulltrúar atkvæði með ákvörðun-
leiðtoga landanna 10, sem unnu að
áætluninni og samþykktu endur-
greiðslurnar til Bretlands á fundum
Vísa ásökunum
Rússa á bug
Bonn, 27. jnlf. AP.
BLAÐAFULLTRÚI vestur-þýsku
stjórnarinnar vísaði í dag á bug ásök-
unum Prövdu um að Vestur-Þjóðverjar
hefðu afskipti af innanríkismálum
Austur-Þýskalands með stjórnmála- og
efnahagsþvingunum. Pravda hafði
einnig fordæmt ummæli vestur-þýsks
ráðherra um að sameining Þýskalands
væri enn til umræðu.
Fulltrúinn sagði að áróður og
ásakanir Sovétmanna mundu ekki
aftra Vestur-Þjóðverjum frá þvf að
reyna að bæta sambúðina við Aust-
ur-Þýskaland.
Að undanförnu hefur ýmislegt
borið því vitni, að samskipti þýsku
ríkjanna fari batnandi. Fyrr í vik-
unni ábyrgðist vestur-þýska stjórnin
950 milljóna marka lán handa Aust-
ur-Þjóðverjum.
Einnig er ráðgert að Erich Hon-
ecker, formaður kommúnistaflokks
Austur-Þýskalands, fari í heimsókn
til Vestur-Þýskalands í haust, en
blaðafulltrúi þýsku stjórnarinnar
kvaðst ekki geta sagt til um hvort
hinar hörðu árásir Sovétmanna í
garð Vestur-Þjóðverja upp á síðkast-
ið breyti þar einhverju um.
Sjá: Af erlendum vettvangi, bls. 25.
24. og 25. júní.
Þingið samþykkti nú að greiða
Bretlandi ekkert af áður samþykkt-
um endurgreiðslum, a.m.k. ekki fyrr
en 6. september þegar fjármálaráð-
herrar þjóðanna koma saman til að
ákveða aukafjárveitingar fyrir 1984.
Með því að stöðva endurgreiðsl-
urnar, er þingið að notfæra sér einu
völdin sem það hefur í raun, þ.e. að
tefja afgreiðslu fjárlaga og þvinga
þannig Margréti Thatcher, forsæt-
isráðherra Bretlands til að sam-
þykkja aukafjárframlög til banda-
lagsins, sem er rekið með 1,6 millj-
arða dala halla.
Utanríkisráðuneyti Bretlands
sagði að ekki væri hægt að réttlæta
ákvörðunina á nokkurn hátt og það
væri einungis þingið sjálft sem stæði
í veg fyrir að endurgreiðslan næði
fram að ganga. Ráðuneytið sagðist
samt búast fastlega við að féð yrði
greitt aftur einhvern tíma.
Starfsmenn Ólympíuleikanna æfa hér hluta af setningarathöfninni, þegar
blöðrur verða sendar þúsundum saman út í himingeiminn.
Vel varið sendiráð
Bandarískur landgönguliði stendur vörð um sendiráð Bandaríkjanna í Beir-
“t- Meirihluti starfsfólks sendiráðsins hefur nú verið fluttur til austurhluta
borgarinnar.
Líbýa hættir
að taka þátt
Loe Angeles, 27. júlí. AP. JL
LÍBÝA tilkynnti í dag að íþrótta-
menn landsins tækju ekki þátt í
Olympíuleikunum í ár. Talið er
að sú ákvörðun stafi af því að
Bandaríkjamenn neituðu þremur
líbýskum blaðamönnum um
vegabrcfsáritun án skýringa. Að
því er Alþjóða Ólympíunefndin
segir, voru a.m.k. tveir blaða-
mannanna á leyniskrá yfir
þekkta hryðjuverkamenn.
í liði Líbýu voru einn lyft-
ingamaður og fjórir knapar.
Sagði Peter Ueberroth hjá
nefndinni, að ekkert hefði verið
athugavert við þátttöku
íþróttamannanna, en blaða-
mönnunum yrði ekki hleypt
inn til Bandaríkjanna og ör-
ugglega ekki inn á leikana.
Hann sagði að aðrir opinber-
ir starfsmenn frá Líbýu væru
heldur ekki á svörtum lista
þeirra og nefndin óskaði bara
eftir því að þeir fyndu aðra
fréttamenn til að fylgjast með
leikunum.
Juan Antonio Samaranch,
forseti Alþjóða Ólympíunefnd-
arinnar, sagðist harma að Líb-
ýumenn hefðu hætt við þátt-
töku, en sagðist ekki halda að
það hefði mikil áhrif á leikana
sjálfa. Fjórtán þjóðir hafa nú
hætt við þátttöku í ólympíleik-
unum í Los Angeles.
Sjá nánar um Ólympíuleikana
á bls. 23 og ó íþróttasíðum.
Peter Ueberroth, formaöur skipu-
lagsnefndar ÓL
Er Weinberger á
öndverðum meiði
við stjórnina ?
Sprenging á heimili
ítalsks NATO-manns
Róm. 27. júll. AP.
KONA og piltur slösuðust er
sprengja sprakk í íbúð þeirra í Róm
á föstudag, en enginn hefur enn lýst
sig ábyrgan. Fórnarlömbin voru eig-
inkona og sonur Leonetto de Leons,
embættismanns í viðskiptaráðuneyti
ftala sem einnig hefur verið orðaður
við Atlantshafsbandalagið.
De Leon er ritstjóri fréttabréfs
um NATO málefni, en bréfinu er
dreift á herstöðvar á Ítalíu.
Allir íbúar í nærliggjandi íbúð-
um flúðu út úr húsinu er spreng-
ingin varð og þorðu margir ekki
að snúa aftur.
Mæðginin slösuðust nokkuð,
m.a. skaddaðist frúin á auga og
sonurinn á fæti, en sprengjan
sprakk er þau voru að horfa á
sjónvarpið. Leonetto de Leon var
fjarverandi er atvikið átti sér
stað.
Washington, 27. júli. AP.
CASPAR Weinberger, varnar-
málaráðherra Bandaríkjanna, seg-
ir nú að hann sjái enga ástsðu til
viðræðna við Sovétríkin um
geimvopn, ef viðræðurnar eru
takmarkaðar við einungis þessa
tegund vopna. Svo virðist þá sem
Weinberger sé kominn í andstöðu
við aðra í ríkisstjórn Ronalds Re-
agan.
Bandaríkin og Sovétríkin sam-
þykktu í síðustu viku að eiga við-
ræður um bann við geimvopnum í
Vín 18. september nk. Sovétmenn
gerðu tillögu að texta sameigin-
legrar tilkynningar, þar sem gert
var ráð fyrir að viðræðurnar ein-
skorðust við geimvopn. Svar
Bandaríkjamanna var afhent
Rússum á þriðjudaginn, en var
ekki birt opinberlega. Ummæli
Weinbergers virðast brjóta í bága
við stefnu annarra ráðherra í
stjórninni, sem lýst hafa því yfir
að þeir vilji ræða um langdræg
kjarnorkuvopn auk geimvopna, en
vilji þó ekki hafna tillögum Sov-
étmanna um viðræður.
Varautanríkisráðherra Sovét-
ríkjanna, Viktor G. Komplektov,
sagði í dag að viðbrögð Bandaríkj-
anna við tillögum Rússa um
geimvopnaviðræður, gerði ókleift
að hefja samningaviðræðurnar í
Vín. Hann sagði að Bandaríkja-
menn hefðu í raun hafnað tillög-
um Rússa um að takmarka við-
ræðurnar við geimvopn og bann
við tilraunum með þau og upp-
setningu þeirra.