Morgunblaðið - 28.07.1984, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 28.07.1984, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 1984 33 Gjaldið keisaranum eftir dr. Benjamín H.J. Eiríksson Halldór Kristjánsson, sem ég tel að muni vera sá frá Kirkjubóli, beinir til mín tveimur spurningum um samvinnulögin í Mbl. hinn 18.7., spurningum sem mér fyndist eðlilegra að hann fengi lögfræð- inga Sambandsins til að hjálpa sér með, í stað þess að „bíða átekta“. Auk þess sem ég tel sennilegt að hann hafi lögin innan seilingar. Að öðru leyti skal ég reyna að ráða í það hvað fyrir honum vaki, með svona ólíkindalegum spurn- ingum. Með orðunum „hagstæðum ákvæðum" á ég við ákvæði um ráðstöfun rekstrarafgangs. Ákvæðin sjálf gera ekki neitt, heldur mennirnir á grundvelli þeirra. Með orðunum „sjálfvirkri uppsöfnun“ á ég við, að stjórnend- ur beini rekstrarafgangi að eigin mati, eigin geðþótta — í reynd ef ekki í orði — inn í starfsemi, sem er á þeirra vegum, eða ætlað að verða á þeirra vegum. Rekstrar- afgangurinn er kyrr í fyrirtækj- unum. Þessi svör mín eru kannski ekki eins ítarleg og þau myndu vera, væri ég framkvæmdasamur lög- fræðingur. Halldór hlýtur að vera kominn það mikið til vits og ára, að hann muni eftir hinu svokall- aða skattabrjálæði. Hlutafélögin voru flegin lifandi ekki síður en einstaklingarnir. Lítill skilningur var þá á því, að vöxtur og viðgang- ur atvinnulífsins væri háður efl- ingu þeirra, hlutafélaganna. Menn hafa predikað hinn stighækkandi tekjuskatt sem réttlæti. En nú er mönnum farið að verða ljóst, að hann er ókind, sem gleypir spari- féð áður en það kemst í bankana, og hefir þau óæskilegu hliðar- áhrif, að hann venur fólk af að spara. Hann er því dauð hönd á efnahagsframfarirnar, sem er þó það sem lyftir lífskjörunum, ekki fundasamþykktirnar. Önnur hlið- aráhrif eru svo skuldasöfnun þjóð- arinnar. Ákvæðin sem giltu á þessum sama tíma — og gilda um skattfrjálsa sjóðaukningu sam- vinnufélaganna, kalla ég því hag- stæð þeim. Afleiðingarnar sjást allsstaðar í þjóðlífinu. Við blasir blómstrandi samvinnuhreyfing, þar sem oft vantar samvinnuna, ásamt átakanlegum vanmætti hlutafélaganna. Gömlu útgerðar- félögin eru flest, ef ekki öll dauð. Halldór virðist einkennilega fá- fróður um þessa hluti finnst mér, því að varla er hann að hræsna með spurningum sínum. Allri ónákvæmni mætti komast hjá, vilji Halldór gefa — oss öllum til skilningsauka — þá yfirlýsingu, að ákvæði samvinnulaganna og hlutafélagalaganna um ráðstöfun rekstrarafgangsins eða tekjuaf- gangsins hafi verið, og séu, eins, enginn munur. Svona yfirlýsing frá Halldóri Kristjánssyni myndi hreinsa andrúmsloftið og jafnvel binda endi á langvinnt nudd og deilur. Halldór á að líta á þetta sem spurningu til sín. Getur hann þetta? Ég myndi taka orð hans gott og gilt. Fyrir allmörgum ár- um tók ég orð annars samvinnu- manns um þetta efni gott og gilt. Ég hafði athuga umrædd laga- ákvæði, eins og þau voru þá, og málið bar á góma — ráðstöfun rekstrarafgangsins — og hann sagði: Já, það er aðeins þetta eina (litla) sem munar. Þótt munurinn virtist ekki mikill hefir hann haft ótrúlega víðtækar afleiðingar. Hagstæður er afstætt hugtak og sést við samanburð. Ég hefi takm- arkaðan áhuga á lagaákvæðunum sjálfum, en þeim mun meiri á þeim mismun sem ég sá, þegar ég á sínum tíma athugaði ákvæðin. Það er munurinn, sem fyrst og fremst veldur þeim afleiðingum, sem ég ræddi í grein minni, efna- hagslegum og félagslegum. Afleið- ingarnar stafa af ójafnvægi. Fjár- hagslegur grundvöllur hlutafélag- anna, fjárhagsleg uppbygging þeirra, hefir um meira en hálfrar aldar bil orðið miklu veikari en samvinnurekstrarins, vegna harð- ari skattheimtu hjá þeim. Ég er enn að tala um það hvað hafi í reynd gerzt. Hefði það ekki verið skiljan- legra og eðlilegra frá sjónarmiði heilbrigðrar þróunar atvinnulífs- I FRÉTT frá Agli Vilhjálmssyni kemur fram að fyrstu sex mán- uði ársins var Fiat mest seldi bfllinn á íslandi. Alls voru seldir 598 bílar, sem jafngildir um 14,3% markaðshlutdeild, en alls voru fluttir inn 4.177 nýir fólks- bflar á tímabilinu. Mest seldi einstaki fólksbíll- inn á umræddu tímabili var Fiat Uno, en alls voru seldir 313 slík- ir bílar, sem jafngildir um 7,5% markaðshlutdeild. Þá voru seldir alls 164 bílar af gerðinni Fiat Panda, sem jafn- gildir um 3,9% af heildarinn- flutningi á tímabilinu. „Eftir því sem sam- vinnuhreyfíngin hefír orðið fyrirferðarmeiri, eftir því ber minna á hugsjónum en meira á þessum gömlu kunn- ingjum: ágirnd og valda- braski, stóru sjóðunum og olnbogaskotunum. Hún er með langsam- lega umfangsmesta reksturinn í þjóðfélag- inu, að ríkinu einu und- anskildu.“ ins, og frá sjónarmiði þjóðfélags- legs réttlætis, að gömlu hlutafé- lögin í sjávarútvegi hefðu staðið á bak við félög þau á sviði olíuverzl- unar, trygginga, samgangna og sjávarútvegs, sem nú starfa á grundvelli samvinnulaganna þótt samvinnuna vanti? Það má ekki gleyma því, að það var togaraút- gerðin, sem fyrst ein, síðar ásamt vélbátaútgerðinni, stóð undir fjár- streyminu út í sveitirnar fyrstu fjóra áratugi þessarar aldar, og breytti því miðaldalífi sem ríkti. Nú hefir Alþingi gert breyt- ingar á hlutafélagalöggjöfinni, sem munu eiga að auðvelda hluta- félögunum að safna sjóðum eins og samvinnufélögin hafa gert ára- tugum saman. Þetta hefi ég eftir blöðunum. Varla hefði Alþingi farið að gera þessar breytingar, hefði ekki verið um mismun að ræða. Framsóknarflokkurinn er í forsæti í ríkisstjórninni. Ég held að mismunur sé enn til staðar, en í minni mæli en áður. Sú þróun sem ég ræddi í grein minni hefir þegar gerzt. Samvinnuhreyfingin hefir farið inn á svið, þar sem hún á ekki erindi, þar sem samvinna á grundvelli hlutafélagalaganna væri hin rétta samvinna, sú, sem er þjóðfélaginu hollust. Hinir miklu sjóðir samvinnuhreyfingar- innar hafa myndast á grundvelli skattaákvæða, sem voru öðruvísi en þau sem giltu um hlutafélögin. Grein mín var um afleiðingarnar á sviði atvinnulífs, viðskipta og þjóðfélags, sem margar hverjar höfðu áreiðanlega ekki verið séðar fyrir. Önnur spurning mín er mjög í sama dúr og hin fyrri. Hvernig var afganginum hjá Sjávarafurða- deild SÍS á síðasta ári ráðstafað? Myndi vera munur á ráðstöfun hans eftir því, hvort honum er ráðstafað á grundvelli samvinnu- laganna eða hlutafélagalaganna? Þarna mætti sjá lagaákvæðin, sem hinn samvinnulagaófróði maður er að spyrja um, bæði á pappír og í framkvæmd. Þar sem Halldór hefir ekki enn opnað fallbyssuhlerana, tekur hann með þögn því sem ég segi um fjölbreytta starfsemi, sem vaxið hefir fram á grundvelli samvinnu- laganna, og ég tel ekki með öllu æskilega þróun. Ég hefði óskað að hún hefði fallið í aðra farvegi. SÍS hefir fengið á sig þann svip og það orð að það vilji sölsa sem flest undir sig. Og þó. Upp á síðkastið virðist mér sem sumir forystu- mannanna séu farnir að skilja það sjónarmið, sem ég greini frá. Til- raun þeirra til að koma til móts við það virtist mér nýlega birtast í því, að þeir vildu stofna fjölmiðla- fyrirtæki með einkaaðilum. Eftir því sem samvinnuhreyf- ingin hefir orðið fyrirferðarmeiri, eftir því ber minna á hugsjónum en meira á þessum gömlu kunn- ingjum: ágirnd og valdabraski, stóru sjóðunum og olnbogaskotun- um. Hún er með langsamlega um- fangsmesta reksturinn í þjóðfé- laginu, að ríkinu einu undan- skildu. Þessu mikla og víðtæka valdi verða stjórnendurnir að beita af mikilli hófsemi og að- gætni, eigi þeir ekki óhjákvæmi- lega að troða skóinn niður af hin- um minnimáttar. Mér finnst ég heyra óm af þessu mikla valdi í þessum orðum Halldórs: „Svo bíð- um við átekta." Annaðhvort er þetta réttheyrt, eða hann er blind- aður af flokkspólitík. Mín virðist eiga að bíða eitthvað ekki skemmtilegt. Ég lít svo á að þeir samvinnu- menn, sem vilja stofna fjölmiðla- fyrirtækið, vilji gera þetta, með- fram til að komast hjá því að sitja uppi með einskonar einveldis- eða einokunaraðstöðu á þessu sviði. 1 þessu litla þjóðfélagi geta valda- miðstöðvar eins og SIS hæglega orðið hentugt tæki purkunar- lausra manna, sem erfitt getur reynst að hafa hemil á, jafnvel að koma Iögum yfir. Þegar svo er komið fara hótanirnar einar að duga, þegar koma þarf fram mál- um. Ég held að þrátt fyrir þann skoðanamun, sem mér finnst ég sjái hjá okkur Halldóri, í þessum málum, þá held ég að lítið beri á milli hjá okkur um það, hvað sé heilbrigt þjóðfélag. Ég lít á hluta- félag sem samvinnu, þótt hún sé ekki sniðin eftir lögunum um smvinnufélögin. Til þess að sjá rautt verð ég að líta annað. Ég hefi fengið það á tilfinninguna, að Halldór sjái ekkert nema hið já- kvæða við samvinnuhreyfinguna, og taki sterkt til orða. Það var rétt svo að mér fyndist stætt í því orðabálviðri, sem geysaði í NT fyrir fáum dögum, og það af hans völdum. Það er samt alltaf eitt- hvað höfðinglegt við reiðina, þótt hún sé sjaldnast fögur eða til fyrirmyndar. Um systur hennar, flærðina, verður hinsvegar ekki sagt að hún sé nokkurn tíma höfð- ingleg. Um reiðina má lesa í Vída- línspostillu, en um flærðina í guð- spjöllunum (Lúkas 20; 23). Væri sá áhugamaður um skattamál, sem Lúkas greinir frá, að verki hér og nú myndi hann áreiðanlega hafa spurningarnar tvær, sem tákn endurtekningarinnar. 20.7. Dr. Henjamín HJ. Eiríksson er bagíræðingur. Hann rar um árabii rádunautur ríkisstjórna um eína- bagsmál og bankastjóri Fram- kvæmdahanka íslands. FIAT UNO mest seldi bíllinn á íslandi fyrstu sex mánuði ársins Uppgangur Fiat hefur verið mikill víðar, því fyrstu sex mán- uði ársins var Fiat í fyrsta sæti listans yfir söluhæstu bílana i Evrópu með 13,9% markaðs- hlutdeild. Það er aðeins á Ítalíu, heima- markaði Fiat, sem markaðshlut- deildin er hærri en hér á landi. Reyndar er markaðshlutdeildin svipuð hér á landi og í Portúgal. Ef fram fer sem horfir má gera ráð fyrir, að alls verði seld- ir a.m.k. 1.000 Fiat-bílar hér á landi á þessu ári, sem þýddi hærri markaðshlutdeild en nokkurs staðar utan ítaliu. Kópavogsvöllui 1. deild Kvöldskemmtun / BREIÐABLIK - Þ0R Hildibrandar {brókunum góóu í kvöld kl. 19 Hin heimsfrægu lid: Hildbrandar úr Eyjum og Augnablik úr Kópavogi leika í hálfleik Útvegsbanki íslands, Kópavogi Banki Kópavogsbúa smiiljukalti Smiðjuvegi 14d. Opið allar nætur STÁLIÐJANhf ■MIDIUVEGI') KOPAVOGI SIMI I K*'l BYKO ISPAN HF. a EINANGRUN ARGLER a i «Oi'»un,i oosxr AXIS Akl l ( V.AXf St>» )N HUSGAtlNAVI HSi UN nMKXHJVI « .i 9 JOO AÚÞAVtK.i SlMl i9l'-*AbUJ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.