Morgunblaðið - 28.07.1984, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 1984
27
Iceland Review:
Fisheries Yearbook verður
árbók iðnaðar og viðskipta
ICELAND Review hefur sent frá sér árbók sjávarútvegsins á ensku,
Iceland — Fisheries Yearbook 1984. Bókin er 80 blaðsíður og
fjölbreytt að efni. Þar eru gerð skil því helsta, er varðar afla,
fískvinnslu og útflutningi síðasta árs. Auk þess er þar að fínna
samantekinn fróðleik um margvísleg efni tengd þessum höfuðat-
vinnuvegi þjóðarinnar.
Af nýmælum má geta ná- gerðaraðila íslenskra fiskiskipa
kvæmrar skrár yfir skip og út- yfir 100 tonn. Ennfremur er
„Opinn dagur“ í sum-
arbúðum barna í Ölfusi
SUMARDVÖL 11 ára barna á vegum
l.slandsdeildar CISV er nú um það bil
hálfnuð. í búðunum dvelja börn og
unglingar frá tólf þjóðlöndum, sem eru
Bandaríkin, Bretland, Kanada, Costa
Rica, Danmörk, Finnland, Frakkland,
Færeyjar, Island, Mexíkó, Noregur og
Spánn.
CISV eru alþjóðleg samtök, sem
gangast fyrir alþjóðlegum sumar-
búðum barna og vill stjórn þeirra
lýsa yfir ánægju sinni og þakklæti
fyrir hlýjar móttökur og veittan
stuðning í þágu góðs málefnis.
Ákveðið hefur verið að sunnudag-
urinn 29. júlí verði opinn dagur
sumarbúðanna. Þá munu börnin
koma fram í þjóðbúningum sínum og
skemmta með dansi og söng ásamt
ýmsu fleira. Væri óskandi að sem
flestir sæju sér fært að heimsækja
sumarbúðirnar i Hliðardalsskóla í
Ölfusi kl. 14.00 þann dag.
(Fréttatilkynning.)
Það er venja hjá Oklahoma State University að stúdentar í rafeinda-
tæknifræði haldi sýningu á lokaverkefni sínu áður en þeir útskrifast.
Myndin er tekin er þeir Abedellator Madani frá Líbanon, Ali Netfa frá
Líbýu og Gísli Gissurarson frá fslandi kynntu fyrir kennurum, nemend-
um og starfsliði skólans verkefni sitt, sem eru tæki sem ætluð eru til nota
við framleiðslustjórn.
Verslunarmannahelgin:
Stuðmenn og Dúkkulísurnar í Atlavík
hliðstæð skrá yfir frystihús lands-
ins.
Þetta er fjórða árið, sem Fish-
eries Yearbook kemur út.
Sú breyting mun verða á útgáfu
þessari næsta ár, að vettvangur
árbókarinnar verður breikkaður
þannig, að hún mun ná til alls iðn-
aðar í landinu og leitast verður við
að gera utanríkisviðskiptum skil á
breiðum grundvelli.
Hingað til hefur ekki verið fyrir
hendi nein samantekt á ensku af
þessu tagi. Reynslan af útgáfu
árbókar sjávarútvegsins bendir
ótvírætt til þess að tími sé kominn
til að hefja útgáfu árbókar við-
skipta og iðnaðar.
Iceland — Trade & Industry
Yearbook 1985 mun koma út að
vori í fyrsta sinn og er undirbún-
ingur útgáfunnar þegar hafinn.
Fréttatilkynning.
Reykjaskóli
1934—1984
FIMMTlU ár eru liðin frá því að
barna- og unglingaskóli, síðar hér-
aðsskóli, tók til starfa að Reykjanesi
við Isafjarðardjúp.
Þetta var sameiginlegur skóli
sveitarfélaga við Isafjarðardjúp, en
var þó sóttur af ungu fólki víðs vegar
að af landinu enda aðstaða góð á
staðnum, gnægð af heitu vatni til
upphitunar og sundiðkana. 1 tilefni
þessara tímamóta hafa nemendur
skólans og aðrir velkunnarar að
fornu og nýju ákveðið að færa hon-
um einhverja þá gjöf sem honum
mætti að gagni koma i framtiðinni.
Fólki í Reykjavik og nágrenni er
vinsamlega bent á að koma framlög-
um sínum i verslunina Blóm og
grænmeti, Skólavörðustig 3a, og rita
nöfn sín f minningabók sem þar er
til staðar. Ákveðið hefur verið að
minnast afmælisins i Reykjanesi,
laugardaginn 5. ágúst nk. og væri
æskilegt að sem flestir sæju sér fært
að mæta á staðinn.
(Fréttatilkynning.)
Morgunbiadið/B.B.
Gunnar Sigmarsson verslunarmaður í hinni nýju verslun verkalýðsfélagsim
Vopnafjörður:
Verkalýðsfélagið
opnar verslun
VopnaTirdi, 12. júlí.
ÞANN 1. júní sl. hóf Verkalýðsfélag
Vopnafjarðar rekstur verslunar í
húsi sínu á Lónabraut 4—6. Tilgang-
ur verslunarinnar er fyrst og fremst
sá að bjóða sem hagstæðast vöru-
verð fyrir hinn almenna neytanda.
Fréttaritari hitti að máli Gunn-
ar Sigmarsson verslunarstjóra, en
auk þess að veita forstöðu þessum
rekstri vinnur hann við afgreiðslu
í hinni nýju verslun, aðspurður
sagði Gunnar að reksturinn hefði
gengið þokkalega þann rúma mán-
uð sem liðinn er frá opnuninni og
fólk virtist kunna vel að meta
þetta framtak þeirra verkalýðs-
manna sem nú gerði því kleift að
versla á fleiri en einum stað og
bera saman verð. Gunnar sagði að
það hefði komið sér á óvart hversu
mikið fólk fór strax að bera saman
verð hjá honum annarsvegar og
KVV hinsvegar en allt fram að til-
komu þessarar verslunar var KVV
eina matvöruverslunin á staðnum.
Aðspurður um það hvernig gengi
að bjóða uppá lægra vöruverð en
gerist og gengur hjá Kaupfélaginu
vildi Gunnar lítið láta hafa eftir
sér, en af viðtölum við viðskipta-
vini og einnig lauslegri könnun
fréttaritara má ljóst vera að upp-
haf hinnar nýju verslunar getur
táknað breytta tíma í verslun hér
á staðnum því finna mátti verð-
mun frá 7,00 kr. og allt upp í 30,00
kr. á einstökum vörutegundum og
sjá má glöggt að það munar um
minna. Nú verslar hin nýja versl-
un eingöngu með matvöru og sagði
Gunnar að frekari útfærsla væri
ekki á döfinni að sinni nema þá
fjölbreyttara úrval af matvöru
allskonar.
Nú er opnunartíminn nokkur
nýmæli hér eða frá kl. 13 til 19
mánudaga til föstudaga og 9 til 12
laugardaga. Sagði Gunnar að fólk
virtist vera ánægt með þann tíma
og notaði töluvert, svo sem fyrir
hádegi á laugardögum. B.B.
Freyr
NÝLGGA kom út júlfliefti búnaðar-
blaósins Freys.
Meðal efnis í blaðinu er grein um
innflutning trjátegunda til íslands
eftir Sigurð Blöndal skógræktar-
stjóra, síðari hluti greinar ólafs
Guðmundssonar fóðurfræðings um
innlent hráefni til fóðurgerðar,
greinargerð frá Stéttarsambandi
bænda og Ferðaþjónustu bænda um
gjald fyrir sumardvalarbörn og
margt fleira.
Útgefendur Freys eru Búnaðarfé-
lag fslands og Stéttarsamband
bænda. Ritstjórar eru þeir Matthfas
Eggertsson og Júlfus J. Daníelsson.
Freyr
SáMKOMAN „Atlavík ’84“ verður haldin í samnefndri vík í Hallormsstaða-
skógi um verslunarmannahelgina. Fjölbreytt dagskrá verður á samkomunni
að venju og í Atlavík eru tjaldstæði næg og góð aðstaða til útivistar. Fram-
kvæmdaaðili samkomunnar er UÍA og er þetta fjórða árið í röð sem sam-
bandið stendur að samkomuhaldi í Atlavík um verslunarmannahelgina.
Dansleikir verða föstudags-,
laugardags- og sunnudagskvöld og
skemmtidagskrár laugardag og
sunnudag. Hljómsveitirnar
Stuðmenn og Dúkkulísurnar
skemmta á dansleikjunum og
koma auk þess fram á skemmti-
dagskránum. Leikflokkurinn
Svart og sykurlaust verður á ferð
og flugi um samkomusvæðið með
ýmsar uppákomur alla helgina.
Hljómsveitakeppnin vinsæla verð-
ur á sinum stað, undanúrslit laug-
ardag og úrslit sunnudag. Sérstök
íþróttadagskrá verður þar sem
gestum gefst kostur á að spreyta
sig í hinum ýmsu íþróttagreinum.
Margt fleira verður til skemmtun-
ar, svo sem ratleikur, fjöllista-
menn sýna listir sínar, varðeldur,
flugeldasýning og heiðursgestur
verður Jón Hjartarson leikari.
Rétt er að vekja athygli á því að
dansleikurinn laugardagskvöld er
grímudansleikur og eru væntan-
legir gestir hvattir til að klæðast
grímubúningum þetta kvöld. Leik-
flokkurinn Svart og sykurlaust
hannar slíka búninga á staðnum.
Samkoman Atlavík ’84 hefst
með dansleik föstudagskvöldið 3.
ágúst og lýkur með dansleik að-
faranótt mánudagsins 6. ágúst.
Aðgöngumiðaverð er 1.400 kr. á
föstudag, 1.200 kr. á laugardag,
800 kr. eftir taugardagsball og 400
kr. eftir hátíðardagskrá á sunnu-
dag. Innifalið í þeirri upphæð eru
þrír dansleikir og skemmtidag-
skrár laugardag og sunnudag.
Vakin er sérstök athygli á því að
Flugleiðir bjóða sérstakan Atla-
vfkurpakka á leiðinni Reykjavík-
Atlavík-Reykjavík. Verð á slíkum
pakka er 3.865 kr. Innifalið er
flugfar báðar leiðir, ferð með rútu
í Atlavík frá Egilsstöðum og til
baka, svo og aðgangur að sam-
komunni.
(Úr rrétutilkrnnlnfpi.)
tsalan hef st á mánudag
<
þcrnhard lax^al
KJORGARÐ/