Morgunblaðið - 28.07.1984, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.07.1984, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JÚLl 1984 Deilan um yfirráð á Rockall-svæðinu: „Þetta eru flókin mál“ - segir Geraldine Skinner, lagalegur ráðunautur írska utanríkisráðuneytisins „ÞfcTl'A er alfarið mil írsku ríkis- stjórnarinnar og nokkuð, sem ég get ekki tjáð mig um,“ sagði Geraldine Skinner, lagalegur ráðunautur í írska utanrikisráðuneytiitu, er blm. Mbl. ræddi við hana í g®r og spurði hana hver viðbrögð íra jrðu ef íslendingar hjgðust gera tilkall til Rockall-svæðis- ins með tilvísan til alþjóðalaga. »Jú, það er rétt, við höfum átt í viðræðum við nágranna okkar, Breta, um þetta mál og þeim er enn ekki lokið. Þessar viðræður hafa snúist um það hvernig þjóðirnar deili með sér yfirráðum yfir sameig- inlegum hafsvæðum," sagði Skinner ennfremur. Þegar blm. skýrði henni frá þeim ummælum blaðafulltrúa breska utanrikisráðuneytisins, að frá sjón- arhóli Breta léki enginn vafi á yfir- ráðarétti þeirra á Rockall-svæðinu sagðist Skinner alls ekki geta sagt neitt um þau ummæli. „Við getum ekki rætt þessi mál á opinberum vettvangi fyrr en viðræðum okkar við Breta er lokið," sagði hún. „Hvers vegna írland hefur ekki enn viljað fara út í samningaviðræð- ur við íslendinga er nokkuð, sem ég get ekki rætt,“ sagði Skinner enn- fremur. „Þetta er alfariö mál við- komandi rfkisstjórna. Ég er þó viss um að írska rfkisstjórnin hefur sam- band við þá íslensku þegar hún hefur tekið ákvörðun um hvað hún hyggst gera í þessu máli. Hvenær viðræðun- um við Breta lýkur er erfítt að segja til um. Þetta eru mjög flókin mál.“ Skinner svaraði að lokum neitandi er blm. innti hana eftir því hvort Irar hefðu rætt við Dani vegna þessa máls. Hún bætti þvf við, að eflaust myndi írska stjórnin einnig hafa samband viö þá dönsku, rétt eins og þá íslensku, þegar afstaða hennar lægi skýr fyrir. upp. pa netöi veiði gengið stirðlega vegna íss og því fylgdi aukinn olfu- kostnaður. ísinn lengdi til dæmis siglingaleiðina af miðunum vegna þess, að krækja þyrfti fyrir spangir og fláka. Bati væri ekki fyrirsjáan- legur eins og væri, en óljóst væri hvort Rækjustöðin hætti móttöku 10. ágúst næstkomandi. Eigendur hennar væru ekki aðilar að Félagi rækjuvinnslustöðva, en vegna erfið- leikanna við veiðar og sölu yrði kannski sjálfstoppað. England: Gott fersk- fiskverð NOKKUÐ hefur veríð um siglingar fs- lenzkra fískiskipa til Englands að und- anfí>rnu. Hafa þau verið með nokkuð blandaðan afía, en engu að síður feng- ið gott verð fyrir hann. Hafa þau fengið frá 24,50 krónum upp í 27,70 f meðal- verð fyrir hvert kfló. Eftirtalin skip seldu afla sinn í þessari viku: Árni Geir KE seldi 58,1 lest í Hull á fimmtudag. Heildarverð var 730.300 krónur, meðalverð 12,57. Sama dag seldi Ásgeir RE í Grimsby. Hann seldi eigin afla i tvennu lagi, samtals 152,6 lestir, fyrir 3.760.600 krónur, meðalverð 24,65 og 21,8 lestir af kola fyrir 607.100 krónur, meðalverð 27,91. Erl- ingur GK seldi á miðvikudag 118 lestir í Grimsby. Heildarverð var 3.059.400 krónur, meðalverð 25,86. Þá seldi Sigþór ÞH 78,4 lestir af grálúðu f Hull. Heildarverð var 1.293.200 krónur, meðalverð 16,49. Þorleifur Jónsson seldi einnig á mið- vikudag í Cuxhaven í Þýzkalandi. Afli hans var mest megnis karfi, en lítil gæði drógu verð niður. Hann var alls með 150,8 lestir. 2,4 voru dæmd- ar ónýtar og 18,7 seldust ekki. Heild- arverð varð þvf 2.163.800 krónur, meðalverð 14,35. Kristín Jónsdóttir um nistið: „Mig hefur líklega dreymt fyrir þessu“ Kristín Jónsdóttir með nistið sem hefur verið í óskilum í mörg ár. Týnda nistið sem auglýst var í blaðinu f gær er komið til réttra aðila. Sonur Steinu Helgadóttur fann það í Vesturbænum fyrir mörgum árum og lýsti hún þá strax eftir eiganda en enginn gaf sig fram. Fyrir skömmu kom hún að máli við Mbl. og bað um að men- inu væri skilað til þeirra sem könnuðust við mannamyndirnar inni í því. Um leið og fréttin birtist í blaðinu hafði frú Kristín Jóns- dóttir samband og sagðist þekkja vel til fólksins. Þarna væru komnir bræður hennar tveir en nistið hefði móðir þeirra átt „Við systkinin gáfum móður okkar, Jónínu Jónsdóttur, menið þegar hún varð sextug, 22. mars 1933,“ svaraði Kristín þegar hún var spurð um tildrög þess. „Gjöf- in var til minningar um bræður okkar tvo, sem fórust með mb. Kveldúlfi frá Akranesi, 20. janú- ar 1933. Þeir hétu Skafti Jóns- son, sem var skipstjóri, fæddur 25. júli 1895, og Einar Jónsson, stýrimaður, fæddur 20. júlf 1901. Einnig fórst unnusti minn, Guð- mundur Jónsson, í sðmu ferð, þá 26 ára gamall. Við ætluðum að gifta okkur hálfum mánuði seinna, og höfðum verið trúlofuð í ein þrjú eða fjögur ár. Hann lauk prófí við Sjómannaskólann í Reykjavik 1930 og var mikill reglumaður, stilltur og gætinn, sjómaður af lifi og sál og vildi helst alltaf vera á sjónum. Þeir Skafti og Einar fóru á sjóinn um leið og þeir höfðu aldur til enda ekki um aðra atvinnu að ræða í sjávarplássi eins og Akranesi. Skafti tók skipstjórapróf f Reykjavfk eftir eins vetrar nám, en Einar tók svokallað minna- próf eða smábátapróf." í minningargrein Þorsteins Jónssonar um áhöfn skipsins sem birtist í Morgunblaðinu 4. febrúar 1933 segir m.a. um Skafta og Einar: „Það var sam- eiginlegt áhugamál þeirra bræðra að verða efnalega sjálfstæðir, og því var það að 1928 réðust þeir í að kaupa mót- orbátinn Kveldúlf. Voru þeir þá báðir félausir, sem vænta má. En svo var dugnaðurinn mikill og heppnin við veiðarnar, að hálfu öðru ári siðar gátu þeir keypt jörðina Lambhús á Akra- nesi. Má svo heita, að sfðan ræki hver framkvæmdin aðra. Þeir reistu sér fiskhús mikið og vand- að við Lambhúsavör og gerðu bryggju við, en steyptu síðan flóðgarð alllangan og sterkan norður frá húsinu til varnar landi sínu og aukningar. Voru þeir komnir vel á veg með að fylla lautina innan garðs, er þeir féllu frá ... Með þeim Skafta og Einari eru fallnir f valinn þeir menn, sem fyrir flestra hluta sakir stóðu framarlega ef ekki fremstir allra ungra manna á Akranesi. Þeir voru menn vel gefnir, og þó nokkuð sinn með hvorum hætti, dugnaðarmenn svo miklir, að þar bar frá, jafn- vel meðal Akurnesinga, sem þó eru viðurkenndir dugnaðar- menn. Þeir störfuðu saman á sjó og landi og vildu ekki skilja, enda hafði hvor það, er hinn kunni helst að skorta. Kom þeim og betur ásamt um alla hluti en annars er oft títt um bræður, og veit ég ekki dæmi til þess, að þá skildi nokkru sinni á. Vildu þeir aldrei skilja, enda hafa þeir nú orðið samferða yfir á ókunna landið.“ (Mbl. 4. febrúar 1933, bls. 2.) „Menið týndist fyrir mörgum árum, líklega f eitt af þeim skiptum sem móðir mín heim- sótti systur mína sem bjó ein- mitt í Vesturbænum og ég bjóst ekki við að sjá það aftur," sagði Kristín m.a., „enda varð ég furðu lostin þegar ég sá myndina af þeim bræðrum í blaðinu. Annars var það furðulegt að f sfðustu viku þegar ég heimsótti son minn á Hvammstanga dreymdi mig móður mína, margar nætur í röð. Það eru mörg ár síðan það gerðist sfðast og mér varð ekki um sel því að ég minnist þess að þegar skipskaðinn varð þá hafði móður mína dreymt sfna móður nóttina áður. Ég bað alla að fara varlega svo ekkert kæmi fyrir en draumurinn hefur lfklega verið fyrir þessum fundi og móðir mín vitað af honum. Mig langar að- eins til að þakka Steinu fyrir að varðveita menið svona vel og lengi, því margir hefðu eflaust fargað því eftir svo langan tíma.“ Morxunblaðið/Valdimar. Skagfírðingar með reksturinn skammt frá Ströngukvísl á Eyvindarstaðaheiði. Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri um upprekstur hrossa: Smala þarf öllum búfénaði löngu fyrir haustgöngur — verði hrossin ekki sótt fljótlega „MÁLIÐ ER nú í höndum lög- regluyfirvalda og verður tekin ákvörðun um hvort hrossin verða sótt á heiðarnar í næstu viku,“ sagði Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri, þegar hann var spurður hvort landgræðslan gæti fyrirskipað að hrossin yrðu sótt. „Sjálfur reikna ég með að hrossin verði sótt því tæknilega er ekkert því til fyrirstöðu að það sé hægt að mínu mati. Verði það ekki gert liggur í hlutarins eðli að smala verður öllu búfé af hciðinni löngu fyrir haustgöng- ur. Hefði það í fíir með sér óhagræði fyrir flesta bændur á þessu svæði og er ófært að láta þá líða fyrir lögbrot nokkurra manna.“ Einnig vildi Sveinn koma á framfæri leiðréttingu um að það væri ekki skoðun sín eða heilög stefna að útiloka bæri hross af af- réttum. „Ég vil aðeins útiloka hross af þeim stöðum þar sem gróðureyðing á sér stað. Á þeim afréttum sem gróður- eyðing er ekki fyrir hendi tel ég ekkert því til fyrirstöðu að hross séu rekin á þá og má þar nefna Viðidalstunguheiði og Staðaraf- rétt. Mér er það ekkert kappsmál að hross fari af þessum heiðum." Þá var Sveinn spurður hvort sannað væri að hross yllu meiri skaða á beitilandi en sauðfé. „Við teljum að svo sé, rannsókn- ir gerðar bæði heima og erlendis, til dæmis í Póllandi og Bandarikj- unum, benda til þess að hross fari verr með viðkvæm gróðurlendi en sauðfé. Er það meðal annars vegna þyngdar hrossanna og það að þau hafa tennur í báðum góm- um svo eitthvað sé nefnt." I fréttum Morgunblaðsins í gær kom fram að nokkrir bændur í Svinavatnshreppi telji sig í fullum rétti að reka hross á afréttinn þar sem eignarlönd séu innan heiðar- girðingarinnar. Var Sveinn spurð- ur hvort þetta breytti einhverju um rétt bændanna. „Bændur telja sig í fullum rétti en þeir virðast ekki átta sig á einu veigamiklu atriði, sem er 12. grein fjallskilalaga. Þessi grein felur í sér að það gilda sömu lög um þessi eignarlönd framan við afréttar- girðingu og afréttinn sjálfan," sagði Sveinn að lokum. VestfirÖir: Góður afii hjá tog- urum og á handfæri AFLl togara og handfærabáta frá Vest- fjörðum hefur verið góður að undan- fornu, en afla alveg tekið undan grá- lúðubátum. Þá hafa rækjuveiðar geng- ið stirðlega að undanförnu vegna ís- trufíana. Vegna sumarleyfa hefur gengið erfíðlega að vinna afla á sumum stöðum og veiðar handfærabáta voru af þeim sökum stöðvaðar um tíma. Guðmundur Agnarsson, fram- kvæmdastjóri Rækjustöðvarinnar hf. á ísafirði, sagði í samtali við Morgunblaðið, að um þessar mundir væri síður en svo bjart yfir rækju- vinnslu og veiðum. Áfurðaverð væri enn lágt og hefði farið lækkandi allt frá áramótum. Af þeim sökum færu birgðir seint og söfnuðust jafnvel

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.