Morgunblaðið - 28.07.1984, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 28.07.1984, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 1984 Los Angeles 27. júlí. Frá Þórarni Ragnarssyni, blaöamanni Morgunblaðsins á Ólympíuleikunum Margir Kínverjar á leikana ÞAÐ HEFUR vakið mikla athygii hér í Loa Angeles hversu stór hópur manna kemur frá Kína á leikana. Kínverjar, sem taka nú þátt í Ólympíuleikunum í fyrsta skipti um langt skeið, senda hvorki meira né minna en 353 manna hóp — en þar af eru 226 íþróttamenn. Þegar leikarnir fóru fram í Los Angeles 1932 keppti aöeins einn íþróttamaöur frá Kína. Kínverjar binda mestar vonir viö heims- methafa sinn í hástökki karla, Zhu Jian Hua, og þykir hann lík- legur sigurvegari hér í hástökks- keppninni. Athöfn þeirri sem vera átti í dag í ólympíuþorpinu, er bjóöa átti íslenska hópinn formlega vel- kominn, var frestaö til morguns, laugardag. Þá veröur íslenski fáninn dreginn aö húni í þorpinu. Veðrið gott • Veöriö héfur veriö einstak- lega gott hér síöustu daga, himinninn hreinni og tærari en oftast áöur og hitastigiö ekki fariö yfir 30 gráöur á selsíus. Nú bregöur hinsvegar svo viö aö veöurstofur hér spá mjög miklum hita um hegina og gert er ráö fyrir aö á laugardaginn veröi hitinn um 35 gráöur. Handboltinn hefst á þriðjudag: ísland leikur æfingaleiki nú um helgina • íþróttafólkið hefur æft af krafti í ólympiuþorpinu undanfarna daga. Hér ar það dýfingarmaöur frá Zimbabwe sem er á leið niður í laugina, AntOÍnette Wilken. MorgunblaðW/Símamynd AP. Handknattleikskeppni Ólympíu- leikanna hefst næstkomandi þríðjudag og þá leika fslend- íngar sinn fyrsta leik, gegn Júgóslavíu. Júgóslavar eru tald- ir sigurstranglegastir {A-riðlin- um en Rúmenar gætu reynst þeim skeinuhættir. Gangi íslenska landsliöinu vel gætu þeir náð þriðja sæti í riðl- inum en til þess þurfa þeir að sigra Svisslendinga, Japani og Alsírbúa. Lið Japan gati þó komið á óvart, þeir hafa yfir að búa mjög snöggum og harð- skeyttum leikmönnum og hefur gengið vel í leikjum sínum að undanförnu. í B-riðlinum veröur baráttan jöfn og hörð en Danir ættu að eiga góða möguleika á því að sigra. Vestur-Þjóðvejar og Svíar berjast sennilega um annað sætiö og Spánverjar og Suður- Kóreumenn reka líklegast rest- ina í riðlinum. Nái íslendingar þríðja sœti í sínum riöli leika þeir mjög líklega til úrsltia gegn Svíum um 5. til 6. sætiö í keppn- inni. Það setur að sjálfsögðu stórt strík í handknattleikskeppnina að hin sterku landsliö Rússa og Austur-Þjóðverja eru ekki meö- al keppenda. Bandaríkjamenn leika í B—riðli og Peter Buehn- ing, forseti handknattleikssam- bands Bandaríkjanna, er bjart- sýnn á að liði sínu gangi vel í ríðlinum og telur hann þá jafn- vel eiga eftir að koma á óvart. íslenska landsliðið mun reyna að spila einn til tvo æfingaleiki um helgina en í dag lá það ekki Ijóst fyrir hvort tækist að fá ein- hver lið til að leika við. Bandaríkjaforseti setur 23. Ólympíuleikana í dag: Leyndarmál hver ber kyndilinn síðasta spölinn Olympíuleikar um allan heim Eins og skýrt hefur verið frá er reiknað með aö 2,5 billjónir manna muni fylgjsast með leik- unum í sjónvarpi. Segja má að það veröi því Ólympíuleikar út um allan heim. Það er banda- ríska sjónvarpsstöðin ABC sem ætlar sér að gera betur en nokkru sinni fyrr í smbandi við útsendingar frá leikunum, en til þess þarf hún mikinn mannafla og tæki. Tvö þúsund og fimm hundruð manns munu vinna viö sjón- varpsútsendingar, þau munu nota 850 bíla, 1.000 kílómetra af sjónvarpsköplum, 205 sjó- nvarpsvélar, 154 myndbands- upptökutæki, 112 stóra sjón- varpssendiferöabíla, 20 rútubif- reiöir,15 mótorhjól, 7 stórar var- arafmagnsstöðvar, 12 klippi- herbergi, 6 stórar kranabifreiöar, 4 þyrilvængjur og 5 stóra báta sem notaðir veröa til aö taka upp siglingakeppnina. Þá voru sér- staklega smíöaöar tvær raf- magnsbifreiöar sem notaöar veröa viö upptöku á maraþon- hlaupinu. Af þessu má sjá aö þetta er æriö fyrirtæki. Kínverjar vilja halda Ól • Kínverjar hafa sýnt því mlk- inn áhuga aö halda Ólympfu- leikana áriö 2000 og ætla aö leggja þaö fyrir alþjóöa Ólymp- íunefndina á næstu dögum. Aö sögn Lu Jingong, varaforseta Ólympínefndar Kína, ætla þeir aö halda Asíuleikana áriö 1990 og „ef okkur tekst vel upp meö þá erum viö ákveönir í aö halda Ólympíuleikana áriö 2000“. Þetta kom fram á blaöamanna- fundi sem Lu hélt í Los Angeles til aö kynna keppendur frá Kína, en þetta er í fyrsta sinn frá árinu 1952 sem Kína sendir keppendur á sumarleikana. ... og Hol- lendingar líka • Hollendingar, eöa réttara sagt Amsterdambúar hafa full- an hug á því aö halda Ólympíu- leikana sem haldnir veröa áriö 1992 aö því er Ed Van Thijn, borgarstjóri f Amsterdam sagöi á biaöamannafundi f Los Ang- eles í gær. Helstu kostl Amst- erdam taldi hann vera aö þar færi öll keppninn fram á svæöi sem væri meö þriggja kfló- metra radíus og auk þess þá væru flest öll mannvirkin sem nota þyrfti til staöar þannig aö ekki þyrfti aö leggja út f mjög mikinn kostnaö. EFTIR margra ára undirbúning og skipulagningu rennur atóra stundin upp á laugardag, þá varða 23. Olympíuleikarnir sett- ir hér í Loa Angeles. Það má segja að fátt annað komist að í fjðlmiðlum hér í Kalífornfu en leikarnir, augu allra beinast að þessari miklu íþróttahátíð sem kemur til með að standa til 12. ágúst næstkomandi. í gærdag fór fram lokaæfing á sjálfum leikvangnum hjá þeim þúsund- um manna sem taka þétt i opnunarhátíðinni en sagt hefur verið frá því að ef að líkum læt- ur muni hún veröa sú stórkost- legasta sem um getur í sögu Ólympíleikanna. Eina leyndarmáliö í sambandi viö sjálfa opnunina er hver komi til meö aö hlaupa meö Ólympfu- kyndilinn inn á Ólympfuleikvang- inn og tendra Ólympíueldinn. Framkvæmdastjóri leikanna, Peter Ueberroth, sagöi á blaöamannafundi í blaöamann- amiöstöðinni f gær aö þaö skap- aöi vissa stemmningu aö segja ekki frá því hver hlypi síöasta spölin en sagöi jafnframt: „Við erum búnir aö velja einn," og gaf þannig til kynna aö hugsanlega yröu hlaupararnir tveir. Þaö vakti athygli aö með Peter á fundinum var Rúmenska fim- leikastjarnan Nadia Comanechi sem geröi garöinn frægan á Ólympíuleikunum i Montreal áriö 1976. Henni var færö falleg silki- slæöa aö gjöf meö Ólympíu- merkinu og sögusagnir komust á • Menn hræðast mjög mengunina í Los Angeles. Gerðar hafa verið tilraunir á íþróttamðnnum vegna þessa. Hér sést hjólreiðamaður einn á tilraunastofunni. Verið er aö kanna áhrif mengunar á kappann. a,lp kreik um aö hún yröi látin hlaupa meö eldinn inn á leikvanginn. Aöspurð neitaöi hún öllu slíku og sagöi aö ekki heföi veriö fariö fram á neitt slíkt vlö sig. Þaö mun veröa forseti Banda- ríkjanna, Ronald Reagan, sem kemur til meö aö setja leikanna en áöur en hann gerir þaö mun hann fara í Ólympíuþorpiö UCLA og heimsækja Bandarfsku kepp- endurna. Strax aö setningarat- höfninni lokinnu mun Reagan fara meö þyrlu til búgarös síns í San Petro.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.