Morgunblaðið - 28.07.1984, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 28.07.1984, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 1984 Reinald Reinalds- son Minningarorö Fsddur 27. aprfl 1958 Dáinn 12. júlí 1984 Skjótt skipast veður í lofti. Mér brá heldur betur í brún þegar sameiginlegur kunningi sagði mér þær fréttir í fyrirlestr- arhléi að hann Reinald væri dá- inn. Ég ætlaði ekki að geta trúað þessu. Mér var þó ekki annars auðið eftir að ég hafði farið og talað við systurnar á St. Jósefs- systraheimilinu þar sem hann bjó. Ég hafði ekki þekkt Reinald lengi, aðeins síðan í sfðastliðnum október er ég kom hingað til Frei- burg til náms. Eins og oft er með landa í útlöndum voru kynni fljót að takast þó svo að Reinald hafi haft sinn fasta vina- og kunn- ingjahóp fyrir, því hann var búinn að vera hér lengi, ein 5 ár að ég held. Hann var í miðjum klíðum við að undirbúa og taka lokapróf f guðfræði og átti að taka vígslu núna á hausti komanda. Reinald hafði jafnvel verið að hugsa um að halda áfram námi og ljúka hér doktorsprófi, en ekki veit ég hvort hann hafði tekið endanlega ákvörðun um það. Þrátt fyrir að Reinald hefði mikið að gera bauðst hann til þess að undirbúa son minn 13 ára til fermingar og tókst með þeim góð- ur vinskapur á vikulegum fundum síðastliðinn vetur. Held ég varla að Sigurður hefði getað fengið betri uppfræðslu en hann fékk hjá Reinald, fyrir utan það hversu mikils virði það var fyrir hann að hitta og hafa samband við aðra fslendinga þar sem hann var ný- fluttur til ókunnugs lands og hálf- mállaus. Það var fastur siður þeirra félaga eftir að þeir höfðu lokið sér af með verkefni sín milli kl. 6 og 7 hvern fimmtudag að borða saman kvöldmat í Mens- unni, matstofu stúdenta. Sú sam- vera hefur áreiðanlega ekki verið minna virði en kristilega upp- fræðslan á undan. Ég minnist þess líka hversu hrifinn Sigurður var eftir að Reinald hafði sýnt honum dómkirkjuna hérna og útskýrt fyrir honum hlutverk hinna ein- stöku kirkjuhluta og muna. Við Reinald höfðum bæði skriflegt samband við séra Valgeir Ást- ráðsson sem sjá mun um ferming- una og veit ég að Reinald hafði skrifað honum langt og ítarlegt bréf að loknu starfi sínu í vor þeg- ar Sigurður fór heim til íslands. Hann vildi vinna starf sitt vel og skila vel af sér. Ég hafði talað um það við Rein- ald að hann kæmi og yrði við- staddur athöfnina og veisluna þar sem hann yrði staddur á landinu á þeim tíma. Hafði hann þegið boðið með þökkum og hlakkaði ég til að hitta hann þar. Allt flýgur þetta í gegn um hug- ann þegar ég hugsa um þessi ótrúlegu tíðindi. Svona ungur maður, allt í einu dáinn, farinn. Ég veit ekki mikið um Reinald frá fyrri tíma, ég kynntist honum eins og ég sagði fyrst fyrir nokkr- um mánuðum. Ég veit þó að hann ólst upp í Hafnarfirði og kynntist þar boðskap og siðum kaþólskrar trúar. Hann vann sem unglingur há systrunum í klaustrinu og i t GUÐRÚN FRIDFINNSDÓTTIR, fyrrum húsfreyja á Böggvisatöóum, andaðist í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 26. júlí. Jaröarförin auglýst síöar. Aöstandendur. t Hjartkær eigínkona mín, móöir okkar, tengdamóöir og amma, INGIBJÖRG ÁSTA BLOMSTERBERG, Ási Vestmannaeyjum veröur jarösungin frá Landakirkju í Vestmannaeyjum þriöjudaginn 31. júlí kl. 14.00. Bragi í. Ólafsson, Ásfa Erlingsdóttir, Ólafur Bragason, Guðmunda Magnúsdóttir, Bragi í. Ólafsaon yngri. t Sambýliskona mín og móöir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HULDA ÁGÚSTSDÓTTIR, Engihjalla 3, Kópavogi, veröur jarösungin frá Áskirkju þriöjudaginn 31. júlí kl. 15.00. Jón Meyvantsson, Hilmar Leifsson, Fjóla Pálmadóttir, Helgi Leifsson, Hildur Leifsdóttir, Ólafur Andrósson, Sævar Leífsson, Þórdís Garðarsdóttir, barnabðrn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra sem auösýndu samúö viö andlát og útför systur okkar, MARGRÉTAR HALLGRÍMSDÓTTUR, Aðalstræti 19, Akureyri. Sérstakar þakklr færum viö læknum og starfsliöi Fjóröungssjúkia- hússins á Akureyri. Ennfremur færum viö þakkir skátafélögunum á Akureyri fyrir aö heiöra minningu hennar viö útförina. Þorvaldur Hallgrímsson, Pétur Hallgrímsson og aðrir aöstandendur. framhaldi af því kynnti hann sér kaþólska trú nánar og lét síðan umskírast. Hérna í Freiburg lagði hann stund á kaþólska guðfræði. Hann hugðist vinna við kaþólsku kirkjuna á íslandi að námi loknu. Hann átti mikið starf framundan. Þetta snögga fráfall hlýtur að vera móður hans mikið áfall og missir, svo og öðrum ættingjum og vinum. Ég veit að ég tala fyrir hönd allra íslendinga hér í Frei- burg þegar ég sendi henni og öðr- um ættingjum innilegar samúð- arkveðjur. Anna Sig. Sigurðardóttir Ég lifi og þér munuð lifa. Með þessi helgu orð að leiðar- ljósi minnumst við í dag ungs manns, sem hafði sett sér að lífs- takmarki gönguna á vegum Guðs. Hann hét Reinald Renaldsson og átti heima á Suðurgötu 83 í Hafnarfirði. Hann dó skyndilega þ. 12. þ.m. í Freiburg í Vestur- Þýskalandi, þar sem hann var að enda óvenju glæsilegan námsferil sem prestsefni í hinni heilögu rómversku kirkju. Reinald varð aðeins 24 ára. öllum sem hann þekktu ber saman um að þar hafi horfið úr heimi einstakt manns- efni. Allt fór þar saman, glæsilegt útlit, höfðingleg framkoma, mikl- ar námsgáfur, og það sem mest er um vert, heilsteypt skapgerð og sú heiðríkja hugans sem stafaði af innilegri trú sem hann þyrsti eftir að geta sýnt í verki, Guði til dýrð- ar og nauðsynja heilagrar kirkju. Hann virtist ætla að verða þjóð sinni þarfur. í fyrra skrifaði hann huggunarbréf til móður sem hafði misst son sinn. Þetta bréf verður nú sett hér sem sýnishorn af óvenju þroskuðum huga Reinalds Reinaldssonar. Bréfið hljóðar þannig: Mönnum virðist það næsta augljós og sjálfsögð sannindi, að allt sem til er orðið, renni sitt skeið í linnulausri baráttu um það að vera eða vera ekki, þar til sá tími er kominn, að það gengur úr sér og leysist upp í móðuna miklu, þá móðu er skilur að líf og dauða. Ótrygg er ögurstundin í veröld, þar sem allt er á hverfanda hveli, þar sem hlutirnir stíga fram á sjónarsviðið úr engu og ber sem leiftur við himin veruleikans eina örskotsstund, hverfa síðan jafnóð- um og þeir koma inn í Ginnunga- gap eyðingar og gleymsku. Þeim var ekki annars unnað en að koma til að kveðja. En við hinu höfum við engar skýringar á reiðum höndum, hversvegna ungur maður i blóma lífsins, sem enn á hlutverki sínu ólokið í heimi hér, er sóttur heim af ferjumanninum utan úr þok- unni. Eigi má sköpum renna segir máltækið, en andspænis slíkum ósköpum stöndum við hin þrumu lostin í orðlausri spurn. Við stönd- um þó ekki lengi í þeim sporunum, því jafnskjótt og við höfum áttað okkur fáum við ekki varist því, að spurn okkar breytist í andmæli. Við andmælum tillitsleysi þess slynga sláttumanns, sem virðist höggva skarð í hópinn okkar af dæmalausu handahófi. Því við vit- um, að skarðið mun standa opið og ófyllt um aldur og ævi, eins og sár sem aldrei grær. Þess vegna er það kórvilla að maður komi í manns stað. Og við andmælum ekki síður því, hversu veruleikinn horfir upp á iðju sláttumannsins af ískaldri rósemi. En enda þótt hverfulleiki alls sem er sé margreynd sannindi, er hitt ekki síður satt: góður drengur sem fellur frá er aldrei allur. Hann skilur eftir sig ummerki, gengin spor sem aldrei fyrnast. Þótt manneskjan sjálf sé úr aug- sýn, þá á hún ftök í okkur öllum, sem hana þekktu og minningin um góðan dreng og góðan son er auður sem við munum búa að svo lengi sem við sjálf lifum. Þetta er hins- vegar ekki allt og sumt. ísköld ró veruleikans er ekki allt og sumt. Dauðinn ræður ekki úrslitum, andlátsorðið er ekki lokasvarið. Sá sem er fulltrúaður á Jesúm Krist elur þá von í brjósti, að einnig hann, Jesús Kristur, eigi ítök f okkur öllum. Og meira til: enda þótt veröld fláa komi okkur fyrir sjónir sem ólesnar rúnir, skáld- skapur torráðinna kenninga, hetjuljóð og harmljóð í senn, — of dýrt kveðið til að ríma við okkar ókveðna, fáorða líf, þá hefur eng- inn annar en Jesús Kristur gert veruleikann læsilegan og lífið okkar allra að ljóði. Hann, Jesús Kristur — og enginn annar — ræður úrslitum, hann hefur síð- asta orðið, þvf hann hefur máls, þegar öll önnur orð hafa glatað merkinu. Já, hann er einasta orð- ið, sem hefur nokkra merkingu yf- irleitt, orðið, sem eitt ræður vá heimsins og velfarnaði. Hann er alfa og ómega, í senn formálsorð og niðurlagsorð f sögu heimsins og í persónusögu sérhvers manns. Þó ber ekki að skilja Orðið, sem hann er, sem lokaorð eins né neins. Jes- ús Kristur er lausnarorðið, sem kallar þig og mig frá niðamyrkri til gránandi dags. Og við óminn af þessu eina orði verða ekki mörgu orð hjáyrði. Þannig skrifaði Reinald Rein- aldsson um hin hinstu rök. Megi þessi orð hans sjálfs verða til huggunar öllum vinum hans og vandamönnum og þó einkum móð- ur hans, Þorbjörgu Björnsdóttur, í hennar þungu æviraun. Sigurveig Guðmundsdóttir Agnes Péturs- dóttir Kveðja Fædd 24. júní 1923. Dáin 17. júlí 1984. 17. júlí. Það er hásumar, allt fullt af lífi. Mér er varnað svefns, klukkan er alveg að verða tólf. Síminn hringir. Sigga frænka heilsar. „Hún er dáin.“ Þessi þrjú stuttu, já, litlu orð en þó svo sterk og segja svo óskaplega stórt. Agn- es dáin. Hinn hræöilegi sjúkdóm- ur er enn einu sinni búinn að sigra, líka hana sem var svo hraust, lífsglöð og sterk. Við verð- um öll að lúta almættinu hvenær sem kallað er. Hennar örlagaþráð- ur hóf sinn spuna á Akureyri þar sem foreldrar hennar bjuggu. Fað- irinn af norskum ættum, móðirin íslensk. Systurnar verða 4. Þá deyr faðir hennar og móðirin flyst til Noregs. Agnes varð eftir hjá Þóru frænku. 14 ára fer hún í sveit til móður minnar á Fremstagili og þar teng- ist hennar þráður mínum, þvi hún er viðstödd fæðingu mína. Síðan spinnur þráður hennar við störf og nám á Akureyri, síðan á Hús- mæðraskólanum á Blönduósi og dvaldist hún þá oft heima og hefur vafalaust fylgst með uppeldi mínu. Síðan liggur leiðin til Reykjavíkur í kaupmannshúsið á Hverfisgötu 50. Þá er hún um tví- tugt. Ungi kaupmannssonurinn hrífst af ungu, fallegu norðan- stúlkunni sem alltaf gekk rösklega að vinnu sinni. Þar með var þráð- urinn enn að spinna og þau gengu í hjónaband. Þá man ég frænku mína fyrst, því alveg var sjálfsagt aö fara með mannsefnið norður til foreldra minna. Minnist ég þess hvað mér fannst þau falleg, eins klædd og ljómandi. Siðan fæddust börnin eitt af öðru og eru þau fjögur, þrjár dætur og einn sonur. Alltaf var hátið heima hjá okkur á vorin þegar þau tvö elstu fóru að vera í sveit á sumrin og stóð svo þar til þau fermdust. Eins var ekki nema um eitt hús að ræða ef einhver úr sveitinni þurfti að skreppa til Reykjavíkur. „Því við tökum á móti ykkur við BSÍ,“ var svarið sem alltaf stóðst og okkur alltaf tekið opnum örm- um, og leyst úr okkar málum eins og best var á kosið. Fannst mér oft sem Agnes væri stóra systir mín. En enginn spinnur sinn örlaga- þráð snurðulaust. Þau slitu samvistum hjónin þegar öll bðrnin voru komin yfir fermingu. Þá varð að byggja upp annað heimili, sem og tókst, hlýtt og notalegt eins og það fyrra þar sem vinir og ættingjar voru boðnir velkomnir af sömu hlýju. Og þráð- urinn hagaði því þannig til að þær mæðgur bjuggu saman, Sigrfður og hún. Agnes gerðist ráðskona á barnaheimili og sé ég á öllu að allir voru þar vinir hennar til síð- ustu stundar enda léku öll störf f höndum hennar. Hún starfaöi mikið í sínu átthagafélagi, Eyfirð- ingafélaginu, sem raunar tók mik- ið af hennar frítíma. Ferðalög voru henni mjög kær og var hún alltaf tilbúin að skreppa á fjöll og var þar hrókur alls fagnaðar. En samt er það staðreynd. Því er lokið svo atltof fljótt. Því hún var aðeins nýorðin 61 árs þegar hún var kölluð frá okkur. Og þó við vissum öll að sjúkdómur henn- ar væri erfiður og óvíst um enda- fljótt eins og allur hennar lífsstfll var. Hún var ávallt viðbúin. Hjartans þakkir færi ég frænku minni og innilegustu kveðjur frá mömmu minni. Legsteinar granít — marmari \ó.f Opið kvöld Unnarbraut 19, SBltjarnarnesi, og helgar sími 620809 og 72818. Dóra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.