Morgunblaðið - 28.07.1984, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 28.07.1984, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 1984 5 Skrykkur í Best um helgina „BREAK-HELGI“ nefnist skemmtidagskrá sem unglinga- skemmtistaðurinn Best að Smiðjuvegi 1 í Kópavogi gengst fyir nú um helgina. Skrykkdanshópurinn Twin City Breakers sýnir skrykkdansa og ennfremur verða íslenskir dansarar með sýningaratriði. Twin City Breakers-hópurinn kemur frá New York og hefur ver- ið hér á landi undanfarna viku í boði skemmtistaðarins Best. Hef- ur hópurinn verið með dans- kennslu á staðnum fyrir íslensk Níu-líf með opinn fund; Fundarmenn sammála um að vernda gömul hús Á OPNUM fundi samtakanna Níu- líf að Hótel Esju í Reykjavík mið- vikudaginn 26. júlí sl. urðu líflegar umræður um aðgerðir samtakanna til verndar hússins í Aðalstræti 8, öðru nafni „Fjalakötturinn“. Eig- andi hússins sat fundinn og tók þátt í þeira umræðum sem fram fóru um framtíð „Fjalakattarins“. Fundurinn lýsti eindregnum vilja á því að allt yrði gert sem í valdi borgarbúa og stjórnvalda væri til að bjarga þessu sögufræga húsi. í upphafi fundarins, sem Björg Einarsdóttir stýrði, flutti Erlendur Svensson af hálfu stjórnar samtakanna yfirlit um störf samtakanna frá stofnun þeirra í byrjun aprílmánaðar síð- astliðins. Sveinn Einarsson ræddi hugmyndir um framhald aðgerða og fleira. Á þriðja tug fundar- manna tók til máls. Fundarmenn voru á einu máli um það að skera þyrfti upp herör meðal borgarbúa til verndunar gamalla verðmætra húsa í Reykjavík. Bent var á mörg lýs- andi dæmi í næsta nágrenni við „Fjalaköttinn" um gömul hús sem gerð hafa verið upp og eru nú borgarprýði. í fundarlok var samþykkt að halda sem fyrst annan fund til að fylgja eftir þessu baráttumáli samtakanna Níu-líf. (Fréttatilkynning) ungmenni og nú um helgina verð- ur haldin „Break-helgi" þar. Yngsti meðlimur bandaríska hópsins er aðeins fjögurra ára gamall, en móðir hans, sem enn- fremur er þjálfari og umsjónar- maður hópsins, er 32ja ára og um leið elsti meðlimur hópsins. Sýning bandarísku gestanna byggist upp á skrykkdansi og hjólaskautadansi, auk þess sem þeir sjá um tónlistina og flytja svonefnt „rapshow". fslensku dansararnir sem sýna, eru ungl- ingar sem hafa undanfarið sýnt skrykkdansa vítt um landið og tekið þátt í danskeppnum sem haldnar hafa verið í vetur. I kvöld, laugardagskvöld verður staðurinn opnaður kl. 22 og verður dansleikur til kl. 3. Húsið er opið öllum unglingum sem fæddir eru á árinu 1969 eða fyrr. Á morgun, sunnudag opnar skemmtistaður- inn kl. 18 og verður svokallað „barnadiskó", fyrir börn innan 15 ára aldurs, til kl. 21. Þá hefjast sýningar og skemmtiatriði banda- rísku gestanna og íslensku skrykkdansaranna. { Morgunblaðinu á morgun, sunnudag, birtast viðtöl við bandarísku dansarana og einn ís- lenskan skrykkdansara ásamt myndum, sem teknar hafa verið af þeim hér á landi. Litli drengurinn á myndinni heitir Walter og er sennilega með yngstu skrykk- dönsurum í heimi. Hann er meðlimur í danshópnum Twin City Breakers sem dansar og sér um skemmtiatriði í skemmtistaðnum Best um helgina. í Morgun- blaðinu á morgun birtist meðal annars viðtal við þessa amerísku gesti. Þessa mynd tók Kristján Einarsson, Ijósmyndari Morgunblaðsins á námskeiði sem bópurinn hefur haldið í skemmtistaðnum Best undanfarna viku. Mýyatnssyeit: Bændur hefja seinni slátt Vopim, Mývatiuwveil, 27. júlí. í MÝVATNSSVEITINNI hefur verið mjög góð spretta í sumar, enda tíð framúrskarandi hagstæð. Heyskapur hefur gengið vel og hefur þurrkur verið svo góður, að heita má að slægjan þornaði á Ijánum. Nokkuð bar á kali í tún- um í vor, en þeir bændur, sem hvað verst urðu fyrir barðinu á kalinu fengu lánuð tún í Reykja- dal og Aðaldal og hafa heyjað bærilega þar. Sumir bændur munu fljótlega hefja seinni slátt og aðrir eru farnir að taka upp kartöflur, sem líta ágætlega út. Berjaspretta er hins vegar ekki eins og best gerist og hefur of mikill þurrkur þar sjálfsagt mest áhrif. Mikill ferðamannastraumur hefur verið í sveitinni í sumar, en ekki eru allir hrifnir af veg- unum, sem eru harðir eftir lang- varandi þurrka. Eru menn sam- mála um, að stór munur sé á vegum, sem eru með bundið slit- lag og telja sumir að það sé ein besta fjárfestingin í vegamál- um. Loks má svo nefna, að hiti hér í sveitinni mun hafa komist yfir 20 stig á yfir 20 dögum. Það væsir því ekki um íbúa í Mý- vatnssveitinni. FrétUriUri. Opið laugardag frá kl. 10 — 4 og sunnudag frá kl. 1 — 5 Nú um helgina seljum við örfáa nýja MAZDA bíla úr síðustu sendingu og gott úrval af 1. flokks notuðum MAZDA bílum, sem allir seljast með 6 mánaða ábyrgð frá söludegi. Sýnishorn úr söluskrá notaðra bíla: GERÐ ÁRG. ’84 '84 '83 '82 626 Diesel 4 dyra 323 1300 Saloon 4 dyra 323 1300 5 dyra 929 SDX 4 dyra sj.sk v/s 929 LTD 2 dyra HT m/öllu ’82 626 2000 4 dyra m/öllu ’82 626 2000 4 dyra m/öllu '82 323 1300 Saloon 4 dyra '82 EKINN 13.000 7.000 22.000 21.000 17.000 39.000 27.000 23.000 mán. áb. mán. áb. mán. áb. mán. áb. mán. áb. mán. áb. mán. áb. mán. áb. GERÐ 323 1300 5 dyra 323 1300 5 dyra 323 1300 5 dyra 929 Sedan 4 dyra 929 Sedan 4 dyra RX-7 2 dyra sportbíll 929 Sedan 4 dyra 929 Sedan 4 dyra ARG. EKINN ’81 28.000 '81 64.000 '81 34.000 ’80 82.000 '80 34.000 '80 64.000 '79 63.000 '80 60.000 mán. áb. mán. áb. mán. áb. mán. áb. mán. áb. mán. áb. mán. áb. mán. áb. Bifreiðakaupendur: Nú er ein mesta ferðahelgi sumarsins framundan. Stuðlið því að ánægjulegri ferð með því að kaupa nýjan eða notaðan MAZDA bíl hjá okkur. Veitingar — Kaffi og meðlæti BILABORG HF Smiðshöfða 23. sími 812 99

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.