Morgunblaðið - 28.07.1984, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 28.07.1984, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 1984 Ég <2r Alliaf Jczfn h'issa ác íp\jí, huerj'u {óLk gefur hent-" ást er... , o ... að laga smávegis skemmdir TM Reg U S Pat Off -all rights reserved «1984 Los Angeies Times Syndicate Með morgunkaffínu 70i HÖGNI HREKKVÍSI TiL A E? SfóKSA HAMPKLÆ©!. Framkvæmdir við nýbyggingu Sundlaugar Laugardals ætti að mati bréfritara að fjármagna að nokkru með því að sekta þá sem leggja bflum sínum ólöglega. Sektir renni til fram- kvæmda við sundlaugina Magnea Hjálmarsdóttir skrifar: Kæri Velvakandi. Mig langar að koma hér með dá- litla athugasemd vegna greinar sem birtist i dálkum þínum 25. júlí undir fyrirsögninni „óhreinlæti í sundlaug Laugardals". Ef sandur eða óhreinindi eru á gólfum búningsklefa laugarinnar, þá hafa gestirnir gleymt að fara úr skónum og er það slæmt af- spurnar. Undirstaða hreinlætis í laugunum er að hlýða settum regl- um í allri umgengni, bæði á böð- um, klefum og úti. Mér virðist starfsfólkið vinna vel og sam- viskusamlega og vil ég þakka því fyrir góða þjónustu og fyrir- greiðslu í gegnum árin, sem eru orðin ærið mörg. Mér fannst það miður að stöðv- Góðar auglýsingar 5263-7139 skrifar: Samvinnutryggingar og Klúbb- arnir öruggur akstur, birtu á síð- asta ári mjög athyglisverðar sjónvarpsauglýsingar þar sem varað var við umferðarslysum. Auglýsingarnar voru mjög vand- aðar á allan hátt og áhrifaríkar. Er ekki að efa að þær hafa átt sinn þátt í þeim mikla árangri sem náðist í slysavörnum á hinu norræna umferðaröryggisári. Tölur slysadeildar Borgarspít- alans sýna, að umferðarslysum hefur fækkað um fimmtán pró- sent á síðasta ári. Það er mikil- vægur áfangi, en betur má ef duga skal, því ber að fagna nýj- um auglýsingum frá „félögum sem vilja þig heilan heim“. Tvær slíkar heyrðust í sunnudagsút- varpi rásar tvö, og kvað þar svo sannarlega við nýjan tón. Með fullri virðingu fyrir starfi Umferðarráðs, þá hef ég trú á svona auglýsingar nái betur til fólks heldur en útvarpsinnskot ráðsins. Vonandi sjá Samvinnu- tryggingar sér fært að halda áfram á þessari braut, t.d. með nýjum sjónvarpsauglýsingum fyrir haustið, þegar hættast er við slysum í umferðinni. uð skyldi vinna við nýbyggingu sundlaugarinnar, vegna fjár- skorts. Mér datt í hug að hægt væri að láta þá gesti laugarinnar, sem leggja bílum sínum við gulan kant, greiða sektir sem rynnu síð- an í sjóð til styrktar nýbygging- unni. Þarna er venjulega tíu til AJS. skrifar: Kæri Velvakandi. Undanfarið hefur þú birt at- hugasemdir fólks um atvik í einni af sundlaugum Reykjavíkur. í þessu sambandi vil ég benda á eft- irfarandi: Það er ofarlega í huga fólks, að því meira sem greitt er, þeim mun meira eigi að fá i staðinn. Þetta er eðlilegt þar sem verðlagning er yf- irleitt við þetta miðuð. Það getur varla talist óeðlilegt, að fullorðnir telji sig eiga frekari rétt t.d. til sætis í strætisvagni en barn sem greitt hefur, ef þá nokkuð, marg- falt minni upphæð fyrir farið. Ýmis hávær samtök hafa valdið því, að það heyrir því miður til tuttugu bílum lagt ólöglega dag hvern og myndi fljótt safnast dá- góður sjóður. Sundlaug Laugardals hefur ver- ið mér og öðrum ómissandi heilsu- lind. Vona ég að það megi verða um ókomin ár. Þökk sé öllum sem að því stuðla. undantekninga að barn bjóði full- orðnum sæti sitt (að vísu eru mörg börn svo vel upp alin að þau gera svo). Því má ætla, að krafan um rétt eftir greiðslu verði meira og meira höfð í frammi. Börn eru að sjálfsögðu menn, en þau eru ekki heilagar kýr. Satt er það, að gagnkvæm tillitssemi er oft á tíðum sorglega lítil. Frekju- uppeldið hefnir sín og meðgjaf- arhugarfarið ber ræfildóminn í skauti sínu. Ef til vill væri einfaldast að láta alla greiða sama gjald fyrir stræt- isvagnafar og afnot af sundstöð- um borgarinnar. Tilkostnaðurinn er sá sami og afnotin nánast þau sömu, hvort sem einstaklingurinn er ungur eða gamall. Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 11 og 12, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og oröaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisfong verða að fylgja öllu efni til þáttarins, þó að höfundar óski nafnleyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. Hví ekki sama gjald fyrir aila?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.