Morgunblaðið - 28.07.1984, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 1984
biður
Fáskrúðsfjörður:
Starfsfólk hrepps-
ins í sumarfrmm
Keflavík komin heim
FLUTNINGASKIPIÐ Keflavík er nú komið hingaö til
lands eftir rúmlega mánaðarferð með saltfisk til Port-
úgal. Skipið hélt utan 22. júní síðastliðinn og hefur því
verið nær fimm vikur í ferðinni. Uppskipun úr því
taföist lengi vegna óvissu um tollun á farminum, en
eftir að það mál leistist til bráðabirgða gekk greiðlega
að losa skipið. Þá hefur uppskipun úr öðrum sait-
fiskskipum gengið mjög vel í Portúgal að undanförnu.
Meðfylgjandi mynd af Keflavík tók Júlíus Sigurjóns-
son, Ijósmyndari Morgunblaðsins, í Keflavíkurhöfn.
FáskrúAsfirði, 27. jnlí.
VEGNA fréttar í útvarpinu á
róstudagskvöldið um atvinnu-
ástand á Fáskrúðsfírði vil ég
taka fram eftirfarandi:
Atvinnuástand á Fáskrúðsfirði
hefur verið mjög gott og er mjög
gott enda hefur engin ákvörðun
verið tekin hér um að leggja skip-
um, þrátt fyrir að erfiðleikar séu í
útgerðinni hér eins og annars
staðar. Varðandi uppsagnir
starfsmanna á vegum Búðahrepps
er staðreyndin sú, að fastráðnir
starfsmenn hafa verið í sumarfríi
í eina viku og eru nú komnir aftur
til vinnu. Hins vegar hefur níu
lausráðnum starfsmönnum, sem
aðallega eru unglingar, verið sagt
upp störfum, einkum vegna þess,
að verkefnunum sem þeir áttu að
vinna er lokið.
Um greiðslur fyrirtækjanna í
sjávarútvegi til sveitarfélagsins
er það að segja að greiðslur
Hraðfrystihúss Fáskrúðsfjarðar
hafa verið inntar af hendi nánast
eðlilega síðan um áramót, þótt að-
eins hafi þrengt að síðustu vikur.
En í Pólarsíld hf. hefur hins vegar
verið um meiri greiðsluörðugleika
að ræða.
Hvað varðar frétt um tölvu-
bókhald hreppsins er hún rétt í
meginatriðum, að því leyti að
unnið hefur verið að tölvuvæð-
ingu hjá hreppnum síðan á síð-
asta ári, en þó hefur staðið all-
mikið á, að bókhald hreppsins
hafi komist í viðunandi horf, en
menn binda vonir við að þeim
málum verði kippt í liðinn á næst-
unni. í þessu sambandi má geta
þess, að menn hafa ekki vitað
nákvæmlega um fjárhagslega
stöðu hreppsins síðan um áramót
vegna þessa. Albert.
Hárgreiðslu-
sveinar í
verkfall
FUNDUR hárgreiðslusveina og hár-
greiðslumeistara hjá ríkissátta-
semjara í fyrradag varð árangurs-
laus. Honum lauk án þess að boðað
væri til nýs fundar og kom því verk-
fall hárgreiðslusveina, sem boðað
hafði verið til í gær, til fram-
kvæmda.
Hárgreiðslusveinar hafa einnig
boðað til verkfalls næstkomandi
föstudag, hafi samníngar ekki tekist
fyrir þann tíma.
Heildsöludreifing á kartöflum:
FramleiÖsluráðið
um nánari
Framleiðsluráð landbún- sonar hf. um leyfí til heild-
aðarins tók ekki endanlega söludreifíngar á kartöflum á
afstöðu til umsókna Hag- fundi ráðsins í gær. Ástæðan
kaups og Eggerts Kristjáns- var sú, að sögn Gunnars
Verkamannasamband íslands:
Varar við neyðar-
ástandi fyrir austan
Framkvæmdastjórn Verka-
mannasambands íslands sam-
þykkti í gær að vekja athygli
stjórnvalda á yfirvofandi neyðar-
ástandi á Austurlandi I atvinnu-
málum og skoraði jafnframt á rík-
isstjórnina um úrbætur og minnir
á að undirstaða byggðar í öllum
sjávarþorpum á Austurlandi er út-
vegur. Ályktunin hljóðar svo í
heild sinni:
Á fundi f framkvæmdastjórn
Verkamannasambands íslands í
dag var eftirfarandi tillaga sam-
þykkt:
„Framkvæmdastjórn Verka-
mannsambands íslands vill hér
með vekja athygli stjórnvalda á
yfirvofandi neyðarástandi í at-
vinnumálum margra sjávar-
þorpa á Austurlandi þar sem út-
gerð meirihluta togskipa á þessu
svæði hefur nú verið stöðvuð
vegna rekstrarörðugleika.
Framkvæmdastjórn Verka-
mannasambands íslands skorar
á stjórvöld að gera nú þegar
ráðstafanir til þess að tryggja
rekstrargrundvöll útgerðar og
fiskvinnu þannig að þessi höfuð-
atvinnuvegur íslendinga geti bú-
ið þeim sem við hann vinna at-
vinnuöryggi og mannsæmandi
laun.
Framkvæmdastiórn Verka-
mannasambands Islands minnir
á að undirstaða byggðar i öllum
sjávarþorpum á Austurlandi er
útgerð og fiskvinnsla, og verði
ekki unnt að reka fyrirtæki í
þessum greinum, bresta einnig
stoðir undir öðrum atvinnu-
rekstri í þessum landshluta.
Verkafólk verður að geta
treyst því að stjórvöld taki þann-
ig á þessum málum að atvinnu
og afkomu fólks í heilum lands-
hluta sé ekki stefnt í voða.“
Skipstjóra- og stýrimannafélag Austurlands:
Atvinnuöryggi sjó-
manna stefnt í hættu
EskifírAi, 26. jóli.
ALMENNUR félagsfundur í Skip-
stjóra og stýrimannafélagi Austur-
lands haldinn í Valhöll, Eskifirði,
26. júlí 1984, samþykkti eftirfar-
andi:
„Fundurinn harmar þá
ákvörðun sem tekin hefur verið
af nokkrum útgerðaraðilum á
Austurlandi að leggja skipum
sínum þann 25. júlí 1984. Slík
ákvörðun stefnir atvinnuöryggi
sjómanna og fiskvinnslufólks i
hættu. Sú alvarlega staða sem
nú virðist vera komin upp í
rekstri útgerðar, vekur ugg í
brjósti manna og hlýtur að
knýja á um skjótar og ákveðnar
aðgerðir af hálfu stjórnvalda, til
dæmis lækkun á hæstu kostnað-
arliðum útgerðar eins og olíu og
ávöxtum, sem virðast vera þeir
póstar sem hafa hækkað hvað
mest að undanförnu. Sú leið sem
farin hefur verið á undanförnum
árum að skerða hlut sjómanna
er gömul og gagnslaus og stuðlar
eingöngu að flótta sjómanna f
land.
Einnig lýsir fundurinn furðu
sinni á því samtakaleysi um þær
aðgerðir sem efnt hefur verið til.
Snúa verður við þeim einhliða
neikvæða áróðri sem viðgengist
hefur í fréttaflutningi fjölmiðla
í garð undirstöðuatvinnuvegar
þjóðarinnar."
Ályktun þessi Var samþykkt
samhljóða. Ævar
upplýsingar
GuAbjartssonar, fram-
kvæmdastjóra ráðsins, að
ekki liggja fyrir nægilegar
upplýsingar frá fyrirtækjun-
um um hvernig þau hyggjast
standa að dreifíngunni.
„Við munum óska eftir þessum
upplýsingum strax eftir helgina
og síðan er ætlunin að ræða mál-
ið aftur á fundi fyrrihluta ág-
ústmánaðar," sagði Gunnar í
samtali við blaðamann Mbl. eftir
fundinn í gærkvöld. „Fram-
leiðsluráðinu er lögð sú skylda á
herðar með lögum að dreifa kart-
öflum og öðru grænmeti um allt
land og því verður að vera tryggt
að allir fái eitthvað — einnig
þeir, sem ekki geta fengið kart-
öflur í sinni heimabyggð, eins og
t.d. á Vestfjörðum.
Við viljum vera alveg vissir um
að þessir aðilar hafi aðstöðu og
getu til að sinna dreifingunni
eins og lögin gera ráð fyrir. I um-
sóknunum eru ekki nægilegar
upplýsingar og fyrr en þær liggja
fyrir treystir ráðið sér ekki til að
taka afstöðu til málsins," sagði
Gunnar Guðbjartsson.
Hann sagði ljóst að Fram-
leiðsluráð landbúnaðarins gæti
veitt heildsöluleyfi til eins árs I
senn, eins og tekið er fram í 32.
grein laganna um Framleiðslu-
ráðið.
Hafrannsóknastofnim:
Tveir aðstoð-
arforstjórar
AÐ FENGNUM tillögum forstjóra
og stjórnar Hafrannsóknastofn-
unar, hefur sjávarútvegsráðherra
skipað dr. Jakob Magnússon að-
stoðarforstjóra á sviði hafrann-
sókna og Vigni Thoroddsen að-
stoðarforstjóra á sviði rekstrar,
frá 1. ágúst 1984 til 30. júní 1989,
segir í frétt frá sjávarútvegsráðu-
neytinu.
Á föstudaginn sl. var Einar Guðmundsson starfsmaður Hamars hf. heiðr-
aður en 1. ágúst nk. hefur hann sUrfað við fyrirtækið samfleytt í 60 ár, en
hann er nú 78 ára að aldri. Einar hefur sUrfað á skrifstofu fyrirtækisins
við ýmis störf gegnum árin og er mörgum borgarbúum kunnur sem Einar
í Hamri. Hamar hélt honum hóf og var myndin tekin þegar Hjalti Geir
Kristjánsson, varaformaður stjórnar Hamars hf., færði honum gjöf frá
fyrirtækinu, sem var áletrað gullúr. Lýsti hann honum sem einsUklega
dyggum og góðum sUrfsmanni.
Heiðraður fyrir 60 ára starf