Morgunblaðið - 28.07.1984, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.07.1984, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JÚLl 1984 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 1984 25 IMwgmiÞIafeifr Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Bjðrn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 275 kr. á mánuöi innanlands. f iausasölu 25 kr. eintakiö. Glæta í Póllandi Akvörðun pólskra stjórn- valda fyrir réttri viku um að náða pólitíska fanga hefur vakið vonir um að herstjórnin þar sjái kannski að sér á öðr- um sviðum og létti fleiri hlekkjum af hinni kúguðu þjóð sem þvert gegn vilja sínum má þola einræðislega stjórnar- hætti í nafni Marx og Leníns. Glætan í Póllandi kann þó að- eins að vera tímabundin. Sagt er að 652 pólitískir fangar muni fá heimild til að hverfa til síns heima. Enn hefur ekki verið staðið við þessar yfirlýs- ingar í verki. Náðun fjögurra leiðtoga KOR og sjö kjörinna forystumanna Samstöðu kann að vera bragð stjórnvalda til að komast undan því að þurfa að halda áfram réttarhöldum yfir þessum frelsishetjum sem höfðu krafist að fá að flytja mál sitt frammi fyrir dómur- um og nota tækifærið til að skýra opinberlega frá ástæð- unum fyrir andstöðu sinni við herstjórnina og valdakerfi kommúnismans. Jaruzelski, hershöfðingi og landsstjóri í Póllandi, hefur ekki viljað játast undir það frekar en aðrir pólskir leiðtog- ar að þeir hafi gripið til fjöldanáðananna í því skyni að blíðka Vesturlönd og í von um að þau muni nú létta af efna- hagsþvingununum sem á Pól- land voru settar vegna gildis- töku herlaganna þar 13. des- ember 1981. Á hinn bóginn viðurkenna pólsk stjórnvöld að þessar aðgerðir hafi valdið þeim tjóni sem nemur allt að 13 milljörðum dollara, hvorki meira né minna. Hörðustu þvinganirnar sem enn eru í gildi felast meðal annars í því að Bandaríkjastjórn bannar lánveitingar vegna matvæla- kaupa, Bandaríkjamenn vilja ekki að Pólverjar fái aðild að Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, pólska flugfélaginu LOT er bannað að fljúga til Banda- ríkjanna og vísindasamvinna við Pólland nýtur ekki fjár- stuðnings frá Bandaríkjunum. Svipaða sögu er að segja um afstöðu annarra vestrænna iðnríkja. Löngum hefur verið deilt um efnahagsþvinganir af þessu tagi og sagt að þær séu tvíbentar, til dæmis bitni það þyngra á pólskum almenningi en stjórnvöldum að settur sé hemill á innflutning matvæla til landsins. Á hinn bóginn eru litlar líkur á því að vestrænir aðilar verði ginnkeyptir fyrir því að lána Pólverjum mikið eins og í pottinn er búið, því að þeir eru í hópi skuldugustu þjóða heims og efnahagslífið í raun í molum hjá þeim. Þvinganirnar hafa komið sér mjög illa fyrir pólsk stjórn- völd og móta afstöðu þeirra hvað svo sem þau segja opin- berlega. Fram hefur komið í fréttum bæði frá Bandaríkjunum og höfuðstöðvum Evrópubanda- lagsins að þar séu ráðamenn að velta því fyrir sér af vel- vilja að opna dyrnar gagnvart Póllandi á viðskiptasviðinu. En þeir fara sér hægt. í ákvörðun pólskra stjórnvalda fólst að innan 30 daga skyldi fangahópurinn náðaður. Nauðsynlegt er að sjá hvernig að framkvæmd ákvörðunar- innar verður staðið áður en samskiptin við Pólverja kom- ast í „eðlilegt horf“ á við- skiptasviðinu. í fyrra greip pólska herstjórnin til náðana og þá voru ekki „nema“ 50 pólitískir fangar skildir eftir innan veggja fangaklefanna — á tæpu ári hefur þeim fjölgað um 600. Beitt í óleyfi Lög verður að virða, það f eru alveg hreinar línur. 'í'íl hvers er þá verið að setja þau ef menn svo fara eftir þeim að eigin geðþótta. Ég veit að margir hafa snúist gegn upprekstrarmönnum eftir þessa síðustu reisu þeirra. Það var búið að útvega þeim beiti- land fyrir hrossinn, þannig að þeir geta ekki borið því við.“ Þannig komst Sigfús Péturs- son, bóndi í Álftagerði í Seylu- hreppi í Skagafirði að orði í Morgunblaðinu í gær þegar rætt var um þá ákvörðun nokkurra bænda þar um slóðir að hafa að engu bann landbún- aðarráðuneytisins um að reka hross til sumarbeitar á Auð- kúlu- og Eyvindarstaðaheiði. Morgunblaðið tekur heils- hugar undir þessi ummæli Sigfúsar Péturssonar. Rétt yf- irvöld hafa úrskurðað að heiðalöndin þoli ekki meiri beit, þau séu fullsetin af sauðfé. Engir ættu að hafa meiri skilning á því en einmitt bændur að slíkar ákvarðanir skuli hafa í heiðri. Að breyta ákvörðunum af þessu tagi í lögreglumál er í einu orði fá- sinna. „Það eru gróðurvernd- arsjónarmið sem ráða því að það var lagt bann við þessum upprekstri og flestir bændur skilja þau sjónarmið og vilja vernda gróðurlendi landsins," sagði Sveinn Runólfsson, land- græðslustjóri ríkisins. Von- andi hrína slíkar brýningar á upprekstrarmönnum. „Miklar breytingar með tilkomu Fram- kvæmdasjóðs fatlaðra" — segir Sigurfinnur Sigurðsson, formaður stjórnarnefndar málefna fatlaðra FRAMKVÆMDASJÓÐUR fatlaó- ra nefnist sjódur sem ætlaður er til að fjármagna framkvæmdir um málefni fatlaðra, samkvæmt lögum er gengu í gildi í jánúar 1984. Þar með tók sjóðurinn við, annars veg- ar af Framkvæmdasjóði þroska- heftra og öryrkja og hins vegar af Erfðafjársjóði. Blm. Morgunblað- sins innti Sigurfinn Sigurgeirsson, formann stjornarnefndar málefna fatlaðra, upplýsinga um Fram- kvæmdasjóðinn. „Hlutverk Framkvæmdasjóðs fatlaðra er að mestu leyti hið sama og hlutverk Erfðafjársjóðs og Framkvæmdsjóðs þroska- heftra og öryrkja var, þ.e. að fjármagna, samkvæmt lögum, ar stæðu. „Það er ekki vitað um annað, eins og er, en að eingöngu verði fram- leidd kerti. En þetta er vermdaður vinnustaður og gert er ráð fyrir 14 hálfsdagsstöðugildum, auk yfir- stjórnar. Stefnt er að því að setja upp vélarnar eftir þjóðhátiðina og byrja að framleiða í september. Ársframleiðsla verður 75 tonn, en hluti framleiðslunnar, um 40 tonn, er til útflutnings til Svíþjóðar í gegnum Danmörku." Að sögn Bjarna Jónassonar er ársneysla hér á landi um 195 tonn og þar af framleiða tvö íslensk fyrirtæki, Hreinn hf. og Norðurljós um 42 tonn, sem seld eru á innlend- um markaði. Aðspurður sagði Bjarni það ætlun innlendra fram- leiðenda að snúa bökum saman i markaðsmálum á íslandi. Um verð- lagningu framleiðslu Heimaeyjar framkvæmdir um málefni fatlað- ra, og fjárveitingar til sjóðsins eru hinar sömu og voru til hinna sjóðanna tveggja. Félagsmálaráðuneytið skal samkvæmt lögum, annast mál- efni fatlaðra, en sérstök átta manna nefnd fer með yfirstjórn þeirra mála. Nefnist hún stjórn- arnefnd og annast jafnframt stjórn Framkvæmdasjóðs fatlað- ra. Landinu er skipt í átta starfs- svæði sem fylgja kjördæmunum og fer sjö manna svæðisstjórn með málefni fatlaðra á hverju svæði. Hlutverk stjórnarnefndar er því að ráðstafa fé Fram- kvæmdasjóðsins í samræmi við og hvernig henni yrði háttað sagði Bjarni það ekki ljóst. „Það er búið að samþykkja okkar áætianir og í þeim er allt tiltekið, þ.e. vélar, uppsetning þeirra, mark- aðsöflun og allt annað,“ sagði Bjarni Jónasson þegar hann var spurður hvort fyrir hendi væri lof- orð frá ríkissjóði að fjármagna auglýsingar og aðra markaðs- starfsemi. Þá sagði Bjarni það sitt álit að ekki hefði verið unnið sem skyldi að markaðsmálum hér inn- anlands t.d. með auglýsingum. Þegar Bjarni var spurður um markmið verksmiðjunnar sagði hann það vera að skapa vinnu við hæfi fatlaðra: „Það er ekki markmið að reksturinn beri sig, þó auðvitað sé það æskilegt," sagði Bjarni Jón- asson að lokum. ákvæði hinna nýju laga, að fengnum tillögum svæðisstjórna og umsögn viðkomandi ráðu- neytis." — Hafa orðið miklar breyt- ingar á framkvæmdum til mál- efna fatlaðra með tilkomu Framkvæmdasjóðs fatlaðra? „Já, það má með sanni segja að breytingar hafi orðið miklar þar á. Nú er hafin uppbygging úti á landsbyggðinni þar sem enginn þjónusta fyrir fatlaða var áður fyrir hendi. Nýlega var til dæmis tekin í notkun Þjónustumiðstöð- in Bræðratunga, sem er fyrsta þjónustan fyrir fatlaða á Vest- fjörðum. Fyrir stuttu var svo tekin í notkun þjónusta fyrir fatlaða á Akranesi, sem er sú fyrsta á Vesturlandi." — Hvaða framkvæmdir hafa verið styrktar úr Framkvæmda- sjóði fatlaðra? „Framlög til framkvæmda voru skorin mjög mikið niður, og urðu því minni en áætlað er sam- kvæmt lögum. Umsóknir um fjárveitingu úr sjóðnum voru því nálægt þreföld sú upphæð sem ráð var á að veita. Því var ákveð- ið að veita fé til framkvæmda sem voru vel á veg komnar og kappkosta að ljúka þeim, í stað þess að hefjast handa við ný verkefni. Fé var veitt úr sjóðnum til framkvæmda á öllum starfs- svæðunum átta, samtals rúmlega 60 milljónum króna, þó mestu á Reykjavikur- og Reykjanessvæði. Langmestu fé úr sjóðnum var Sigurfinnur Sigurðsson, formaður stjórnarnefndar málefna fatlaðra, en sú nefnd annast jafnframt stjórn Framkvæmdasjóðs fatlaðra. málaráðuneytisins. Af öðrum stærri fjárveitingum til fram- kvæmda á Reykjavíkursvæði, má nefna Sambýlis og skammtíma- vistun Sturktarfélags vangefinna og Sjálfsbjörgu, landssamband fatlaðra. Á Reykjanessvæði var mestu fé varið til skammtíma- vistunar fyrir fatlaða í Keflavík. Ég vil taka það skýrt fram að við í stjórnarnefnd og svæðis- stjórnum málefna fatlaðra, leggjum mikla áherslu á þá stefnu Félagsmálaráðuneytisins að byggja upp þjónustu fyrir fatlað fólk þar sem það er búsett á landinu, í stað þess að flytja alla þjónustuna á Stór-Reykja- víkursvæðið. Ástæðan fyrir því, að mestu fé úr Framkvæmda- sjóðnum var varið til fram- kvæmda á Reykjavíkur- og Reykjanessvæði er því sú, að framkvæmdir þar voru lengst á veg komnar, og því forðast að byrja á nýjum verkefnum, sakir skertra fjárveitinga, eins og ég Vestmaimaeyjan Kertaverksmiðjan á að hefja fram- leiðslu í september „Vélarnar eru á leiðinni, en þær kosta 500 þúsund danskar krónur. Verksmiðjan er í nýju húsi að Faxateig 46, Vestmannaeyjum, og kostar fram- reiknað um síðustu áramót 4,6 milljónir króna, en bygging þess hófst í júní 1982. Stofnkostnaður verksmiðjunnar er fjármagnaður af framkvæmdasjóði fatlaðra," sagði Bjarni Jónasson, framkvæmdastjóri kertaverksmiðjunnar Heimaeyjar er blaðamaður Morgunblaðsins innti hann eftir þv( hvernig málefni verksmiðjunn- v/onj uitiivui oiwiu, V1 sérskóli á vegum Mennta- neinui ner auan, sagoi öigur- finnur Sigurðsson að lokum. Öskjuhlíðarskóli fær 11,5 milljónir kréna úr Framkvæmdasjóði fatlaðra í ár Úthlutanir úr Framkyæmdasjóði fatlaðra 1984 Reykjavíkursvæði: Kr. Heimili fyrir fjölfötluð börn 1.000.000 Sambýli og skammtímav. Styrktarfél. vangefinna 4.000.000 Endurhæfingarstöð blindra og sjónskertra 1.500.000 öryrkj abandalagið 2.500.000 Sjálfsbjörg, landssamband 3.000.000 Geðverndarfélag íslands 1.500.000 Styrktarfél. lamaðra og fatlaðra 406.000 Endurhæfingarstöð heyrnarskertra 500.000 Meðferðarheimilið Trönuhólum 1 200.000 Reykjanessvjeði: Sambýli, Reykjanessvæði 3.000.000 Verndaður vinnust. Kópavogi 1.000.000 Skammtímavistun, Keflavfk, þroskahjálp, Suðurnesjum 2.000.000 Skálatún 600.000 Reykjalundur 4.000.000 Tjaldanes 800.000 Vesturlandssvæði: Sambýli, Akranesi 4.500.000 Verndaður vinnust. Akranesi 500.000 Leikfangasafn Borgarnesi 100.000 Vestfjarðasvæði: Bræðratunga, þjónustumiðst. 4.000.000 Norðurland vestra: Sambýli, þjónustumiðst. Siglufirði 3.500.000 Egilsá, Skagafirði 50.000 Leikfangasafn Blönduósi 50.000 Norðurland eystra: Verndaður vinnust. Hrfsalundi, Akureyri 1.500.000 Sólborg, Akureyri 171.000 Endurhæfingarstöð Sjálfsbj., Akureyri 1.500.000 Austurlandssvæði: Vonarland, Egilsstöðum 300.000 Sambýli, Egilsstöðum 1.000.000 Sjálfsbjörg, Neskaupstað 250.000 Suðurlandssvæði: Verndaður vinnustaður, Vestmannaeyjum 800.000 Verndaður vinnustaður, Selfossi 800.000 Þjónustumiðstöð, Lambhagi, Selfossi 400.000 Sólheimar, Grímsnesi 400.000 Sumarbúðir fatlaðra, Úlfljótsvatni 500.000 Menntamálaráðuneyti: Öskjuhlíðarskóli 11.500.000 Sæbraut 2, viðb. v/Kjarvalshús 1.000.000 Skóladagheimili, Lindarflöt 200.000 Safamýrarskóli 1.000.000 Skóli, Barnageðd. Dalbraut 200.000 Skólavellir, Selfossi 500.000 Þjálfunarskóli v. Kópavogshæli 700.000 Samtals kr. 61.427.000 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir VAL INGIMUNDARSON Reyna Rússar að hindra för Honeckers til Bonn? Skýrt var frá því fyrr í vikunni, að vestur-þýsk stjórnvöld hefðu ábyrgst bankalán að upphæð 950 milljónir marka til Austur-Þjóð- verja. Er þetta ásamt fyrirhugaðri heimsókn Erich Honeckers, for- manns kommúnistaflokks Austur-Þýskalands, til Vestur-Þýskalands gott dæmi um batnandi sambúð ríkjanna, en á undanfórnum mánuð- um hefur rofað þar mikið til. ó skyggir á hina jákvæðu þróun mála að Sovétmenn hafa tekið upp mun fjandsam- legri stefnu gagnvart Vestur- Þjóðverjum upp á síðkastið. I gær vísaði Peter Bönisch, blaða- fulltrúi vestur-þýsku stjórnar- innar, á bug ásökunum, sem birtust í málgagni sovésku stjórnarinnar, Prövdu, um að Vestur-Þjóðverjar skiptu sér af innanríkismálum Austur-Þýska- lands með því að beita Austur- Þjóðverja efnahagsþvingunum. Blaðafulltrúinn bætti því við, að Vestur-Þjóðverjar ætluðu ekki að láta „áróður og tilhæfulausar ásakanir“ Sovétmanna aftra sér frá því að bæta samskiptin við Austur-Þjóðverja. Ekki er gott að segja til um hvort hin óvinsamlega afstaða Sovétmanna í garð Vestur- Þjóðverja stofni heimsókn Hon- eckers í hættu. Þó þykir ljóst, að Sovétmenn setji það skilyrði fyrir för Honeckers, að tog- streita risaveldanna magnist ekki frekar á næstunni. En hvað gengur Sovétmönnum í raun til? Óttast röskun valdahlutfalla Ein ástæðan er sennilega sú, að þeir óttast að betri sambúð Austur- og Vestur-Þýskalands leiði til röskunar valdahlutfalla í Evrópu. Bandaríska vikuritið Time leiðir ennfremur að því getum, að orsökin sé að ein- hverju leyti söguleg: Sovétmenn hafi löngum tortryggt Þjóðverja. Hér sé um að ræða tortryggni, sem breyst hafi í martröð árið 1941 er Þjóðverjar virtu griða- sáttmála ríkjanna að vettugi og réðust inn í Sovétríkin. Christ- oph Bertram, fyrrum fram- kvæmdastjóri Herfræðistofnun- arinnar í Lundúnum og nú rit- stjóri þýska vikublaðsins Die Zeit, tekur í sama streng og telur að Sovétmenn hafi frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar túlkað völd sín í Evrópu á tvenn- an hátt: Annars vegar með tilliti til þeirra skilmála, sem þeir hafa sett Þjóðverjum í ýmsum efnum, og hins vegar með hliðsjón af þeim áhrifum, sem þeir hafa á framvindu mála í Þýskalandi. Því megi ætla, að Sovétmenn hræddust sérhverja breytingu í málefnum Austur-og Vestur- Þýskalands. Vafalaust er ástæð- an einnig sú, að Sovétmenn vilja refsa Vestur-Þjóðverjum fyrir að hafa leyft uppsetningu bandarískra kjarnorkueldflauga f landi sínu. I raun kemur á óvart, að Austur-Þjóðverjar séu nú reiðu- búnir til nánara samstarfs við Vestur-Þjóðverja, þar sem ein- ungis nokkrir mánuðir eru liðnir frá þvi hafist var handa um að koma fyrir hinum meðaldrægu kjarnorkueldflaugum í Vestur- Þýskalandi. Áður en vikið verður að hugsanlegum orsökum þess er nauðsynlegt að gera grein fyrir hinu stóra bankaláni, sem vestur-þýsk yfirvöld ábyrgðust í vikunni. Bankalánið stórt skref Þetta er í annað sinn, sem Vestur-Þjóðverjar ábyrgjast stórt bankalán handa Austur- Þjóðverjum á skömmum tíma, en hið fyrra, sem nam einum milljarði marka, var veitt á síð- asta ári. Engum vafa er undir- orpið, að þessi lán marka djúpt spor í áttina að betra sambandi Austur- og Vestur-Þýskalands. Þótt engar kvaðir fylgi því hvernig hinu nýja láni skuli var- ið er ljóst að Austur-Þjóðverjar skuldbinda sig til að gera ráð- stafanir, sem lúta að vaxandi mannréttindum. Ekki hefur enn verið skýrt frá þeim, en gera má ráð fyrir, nema þróun mála síð- ustu daga hafi breytt einhverju þar um, að fleiri Austur-Þjóð- verjum verði heimilað að flytja til Vestur-Þýskalands. Einnig er líklegt að sú upphæð verði lækk- uð, sem öldruðum Vestur-Þjóð- verjum er gert að skipta í aust- ur-þýsk mörk þegar þeir fara til Austur-Þýskalands. Auk heldur er búist við að fleiri austur- þýskum ellilífeyrisþegum verði gert kleift að sækja ættingja sína heim í Vestur-Þýskalandi, en samt er ósennilegt, að aldurs- mörkin verði lækkuð. Er ástæð- an ugglaust sú, að þeir óttast, að vinnufærir menn flýi land. Þó er talið hugsanlegt, að um 40 þús- und Austur-Þjóðverjum verði heimilað að flytjast úr landi á þessu ári, sem er mun meira en undanfarin ár'. Austur-þýsk yfirvöld ákváðu í maí að hindra um óákveðinn tíma frekari búferlaflutninga frá Austur-Þýskalandi til Vestur-Þýskalands, en þá hafði um 29 þúsund Austur-Þjóðverj- um verið leyft að flytjast þangað frá áramótum. Mannréttindi í skipt- um fyrir lán Franz-Jósef Strauss, formaður systurflokks kristilegra demó- krata í Bæjaralandi, sagði í vor, að austur-þýsk yfirvöld hefðu heimilað svo mörgum að flytjast til Vestur-Þýskalands til að endurgjalda hið stóra bankalán, sem þeim var veitt á síðasta ári. Hér er því m.ö.o. um pólitíska samninga að ræða, og má ætla að hinu nýja láni fylgi svipaðar skuldbindingar og hinu fyrra. En af hverju eru Austur-Þjóð- verjar nú svo samvinnufúsir, sem raun ber vitni? Fyrrverandi stjórn sósíaldemókrata og frjálsra demókrata undir for- sæti Helmut Schmidts dreymdi ekki um slíkar tilslakanir aust- ur-þýskra stjórnvalda. Sumir líta jafnvel svo á að hin bætta sambúð ríkjanna sé óbeint fram- hald austurstefnu (Ostpolitik) Willy Brandts í upphafi síðasta áratugar. Eflaust er vilji austur-þýskra stjórnvalda til að bæta sam- skipti ríkjanna einlægur, en því er heldur ekki að neita, að mörg efnahagsrök hníga að hinni breyttu stefnu þeirra. Austur- Þjóðverjar eiga nú við umtals- verða efnahagserfiðleika að stríða, og talið er að á fundi markaðsbandalags kommúnista- ríkja, Comecon, í Moskvu í síð- asta mánuði hafi þeim verið gert að hækka framlög sín til varn- armála. Því hafi Austur-Þjóð- verjar séð sér þann kost vænstan að taka hagstætt lán frá Vestur- löndum til að stemma stigu við samdrætti í efnahag landsins, sem fyrr eða síðar mundi leiða til versnandi lifskjara. Sjálfstæð utanríkis- stefna? Einnig hefur þeirri hugmynd verið hreyft að Honecker vilji marka sjálfstæða utanríkis- stefnu með því að reyna nú að bæta samskipti Austur-Evrópu og Vesturlanda í trássi við hina ósveigjanlegu afstöðu Sovét- manna. Enda þótt hæpið sé, að Austur-Þjóðverjar séu að leitast við rífa af sér efnahags- og stjórnmálaviðjar Sovétmanna, þá kemur, eins og áður sagði, nokkuð á óvart, að bankalánið skuli hafa verið tekið einungis fáum mánuðum eftir að fyrstu kjarnorkueldflaugunum var komið fyrir í Vestur-Þýskalandi. Hin fjandsamlega stefna Sov- étmanna gagnvart vestur- þýsk- um stjórnvöldum að undanförnu má einnig túlka á þann hátt, að þeir vilji vara Austur-Þjóðverja við að ganga of langt til móts við Vestur-Þjóðverj a. Stjórnmálaskýrendur telja, að verði af heimsókn Honeckers til Vestur-Þýskalands, muni for- maðurinn ekki vilja einskorða viðræðurnar við samband ríkj- anna tveggja, heldur ræða víg- búnaðarkapphlaupið og afvopn- unar- og friðarmál. En náinn samstarfsmaður Kohls kanslara sagði fyrir stuttu að hefði Hon- ecker engar tillögur um bætta sambúð Austur-og Vestur- Þýskalands fram að færa gæti hann alveg eins setið áfram heima. M.ö.o leggur vestur- þýska stjórnin ríka áherslu á að árangur náist í viðræðunum. Og hvaða gagn hefði Honecker af því að fara tómhentur til Vest- ur-Þýskalands? (Reist á Der Spiegel. The Obeerrer, Time o*AP.) Valur Ingimundarson er blaðamað- ur á Morgunblaðinu. Franz-Jósef Strauss formaður systurflokks kristilegra demókrata í Bæjaralandi. „Mannréttindi í skiptum fyrir bankalán." | I Er Eric Honecker Lv„ formaður austur-þýska kommúnistaflokksins, að fjarlægjast stefnu Konstantíns Chernenkos, foiseta Sovétrfkjanna, f utanríkismálum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.