Morgunblaðið - 28.07.1984, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JtJLl 1984
15
Við höfum forystu
í tækni og gæðum
segir forstjóri útflutningsdeildar VW
Hans Joerg Hungerland stendur hér vid einn VW-bílinn.
Á síðustu tíu árum hefur sókn
Japana inn á bifreiðamarkaðinn
alls staðar i heiminum verið
mjög hröð og leitt til margvís-
legra erfiðleika i rekstri bif-
reiðaverksmiðja í Bandaríkjun-
um og Evrópu. Á undanförnum
misserum hafa bandarisku bíla-
smiðjurnar náð sér mjög veru-
lega á strik og jafnframt hafa
Fiatverksmiðjurnar á ftalíu sótt
fram eftir allmargra ára lægð.
Frönsku bílasmiðjurnar hafa
sýnt mikinn styrk á undanförn-
um árum, þótt þær hafi lent i
erfiðleikum á síðustu mánuðum
og mikil velgengni er í sænskum
bílaiðnaði um þessar mundir.
Fyrir nokkru var hér á ferð
forstjóri útflutningsdeildar
Volkswagenverksmiðjanna í
Þýzkalandi, sem einnig fram-
leiða Audi-bíla, Hans-Joerg
Hungerland. í samtali við Morg-
unblaðið var hann fyrst spurður
um stöðu Volkswagenverksmiðj-
anna í ljósi þeirrar þróunar sem
hér að framan var lýst og þess
taps sem hefur ver:ð á rekstri
þessara þekktu þýr ku bílasmiðja
á síðustu misserum.
— Við erum í mjög góðri
stöðu, sagði Hungerland. Bíla-
markaðurinn hefur stækkað um
10% frá árinu 1973. Á sl. ári
voru framleiddar 40 millj. bíla í
heiminum og þar af 30 millj. far-
þegabíla. Vð framleiddum á því
ári 2,5 millj. bíla og erum því
með um 6% af heimsframleiðsl-
unni. Erum rétt á eftir Nissan-
bílasmiðjunum japönsku.
Við höfum mjög mikla breidd í
okkar framleiðslu, framleiðum
Volkswagen- og Audi-bíla, allt
frá hinum litla Polo til Audi 200
og höfum afgerandi forystu i
tækni og gæðum, sem skapar
okkur sterka stöðu. Bílar eins og
Golfinn, Jettan og t.d. Audi 100
hafa náð ótvíræðri forystu bæði
i tækni og gæðum. Audi 100 er
framhjóladrifinn lúxusbíll og
hefur það fram yfir ýmsar aðrar
tegundir i svipuðum gæðaflokki.
VW hefur varið risafengnum
upphæðum til þess að gera vél-
ina í bilunum sparneytnari og
náð miklum árangri á því sviði.
Til viðbótar höfum við tekið
upp samstarf við aðrar bílaverk-
smiðjur, s.s. Nissan í Japan og
Seat á Spáni. Við höfum hafið
samstarf við Kínverja um bif-
reiðaframleiðslu og rekum nítj-
án samsetningarverksmiðjur
víða um heim, i Brasilíu, N-Am-
eríku, Argentínu, S-Afriku, Níg-
eríu, Indónesiu, Malasíu, svo
nokkur dæmi séu nefnd.
— En hvað um það mikla tap,
sem hefur verið i rekstri Volks-
wagenverksmiðjanna á undanförn-
um árum?
— Við töpuðum 300 milljón-
um þýzkra marka 1982 og 215
milljónum þýzkra marka 1983.
Þetta tap tengist á engan hátt
stjórnun fyrirtækisins. Aðal-
ástæðan fyrir því er i S-Amer-
íku, þar sem efnahagsástandið
hefur verið mjög slæmt, bæði i
Brasilíu og Argentínu. Við eig-
um langa sögu að baki á þeim
mörkuðum og ætlum okkur að
halda stöðu okkar þar. Við höf-
um um 30.000 manns í vinnu í
Brasilíu og höfum haft þar 40%
af markaðnum og þótt á bjáti
um skeið höfum við ekki hugsað
okkur að gefast upp á fram-
leiðslu í þessum löndum.
— Volkswagenverksmiðjurnar
hafa verið gagnrýndar fyrir það að
framleiðsla þeirra hafi á undan-
fornum árum og þar til nýi Golfinn
kom á markaðinn verið gamal-
dags.
— Því fer fjarri, að fram-
leiðsla okkar hafi verið gamal-
dags. Þvert á móti höfum við
haft forystu um tækninýjungar í
bílaframleiðslu. Við framleiðum
að vísu ennþá gömlu bjölluna,
457 bíla á dag, en gamli Golfinn
var ekki orðinn eldri en svo að
allri gerð, að þegar við hættum
framleiðslu hans var hann enn
söluhæsti bíllinn í Þýzkalandi og
raunar á fleiri Evrópumörkuð-
um. Við gerðum okkur hins veg-
ar grein fyrir því, að það var orð-
ið tímabært að breyta til og þess
vegna kom nýi Golfinn fram á
sjónarsviðið. Við fjárfestum 2,1
milljarð þýzkra marka í þessum
nýju bílum og í Wolfsburg eru
nú verksmiðjur, sem eru taldar
hinar fullkomnustu í bílafram-
leiðslu í heiminum.
Salan á nýja Golfinum og nýju
Jettunni hefur farið fram úr
björtustu vonum okkar. Við get-
um ekki aukið framleiðsluna
nægilega mikið til þess að anna
eftirspurn. Við framleiðum um
2400 bíla á dag og stefnum að því
að auka framleiðsluna í 3500 bíla
á dag. Áður en verkfallið skall á
í Þýzkalandi höfðum við pantan-
ir upp á 50.000 bíla. Við getum
sagt, að bæði Golfinn og Jettan
hafi nú þegar sannað gildi sitt.
— Volkswagen setti upp bif-
reiðaverksmiðju í Bandaríkjunum,
sem gekk mjög vel framan af, en
samdráttar hefur gætt síðustu árin.
Hver er ástsðan fyrir því?
— Það er fyrst og fremst sam-
dráttur i bandarísku efnahags-
lífi sem hafði neikvæð áhrif á
framleiðslu og sölu okkar i
Bandaríkjunum. í þessu sam-
bandi verður að geta þess, að við
urðum fyrir sérstöku áfalli
vegna breytinganna á innbyrðis
gengi dollars og þýzka marksins.
Við höfðum aukið mjög sölu á
Rapid-bílnum (tegundarheiti
Golfs vestanhafs) í Bandaríkj-
unum og einnig höfðum við auk-
ið innflutning til Bandaríkjanna
á Audi-bílum. Við gerum okkur
mjög góðar vonir um framleiðslu
á nýju bílategundunum í Banda-
ríkjunum, sem hefst á næstunni.
Það er markaður fyrir Golfinn
fyrir vestan og það hefur orðið
sú breyting á markaðnum frá ár-
inu 1973, að hann hefur aukizt
fyrir litla bíla, þó að það beri að
hafa í huga, að það verður alltaf
markaður fyrir stóra bíla í
Bandaríkjunum. Við höldum
okkur við þá tvíþættu sölustefnu
fyrir vestan bæði að framleiða
bíla þar og flytja þá inn frá
Þýzkalandi.
— í eina tíð voru Volkswagen-
bifreiðar mest seldu bflarnir á ís-
landi en á því hefur orðið mikil
breyting á nokkrum undanförnum
árum. Ein af ástæðunum er vafa-
laust sú, að Volkswagen-bflar hafa
verð mun dýrari en japanskir bflar.
Hafa verksmiðjurnar ekki verið
tilbúnar til þess að mæta þessari
samkeppni með lægra verði?
— Það verður að hafa það í
huga í þessu sambandi, að Jap-
anir eru með 30—40% minni
kostnað heldur en við og okkar
verð byggjast á þeim kostnaði
sem er við framleiðslu á bílunum
hjá okkur.
— Er það kannski skoðun ykk-
ar, að markaðurinn á íslandi sé
svo lítill, að ekki sé ástæða til að
sinna honum?
— Ef okkur á að takast að
halda okkar hlut á heimsmark-
aðnum verðum við að sinna öll-
um mörkuðum, stórum sem smá-
um. Það er mikilvægt fyrir
okkur að halda áfram viðskipt-
unum við Island og ég vanræki
ekki minni markaði fyrir stærri
markaði.
En hér á Islandi verðum við að
gæta þess, að markaðsástandið
tengist mjög ýmsum öðrum þátt-
um efnahagsiífsins. Ef við tök-
um t.d. fyrstu 6 mánuðina nú
kemur í ljós, að þróunin í sölu
Volkswagenbíla er mjög góð. Á
þessu tímabili erum við með
4,4% af markaðnum, en vorum í
eina tíð komnir niður í 1,1%.
— Sérð þú fram á fækkun og
sameiningu bflasmiðja á næsta
cinum og hálfum áratug fram til
aldamóta?
— Ég sé ekki fyrir mér sam-
einingu stórra fyrirtækja, en ég
hygg, að aukið samstarf milli
fyrirtækja sé það sem í vændum
er. Til þess að bílasmiðjurnar
haldi stöðu sinni skipta tækni-
nýjungar mjög miklu máli og ef
launakostnaður er t.d. orðinn of
mikill í Evrópu til þess að fram-
leiða vissa hluti í bílana er eðli-
legt að sú framleiðsla fari fram í
löndum þar sem laun eru lægri.
— Eru bflasmiðjur í Evrópu og
Bandaríkjunum yfirleitt sam-
keppnisfærar við japanskar bfla-
smiðjur?
— Við erum samkeppnisfærir
— ekki í verði heldur í tækni og
gæðum, og það á við um amer-
ísku bílasmiðjurnar líka. Við
stöndum okkur betur en Japanir
í endursöluverði í heildarrekstr-
arkostnaði bílsins, þegar litið er
yfir nokkurra ára timabil, í
eldsneyti og öðru. Við höfum
haft forystu um margvíslegar
tækninýjungar. Við vorum fyrst-
ir með fjórhjóladrifið á farþega-
bílum, sem nú mun breiðast út.
Við vorum fyrstir með litla dies-
elbíla og mörg fleiri dæmi mætti
nefna um tæknilega forystu
okkar.
Lágmarkslaun
— ellilaun
Sex bronsstyttum úr
sýningargaröi stolið
eftir Guðjón B.
Baldvinsson
Eigi verður betur skilið en að
fólk hafi komist að þeirri niður-
stöðu að lágmarkslaun megi ekki
vera lægri en kr. 14 þús. á mánuði.
Fylgir því sá rökstuðningur að
tæplega verði lífi haldið innan
veggja fyrir lægri upphæð.
Hvergi hefi ég séð að samtímis
eða samhliða hafi verið vikið að
lífeyri eldri borgara, en að vísu er
svo vísdómslega frá þeirra lífs-
hlaupi gengið, að sem fæstir eigi
þess kost að slíta fötum við ein-
hverja vinnu. En við bíðum eftir
að heyra frá reiknimeisturum
hvert þeirra lifibrauð muni og
skuli kosta, sem eru hættir störf-
um, en eru þó ennþá „sjálfra sín“.
Mörgum myndi og þykja fróð-
legt að fá álit sérfræðinga hversu
miklu ódýrara er fyrir hjón að lifa
heldur en einstaklinginn.
Hækkun launa
og ellilauna
Kjarasamningar þeir sem nú
gilda gerðu ráð fyrir 2% hækkun
launa í júnímánuði sl. Virðist það
hafa verið virt á frjálsa markaðn-
um — og að vísu gott betur í ýms-
um greinum, því að verulegt
launaskrið hefur tíðkast í ýmsum
starfsgreinum.
Hinsvegar láðist að reikna
þessa viðbót á ellilaunin þangað
til í júlímánuði. Hvað olli þeirri
gleymsku? — I því sambandi kem-
ur manni í hug hvort starfsmenn
mega ekki minna yfirmenn sína á
— jafnvel ráðherra — þegar við
blasir að ráðstafanir, sem gera
þarf í samræmi við lög og/eða
venjur, hafa horfið úr huga þeirra.
Vonandi muna réttir aðilar eftir
ellilaununum 1. sept. nk. þegar
laun eiga að hækka um 3% sam-
kvæmt samningum. Gamla fólkið
segir ekki upp samningum, það
hefur enga kjarasamninga. Yngri
þegnar ákveða eða semja fyrir
þess hönd, þegar minnið bregst
ekki.
Heilsuvernd
Þegar ákveðið var að lasburða
fólk skyldi létta undir með ríkis-
kassanum, þ.e. stoppa svolítið í
margnefnt gat, þá virðist enn hafa
gleymst hverjar væru lágmarks-
tekjur, sem þyrfti til að draga
Guðjón B. Baldvinsson
fram lífið. Þeim var líka gert að
greiða sinn skerf eins og fullvinn-
andi fólki þegar um læknishjálp
og lyfjanotkun væri að ræða, þeim
sem lifa á tekjutryggingu eða við
tekjur sömu upphæðar.
Hvers vegna mátti ekki gera
undanþágu fyrir þessa þegna?
Það hlýtur að vera mjög auðvelt
með allri þeirri tölvuvæðingu sem
nú er, og jafnvel án hennar. Allir
reikningar lækna og lyfsala eru
endurskoðaðir áður en þeir eru
greiddir af hálfu trygginganna.
Þetta dæmi er eitt hið versta um
sjálfshyggju þá er ræður gerðum
ráðamanna samfélagsins, og veld-
ur því að eigi er talin þörf á að
gæta hins minnsta bróður.
Guðjón B. Baldvinsson
West Bretton, Englendi, júlf. AP.
FIMM stórum bronsstyttum og
hluta af þeirri sjöttu, eftir mynd-
höggvarann sáluga, Barböru Hep-
worth, hefur verið stolið úr sýn-
ingargarði og telur lögreglan að þjóf-
arnir *tli að br*ða stytturnar.
Barbara Hepworth var meðal
fremstu myndhöggvara í heimin-
um þar til hún lést í eldsvoða árið
1975. Eitt stolnu verkanna var
hluti af hópverki sem Hepworth
taldi á meðal sinna bestu verka.
Alls vega verkin um þrjú tonn.
Afbrotatilfellum í Kína fækkaði
um 51% fyrstu sex mánuði ársins,
miðað við sama tímabil í fyrra, og er
árangur sóknar stjórnvalda gegn
glspum og ólöghlýðni, að sögn
talsmanna lögreglunnar.
Xinhua-fréttastofan nefndi ekki
fjölda glæpa, en sagði að morðum
og ránum hefði fækkað stórlega.
Hins vegar væru þjófnaðir og
nauðganir enn tíðar.
Umsjónarkona safnsins, Chris
Cowen, sagði að verkin hefðu verið
tryggð á um 100.000 sterlings-
pund, en bætti við að þetta væri
óbætanlegur skaði og sagðist vona
að þjófarnir hefðu ekki ennþá
brætt stytturnar. Lögreglan telur
að flutningabíll og krani hafi verið
notaðir við þjófnaðinn og þrátt
fyrir að öryggisgæsla sé á staðn-
um, þá sé ómögulegt að fylgjast
náið með öllum hlutum sýningar-
garðsins, sem tekur yfir stórt
svæði.
Að minnsta kosti 26 manns voru
teknir af lífi fyrir glæpi af ýmsu
tagi í Kína það sem af er júlí, sam-
kvæmt „dauðaveggspjöldum", sem
hengd hafa verið upp með reglu-
legu millibili frá því herferð gegn
glæpum hófst í fyrrasumar. Sagði
Xinhua að meiri röð og regla væri
á kínversku samfélagi í kjölfar
herferðarinnar.
Glæpum fækkar í Kína
Peking, 24. júlf. AP.