Morgunblaðið - 28.07.1984, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.07.1984, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JÚLl 1984 ÉttmsiM máQ Umsjónarmaður Gísli Jónsson 253. þáttur í þáttum þessum hefur mörgum sinnum verið minnst á svokallaðan kansellístíl eða stofnanamál (e. officialese). Kansellístíll dregur nafn sitt af dönskum stjórnarskrifstof- um síns tíma, en margir kon- unglegir embættismenn hér á landi, þó íslenskir væru, tömdu sér þennan stíl af kostgæfni. Valdimar Gunnarsson, sam- kennari minn, sýndi mér á dögunum gott dæmi af þessu tagi. Páll Þórðarson Melsteð (1791—1861) síðar amtmaður, skrifaði svo, er hann var full- trúi Gunnlaugs Briems, sýslu- manns Eyfirðinga, um tíma, en um þær mundir tók hann próf í dönskum lögum: „Undir giærdags Dato hefir Amtmaðurinn yfir Norður og Austur Amtinu tilskrifað mér sem p.t. fungerandi Sýslu- manni í Eyjafjarðar-Sýslu svoleiðis sem fylgjandi Otlegg- ing sýnir: I þeim hingað til Amtsins innkomna fátækravæsens Reikningi fyrir Aungulstaða hrepp árið 1814 er hrepps- kassanum undir Litra h færðr fylgjandi Póstur til Útgiftar með 304 % fiski svo- leiðis hljóðandi: h. Kostað uppá Jóhannes Ólafsson, sem kól í fyrra Vet- ur hér á hrepp verandi... 304 % fisk. Enn þareð þessi Útgiftarpóstur hvörki finnst bílagður með nokkurri Quitt- eríngu né Reikningurinn að innihalda nokkra frekari Upplýsingu um hann eins og líka sá í enum tilgreinda út- giftarpósti Jóhannes ólafs- son ekki heldur finnst an- færður í þeirri með ofan- téðum Reikningi fulgjandi Uppteiknum yfir hreppslim- ina í Aungulstaðahrepp pro 1914 — svo má ég þénustu- samlega tilmælast að herra Sýslumaðurinn vildi láta náqvæmari Undirréttingar um kringumstæðurnar við þessa sök og þar á meðal sér í lagi um við hvaða tækifæri samt í hvörs þénustu sá um- §étni hreppslimur Jóhannes •lafsson hefur komið til þess angefna skaða sem og um hvar til þeir til útgiftar reiknuðu 304% f. hafa brúk- aðir verið og loksins um að hvað miklu leyti sá til skaða kaldi Jóhannes er kominn til heilsu eðr orðinn frískur apt- ur eðr ekki samt hvar hann nú — ef hann lifir — uppi- ViplHiir spr Um útfallið af Hr. Sýslu- mannsins hér um leitandi und- irréttingu væntir Amtið það fyrsta skéð getur Ávísunar. Við að kunngjora Yður þetta Amtsbréf má eg þénustusaml. tilmælast að þér, hið allra- fyrsta skeð getur, innsendið til mín greinilega Skýrslu og Ávísun um alla þá pósta er Amtið befalar sér gefna undir- vísun um til þess að téð Skýrsla geti frá mér í Sam- qvæmni með Amtsins skipun orðið enu sama án uppihalds tilsend. — Möðruvallaklaustri ann 16d* Dec 1815 sekretera Briems fráveru eptir fullmakt. P.Melsted Til hreppstjóra Mr. Sigfúsar Jónssonar." Engin tilviljun er það, að ár- ið eftir, 1816, er Bókmenntafé- lagið stofnað fyrir áeggjan Rasmusar Kristjáns Rasks, en hann sá fram á að íslensk tunga myndi deyja út, ef ekki væri að gert. Síðan hefur ver- ið, með vexti og slotum, haldið málvöndunarstefnu á íslandi. Á misjöfnu þrífast börnin best, og ómaklegt væri að sýna aðeins það sem miður fer. Til þess að láta einnig í ljósi það sem til fyrirmyndar horfir, tekur umsjónarmaður hér traustataki hluta af gagnvand- aðri grein Bergs Jónssonar rafmagnseftirlitsstjóra úr Norrænu tímariti um fagmál og íðorð, en í þessari grein seg- ir einkum frá starfi Orða- nefndar rafmagnsverkfræð- inga: „í orðaleit sinni fer Orða- nefnd ýmsar leiðir. Þegar fjallað er um afmörkuð orða- söfn eins og safn IEC, eru mörg íðyrði gamalkunn í ís- lenzku og eru þá að sjálfsögðu notuð áfram. Dæmi um þetta eru orð eins og rafmagn (electr- icity), sími (telephone), útvarp (radio broadcasting), bergmál (echo), frumeind (atom), raf- eind (electron). Vanti íslenzkuna hins vegar orð yfir viðkomandi hugtak, er fyrst athugað, hvort orðrétt þýðing einhvers erlenda íðyrð- isins, sem er í IEC-orðasafn- inu, kemur til greina. Reynt er að mynda lýsandi orð, og er ávallt tekið mið af skýringu viðkomandi orðs. Sem dæmi um þetta má nefa orðin band- breidd (bandwidth), neistabil (spark-gap), fjarmælibúnaður (device for telemetering), sveifluriti (oscillograph), raf- segulliði (electromagnetic relay). Ekki er ástæða til að ein- blina á orðréttar þýðingar, ef önnur orð lýsa hugtakinu bet- ur, eða falla betur að íslenzkri tungu. Hér má minna á orðin ónæmissvið (deadzone), snögg- rofi (High-speed circuit break- er), hljóðnemi (microphone), torleiði, torleiðiefni (dielectric), íspenna (electromotive force). Erlendir orðstofnar af grískum og latneskum upp- runa, sem gjarnan eru notaðir í erlendu tæknimáli, fara illa í íslenzku máli. Þá er reynt eftir föngum að ráða þar bót á, þó að ekki hafi ávallt tekizt. Nokkur dæmi má finna í fram- ansögðu, en nokkur dæmi til viðbótar gætu verið sameind (molecule), rafskaut (elec- trode), forskaut (anode), bak- skaut (cathode), hreyfill (mot- or), rafall, rafali (generator), viðnám (resistance), leiðni ((qualitative) conductivity), eðlisleiðni ((quantitative) cond- uctivity) og fjölmörg önnur. Því miður hefur ekki tekizt eins vel á öllum sviðum. Orðið smári hefur ekki náð fótfestu í stað transistor, og er því er- lenda orðið notað óbreytt. Hið sama er að segja um radar. Að- eins í þrengri merkingu hefur orðið ratsjá verið notað í lang- an tíma. Oft er látið nægja að gera erlendu orðin lítið eitt „ís- lenzkuleg" útlits með því að setja íslenzka bókstafi skv. framburði og breyta endingu orðanna til að fella þau betur að málfræði. Orðin sínus, kó- sínus, díóða (diode), fótóna (notað samhliða orðinu Ijós- eind yfir sama hugtak (phot- one)), ferrít-loftnet (ferrite rod aerial) eru næg dæmi. Segja má, að þetta séu undantekn- ingar. Að sjálfsögðu eru þó mannanöfn í íðyrðum eða sem einingar almennt notuð óbreytt. Dæmi: Fresnel-svæði, Wheatstones-brú, Bólómælir, Volt, Amper, Ohm. Algengast er, að tæknimálið er myndað úr orðum, og orð- hlutum, sem þegar eru til í ís- lenzku. Ósamsett orð og sum samsett orð fá þar með viðbót- armerkingu (spenna, straumur, geisl, rás, viðnám) og nýjar samsetningar þekktra orð- stofna eða orðhluta bætast við málið. Hér mætti líka telja til það afbrigði, þegar nýyrði er myndað af gömlum orðstofni. Hverfill (turbine), beind (vect- or) tíðni (frequency), nýtni (eff- iciency) og einangrun (insulat- ion) eru dæmi þessa. Nýyrði má einnig mynda með því að aðlaga erlend orð að íslenzku málfræðikerfi. Hér skal nefna orðin skanna (scan) og jónun (ionization). Gömul íslenzk orð, sem glatað hafa merkingu sinni vegna nýrra þjóðfélags- hátta eða eru ekki lengur not- uð í daglegu tali, öðlast stund- um merkingu og komast í munn manna á ný. Þannig er um orðið skjár ((television) screen). Hér verða ekki rakin öll af- brigði aðferða við orðasöfnun og orðagerð. Afbrigðin eru fleiri en hér hafa verið talin og flokkast ekki aðeins á svo ein- faldan hátt, sem hér er gert til skýringa." í síðasta þætti misfórst föð- urnafn Sigfúsar á Ytra-Hóli í Kaupangssveit f öngulsstaða- hreppi. Hann er Hallgrímsson, ekki Halldórsson, og er hann beðinn afsökunar á þessari villu. Til sölu 3ja herb. íbúö í Hraunbæ. Laus 15. ágúst. Uppl. í síma 83234 e. kl. 19. Ný hárgreiðslustofa Fyrir skömmu var opnuö ný hárgreiöslustofa aö Pósthússtræti 13 í Reykja- vík. Hárgreiðslustofan heitir Hárþing og eru eigendur hennar, sem sjást á meðfylgjandi mynd Guörún Geirsdóttir, Eyvindur Þorgilsson og Guörún B. Víkingsdóttir. Ný hljómplata: „Tíbrá 2“ HUÓMSVEITIN Tíbrá frá Akra- nesi hefur nú sent frá sér sína aðra hljómplötu og ber hún heitið „Tíbrá 2“. „Tíbrá 2“ inniheldur tvö lög „Breik dans“ og „Föstudagsreggí", sem að sögn talsmanna flokksins eru bæði af léttara taginu og hafa þegar náð vinsældum á dansleikj- um sveitarinnar. Skífu þessari verður dreift innan lands sem utan til kynningar. Útgefandi er Dolbít hf. á Akranesi, ungt og vax- andi fyrirtæki á vettvangi plötu- útgáfu. Hljómsveitina Tíbrá skipa sem fyrr: Eðvarð Lárusson, gitar, hljómborð; Eiríkur Guðmundsson, simmons-trommur; Flosi Einars- son, ýmsir hljóðgervlar; Gylfi Már, söngur; Jakob Garðarsson, bassi, söngur. (Frétutilk.) LITGREINING MEÐ CROSFIELD 5 40 LASER LYKILLINN AÐ VANDAÐRI LITPRENTUN MYNDAMÓT HF Hafnarfjöröur Opiö frá kl. 1—4 Til sölu m.a.: Grænakinn Falleg 3ja herb. rishæö 90 fm. Sérinng. Hólabraut 3ja—4ra herb. íbúð á neöri hæö í tvíb.húsi. Allt sér. Bílskúr. Suöurbraut 3ja—4ra herb. 115 fm mjög vönduö endaíbúö á 2. hæð. Bílskúrsréttur. Gott útsýni. Öldutún 2ja herb. góö íbúó á jaröhæö í þríb.húsi. Allt sér. Álfaskeiö 4ra—5 herb. endaíbúð á 1. hæö. Bílskúrsréttur. Hólabraut 3ja herb. íbúö á 2. hæö í fjölb. húsi. Grænakinn 3ja herb. falleg íbúó á jarðhæö í tvíb.húsi. Verö 1650 þús. Hjailabraut 3ja—4ra herb. mjög falleg íbúö á 1. hæö í fjölb.húsi. Hraunhvammur 3ja—4ra herb. efri hæö 96 fm í tvíb.húsi. Laus strax. Allt sér. Verð 1600 þús. Álfaskeiö 3ja herb. íbúó á 3. hæö. Bílskúr. Öldutún 4ra herb. íbúó i góöu ástandi á jaröhæð. Laus strax. Lækjarkinn 4ra—5 herb. neöri hæð í tvíbýli. Bilskúr. Skagaströnd 5 herb. timburhús. Verö 300—400 þús. Söluturn í Hafnarfiröi á góöum staó. FASTEIGNA8ALA Árna Gunnlaugssonar Austurgötu 10 - S: 50764 YAL8EIIÍ KRISTWSSON. H0L. Húsbyggjendur — verktakar Tökum aö okkur smíöi á flestum tegundum innrétt- inga, t.d. eldhúsinnróttingar, fataskápa, baöherberg- isinnréttingar, skilrúmsveggi, viöarþiljur, innihuröir, úti- og bílskúrshuröir. Gerum einnig tilboö í uppsetn- ingu milliveggja. Höfum reynslu í smíöi hvers kyns innréttinga í atvinnuhúsnæöi. Trósmiöja Friöriks Kristjánssonar Neströö, Seltjarnarnesi Athugiö breytt símanúmer 611665

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.