Morgunblaðið - 28.07.1984, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.07.1984, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JÚLf 1984 Heilbrigð sál í hraustum líkama Tveir heimskunnir skákmeistarar, Spassky og Hort, taka í rás, séð með augum Halldórs Péturssonar. GuAmundur Arnlaugsson er ræsir. Skák Gunnar Gunnarsson Skákin er svo margslungin að menn greinir á um hvort hún sé íþrótt, list eða vísindagrein. Er hún að hluta til reikningslist, tóm- stundagaman eða leikur til þess að skerpa hugmyndaflugið? Hver svo sem svörin verða er skákin talin íþrótt í mörgum löndum. Er skákin íþrótt? Núverandi heimsmeistari í skák, Anatoly Karpov hefur oft og mörgum sinnum verið kjörinn besti íþróttamaður Sovétríkjanna. Á Norðurlöndum hafa bæði Sví- ar og Danir mikinn hug á því að sækja um aðild að íþróttasamtök- um landa sinna fyrir skákhreyfing- una. 1 Sovétríkjunum, þar sem skákin er talin standa með hvað mestum blóma, og þar sem lang- mestum peningum frá ríkisvald- inu er varið til eflingar skák, er hún flokkuð sem íþróttagrein. Eitt vita víst flestir, sem hafa stundað skák; hún krefst bæði andlegrar og líkamlegrar orku. Erfið skák krefst mikillar ein- beitingar hverja einustu mínútu í 4 til 5 tíma. Á þessum tíma brennir líkaminn mikilli orku sem jafnast á við marga aðra líkamlega íþrótt. Svörin við þeim spurningum sem lagðar voru fram í upphafi þessarar greinar eru þau, að skákin er þetta allt, og keppni við verðugan andstæð- ing í jafnri keppni, á meðan klukkan tifar miskunnarlaust, er íþróttakeppni á hæsta stigi. Þeg- ar sigurvegarinn stendur upp eftir glæsilega skák segja að- dáendurnir: þú tefldir af hreinni list! AÖ reikna út Skákin likist stundum reikn- ingslistinni, þegar skákmaður- inn þarf að sundurgreina ýmsar leikjaraðir og afbrigði, jafnt þó hann sé að tefla sér til dægra- styttingar eða taka þátt í skák- móti. Hann þarf að reikna út hvernig þessi eða hinn leikurinn reynist miðað við bestu svör andstæðingsins. Þegar skákmað- urinn hefur náð góðri leikni get- ur hann séð fyrir nokkra leiki fram í tímann, en þessi hæfileiki krefst nokkurs sjónminnis og eflist með æfingunni eins og allt annað. Á hæsta stigi geta skákmeistarar teflt blindskákir og það margar í einu, en heims- metið í blindskák er um 50 skák- ir án þess að líta nokkurn tíma á eitt einasta skákborð. Takmörk fyrir öllu En að sjálfsögðu er það tak- mörkunum háð hversu langt er hægt að sjá fram i tímann og reikna út leiki og svarleiki and- stæðingsins. Þá tekur næst við hugmyndaflugið og innsæið. Að hafa tilfinningu fyrir stöðunni og „finna á sér“ hvaða leikur er bestur. Þetta næmi fyrir góðum leikjum án þess að leggjast í djúpa þanka hverju sinni hefur fyrrverandi heimsmeistari, Smysl- of, í ríkum mæli. Hann segist vera „hættur að reikna út af- brigði“; hann hefur þetta bara á tilfinningunni. LíkamsþrekiÖ Áður fyrr skeyttu skákmeist- arar ekki mikið um líkamsþrek og létu það jafnvel eftir sér að stilla vínflösku upp á borð hjá sér meðan á keppni stóð eins og einn frægasti skákmeistari heims gerði, Alexander Aljekín. í dag æfir Kasparov sig þannig að hann hleypur 4 kílómetra á dag og stælir sig í líkamsæfingum. Karpov gerir eitthvað svipað: hann hleypur og spilar tennis og tekur sundspretti undir eftirliti íþróttalæknis. Fyrir stuttu bárust þær fréttir frá Jóhanni Hjartarsyni, þegar hann var í keppni í Sovétríkjun- um fyrir skömmu, að hann hefði tapað nokkrum skákum vegna þess að honum urðu á mistök undir lok setunnar. Hann sagðist hafa verið orðinn þreyttur á 4. tímanum. Margir kannast við þessi einkenni og vita ekki að út- haldsskortur er oft afleiðing af slæmu líkamsþreki. Þegar örla tekur á þreytu minnkar hæfi- leikinn til að einbeita sér og skákmaðurinn fer að leika ann- aðhvort hraðar og hugsa minna eða hugsunin staðnar og erfið- legar gengur að „reikna út“ skynsamlega og fingurbrjótarnir koma á færibandi. Allir út aö trimma Full ástæða er til að benda nú öllum skákmönnum á þessar ein- földu staðreyndir (sem raunar allir hafa vitað) og skera upp herör og hefja skipulagða lík- amsrækt núna strax. Ekki síst á þetta við um okkar landslið í skák sem heldur í haust á Ólympíumótið í Grikklandi og miklar vonir eru bundnar við. Margeir Pétursson varð nýlega fyrir því slysi að fótbrjóta sig I knattspyrnuleik erlendis, en þá tóku skákmennirnir upp á því að spila stuttan knattspyrnuleik sér til gamans. Það sama kom fyrir Miles nýlega og urðu þeir að halda áfram keppni i skák- mótinu með fæturna í gipsi. Þessi slys leiða hugann að því að líkamsæfingar og leikir ýmis- konar geta en að með slysi ef ekki er farið varlega. óþjálfaðir menn og óvanir ættu að fara með gát og ætla sér ekki um of í fyrstu. Ég óska öllum skákmönnum góðs gengis á trimmbrautinni. SVIPMYNDIR ÚR BORGINNI / Ólafur Ormsson Breið- holtið Gjaldheimtu- og álagningarseð- illinn var borinn í hús í Reykjavík mánudaginn 22. júlí síðastliðinn. Ég var staddur í Breiðholtinu í heimsókn hjá vinafólki þegar seðl- arnir frá Gjaldheimtunni tóku að berast í fjölbýlishúsin. Hvergi var flaggað í tilefni dagsins. Það var rigningarsúld upp úr hádegi og þegar líða tók á daginn kom dimm þoka og póstútburðarfólkið mun hafa átt í erfiðleikum með að skila af sér orðsendingunni frá Gjald- heimtunni, en það tókst. Fólk er misjafnlega ánægt með þessa sendingu. Til eru þeir sem leggjast í þunglyndi vegna álagningarinn- ar, aðrir kætast og hrópa húrra við póstkassann frammi á gangi svo bergmálar í stigaganginum. Húsbóndinn í fjölbýlishúsi í Breiðholti þar sem ég var í heim- sókn fórnaði höndum i skelfingu þegar ég spurði um „glaðninginn" frá Gjaldheimtunni og kvaðst ekki vita hvernig hann geti borgað „þessar drápsklyfjar", eins og hann orðaði það. „Drápsklyfjarn- ar“ eru þau opinberu gjöld sem honum er ætlað að borga fram að áramótum. Kunningi minn telur að nær hefði verið aö leggja „drápsklyfjarnar” á manninn í einbýlishúsinu ekki langt frá blokkinni. — Hann er árlega með „vinnu- konuútsvar“ og hagar sér eins og greifi. Hjónin eiga nokkra bíla og mér er kunnugt um að til stendur að byggja útisundlaug á lóðinni við einbýlishúsiö. Já, svoleiðis menn á sko að skattleggja „í botn“. Ekki venjulegt alþýðufólk eins og okkur sem ekkert eigum nema fataræflana sem við göng- um í daglega. Svona er kerfið. Það er alþýðan sem borgar brúsann og er skattpýnd á meðan hálauna- fólkið baðar sig í allsnægtum ár eftir ár,“ sagði kunningi minn og kveikti í sígarettu. — Það var og, stundi ég upp eft- ir reiðilestur húsbóndans í fjölbýl- ishúsinu í Breiðholtinu. Ég var bú- inn að fá minn álagningarseðil og þrátt fyrir slæm tiðindi frá Gjald- heimtunni þá reyndi ég að halda uppi húmor á heimilinu þar sem næstum ríkti sorg vegna álagn- ingarinnar i ár og bauðst til þess svona meira í grini en alvöru að taka að mér að létta undir gjöldin hjá húsbóndanum og jafnvel greiða eitthvað af þeim ef vera kynni að svartnættinu linnti. Það féll í góðan jarðveg og brátt var gleðin ríkjandi og lifsbaráttan ekki lengur erfið, hún var allt að því skemmtileg. I fjölbýlishúsi á öðrum stað I Breiöholti, bankaði ég uppá siðar eða skömmu eftir að ég hafði kvatt hjá fólkinu sem varð tíðrætt um „drápsklyfjarnar". Húsbónd- inn á heimili er kennari og var rétt nýbúinn að skoða álagn- ingarseðilinn frá Gjaldheimtunni og var hann í ham. Flutti hann eldheita barátturæöu og kvað kennara ekki eiga uppá pallborðið hjá Gjaldheimtunni, þeir væru sko ekki teknir þar neinum vettl- ingatökum, þeir væru beinlínis ofsóttir. Það var ekki fyrr en ljúfir tónar jazzins bárust frá hljóm- flutningstækjunum um stofuna að slaknaði á spennunni vegna álagn- ingarinnar í ár og við tókum að rifja upp góðar stundir á liðnum árum. Það er ekki oft sem ég kem í Breiðholtið í Reykjavík, varla nema tvisvar til þrisvar á ári. Byggðin er í stöðugum vexti og teygir úr sér til allra átta og er víða snyrtilegt við fjölbýlishúsin og kominn nokkur gróður, má sjá einstaka greni- og birkihríslu þar um slóðir. Við Vatnsenda í ná- grenni við endurvarpsstöð Ríkis- útvarpsins er eitt sinn var talin langt upp í sveit er að rísa mynd- arlegt hverfi einbýlis- og raðhúsa með skemmtilegum byggingarstfl. Það hefur mikið verið byggt í Breiðholtinu undanfarin ár og enn er verið að byggja þar. Við Þang- bakka eru nokkrar áberandi bygg- ingar og vekja athygli þeirra sem leið eiga um Breiðholtið. Þær standa þarna hlið við hlið bygg- ingarnar, veitingahúsiö Broadway og Bíóhöllin og í smíðum er kirkja sem er allsérstæð í útliti, úr fjar- lægð lfkist hún einna helst stóru hermannatjaldi en þegar betur er að gáð kemur í ljós að byggingin er nokkuð óvenjuleg, sérstæð, frumleg, nýtískuleg og setur vissu- lega mikinn svip á umhverfið. Við stórhýsin við Asparfell er allt mjög snyrtilegt og á góðviðrisdög- um er útsýnið þaðan frábært, fram undan sundin blá, Esjan og sér út á Álftanes og í Kópavoginn. Meðalaldur íbúa í Breiðholti er sennilega lægri en annars staðar í borginni, það er algengt að ung hjón byrji sinn búskap í Breiðholti og líkar bara sæmilega að búa þarna og engin hreyfing á fólki sem hefur búið í Holtinu í allt að áratug. Fermingar- og skólabróðir úr Keflavík er búinn að koma sér upp veglegri villu við Vesturbergið og það er ekki annað á honum að heyra en að hann verði þarna upp frá næstu árin eða áratugi. Hann er trésmiður og hefur nóg að starfa, konan er kennari og hefur sömuleiðis nóg að starfa, það hafa íbúar yfirleitt í Breiðholtinu sem leggja á sig mikla vinnu til að fjármagna íbúðar- og húsakaup. Fólkið í Breiðholtinu er framtak- samt fólk og hefur flest sæmilegar tekjur en fátt er líklega um efna- fólk þar um slóðir, það býr frekar í gömlum rótgrónum hverfum í Reykjavík. Gjaldheimtu- og álagningarseðillinn er sennilega ekki víða I Breiðholtinu skemmti- lesefni og óvíst að ríki fögnuður á heimilum vegna komu hans. Eitt- hvað minna verður sjálfsagt um rjómatertur á boðstólum á meðan fyrirframgreiðsla skatta á sér stað fram að áramótum og lfklega eitthvað sparað í mat og drykk ... Langholtssöfnuður: Ferð fyrir aldraða Bifreiðastjórar Bæjarleiða bjóða öldniðu fólki í sumarferð á þriðju- dag, í samvinnu við Langholtssöfn- uð. Ferðir þessar eru orðnar fastur liður og er í þetta sinn komið við í Hvalsnesi og Innri-Njarðvík, þar sem Bræðra- og kvenfélag Lang- holtssafnaðar bjóða þátttakend- um kaffisopa og meðlæti. Magnús Jónsson mun verða leiðsögumaður í ferðinni, en lagt verður af stað frá safnaðarheimilinu við Sól- heima kl. 13.30. (f)r frétuiilkrnningu) Bahá’íar með mót á ísafirði BAHÁ’í-samfélagið á íslandi heldur sinn árlega sumarskóla á ísafirði dagana 4.—11. ágúst. Sumarskólar sem þessi eru haldnir til skemmtunar og fróð- leiks um hin fjölbreyttustu efni fyrir unga sem aldna. Þeir eru opnir öllum sem áhuga kunna að hafa. Tveir erlendir gestafyrirlesarar taka þátt f sumarskólanum að þessu sinni. Annars vegar er frú Meherangiz Munsiff frá Indlandi, sem fjalla mun um bæn og hug- leiðslu, hlutverk kvenna f nútim- anum og hlutverk unglinga f nútfð og framtíð. Hins vegar er frú Ur- sula Muhlschlegel frá Þýskalandi. Fyrir hönd Þjóðráðs Bahá’fa á Islandi hefur svæðisráðið á ísa- firði haft veg og vanda af allri skipulagningu skólans. Þátttaka tilkynnist Ingibjörgu Daníelsdótt- ur f síma (94)4071 á ísafirði. Fyrirlestrar sem fluttir verða á erlendum málum verða jafnharð- an túlkaðir yfir á íslensku. (Fréttatilkynning.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.