Morgunblaðið - 28.07.1984, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.07.1984, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JÚLl 1984 23 Stjórnmáladeilur við upphaf Ólympíuleikanna Loe Angeles, 27. júlí. AP. KOMA rúmensku fímleikakonunnar Nadiu Comaneci til Los Angeles í gær vakti upp minningar um, að eitt sinn var betri tíð en nú, þegar háværar stjórnmáladeilur varpa skugga á upphaf Ólympíuleikanna. Sá orðrómur hefur heyrst, að þessi rúmenska fimleikakona, sem hreif heiminn með fullkomnun sinni á Montreal-leikunum árið 1976, kunni að verða í hlutverki blysberans við opnunarathöfnina á morgun, laugardag. Comaneci bar á móti að hún hefði verð beðin um slíkt, og Peter Ueberroth, formaður skipulags- nefndar leikanna, útilokaði að þvi er virtist, að sá möguleiki gæti verið fyrir hendi. Þrátt fyrir þetta hafa margir áhuga á því, annaðhvort tilfinn- ingalegan eða pólitískan, að Nadia Morðanna á Ó1 í Munchen minnst Los Angeles, 27. júlf. AP. Minningarathöfn um ísraelsku íþróttamennina ellefu, sem voru myrtir á Ólympíuleikunum í Miinch- en fyrir tólf árum af skæruliðum Palestínumanna, fór fram í Los Ang- eles í morgun. Leo McCarthy, ríkis- stjóri hélt stutta minningarræðu, kveikt hafði verið á ellefu kertum, bláum og hvítum, sem eru litirnir í þjóðfána Israels, og síðan var slökkt á kertunum hverju af öðru. Meðal viðstaddra athöfnina, sem fór mjög virðulega fram, var Mimi Weinberg, ekkja Moshe Weinbergs þjálfa sem var einn hinna myrtu. Með henni var sonur hennar, Gouri, en hann var nýfæddur, þegar faðir hans var myrtur. tsraelar hundeltu flesta þá sem stóðu að baki þessum morðum, en þau munu hafa verið skipulögð af Hassam Salameh sem gekk einnig undir nafninu „Rauði prinsinn" og var sérstakur vinur Yassirs Ara- fats. Salameh var víðsfjarri, þegar morðin í Munchen voru framin og þó nokkur ár liðu unz ísraelum tókst að koma fram hefndum á Salameh. Kona úr leyniþjónustu ísraela ásamt nokkrum aðstoðar- mönnum hennar, nöfn þeirra hafa aldrei verið birt, skipulagði og stjórnaði „aftöku" Salamehs í Beirút nokkrum árum síðar. Comaneci gegni þessu hlutverki, þar sem Rúmenía er eina Austur- Evrópulandið sem sendir fulltrúa sína á Los Angeles-leikana. En það eru ýmis pólitísk þrætu- efni sem við er að etja í sambandi við Ólympíuleikana. Þremur líbýskum blaða- mönnum, sem sóttu um aðgangs- leyfi vegna ÓL, í því skyni m.a. að fylgjast með liði lands síns, alls sex keppendum, hefur verið neitað um aðgang að leikunum, jafn- framt því sem þeim hefur verið synjað um vegabréfsáritun til Bandaríkjanna. Þá var tveimur sovéskum skip- um synjað um innsiglingarleyfi í höfnunum í Los Angeles og á Long Beach, af öryggisástæðum að sögn embættismanna. Forráðamenn hnefaleikamála i Bandaríkjunum reyndu að koma í veg fyrir að aðilar frá löndum þeim sem hundsa leikana, fái að dæma eða segja frá viðureignum, þar sem bandarískir hnefaleika- menn taka þátt, en þessi tilraun forráðamannanna bar ekki árang- íranskar konur mótmæla f Teheran á miðvikudag. Þær kröfðust þess að múhameöskar hefðir í klæðaburði væru haldnar. Svipaðar mótmælaað- gerðir kvenna fóru fram í mörgum borgum í landinu. Castro blíðmálli í garð Bandarí kjanna en áður Gullskip fundið Welldeet, Messechusetts, 27. júll. AP. FLAK sjóræningjaskipsins „Whidah", sem sökk á 18. öld með nær 400 millj. dollara ránsfeng, hefur fundizt á landgrunninu fyrir utan Massachusetts í Bandaríkjunum. Whidah var hlaðið gulli, silfri og gimsteinum þegar það sökk í óveðri í febrúar 1717. Tveir menn hanga þarna á vinnupalli á tíundu hæð á húsi í St. Petersburg í Flórída, eftir að einn af köðlunum í reiða pallsins slitnaði. Björgunar- menn komu þeim félögum brátt til hjálpar, en þriðji mað- urinn, sem á pallinum vann, féll alla leið niður. Þótt undar- Iegt kunni að virðast, er talið að meiðsli hans séu óveruleg. Barry Clifford, sem staðið hefur fyrir leitinni að skipinu, er 39 ára gamall. Hann hefur varið ævi sinni í leit að týndum skipum og er þetta sjötta skipið, sem hann finnur. Leitin að Whidah hefur staðið yfir í tvö ár. Það hefur vakið nokkra athygli, að einn af köfurunum, sem vann að því að finna skipið, er John F. Kennedy, sonur Kennedys heitins Bandaríkj aforseta. Fyrirspurn um Sakharov Strusborg, 27. júli. AP. EVRÓPUÞINGIÐ samþykkti í dag, að senda opinbera beiðni til sóvéskra yfír- valda um upplýsingar um líðan and- ófsmannsins Andrei Sakharof, en hafnaði tillögu um að láta eitt sæti standa autt á þinginu til að mótmæla varðhaldi hans. Klaus Hansch, sem á sæti á Evr- ópuþinginu fyrir vestur-þýska jafn- aðarmenn, sagði að tillagan um um hið auða sæti bæri vitni sýndar- mennsku. Hann bætti því við að hefði hún veriö samþykkt jafngilti það miklum álitshnekki þingsins. Loks má geta þess, að á á síðasta kjörtímabili Evrópuþingsins, sem rann út í maí sl. var samþykkt að láta eitt sæti þar standa autt sem tákn um fjarveru ríkja Austur- Evrópu, en það var hins vegar aldrei gert. Gandhí ásakar erlend ríki Nýju Delhí, 27. júlí. AP. INDÍRA Gandhí, forsætisráðherra Indlands, sakaði aftur ótilgreind er- lend ríki um að koma á óróa við landa- mæri landsins til að grafa undan stjórn þess. Á fundi með gömlum hermönnum sagði Indíra Gandhí, að létu stjóm- völd undan þrýstingi erlendra ríkja væri sjálfstæði landsins stefnt i voða. Hún sagði ennfremur, að rekja mætti þá ólgu sem verið hefur í Punjab- og Kasmír-fylkjum til er- lendra ríkja, en Pakistan liggur að þeim. (’ienfuejjos, Kúbu, 27. júlí. AP. „MEÐ VALDBEITINGU gegn okkur nær enginn árangri. En sýni menn vilja til friðar getum við rætt málið í bróðerni," sagði Fidel Castro, leiðtogi Kúbu, í ræðu í morgun, er minnzt var þess að 31 ár er liðið frá því fyrsta árás skæruliða var gerð er síðan markaði upphaf byltingarinnar gegn Batista nokkrum árum síðar. Fréttaskýrendur segja það at- hyglisvert, að Castro hafi verið mildari í máli í garð Bandaríkja- manna en oft áður. Hafi hann fjallað um það í löngu máli, hversu merkileg heimsókn Jesse Jacksons hafi verið á dögunum ERLENT og leitt til ánægjulegs samkomu- lags. Hann beindi engum spjótum að Ronald Reagan, forseta, og þótti það tíðindum sæta. Hann hafði um það mörg orð að Kúba og Bandaríkin ættu að greiða úr ágreiningsmálum sínum, það væri báðum þjóðum fyrir beztu. En Kúbanir myndu aldrei víkja af braut kommúnismans og það væri eins gott fyrir Bandaríkja- menn að horfast í augu við það. Þó að þjóðir byggju við ólíkt stjórnfyrirkomulag hlytu þær þó að geta virt hvor aðra og það stjórnkerfi sem hentaði á hverj- um stað. Fidel Castro: beindi engum spjótum að Ronald Reagan, forseta. heimilistæki hf. Meco útigrillin eru alveg einstök í sinni röð. Yfirhitinn, sem myndast með lokuðu grilli gefur matnum þennan sanna grill-keim. Maturinn er munngæti úr Meco! Þú sparar grilltíma, notar færri kol og nærð betri árangri í matargerðinni. Að grilltíma loknum lokarðu einfaldlega fyrir loftstrauminn og slekkur þannig í kolunum, sem þú getur síðan notað við næstu grill-máltíð. Meco grillin bjóða upp á þægi- lega fylgihluti svo sem teina, borð, hitaskúffu og snúningsmótor. SÆTUNI 8 - S: 15655

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.