Morgunblaðið - 28.07.1984, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 28.07.1984, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. JÚLÍ 1984 35 Minning: Elísabet H. Eyjólfs- döttir Vestmannaeyjum Fædd 8. júní 1913 Diin 13. júlí 1984 Eyjan mín fagra í úthafi bláu með algrænum túnum og fjöllunum háu eldsteyptum dröngum og blómskrýddum bölum brekkum og lautum, hlíðum og dólum. í þeirri fögru veröld, sem líst er í ofangreindum ljóðlínum Svein- bjarnar Benonýssonar, hóf Elísa- bet Hrefna Eyjólfsdóttir lífsgöngu sína. Hún fæddist á Presthúsum hinn 8. júní 1913, dóttir þeirra Guðbjargar Arnbjörnsdóttur og Eyjólfs Asbergs, sem síðar fluttist til Keflavíkur og gerðist þar um- svifamikill athafnamaður. En á Presthúsum bjó þá Arnbjörn Ögmundsson og kona hans Elísa- bet Bergsdóttir. I skjóli móður sinnar og móðurforeldra ólst hún upp til 6 ára aldurs, en þá var brugðið búi og fluttist fjölskyldan öll frá Presthúsum að Hvíld við Faxastíg og þar dvaldi Elísabet uppvaxtarár sín. Guðbjörg móðir hennar stundaði afgreiðslustörf, og hafði hún oft dóttur sína með sér í vinnuna, og þar áskotnaðist henni sú fræðsla sem kom sér vel síðar meir, og er fram liðu stundir fetaði hún í spor móður sinnar. Snemma hefur hún skynjað dá- semdir og fegurð tilverunnar, enda æskustöðvarnar þar sem hún steig sín fyrstu spor skrýdda þeim ljóma sem einkennt hefur austur- eyjuna á þeim árum. Listrænir hæfileikar sem hún bjó yfir í rík- um mæli komu snemma í ljós, og þráin til að skapa fegurð var henni nær hvort sem var á sviði tónlistar, hannyrða eða blóma. Blóm sem hún útbjó og seldi i ára- tugi, og þá lærði hún einnig að mála á silki og flauel. Ung eignað- ist hún orgel og lærði að spila á, sem átti eftir að færa henni ómældar ánægjustundir, og sem fleytti henni inn í þann heim þar sem blíðustu strengir lifsins njóta sín hvað bezt. Á vordögum kynnist hún þeim mæta manni, Tómasi Sigurðssyni bifvélavirkja frá Efrahvoli við Brekastig. Þann 13. september 1941 eru þau svo gefin saman i hjónaband og hófu búskap sinn á Efrahvoli, þar sem þau bjuggu æ síðan í tryggð sem var svo miklum kærleik og umhyggju ofin. Þau eignuðust þrjú börn, Ernu, sem gift er Guðjóni Stefánssyni tré- smíðameistara, Hrefnu Guð- björgu, sem gift er undirrituðum, og Sigurjón Arnar, bifvélavirkja, sem giftur er Maríu Ragnarsdótt- ur. Ættbogi frá þeim er þrjú börn, tólf barnabðrn og tvö barnabarna- börn, og eru öll búsett hér í Eyj- um. Allt frá bernskudögum hjóna- bands þeirra Elísabetar og Tóm- asar og þar til börn þeirra fluttu úr foreldrahúsum og stofnuðu sfn eigin heimili, fóru þau á góðviðr- isdögum eitthvert út á eyju með nesti og áðu þar i einhverjum lundi og tóku hjónin þá þátt í leikjum barna sinna og eru endur- minningar frá þessu skeiði þeim dýrmætur fjársjóður. Á skammdegiskvöldum eða á hátíðarstundum var fjölskyldan við orgelið þar sem Elísabet spil- aði, þá ómuðu blfðir tónar og bjartir söngvar um litlu stofuna á Efrahvoli. Er hægt að hugsa sér meira lífsgildi en broshýr barna- andlit i augum hamingjusamra foreldra, hvílíkur auður. Elísabet var þeim gullna eiginleika búin, að vera uppspretta þeirrar einlægu gleði sem einkenndist af fölskva- lausri ást til lífsins og af henni veitti hún öðrum. En í faðmi fjöl- skyldu sinnar og ástvina leið henni bezt. Hún var sannkallað náttúrubarn. Fegurð og allt hið góða og göfuga var hennar leið- arstjarna á lífsleiðinni. Aumt mátti hún aldrei sjá, dýrin voru henni kær hvort sem þau voru stór eða smá, því þau skynjuðu það að hjá henni var að vænta matar og hlýju, og þau vissu líka að hún var þeirra málsvari og verndari þegar oft á reyndi. Þessi fagri eiginleiki hennar hlýtur að verða metinn að verðleikum. Nú þegar hún er sveipuð í dýrð og ljóma við hið gullna hlið eilífrar sælu i musteri skaparans, sem opnum örmum breiðir sitt ljós um hvern þann sem gistir á lendum hans, svo ei- lífðin geti sameinað látna ástvini, sem hittast og kveðjast á landa- mærum hinnar miklu móðu. Nú þegar ég minnist Elísabetar tengdamóður minnar, minnist ég konu með göfugt hjartaþel og fórnarlund. Ég minnist ástúðar sem hún auðsýndi barnabörnum. Og á vit minninganna skýrast ótal myndir frá heimsóknunum í sumarbústaðinn í hrauninu, konu sem seiddi fram sögur og kvæði með stilltum strengjum hörpunn- ar, hún hafði einnig til að bera mikið jafnaðargeð, sem ekki rask- aðist þegar eldflóðið brauzt um hlíðar Helgafells á örlagatímum Heimaeyjar, frekar en kveikt væri á litlu kerti. Það er heiður hvers lands að eiga slíkt fólk sem lætur ekki bug- ast þegar á móti blæs, og á bratt- an er að sækja, fólk sem lifir ekki á leiftrum líðandi stundar, en kýs að láta fara lítið fyrir sér og vinn- Minning: Raynheiður Friðriks- dóttir Vestmannaeyjum Fíngerð og fögur, eins og ljóð, var þessi kona, sígild í iátleysi sínu og sterkum persónuleika. Hún Alla hans Halla Kela, var viðmiðunin, aiveg eins og maður vissi að Helgafeil var sunnan við bæinn og Heimaklettur norðan við. Frá bernsku og áratugum saman minnist ég þess að í hvert skipti sem fundum okkar bar sam- an, kviknaði bros af vörum hennar og augum. Það er mikilvægt vega- nesti að hitta slíkt fólk og geta reiknað með því eins öruggt og sól rís hvern dag. Minning: Þuríður Gísla- dóttir ReykjahUð Fædd 31. júlí 1895 Dáin 21. júlí 1984 Reisn og virðing koma mér einna fyrst í hug, þegar ég minnist Þuríðar í Reynihlíð. Það er vissu- lega reisn yfir ævisögu hennar, meiri reisn en fiestra jafnaldra. Þegar Þuríður, heimasæta í Presthvammi í Aðaldal, giftist Pétri Jónssyni frá Reykjahlíð, vorið 1921, tengdust tvær stór- huga, áræðnar og bjartsýnar manneskjur tryggðaböndum og það samband hlaut að leiða til mikiila athafna. Þau vildu bæði iáta verkin tala, láta draumana rætast. Þau létu ekki sitja við orð- in tóm. Ýmsum þótti nóg um bjartsýni þeirra hjóna þegar þau réðust í gistihúsrekstur í „gömlu" Reynihlíð og síðar, ásamt Gísla syni sínum, í þá stórbyggingu sem Hótel Reynihlíð var fyrir hartnær fjörutíu árum. Mér er það i barnsminni, að menn bjuggust við uppgjöf og gjaldþroti, en það varð nú eitthvað annað. Með dugnaði, verkkunnáttu og ódrepandi bjart- sýni sigruðust þau á öllum erfið- leikum og fjölskyldufyrirtækið Hótel Reynihlíð er nú orðið með þeim stærri sinnar tegundar hér á landi. Það er víst, að verklagni og kunnátta Þuriðar hafa oft komið sér vel á upphafsárum hótel- rekstrarins og eins meðan börnin hennar fimm voru ung. Hún var frábærlega vel verki farin, það var sama hvort hún stóð fyrir stór- veislum eða sneið og saumaði vandaðan fatnað, henni var nán- ast ekkert ofvaxið. Þegar slík verklagni fer saman með ótrúleg- um dugnaði og áræði, þá hlýtur að liggja mikið eftir fólk á 65 til 70 ára starfsævi. f fyrra, þegar ég sá Þuríði síðast, var hún enn að fást við hannyrðir, skýr í hugsun og minnug. Líkamleg áföll, sem hún varð fyrir á síðustu árum, buguðu ekki kjark hennar og bjartsýni. Hún mun hafa sagt fyrir skömmu, þegar hún virtist vera að ná sér eftir síðasta beinbrotið, að hún kæmist nú heim, ekki seinna en um jól. Það er enginn vafi á því, að Þuríður taldi sig lánsmanneskju í lífinu. Þá miklu sorg að missa elsta son sinn, Gisla, aðeins 28 ára gamlan, bar hún án þess að æðr- ast. En hún fékk líka að njóta þeirrar gæfu að sjá önnur börn sín, Jón Ármann, Hólmfríði, Snæ- björn og Helgu Valborgu, taka við, efla og ávaxta það, sem þau Pétur höfðu þeim eftir látið. Hún fékk að fylgjast með mörgum sinna barnabarna byggja áfram ofan á þeim sama grunni. Þetta nefndi hún í fyrra, ánægð með þessa þróun og sátt við tilveruna. Ég átti þess ekki kost fyrir tólf árum að kveðja Pétur í Reynihlíð, minn fyrsta verkstjóra og vinnuveit- anda mörg sumur. Ég geri það nú, um leið og ég minnist Þuríðar. Þau hjón eiga heiður skilið. Bjöm Dagbjartsson Á sjötugasta og öðru aldursári kvaddi þessi hugljúfa kona, Ragnheiður Friðriksdóttir, en eft- ir lifir maður hennar, Haraldur Þorkelsson vélsmiður, völundur á járn. Þótt þau Alla virtust ólíkir persónuleikar var þeim flest sam- eiginlegt og umfram allt var þeim í blóð borin virðing og kærleikur. Út af fyrir sig voru þau listaverk í mannlífinu, fáguð og nákvæm fram í fingurgóma, blönduðu gamni og alvöru, en ávallt svo að tvö borð voru fyrir báru. Það er sérstætt að ég sé Öllu alltaf fyrir mér svo stelpulega, svo kvika í hreyfingum með sérstætt fas og fegurð sem einkennir reyndar konur af ætt hennar. Þegar hún klæddist íslenskum búningi, oft á hátíðum og tyllidögum, naut sá klæðnaður sín til fulls. Hún Alla var ein af þessum hljóðlátu verum samfélagsins sem skipta mestu máli þegar ti' lengd- ar lætur, hún vann sitt verk af samviskusemi og alúð, hávaða- laust, þar sem hinn kvenlegi þokki var ávallt í fyrirrúmi. Um árabil hefur hún skreytt altari Landa- kirkju fyrir hverja jarðarför og hátíðarguðsþjónustur á jólum og áramótum, til síðasta dags skúr- aði hún góif sjúkrasamlagsins. Snyrtimennska var hennar aðal- smerki og þeirra hjóna beggja í Björk við Vestmannabraut. Flest- ar hennar ferðir seinustu árin voru á milli heimilis hennar og kirkjunnar, um Skóiaveginn, og hún gekk ávallt sömu megin á göt- unni og sömu megin á gangstétt- inni. Siík var regian öll á lifi henn- ar og heimili. Hver sá er kynntist Öllu hændist ósjálfrátt að henni og sérstaklega börn, því hún var slík barnagæla að geislaði af. Þeim Halla varð ekki barna auðið, en mörg eru þau börnin sem hafa notið ástúðar hennar. Ófáar eru þær sendingarnar Húsnæði Háskólabókasafns fullnýtt ÁRSSKÝRSLA Háskólabókasafns fyrir árið 1983 er nýkomin út. |»ar kemur fram að starfsemi safnsins hafl verið með líku sniði og undanfarin ár. Erlend tímarit sem bárust safninu reglulega voru um 1.540 talsins, en aðföng bóka námu um 5.200 bindum. Meira en helmingur þeirra bárust að gjöf og munaði þar mest um útgáfurit Blackwell-forlagsins í Oxford. Sú gjöf nam við árslok um 700 bindum, en framhald mun verða á þessum rausn- arlegu bókasendingum frá forlaginu. Útlán voru 27.300 og hafði fjölg- rúmlega 50 prósent fjölgun stúd- að um tíu af hundraði frá árinu áður. Fjöldi starfsmanna nam um 12 stöðugildum og hefur sem næst staðið í stað sl. átta ár, þrátt fyrir enta á sama tíma. í ársskýrslunni er vitnað til greinargerðar safnsins til þróun- arnefndar Háskóla Islands. Þar segir m.a. að allt bókarými Há- skólabókasafnsins megi nú teljast fullnýtt, þrátt fyrir tiltölulega mjög litla bókaöflun miðað við stærð háskólans. Eina afgangs- rýmið sé geymsluhúsnæði sem há- skóiinn leigir fjarri aðaisafninu. Illa horfir því um starfrækslu safnsins verði margra ára dráttur á því enn, að það geti flust í Þjóð- arbókhiöðu. (FréUatilkynning) Forsíða Ársskýrslu Háskólabóka- safnsins. ur sín verk á bak við luktar dyr hæverskunnar. Slík kona var Elísabet. Syrt hefur nú að og sár er harmur eiginmanns og ástvina. Nú er hlátur hennar hljóðnaður, sem smitaði út frá sér líkt og gár- ur á vatnsfleti. Stofan sem áður var þakin lífi er þögul, og blómin sem kveðja blika daggartárum. Nú eru leiðarlok, bikarinn er tómur, eitt líf hefur runnið sitt æviskeið, þrautum er lokið, vágestur unnið. En minningarnar eru verðmæti ofnar siifurþráðum, sem geymast munu ævilangt í minni voru. Nú kveðja afkomendur ástvin sinn, hinn bezta, og Tómas eigin- maður hennar sem stóð sem klett- ur við hlið hennar til hinztu stundar, kveður ógleymanlega eig- inkonu. Þegar yndislega eyjan hennar skartar sínu fegursta, og sólar- geislar leika um leiði hennar, þá minnist ég konu sem ég á svo mik- ið að þakka. Vaki um eilífð englar guðs, yfir sálu þinni. Kristinn Viðar Pálsson sem Alla sendi víða um bæinn, kleinum, flatkökur, ástarhnetti, og saumaskapurinn, hann undir- strikaði listrænt eðli hennar og handverk. Einnig þar nutu mörgu litlu börnin góðs og alltaf hef ég heyrt vöggusettin hennar sér- staklega rómuð. En nú er hún Alla mín horfin af Skólaveginum, horfin af Vest- mannabrautinni, horfin á vit æðri stíga sem mun fara henni svo vel. Ég veit þar bíður hennar björt slóð. Um leið og ég frétti af and- láti hennar bar lítill sonur minn mér kveðju hennar, hann hafði heimsótt hana daginn áður en kallið kom. Það var blíð kveðja. Skip sem liggja við festar eru stundum eins og mublur á hafinu, það er eins og almættið hafi sett þau niður til þess að skreyta til- veruna sérstaklega í tilefni stund- arinnar. Skip búa yfir sérstakri sál og mér fannst eins og hún Alla byggi einnig yfir sérstakri sál, því hún var þannig gerð að það var eins og Guð hefði sett hana á með- ai okkar tii þess að minna á eilíft gildi fegurðarinnar. Árni Johnsen HBSKÖLABÓKBSRFN Órsskýrsla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.