Morgunblaðið - 01.08.1984, Qupperneq 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. ÁGÚST 1984
r * • r
Hafísinn fyrir utan Dalvík kominn alla leið frá Grænlandi.
Dalvík:
. inwíln
Hafísinn við bæjardyrnar
Oalvík, 30. júli.
„LANDSINS forni fjandi" minnti Dalvíkinga enn á
tilveru sína þegar hann fostudaginn 20. júlí sigldi
hraðbyri inní mynni Eyjafjarðar. Lónaði hann fyrir utan
næstu daga þar til á laugardag 28. júlí að inn á víkina
kom töluverð spöng og er nú á fjörum hér. Það er
óvenjuleg sjón að sjá hafís hér við bæjadyr á þessum
tíma árs, en þó muna elstu menn eftir því að árið 1913
hafi á svipuðum tíma komið hafís á Dalvíkina. Þar sem
ísinn stendur á grunni virðist hann eiga fáa lífdaga
framundan því hann bráðnar fljótt
Eftir langvarandi þurrkatíð brá til óþurrka með
norðan- og norðaustanátt samfara rigningu og súld.
Heyskap er að mestu lokið í Svarfaðardal og á Dal-
vík og má telja fullvíst að bændur séu vel birgir af
velverkuðu heyi.
Eins og víðar um Norðurland eru hér góðar horfur
með berjasprettu og garðávexti. Fréttaritarar.
Álftamýrarskóli:
Eennsla fyrir 5 ára
börn næsta vetur
Síðastliðinn vetur var hafln
kennsla 5 ára barna i fyrsta skipti í
Álftamýrarskóla. Að sögn Ragnars
Júlíussonar, skólastjóra, var almenn
ánægja með þessa nýbreytni við
skólann og ákveðið hefur verið að
halda þessu skólastarfi áfram næsta
vetur. Mikil breyting hefur orðið á
Álftamýrarskóla á liðnum árum en
um 1970 voru 6 bekkjardeildir í
hverjum aldursflokki en núna ein-
ungis 1 bekkjardeild. Aukið rými í
skólanum var hvati þess að tilraun
var gerð með 5 ára bekk sl. vetur.
Tveir skólar í næsta nágrenni við
Álftamýrarskóla hafa einnig haldið
uppi kennslu í 5 ára bekk um nokk-
urt skeið, þ.e. Æfinga- og tilrauna-
skóli KHÍ og skóli ísaks Jónssonar.
Skoðanir hafa verið skiptar um
það hvort leyfa eigi kennslu 5 ára
barna í grunnskólunum þó að skýr
heimild sé fyrir því í grunnskóla-
lögunum. Stjórnir Fóstrufélags ís-
lands og Kennarasambands ís-
lands hafa t.d. lagst gegn því. í
bréfi til borgarstjóra frá stjórn
fóstrufélagsins dagsett í febrúar
segir m.a.: „Við drögum mjög í efa
að það sé hagsmunamál foreldra
að börn þeirra gangi í 5 ára bekk
og það er sannarlega ekki hags-
munamál barnanna sjálfra."
Ragnar Júlfusson sagði að í lok
skólaársins hefði foreldrum 5 ára
barnanna verið sendir spurninga-
listar, og þar hefði komið fram að
foreldrar hafi undantekningar-
laust verið ánægðir með þessa
starfsemi. „Þetta er verðugt verk-
efni sem rétt er að taka upp ( sem
flestum skólum þar sem húsnæði
er fyrir hendi,“ sagði Ragnar að
lokum.
Strákagöng:
„Vonum að ný hurð
verði til þess að
betur verði gengið um“
í SUMAR er unnið að þvf aö setja upp nýja hurö í Strákagöng, Siglufjarðarmeg-
in. Vélaverkstæöi Jóns og Erlings á Siglufiröi smíöaði hurðina, en Norðurverk á
Akureyri sér um uppsetninguna.
Að sögn Jónasar Snæbjörnssonar
hjá Vegagerð ríkisins er nú lokið
við að sprengja upp i þakið til þess
að víkka göngin. Næsta verk er að
steypa veggi og loft og verður byrj-
að á því á næstunni. „Gamla hurðin
var orðin mjög slitin og átti fólk oft
í erfiðleikum með að loka henni á
veturna. Við vonum að ný og betri
hurð verði til þess að betur verði
gengið um og samviskusamlega lok-
að á eftir sér á veturna. Ef göngin
eru skilin eftir opin myndast grýlu-
kerti í loftinu. Úr þeim rennur síð-
an vatn niður á gólf og frýs þar. Af
þessu stafar mikil hætta,“ sagði
Jónas.
Áætlað er að ljúka verkinu í ág-
úst.
Akveðið að selja bensín áfram á lægra verði f Botnsskála:
Salan aukist um 500 %
á hálfri annarri viku
„Bensínsalan í Botnsskála hefur
aukist um 500% síöastliðna hálfa
aðra viku miðað viö sama tfma í
fyrra,“ sagði Pétur Geirsson f
Botnsskála, í samtali við Morgun-
blaðiö, en hann hefur undanfarið
selt landsmönnum ódýrara bensín
en annars staðar er fáanlegt í land-
inu eða á krónur 22,00 í stað þess að
lítrinn kosti 22,70.
„Að mínu viti er stærsti þáttur-
inn i þessari aukningu ánægja al-
mennings með að verði skuli
hreyft á þessari vöru, en ekki
verðlækkunin sjálf sem slfk. Þetta
sýnir stuðning almennings við að
verslunin sé frjáls með þessar vör-
ur eins og aðrar vörur,“ sagði Pét-
Jarðhitasvæðið á Svarteengi:
Dælt niður vatni til
að hækka þrýstinginn
Kemur í veg fyrir að bæta þurfi við vinnsluholum
FYRIR skömmu hófust á jarðhitasvæðinu á Svartsengi prófanir á niðurdæi-
ingu vatns. Það er HiUveiU Suðurnesja sem lætur framkvæma þessar próf-
anir með aðstoð Orkustofnunar. Ástæða þess að þessi niðurdælingarprófun
fer fram er að þrýstingurinn í jarðhitasvæðinu hefur minnkað og vatnsyfir-
borðið hefur lækkað um 130—140 metra.
Jón Steinar Guðmundsson,
verkfræðingur, hefur haft yfir-
umsjón með þessum framkvæmd-
um og sagði hann f samtali við
Morgunblaðið að niðurdæling
vatns í jarðhitasvæði hefði ekki
verið framkvæmd áður hér á
landi. Hins vegar hefði íslending-
ur stjórnað framkvæmdum af
þessu tagi í E1 Salvador fyrir
u.þ.b. tiu árum.
„Lækkun vatnsyfirborðsins hef-
ur það í för með sér að þær
vinnsluholur, sem þarna eru, og
sjá orkuverinu fyrir vatni og gufu,
gefa með tímanum minna af sér,“
sagöi Jón Steinar. „Því er ekki
nema um tvennt að ræða til að
halda uppi fullri vinnslu, það er að
bæta við vinnsluholum eða að
framkvæma þessa niðurdælingu
vatns sem við erum að prófa núna.
Til þessarar framkvæmdar notum
við jarðsjóinn og þéttivatnið, sem
búið er að nota, og dælum þvf aft-
ur niður I jarðhitasvæðið þannig
að nettó-vatnstakan á svæðinu
minnkar. Með þessu móti er sfðan
vonast til þess að hægt verði að
hægja á vatnsborðslækkuninni.
Prófunin felst fyrst og fremst í
þvf hvernig hægt sé að koma því
vatni, sem búið er að nýta, niður í
jörðina, og vandamálið sem þarf
að glíma við í þvi sambandi er út-
felling kisils úr vatninu og það
þarf að koma í veg fyrir hana til
að hún stífli ekki leiðslur, borhol-
ur og fleira," sagði Jón Steinar.
Jón Steinar kvað það mjög mik-
ilvægt að koma í veg fyrir útfell-
ingu kisilsins og viö þann þátt
prófunarinnar væri beitt nýjung
sem væri að blanda þéttivatni við
jarðsjóinn en það hefði þynningar-
áhrif á hann og einnig efnafræði-
leg áhrif þannig að útfelling kfs-
ilsins yrði ekki jafnmikil. Sagði
hann að sú blanda sem þeir dældu
niður væri 20% þéttivatn og 80%
jarðsjór og alls væri dælt niður
um 50 lftrum á sekúndu.
„Þetta er bara prófun sem við
framkvæmum núna þannig að þaö
er bara hluti af þvf jarðvatni sem
kemur upp sem við dælum niður
aftur en í framtfðinni getur hugs-
ast að við dælum þvf öllu niður,“
sagði Jón Steinar. „Það eru sex
vinnsluholur á svæðinu og við dæl-
um núna niður jarðvatni sem
svarar til vinnslu einnar holu. Ef
öllu jarðvatninu sem upp kemur
verður dælt aftur niður í framtfð-
inni, þá mun Bláa lónið hverfa en
það er ekki þar með sagt að ekki
verði hægt að baða sig úr þessu
jarövatni sem þarna kemur upp
því það væri hægt að koma fyrir
einhverskonar kerum eða pottum
til að liggja í en þeir þyrftu ekki
að taka nema brot af þvf vatns-
magni sem Bláa lónið tekur núna.“
Jón Steinar sagði að þessi til-
raun væri verulega gagnleg því
hún héldi við þrýstingnum á svæð-
inu og kæmi f veg fyrir lækkun
vatnsyfirborðsins en þetta fæli f
sér þá hættu að það gæti orðið
skammhlaup á milli hola, þvf það
vatn sem færi niður væri kaldara
en það sem fyrir væri í holunum
og þvf yrði að kanna sambandið á
milli holanna á svæðinu þvf
skammhlaup á milli hola gæti
valdið því að vinnsluhola eyði-
legðist. Því væri það næsta skref í
þessum prófunum að kanna sam-
bandið milli holanna og sagði
hann að þeir væru reyndar byrjað-
ir á því að kanna hvort sú hola,
sem nú væri notuð til niðurdæl-
ingar, yrði nothæf til frambúðar.
Sem fyrr segir hefur prófun af
þessu tagi aldrei verið fram-
kvæmd hérlendis áður, en Jón
Steinar sagði prófanir sem þessar
þó hafa verið framkvæmdar f
nokkrum löndum áður. „Til dæmis
hafa Japanir verið með niðurdæl-
ingar sm þessar, en með misjöfn-
um árangri. Þá hafa þær verið
framkvæmdar á Filippseyjum með
góðum árangri og einnig hefur
þetta verið reynt í EI Salvador, en
þær prófanir hóf Sveinn Einars-
son, verkfræðingur, og það má eig-
inlega segja að þá hafi þetta fyrst
verið reynt í sambandi við jarð-
hitasvæði en sú tækni sem við
þetta er beitt er vel kunn úr olíu-
iðnaði,“ sagði Jón Steinar Guð-
mundsson að lokum.
ur.
Pétur sagði að þeim feðgum
hefði komið saman um að halda
áfram að selja bensín á sama verði
einn mánuð í viðbót. Þar kæmi
bæði til viljayfirlýsing ríkis-
stjórnarinnar um að málið verði
losað úr þessari klípu og nefnd-
arskipunin, en nefndin eigi að
endurskoða reglur um þessa versl-
un. „í annan stað hefur að
minnsta kosti forstjóri eins olíufé-
lags, olíufélagsins Skeljungs, lýst
því yfir að hann sé fylgjandi
frjálsri verslun og við erum það að
sjálfsögðu. Til þess að brúa þetta
bil þangað til að nefndin hefur
skilað áliti, sem á að vera um
mánaðamótin ágúst/september,
ákváðum við þetta. Annars reikna
ég fastlega með því að þá verði
olíufélögin sjálf tilbúin til að taka
ákvörðun í þessu máli sem eðlilegt
er. En til þess að minna menn á og
til þess að málið falli ekki niður,
höfum við ákveðið að halda áfram
í einn mánuð i viðbót," sagði Pétur
að lokum.
Handtóku 4 á
innbrotsstað
FJÓRIR pörupiltar voru { fyrrakvöld
handteknir af lögreglunni, þar sem
þeir höfðu brotist inn í Pennaviðgerð-
ina f Ingólfsstræti. Grunur lék á að
þeir hefðu einnig brotist inn ( Gjafa-
húsið fyrr um kvöldið. Þá er talið að
einhverjir úr hópnum hafi verið valdir
að líkamsárás á aldraðan mann ( mið-
borginni í síðustu viku.
Þá handtók lögreglan í fyrrakvöld
ungan pilt, sem hafði brotist inn 1
fjögur fyrirtæki í Sundaborg. Rann-
sóknarlögregla ríkisins hefur bæði
þessi mál til meðferðar.