Morgunblaðið - 16.08.1984, Qupperneq 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 1984
J.B. Priestley látinn
J.B. Priestley
London, 15. ágúst AP.
J.B. Priestley, einn af fremstu rithöf-
undum Breta, lést í gær í London 89
ára að aldri. Ekkert var látið uppi
um banameinið en talsmaður útgef-
enda hans sagði, að Priestley hefði
fyrst og fremst lotið í lægra haldi
fyrir Elli kerlingu.
J.B. Priestley kom víða við á
ferli sinum.
Hann var rit-
höfundur, gagn-
rýnandi, smá-
sagnahöfundur,
leikritaskáld,
útvarpsmaður,
blaðamaður og
skáld. Þekkt-
asta verk hans
er „The Good
Companions", sem kom út árið
1929, en með „Literature and
Western Man“, athugun á enskum
og bandarískum bókmenntum frá
síðmiðöldum til vorra daga, öðlað-
ist hann sess sem meiriháttar
fræðimaður í bókmenntum.
Priestley skrifaði meira en 100
bækur um dagana og kom sú
fyrsta út árið 1922. Þar gætti
margra grasa, fræðirita og
skemmtisagna, hrollvekja, hug-
ljúfra ástarsagna og reyfara-
kenndra framtíðarsýna um sálar-
lausa vísindamenn og ósvífna
braskara. Það, sem skar þó úr um
vinsældir hans meðal Englend-
inga, voru sögur hans af þeim
sjálfum, beinskeyttar og háðskar
en ávallt með undirtón einlægrar
hlýju og væntumþykju.
John Boynton Priestley fæddist
13. september árið 1894 í bænum
Bradford í Yorkshire. Hann fékkst
við margt á yngri árum, skrif-
stofustörf og kennslu m.a., en 26
ára gamall ákvað hann að gerast
blaðamaður á lausum kili. Hann
var þá farinn að skrifa bækur en
mátti þó bíða til 35 ára aldurs eft-
ir frægðinni, sem kom með bók-
inni „The Good Companions" eins
og fyrr sagði. Priestley hafði mik-
inn áhuga á stjórnmálum og barð-
ist mjög gegn litlum skilningi
breskra ráðamanna á hættunni,
sem stafaði af uppgangi Hitlers á
sínum tíma. f stríðinu sá hann um
vikulegan þátt á sunnudögum i
BBC þar sem hann stappaði stál-
inu í þjóð sína á eftirminnilegan
hátt.
Priestley taldi sig vinstrimann
og hafði alltaf mikla samúð með
fátæku fólki og atvinnuleysingj-
um. Skoðanir hans voru þó mjög
mótsagnakenndar og má segja, að
hann hafi verið vinstrisinnaður
íhaldsmaður. „Ég er ljósrauður á
litinn," sagði hann einu sinni, „og
það þykir mér heilsusamlegur og
ljúfur litur.“
Veöur
víða um heim
Akureyri
Ameterdam
Aþena
Barcelona
Berlfn
BrUaael
Chicago
Dubiin
Feneyjar
Frankfurt
Genf
Helsinki
Hong Kong
Jerúsalem
Kaupmannahöfn
Las Palmas
Lissabon
London
Los Angeles
Mallorca
Miami
Montreal
Moskva
New York
Ósló
París
Peking
Reykjavfk
Rió de Janeiró
Rómaborg
Stokkhólmur
Sydney
Tókýó
Vfnarborg
8 skýjaö
24 heióskírt
33 skýjaó
22 heióskírt
23 skýjaó
27 heiðskirt
29 skýjaó
21 heióskírt
25 heiðskfrt
26 skýjaó
23 heióskfrt
14 skýjað
31 heiöskírt
26 heióskfrt
19 rigning
25 heióskfrt
27 heióskírt
26 heióskfrt
28 heiöskfrt
28 léttskýjaó
28 léttskýjaó
30 skýjaó
28 skýjaó
16 skýjað
31 skýjaó
15 skýjaó
23 heiöskfrt
32 heióskfrt
11 rigning
25 heióskírt
30 heiósklrt
22 heióskírt
16 heióskút
34 heíóskirt
23 heióskfrt
AP.
Forsetadóttir giftir sig
Patti Davis, dóttir Nancy og Ronald Reagans, kvæntist í gær jógakennaranum Paul Grilley og fór athöfnin fram
í Bel Air-hótelinu í Los Angeles. Á myndinni eru, frá vinstri til hægri: Terrence F. Grilley og Donna Grilley,
foreldrar brúðgumans, Paul Grilley og Patti og foreldrar hennar, Nancy og Ronald Reagan.
Gamanyrði Reagans
þykja fremur grá
Bonn. Moakvu, Önió og víðar. 15. ágúnt AP.
RONALD Reagan, Bandaríkjafor-
seti, á sér ekki marga viðhlæjendur
þessa dagana og þykir mörgum gam-
ansemi hans heldur grá. f Sovétríkj-
unum og Austur-Evrópu eru honum
að sjálfsögðu ekki vandaðar kveðj-
urnar og Vestur-Evrópumönnum
þykir miður, að hann skyldi grínast
með árás á Sovétríkin.
Þegar leitað var álits vestur-
þýsku stjórnarinnar á orðum
Reagans svaraði talsmaður henn-
ar því til, að stjórnin fyrirhugaði
þessum brandara þau meinlegustu
örlög, sem beðið gætu eins brand-
ara. Hún ætlaði ekki að endurtaka
hann. Þegar á talsmanninn, Peter
Bönisch, var gengið og hann
spurður hvort honum hefði þótt
Reagan fyndinn, sagði hann: „Að
sumum skrítlum má hlæja, öðrum
ekki. Þið skuluð skipa þessari á
réttan bás.“
í Sovétríkjunum var í dag gefin
út formleg yfirlýsing um orð
Reagans og sagði þar, að þau lýstu
meiri óvild í garð Sovétríkjanna
en áður væru dæmi til. í sama
streng tóku blöð í Austur-Evrópu-
ríkjunum. í Dagblaðinu norska
var sagt, að Reagan væri orðinn
gamall og andlegum hæfileikum
hans farið að hraka. Verst af öllu
væri þó, að gömlu mönnunum í
Kreml skyldi hafa borist þessi
brandari til eyrna því að þar væri
um að ræða menn, sem alls ekki
skildu brandara.
Til að bæta gráu ofan á svart
fyrir Reagan lét starfsmanna-
stjóri Hvíta hússins þau orð falla i
viðtali við NBC-sjónvarpsstöðina,
að Reagan ætti stundum erfitt
með að halda sér vakandi á ríkis-
stjórnarfundum. Raunar bætti
hann því við, að svo væri kannski
með fleiri og færi nokkuð eftir því
hvað væri til umræðu.
Pólland:
Brezhnev við Pompidou:
„Þú hefur sprengt
París í loft upp“
Samstaða endur-
metur stöðu sína
(kUixk. PólUndi, 15. áyúsL AP.
LECH Walesa, leiðtogi Samstöðu,
segir, að samtökin séu nú að endur-
meta stöðu sína í ljósi sakaruppgjaf-
arinnar í síðasta mánuði, sem hafi
verið skref í rétta átt.
„Sakaruppgjöfin var eitt skref í
rétta átt og við viljum ekki hindra
stjórnina í að stíga það næsta,“
sagði Walesa eftir að hann lagði
blóm að styttu fyrir utan Lenin-
skipasmíðastöðvarnar í Gdansk en
hún var reist árið 1980 til minn-
ingar um fallna verkamenn. Sagði
hann ennfremur, að sakaruppgjöf-
in hefði valdið því, að fólki þætti
ekki rétt um sinn að efna til mót-
mæla eða ögra stjórnvöldum á
annan hátt. Lögreglumenn höfðu
engin afskipti af Walesa þegar
hann Iagði blóm á fótstall stytt-
unnar en þegar hann fór fögnuðu
viðstaddir og heilsaði Walesa þá
með sigurmerkinu.
RONALD Reagan, Bandaríkjafor-
seti, er ekki fyrsti leiðtogi stórþjóðar
til að hafa sprengjuárás á aðra þjóð
að gamanmálum. Segir frá þvf f
franska blaðinu Le Matin í dag.
Le Matin gerði f dag kímni
Reagans að umtalsefni og sagði
jafnframt frá því, að hann væri
ekki fyrsti þjóðarleiðtoginn, sem
fyndist svona nokkuð fyndið, þótt
það afsakaði ekki orð hans á neinn
hátt. Fyrir 14 árum, í október árið
1970, var Georges Pompidou, þá-
verandi Frakklandsforseti, í heim-
sókn í Sovétríkjunum og gestgjafi
hans var Leonid Brezhnev.
„Brezhnev tók á móti Pompidou
með pomp og prakt og bauð hon-
um með sér til sovésku geimferða-
og eldflaugamiðstöðvarinnar í
Baikonur," sagði Le Matin. „Þegar
þangað kom bauð Brezhnev hon-
um að ýta á hnapp og þar sem
Pompidou var maður gamansam-
ur studdi hann á hnappinn, alls-
endis grunlaus um þær hrellingar,
sem biðu hans. „Herra forseti,"
sagði Brezhnev þegar Pompidou
hafði ýtt á hnappinn, „þú hefur
sprengt París í loft upp.““
Reyna að miðla málum
milli írans og íraks
AP.
Walesa krýpur við mínnismerkið um verkamennina, sem féllu fyrir kúlum
lögreglu og hermanna árið 1970.
Málgagn stjórnarinnar, Rzeczp- Gdansk með langri grein þar sem sagt, að nauðsyn hefði borið til að
ospolita, minntist verkfallanna í setning herlaganna var varin og forða þjóðinni frá „stjórnleysi".
Mamma, Bahrain, 15. ágiinL AP.
KAMAL Hassan Aly, forsætisráð-
herra Egyptalands, sagði í dag, að
árangurinn af tillögum egypzku
stjórnarinnar til þess að koma á friði
milli íraks og Irans væri kominn
undir afstöðu stjórnarinnar í Teher-
an. Tillögur þessar eru í sex liðum
og sagði Aly, að þar væri „gætt mik-
ils jafnvægis með tilliti til krafna
beggja stríðsaðila'*.
I tillögum þessum er gert ráð
fyrir, að landamærin milli Irans
og íraks frá 1975 verði áfram 1
gildi, vopnahléi verði komið á und-
ir eftirliti alþjóðlegs gæzluliðs,
báðar þjóðirnar viðurkenni skyldu
sína til þess að greiða stríðsskaða-
bætur og hafizt verði handa um að
koma á friðarsamningi, þar sem
„lögmæt réttindi" beggja land-
anna verði viðurkennd.
Tareq Aziz, utanríkisráðherra
Iraks, kom til Egyptalands fyrr í
þessari viku í boði Alys til við-
ræðna um friðartillögurnar. Hann
er sagður hafa látið í Ijós nokkrar
efasemdir varðandi friðartillögur
Egypta. Afstaða Iransstjórnar er
enn ekki ljós, en haft var eftir Aly
forsætisráðherra i dag, að afstaða
hennar hefði mildazt verulega frá
því sem áður var.