Morgunblaðið - 16.08.1984, Síða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 1984
Var Palestína í
Saudi-Arabíu?
London 13. i&KL. AP.
HEIMALAND gyðinga í Gamla testamentinu var ekki í Palestínu, beldur í
hinum frjósömu hæðum vesturhluU Saudi-Arabíu, þar sem nú eru héruðin
Asir og Hejaz. Þetta kemur fram í bók eftir virtan líbanskan prófessor,
Kamal Salibi, „The Bible came from
alveg á næstunni.
Kamal Salibi, sem er prófessor i
sögu við Bandaríska háskólann í
Beirút, segist ekki draga í efa i
bók sinni að á tímum Jesú hafi
gyðingar skotið rótum í Palestínu,
sem er nú Ísraelsríki. Hann segist
heldur ekki útiloka að gyðingar
hafi verið á Palestínusvæðinu i
hlutum Gamla testamentisins. En
sú kenning hans — sem hefur
valdið töluverðu fjaðrafoki meðal
sérfræðinga í Gamla testamentis-
fræðum — er að meginhluti
Gamla testamentisins gerist í
Arabia" sem er væntanleg á markað
strandhéruðum Vestur-Saudi-
Arabíu og hæðunum upp af þeim,
þar sem land er frjósamt. „Það var
hér sem Davíð og Salómon bjuggu
i konungdómi sínum og hér er að
leita uppruna gyðingdóms, krist-
indóms og islam."
Salibi er hálfsextugur að aldri.
Hann hefur unnið að bókinni um
langa hríð og í umsögn Sunday
Times um hana kemur fram, að
ástæða sé til að taka röksemda-
færslu hans sterklega til greina.
Ekki linnir fjölda-
moröum í Úganda
London, 15. igmgL AP.
ÝMSIR forsvarsmenn kristinna
manna í Úganda segja að stjórnar-
hermenn hafi myrt á annað hundr-
Ofsafengin
kirkjuferð
SAMKV/EMT upplýsingum lögregl-
unnar í Potenza á Ítalíu ók kona
nokkur á bíl sínum inn í kirkju í
augnabliksæði sem á hana rann og
flugu bekkir og biblíur í allar áttir.
Marine Cervina, en svo heitir
konan, viðurkenndi að hafa ekið á
mikilli ferð í gegnum lokaðar
kirkjudyrnar, farið í nokkra
hringi inni í kirkjunni og ekið yfir
hvað sem fyrir varð, þangað til
bíll hennar rakst á altarið. Þá
bakkaði konan bílnum út aftur.
Lögreglu, sem kom á vettvang,
grunaði fyrst, að þarna hefðu inn-
brotsþjófar verið á ferð.
að manns við helgidóm kristinna
píslarvotta, sem Jóhannes Páll páfi
II á að heimsækja þegar hann fer
til Úganda á næsta ári.
Það var brezka blaðið Daily
Telegraph sem sagði frá þessu og
hafði eftir fréttamanni sínum
A.J. Mcllroy, en hann hafði rætt
við fulltrúa kaþólsks safnaðar í
mamugongo sem er í aðeins 16
kílómetra fjarlægð frá Kampala.
Mcllroy sagði að hermennirnir
hefðu einnig pyndað fjölda
manns á ólýsanlega grimmi-
legan hátt svo að fólkið dó ekki
strax, heldur leið voðalegar kval-
ir dögum saman áður en það gaf
upp öndina. Frásögninni ber
saman við fregnir Bandaríkja-
manna sem hafa staðhæft að
hermenn Úgandastjórnar fremji
fjöldamorð og voðaverk sem geri
ljótar athafnir Amins, fyrrver-
andi forseta, að hreinasta barna-
leik samanborið við þetta sem nú
er að gerast.
Mcllroy sagði að hann hefði
getað rætt við forvígismenn
safnaðanna á þessum slóðum án
þess að nokkur skipti sér af.
Hann sagði að stjórn Úganda
teldi sig „ekkert hafa að fela“ og
allar frásagnir um fjöldamorð
væru uppspuni og illgirnislegur
áróður.
Smíði síðustu
Boeing 727 lokið
Krnlon, Wanhinmon. 1S. ágúst. AP.
ÞÚSUNDIR verkamanna í
Boeing-verksmiðjunum gerðu hlé á
verki sínu í morgun til að hylla og
heiðra síðustu Boeing 727-líugvél-
ina sem smíðuð verður.
Fyrsta Boeing 727-vélin hóf
sig til flugs þann 9. febrúar 1963
og síðan hafa verið smíðaðar
1832 vélar af þessari gerð. Meðal
fyrstu félaga sem festu kaup á
Boeing 727 utan Bandaríkjanna
voru Lufthansa og síðan Iberia
og japanska flugfélagið Nippon
og hafa þessi félög síðan verið
fastir kúnnar Boeing 727-véla.
Fyrstu Boeing-vélinni var boð-
ið í hófið í gær, en talsmaður
eigandans, United Airlines,
sagði að gamla þotan væri alltof
upptekin til að gefa sér tíma til
að stunda samkvæmislíf.
Boeing-vélin sú hefur nú að baki
47.180 flugtíma.
Boeing 727-vélarnar hafa flutt
samtals rösklega 2,3 milljarða
farþega og flogið 21 milljarð
míla.
Á seinni árum hafa pantanir
strjálast í Boeing 727 vegna þess
meðal annars að nýrri þotur eru
hljóðlátari, sparneytnari og
þurfa ekki nema 2ja manna
áhöfn í stað 3ja í Boeing 727.
Þó svo að Boeing 727 séu ekki
lengur framleiddar, sagði Frank
A. Shorntz, forseti Boeing-
verksmiðjanna, munu þær verða
lengi á flugi enn og óvíst að þær
verði komnar úr notkun þegar
næsta öld rennur upp.
Iran:
Varnarmálaráð-
herra hafnað
Nikósía, Kýpur. 15. ágúrt. AP.
VARNARMÁLARÁÐHERRA írans og (jórir aðrir ráðherrar í 23ja manna
stjórn landsins hafa orðið að láta
nægilegt traust á íranska þinginu, a
íran.
Fimmtán ráðherrar sem voru
skipaðir í stjórn Hussein Husavi
forsætisráðherra fengu hins vegar
náð fyrir augum þingmanna. At-
kvæðagreiðsla fór fram í þinginu
— Majlis — í morgun. Á því eiga
270 fulltrúar sæti, múllar og trú-
arleiðtogar eru þar i miklum
meirihluta.
AP-fréttastofan segir, að túlka
megi vantraustssamþykkt á varn-
f embætti þar sem þeir fengu ekki
sögn írna, opinberu fréttastofunnar í
armálaráðherrann sem mikla
gremju vegna framgangs stríðsins
milli írana og Iraka, sem hefur nú
staðið í nærfellt 47 mánuði.
Aðrir ráðherrar sem ekki fengu
að taka sæti í stjórninni voru dr.
Hadi Nanafi, heilbrigðisráðherra,
Ali Parvaresh, menntamálaráð-
herra, menningarmálaráðherrann
Mohammad Najad og Yashemi,
iðnaðarráðherra.
Sovéskur ráðgjafi Palme-
nefndarinnar foringi í GRU
SOVÉSKI hershöfðinginn Michail Milstein, sem var einn af sérfræðing-
um Palme-nefndarinnarinnar um sameiginlegt öryggi og afvopnunarmál,
er í hópi æðstu yfirmanna leyni- og njósnastofnunar sovéska hersins,
GRU. Hann er aðstoðarforstjóri þeirrar deildar GRU sem annast dreif-
ingu á lygaupplýsingum.
Þetta kemur fram í nýrri bók
eftir Viktor Suvorov um sovésk-
ar hernaðarnjósnir. Suvorov var
sjálfur foringi f GRU en flýði til
Vesturlanda. Hann hefur áður
gefið út tvær bækur um málefni
sovéska hersins og meðal annars
skýrt ítarlega frá starfsemi
Spetnaz-sveita Sovétmanna sem
eru sérþjálfaðir skemmdar-
verkahópar er hafa það verkefni
á átakatímum að myrða lands-
stjórnarmenn á Vesturlöndum,
eyðileggja herstöðvar og al-
mennt valda svo miklum usla að
hið raunverulega innrásarlið
mæti sem minnstri andstöðu.
Frá hinni nýju bók Suvorovs
um GRU „Sovéska hernaðar-
njósnastofnunin" er sagt í
Svenska dagbladet 11. ágúst síð-
astliðinn. Þar segir að í bókinni
sé að finna skrá yfir háttsetta
foringja i GRU og meðal annars
sé Michail Milstein lýst með
þeim orðum að hann sé aðstoð-
arforstjóri fyrir deild GRU er
annast miðlun lygaupplýsinga
(„disinformation") og hafi skrif-
að handbók fyrir njósnara stofn-
unarinnar.
Ekki er tilviljun að þessi upp-
ljóstrun um Milstein veki sér-
staka athygli f Svíþjóð, þar sem
hann hefur verið einn af ráðgjöf-
um Palme-nefndarinnar sem
starfað hefur í nokkur ár og sent
frá sér tillögur um afvopnun-
armál undir heitinu: „Sameigin-
legt öryggi.“ Olof Palme, forsæt-
isráðherra, en við hann er nefnd-
in kennd, situr þar í forsæti fyrir
Michail Milstein — foringi í GRU.
hópi manna frá austri og vestri
sem vill að farnar séu nýjar leið-
ir til að takmarka vfgbúnað.
Uppruna nefndarinnar má rekja
til Alþjóðasambands sósfalista.
Þá tengdist Milstein einnig
umræðum um sænsk öryggis- og
varnarmál vegna viðræðna sem
hann átti við Anders Ferm,
sendiherra Svía hjá Sameinuðu
þjóðunum, sem Olof Palme skip-
aði í það embætti eftir að Ferm
hafði starfað á vegum sænska
Jafnaðarmannaflokksins og sem
sérstakur starfsmaður Palme
meðal annars á vegum Palme-
nefndarinnar. Þeir Milstein og
Ferm ræddu saman um ferðir
sovéskra kafbáta í sænskri land-
helgi og í bréfi til Palme um við-
ræðurnar sagði Ferm, að Sov-
étmenn ætluðu „ekki að viður-
kenna nein brot á sænskri land-
helgi jafnvel þótt fullgildar
sannanir lægju fyrir um þau“.
Vakti þetta bréf og meðferð
sænsku ríkisstjórnarinnar á því
miklar deilur í Svfþjóð þannig að
jafnaðarmenn völdu þann kost
að gefa út „hvíta bók“ um það 13.
júlí síðastliðinn en þar er Mil-
stein lýst „sem sovéskum herfor-
ingja á eftirlaunum er einnig
gegndi ráðgjafastörfum fyrir
Palme-nefndina".
Engin
kjarna-
vopn hjá
Indiru
Nýju Delhí 15. ágúsl. AP.
INDIRA Gandhi, forsætisráðherra
Indlands, sagði í morgun á fundi í
Nýju Delhí, að engin kjarnorkuvopn
væru á Indlandi.
Indverjar byggju yfir tækni-
þekkingu og getu til að smíða slík
vopn, en hins vegar myndi sú
þekking verða notuð í friðsamleg-
um tilgangi, svo sem til að þróa
rafeindarannsóknir og vísindaleg
störf á sviði heilbrigðismála. Ind-
ira Gandhi ítrekaði fyrri fullyrð-
ingar um, að Indlandsstjórn vildi
draga úr framleiðslu slíkra vopna
og teldi nauðsynlegt að stórveldin
hættu fáránlegu og hættulegu
vígbúnaðarkapphlaupi sín f mill-
um. Hins vegar mætti nota aukna
þekkingu á sviði kjarnorkurann-
sókna mannkyni til heilla og það
væri markmið Indverja.
Skaut mann
sinn og
grillaði
San José, Kaliforníu, 15. ágúrt. AP.
KONA nokkur í Kaliforníu var í
gær dæmd sek um morð en hún
skaut eiginmann sinn til bana og
brenndi síðan á fjölskyldugrill-
inu.
Kviðdómurinn ræddi málið
hálfan þriðja dag en komst sið-
an að þeirri niðurstöðu, að hár-
greiðslukonan Dianne Fell-
man, sem er 36 ára gömul, væri
sek um morð af yfirlögðu ráði
og ætti sér engar málsbætur.
Þýkir því líklegt, að dómarinn
sendi hana í fangelsi fyrir
lífstíð. Dianne myrti mann
sinn, 39 ára gamlan, og
brenndi síðan líkið á stóru
grilli fjölskyldunnar. Sagði
saksóknarinn, að maður henn-
ar hefði verið sjúklingur og ör-
yrki en hún hefði ekki nennt að
annast hann.
Finnland:
Atvinnuleysi
5 prósent
Helsinki, 15. ágÚHt. AP.
ATVINNULEYSI í Finnlandi í júlí-
mánuði var um 5 prósent og ívið
mcira en í júní.
Samtals voru þá skráðir 130.500
atvinnulausir. Þó svo að nokkur
aukning hafi orðið segir f tilkynn-
ingu atvinnumálaráðuneytisins í
dag, að miðað við árið 1983 sé
ástandið að skána. í júlí i fyrra
voru 5,4 prósent skráðir atvinnu-
lausir í landinu.
Olof Palme
til Tanzaníu
OLOF Palme, forsætisráðherra Sví-
þjóðar, fer f opinbera heimsókn til
Tanzaníu hinn 1. september nk. I
boði forseta landsins, Juliusar Nier-
ere.
Eftir að opinberri heimsókn
Palmes í Tanzaníu lýkur tekur
hann þátt í alþjóðlegri ráðstefnu
jafnaðarmanna í Arusha þar f
landi 4. september. Er Suður-
Afríka aðalefni ráðstefnunnar.