Morgunblaðið - 16.08.1984, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 16.08.1984, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 1984 Vetrartískan kvik- mynduö hér á landi „Feikileg landkynning,“ segir Sveinn Sæmunds- son, forstödumaöur kynningardeildar Fhigleiða „ÞAÐ eru tólf stærstu tískuhús heims sem standa að mvndinni isamt þýska sjónvarpinu (ZDF), en ástæðan fyrir því að Island varð fyrir valinu er að hér er landslag um margt óvenjulegt. Sú hefð hef- ur verið ríkjandi hji þessum aðil- um að nota tækifærið til landkynn- ingar samhliða kynningar i tísk- unni,“ sagði Sveinn Sæmundsson, forstöðumaður kynningardeildar Flugleiða, í samtali við Mbl., en fyrir nokkru kom hingað til lands nítjin manna hópur sjónvarps- manna og sýningarstúlkna til að vinna að upptökum i 30 mínútna langri mynd um vetrartískuna 1984 til 1985. Að sðgn Sveins verður myndin sýnd í þýska sjónvarpinu 19. september næstkomandi, en samkvæmt skoðanakönnunum, sem gerðar hafa verið vegna fyrri sýninga af þessari gerð, þá munu um 40 milljónir manna horfa á útsendinguna samtímis. Sendingin mun ná til Þýska- lands, Austurríkis, Hollands, Belgíu, Lúxemborgar, N-Frakk- lands og eitthvað norður eftir Danmörku. Þátturinn verður sýndur samtimis á ftalíu. Fimm sýningarstúlkur eru í þessum nítján manna hópi og koma þær víðs vegar að úr heim- inum. Meðferðis hafa þær um 800 kíló af fatnaði. Hópurinn hefur aðalbækistöð á Hótel Loft- leiðum, en var á Skógum um helgina. Einnig verður kvikm- yndað á Þingvöllum, við Gullfoss og Geysi og í Reykjavík. Hópur- inn kemur til með að dvelja hér á landi fram að næstu helgi. Hann hefur til ráðstöfunar langferðabifreið frá Guðmundi Jónassyni. Auk þýska sjónvarpsins eru það Flugleiðir og Ferðamálaráð, sem standa að ferðum hópsins hér á landi, og sagði Sveinn Sæmundsson að lokum að hann gerði sér vonir um að hér yrði um feikilega landkynningu að ræða. Kvikmyndatökuraenn og aðstoðar- fólk frá þýzka sjónvarpinu. Lög- reglan var þeim innan handar meðan á upptökum stóð í miðborg- inni. Efri myndin er af sýningar- stúlkum að störfum. Morgunblaðið/Júlíus Sami sendi- herrann í bæði S- og N-Kóreu Htmml S-Kéra«, 10. áfáurt. AP. AFRÍKURÍKIÐ MauHUnu befur nú ákveöið aö sendiberra ríkisina f Peking og Pyongyang í N-Kóreu skuli einnig gegnn sendiberraemb- ætti í Seoul í S-Kóreu. ÞetU er í fyreU skipti sem sami maóurinn er sendiberra fyrir báða hluU skaganiL Fjandskapur hefur ríkt meÖal suÖur- og noröurhluta Kóreu síftan ríkinu var skipt viö lok seinni heimsstyrjaldarinnar og er ekkert stjórnmálasamband ríkjandi þar á milli. S-Kórea hefur samþykkt hinn nýja sendiherra Mauritaniu, en ekki er vitað hvenær hann af- hendir stjórninni þar trúnaöar- bréf sitt. Pétur Thorsteinsson fyrsti sendiherrann í S- og N-Kóreu f frétt Morgunblaðsins sl. sunnudag segir að sendiherra Afr- íkuríkisins Máritaníu sé sá fyrsti sem gegni því embætti bæði Suð- ur- og Norður-Kóreu. Þetta er rangt því að Pétur Thorsteinsson sendiherra afhenti Kim II Sung forseta Norður-Kóreu trúnaðar- bréf 2. apríl 1982 og Chun Doo Hwan forseta Suður-Kóreu trún- aðarbréf 17. apríl 1982. Pétur Thorsteinsson er því fyrsti sendi- herrann sem gegnir því embætti í báðum ríkjum. Fyrirlestur um menntamál Thomas S. Popkewitz, prófessor við School of Education, Univers- ity og Wisconsin — Madison, held- ur opinberan fyrirlestur, sem nefnist Umbætur i menntamálum: Goðsögn eða veruleiki, í Kennara- háskóla íslands við Stakkahlíð, stofu 301 í dag, fimmtudag, kl. 17. Siglufjörður: Minningarstofa um séra Bjarna Þorsteinsson opnuð Næstkomandi laugardag, 18. ág- úst, verður opnuð á Siglufirði minn- ingarstofa séra Bjarna Þorsteinsson- ar tónskálds og þjóðlagasafnara, sem var sóknarprestur á Siglufirði í 47 ár. Séra Bjarni var sæmdur pró- fessorsnafnbót og riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu 1930 fyrir þjóðlagasöfnun sína og störf að opinberum málum fyrir Siglufjörð. Ennfremur var hann gerður að heið- uraborgara Siglufjarðar 1936. Minningarstofan verður opnuð með athöfn sem hefst kl. 14. Verð- ur fyrst komið saman í Hvanneyr- arkirkjugarði, þar sem kirkjukór- inn syngur undir stjórn Páls Helgasonar. Séra Vigfús Þór Árnason flytur minningarorð og Bogi Sigurbjörnsson forseti bæj- arstjórnar Siglufjarðar leggur blómsveig á leiði prestshjónanna. Minningarstofan sem er í bóka- safni Siglufjarðar verður opnuð kl. 15. Verður þar flutt ávarp, ræða og tónlist. í tengslum við minningarstof- una sem geymir ýmsa muni i eigu Háskólabíó: The Local Hero HÁSKÓLABÍÓ er nú að hefja sýningar á myndinni The Local Hero. Myndin fjallar um milljóna- mæringinn Felix Happer, sem hyggst auðgast á oliborun við strendur Skotlands. Hann sendir þangað tvo menn, sem komast að þvi að það verður ekki auðvelt að semja við sérvitra þorpsbúa. Allt þokast þó í rétta átt þar til Ben nokkur Knox leggur fram pappíra, sem segja að hann eigi alla ströndina. Bill Forsyth leikstýrði mynd- inni. Tónlist er eftir Mark Knopfl- er í Dire Straits. Hitchcock-hátíð í Laugarásbíói í DAG hefst Hitchcock-hátíð í Laug- arásbíói meó sýningu myndarinnar Glugginn á bakhliðinni, „Rear Window“, sem frumsýnd var árið 1954. Myndin fjallar um L.B. Jeffries, fréttaljósmyndara, sem slasaðist er hann hætti sér út á kappaksturs- braut. Meðan hann situr heima í gifsi fer hann að virða fyrir sér mannlífið í kringum sig í Greenwich Village í New York og verður margs vísari. Aðalhlutverk eru í höndum þeirra James Stewart og Grace Kelly. Handritið er gert eftir sögu John Michael Hayes „It Had To Be Murd- séra Bjarna og konu hans, verður tónlistarhorn. Þar verða hljóm- flutningstæki, og fyrst og fremst lögð áhersla á að koma upp safni af þjóðlegri tónlist, bæði islenskri og erlendri. Jafnframt verður opnað hér- aðsskjalasafn Siglufjarðar sem stofnað er samkvæmt lögum um slík söfn. Hefir þegar verið safnað þangað allmiklu af skjölum er varða síldartímabilið, auk ýmis- legra gagna um sögu og menningu Siglufjarðar og Hvanneyrahrepps hins forna. Við opnun minn- ingarstofunnar og skjalasafnsins mun óttar Proppé bæjarstjóri og óli J. Blöndal bókavörður flytja ræður. Sigurjón Sæmundsson syngur við undirleik Silke Óskarsson. Hlynur óskarsson leikur á trompet og kirkjukórinn, undir stjórn Páls Helgasonar syngur lög eftir séra Bjarna. Bókafulltrúi ríkisins, Kristin Pétursdóttir, flytur ávarp. Klukk- an 16—18 verður síðan kaffiboð fyrir bæjarbúa. Búist er við að- komugestum til þessarar athafn- ar, auk þess sem allir eru að sjálfsögðu velkomnir. (Fréttatilkynning) Finnsk listakona í Gallerí Langbrók FINNSKA listakonan Outi Heisk- anen opnar á morgun sýningu í Gallerí Langbrók f Reykjavik. Á sýningunni verða um 40 grafíkm- yndir. Outi Heiskanen er, að sögn Langbróka, einn fremsti mynd- listarmaður Finnlands. Hún er fædd árið 1937 og er búsett í Helsinki. Hún hefur haldið fjöl- margar einkasýningar og tekið þátt I samsýningum víða um heim og hlotið ýmsar viðurkenn- ingar fyrir verk sín. Outi var í óða önn að setja upp sýninguna í Gallerí Langbrók, þegar blaðamann bar að garði. „Öll verkin á þessari sýningu eru unnin.út frá sama efni,“ sagði hún. „Þegar ég var barn, heyrði ég gamla þjóðsögu, sem fyrst var skráð í Finnlandi á 16. öld, um fólk, sem bjó á lítilli eyju, Fugla- eyju, á heimsenda. Fólk þetta var mjög smávaxið, þvi á heims- enda var svo lágt til himins, að það gat ekki verið stærra. Þessi þjóðsaga um þetta fólk, þessa dverga á heimsenda, hreif mig mjög mikið, en myndirnar eru ekki beint um þetta fólk, heldur er sagan fremur bakgrunnur, sem ég vinn út frá miðað við mitt eigið líf.“ Hjónin Anne Marie og Harold Reinholdtsen. Hjálprædishernum bætist liðsauki Til Hjálprsðishersins eru komin hjónin Anne Marie og Harold Keinholdtsen, kapteinar. Þau munu taka við stjórn samkomustarfs Hjálprsðishersins í Reykjavík. Þau hafa áður búið hér á landi og störf- uðu þá í fimm ár á Akureyri. í kvöld, fimmtudag, verður kvöldvaka, þar sem komu þeirra verður fagnað. Veitingar verða bornar fram.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.