Morgunblaðið - 16.08.1984, Síða 35

Morgunblaðið - 16.08.1984, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 1984 35 Agúst Kvaran leikari — minning Langt er nú liðið á annað ár, síðan sá mæti maður Ágúst Kvar- an, leikari og leikstjóri var lagður til hinstu hvíldar í kirkjugarðin- um á Akureyri, en í dag 16. ágúst hefði hann orðið níutíu ára, hefði hann lifað. Hann var sonur sr. Jóseps Hjörleifssonar sóknarprests á Breiðabólstað á Skógarströnd og konu hans Lilju Mettu Ólafsdótt- ur, dóttir Ólafs Jónsonar kaup- manns í Hafnarfirði. Sr. Jósep lést á besta aldri og var Ágúst þá að- eins 9 ára. Hefur það verið mikið áfall fyrir fjölskylduna, því börnin voru sjö að tölu og öll ung að ár- um. Móðir hans fluttist til Revkja- víkur með börnin flest, en Ágúst var í nokkur ár á vegum Sigurðar Hjörleifssonar læknis, föðurbróð- ur síns í Grenivík og einnig á Ak- ureyri. Þá var hann einnig eitt- hvað hjá afa sínum, sr. Hjörleifi Einarssyni á Undirfelli í Vatns- dal, sem kenndi honum nokkuð undir skóla, en sr. Hjörleifur var þá orðinn gamall maður og leát árið 1910. Eftir það var Ágúst í Verslunarskólanum í Reykjavík í 2 vetur og hóf verslunar- og skrif- stofustörf þar í borg, en snéri sér fljótlega að leiklistinni með Leik- félagi Reykjavíkur. Einar Hjörleifsson Kvaran skáld, föðurbróðir hans, var um þær mundir mikils ráðandi hjá Leikfélagi Reykjavíkur og mun Ágúst hafa byrjað sinn leikferil, fyrir hans tilstilli. Er ekki að orð- lengja það, að Ágúst virtist vera „fæddur leikari", eins og sagt er um þá, sem eiga auðveldara en aðrir að setja sig í spor þeirra per- sóna, sem túlka skal. Ennfremur hafði hann þá kosti, sem mjög eru ákjósanlegir fyrir leiksviðið, glæsimennsku, hvar sem á var litið, fagran málróm og framsögn og góða söngrödd. Fór nú vegur hans vaxandi hjá Leikfélagi Reykjavíkur, hann lék hvert stórhlutverkið á fætur öðru við framúrskarandi góða dóma, allt til hann fluttist til Akureyrar 1927, til að veita forstöðu heild- versluninni I. Brynjólfsson og Kvaran, sem starfrækt var hér á Akureyri allt til ársins 1963, er hún var lögð niður. Var hann þá nýskilinn við Soffíu Guðlaugsdóttur leikkonu og höfðu þau eignast eina dóttur, Eddu Kvaran, er síðar varð leik- kona og giftist Jóni Þórarinssyni tónskáldi. Eignuðust þau 3 syni. Þau slitu samvistum. Edda er lát- in fyrir nokkrum árum. Eftir að Ágúst fluttist til Akur- eyrar tók hann að leika og leik- stýra fyrir Leikfélag Akureyrar við mikið lof áhorfenda. Blaðaum- mæli frá þeim tíma eru öll á einn veg, aðdáun og þakklæti til hans fyrir framúrskarandi leik og leik- stjórn. Margur nýliði í leiklistinni hlaut þar ómetanlega tilsögn og uppörvun, því ekkert mátti fram ganga nema þvl besta mögulega væri náð. Nokkru eftir að hann fluttist til Akureyrar kynntist hann ungri glæsilegri stúlku, Önnu C. Schiöth, fædd 1909 dóttir Axels Schiöth bakarameistara og konu hans Margrethe Schiöth, en þau hjón voru af dönskum ættum. Þau Ágúst og Anna giftust 1931 og bjuggu sér fagurt heimili á Akur- eyri og voru búsett þar alla tíð upp frá því. Þau eignuðust tvö börn, Axel Kvaran forstöðumann skilorðseft- irlits ríkisins, kvæntan Ósk Guð- bjartsdóttur og eiga þau þrjá syni, Önnu Lilju Kvaran, gifta Sveini Óla Jónssyni, hljóðfæraleikara og eiga þau eina dóttur. Auk þess ólu þau upp sonarson sinn Ágúst Kvaran yngri, sem er doktor í efnafræði og kvæntur Eddu Jón- asdóttur og eiga þau eina dóttur. Ágúst Kvaran missti konu sína 1981, eftir löng veikindi og dvöl á sjúkrahúsum. Var hann þá einnig orðinn lélegur til heilsu. Var því að ráði að hann vistaðist á dval- arheimilinu Ási í Hveragerði, þar sem börnin hans voru búsett sunnanlands og áttu því hægara með að líta til með honum. í Hveragerði leið honum vel, hann dáðist að fegurð staðarins og þar kom að kallinu síðasta, i byrjun ársins 1983. Þetta er í stuttu máli aðalæfi- ágrip hins gáfaða manns Ágústar Kvarans, er hann nú er allur. Margar minningar vakna um störf hans í musteri „Thaliu". Þar var engin fyrirhöfn talin eftir, þar var hann heill og óskiptur. Við gleymum ekki túlkun hans á „Lutz“, „ógautan", sr. Sigvalda, Natani Ketilssyni og mörgum fleiri frægum hlutverkum úr þekktum leikverkum, þar sem hann skapaði ógleymanlegar per- sónur. Slíkir hæfileikar eru sjald- gæfir okkar á meðal og ef forsjón- in hefði deilt honum lífsstarfi með stærri þjóðum hefði hann eflaust orðið frægur víða um heim. Alltaf má deila um hvort frægðin sé eft- irsóknarverð og sumum veitir hún litla hamingju, en víst er að Ágúst fann sína hamingju á Akureyri, með sinni mikilhæfu og glæsilegu eiginkonu og efnilegu börnum. Að lokum viljum við I fjölskyld- unni þakka samferðina og gengn- ar stundir. Fagurt sálmavers eftir Einar H. Kvaran frænda Ágústar hljóðar svo: „Þín náðin, Drottinn nóg mér er því nýja veröld gafstu mér, þótt jarðnesk gæfa glatist öll, ég glaður horfi á lífsins fjöll. Sigríður Guðmundsdóttir Schiöth AF ERLENDUM VETTVANGI eftir GUÐMUND GUÐJÓNSSON Zimbabwe: Eins flokks stjórn fyrir eða eftir 1990? UM FÁTT er meira skrafað og skrifað í heimsmálum í dag, en stjórn- málaþróunin í Afríkuríkinu Zimbabwe, sem áður hét Ródesía. Þar er æðsti maðurinn, forsætisráðherrann Robert Mugabe, búinn að fá ein- róma samþykkt flokks síns fyrir því að stofnað verði og stefnt að eins flokks stjórn í landinu, önnur stjórnmálastarfsemi verði bönnuð. Stofnað hefur verið stjórnmálaráð, miðnefnd og undirnefndir, eða hið sama stjórnkerfi og viðgengst í Sovétríkjunum. Þá hefur Mugabe tilkynnt að Zimbabwe verði Marz-leninískt þjóðfélag og er því Ijósara en frá þarf að segja, að fyrirmyndina sækja Mugabe og flokksbræður hans til Sovétríkj- anna. Þetta var ákveðið á ársþingi Zanu-flokksins sem Mugabe beitir formennsku og samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta, nánast einróma. skipta í landinu. Fjármálaráð- herrann, Enos Nkala, er meira að segja úr röðum Nbedelel- manna, þeir telja 20 prósent þjóðarinnar og styðja að miklum meiri hluta Zapu-flokk Joshua Nkomo. Val Mugabes bendir til að Mugabe vilji ekki að neinn hópur sé alfarið hlunnfarinn án þess þó að það fari milli mála að þrír helstu ættbálkar Zanu- flokksins séu herrar landslýðs, enda sitja leiðtogar ættanna þriggja í mestu valdastöðunum. Hvað ber framtíðin f skauti sér Þingi Zanu-flokksins er lokið og nú veit heimurinn hvað Mug- abe ætlar landslýð. Tekst honum að koma á eins flokks stjórn að hætti Rússa? Hvaða meðul verða 'notuð og munu þau hrífa? And- staða verður umtalsverð og kem- ur þá til blóðsúthellinga? Mugabe sagði í ræðu sinni á þinginu, að Zimbabwe-búar yrðu Stjórnarandstöóuleiðtogi: Joshua Nkomo. að leggja áherslu á að koma al- gerum sósíalisma á í landinu, í öllum krókum og kimum þjóð- lífsins, hvort heldur í knatt- spyrnusambandi landsins eða efnahagsmálum. Hann þykir góður ræðumaður og orðum hans öllum var yfirleitt vel tekið af þingfulltrúum. Mugabe var óumdeilanlega leiðtoginn í fundarlok, hann er formaður Zanu-flokksins og eng- inn annar. Eftir að hafa slitið þinginu með langri og skorin- orðri ræðu, stökk hann af ræðu- pallinum og tók þátt í villtum ættbálkadansi Shona-ættbálks- ins. Síðan gekk hann um á meðal hinna 6.000 þingfulltrúa og tók í hendur allra sem hann náði til. Og hann var hylltur sem guð. Smith og Nkomo sjá nú hvers lags barátta er í vændum, hvern- ig bregðast þeir við, hvað geta þeir gert? Heimildir: Obserever, New York Times, AP o.fl Hvað þýðir þetta? Mugabe kaus strax 4ra manna stjórnmálaráð og kosið var einnig í aðrar nefndir á þinginu. Þegar I stað komu upp ýmsar deilur. f fyrsta lagi reynd- ust margir flokksbræður Mugab- es andsnúnir því að hann sjálfur og nánasti aðstoðarmaður hans, Simon Muzenda, kysu menn í stjórnmálaráðið á eigin spýtur. Það var mál margra að réttara væri að miðnefndin kysi menn í æðsta ráðið. Þessar kröfur barði Mugabe frá sér og undirstrikaði um leið hver það er sem völdin hefur. Það gekk svo langt, að upphaflega var áætlað að 15 manns ættu sæti í ráðinu, en þeim fækkaði um einn eftir að Mugabe skipaði Muzensa I tvö embætti. Svo var það annað, á að koma á slíku stjórnkerfi í landinu strax í skjóli valds eða hægt og sígandi? Þannig er mál vexti, að til er stjórnrskrá samin af Bret- um í samvinnu við landsmenn er landið fékk sjálfstæði frá Bret- landi. Þar er kveðið á um lýð- ræði fram til ársins 1990 nema að þjóðareining sé um að hafa hlutina öðru vísi. Það þýðir I raun, að allir 100 þingmenn landsins samþykki það og engar horfur eru á því að það verði. Ian Smith, leiðtogi hvítra manna og Joshua Nkomo leiðtogi svartra stjórnarandstæðinga hafa heitið því að samþykkja aldrei eins flokks stjórn í landinu. Mugabe sagði i ræðu á flokks- þinginu, að trúlega yrði að fara varlega í sakirnar, það eina sem samþykkt hefði verið væri að mynda slíka stjórn innan Zanu- flokksins með það á stefnuskrá að koma á slíkri stjórn i landinu i fyllingu tímans. „Slíkar breyt- ingar gerast ekki á einni nóttu,“ sagði Mugabe i ræðunni. Þing- kosningar eru í Zimbabwe á næsta ári og talið er vist að Zanu-flokkurinn muni leggja allt í sölurnar til að ná fram úr- slitum sér i hag i kosningunum, það myndi styrkja stöðu flokks- ins mjög. Áhyggjuraddir hafa komið upp þess eðlis að Mugabe vilji slá ryki í augun á grunlausum með tali sínu um „fyllingu tim- ans“ á sama tíma og hann undir- búi meiri háttar breytingu á stjórnkerfi landsins í skjóli valds. Að minnsta kosti eitt styður orð Mugabes, val hans f stjórnarráðið. Þrír ráðherrar hans eiga þar ekki sæti, þeir Eddison Zvbogo dómsmálaráð- herra, Kumbirai Kangai iðnað- arráðherra og Edgar Tekere, fyrrum * framkvæmdastjóri flokksins, en hann var rekinn úr flokknum eftir að hafa verið sakaður um morðið á hvítum bónda árið 1980. Þessir menn þykja allir mjög róttækir og þykir mörgum fjarvera þeirra í stjórnmálaráðinu segja nokkra sögu um stefnu Mugabe. Þó þyk- ir það mestum tíðindum sæta að sá fyrst nefndi skuli ekki vera i Robert Mugabe stjórnmálaráðinu þar sem hann er sprenglærður og snjall lög- fræðingur, en mörgum þykir glæfralegt að hafa ekki að minnsta kosti einn slfkan mann til staðar er leiðtogar flokksins fara að velta fyrir sér leiðir til að breyta stjórnarskránni sem nær öruggt er talið að gert verði til að flýta fyrir valdatökunni. Mugabe segir að allt muni fara fram i „fyllingu tímans“, en stjórnarandstæðingar og margir stjórnmálasérfræðingar eru þeirrar skoðunar að þau orð feli f sjálfu sér ekki mikið i sér, Mug- abe og taglhnýtingar hans muni ekki bíða ótilneyddir til ársins 1990 eftir þvi að koma stjórn- kerfi sínu á. Dómsmálaráðherr- ann er einnig leiðtogi ákveðins hóps róttækra, en hann ásamt hinum tveim tóku sæti í mið- nefndinni. Annars þykir Mugabe hafa valið í stjórnmálaráðið með hliðsjón af klíkum þeim og ætt- bálkum sem einhverju máli

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.