Morgunblaðið - 16.08.1984, Síða 44

Morgunblaðið - 16.08.1984, Síða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 1984 Svipmyndir frá ól ÞAÐ ER kunnara en frá þurfi að segja, aö nýlokiö er Ólympíuleik- unum í Los Angeles. Þaö þöttu eftirminnilegir leikar fyrir marga hluta sakir og hinar ýmsu uppá- komur voru daglegt brauð sem endranær á slíkum íþróttahátíö- um. Hér birtast nokkrar myndir, svona til minningar um nýliöna leika. Sýna myndirnar nokkur augnablik sem gripu augaö á leikunum. Á stóru myndinni hér aö ofan stekkur japanski lyftingarmaðurinn Takashi lchiba heljarstökk áöur en hann reynir viö 145 kg í snörun. Undirbúningurinn haföi ekki tilætl- uö áhrif, sá japanski náöi þyngd- inni ekki upp. Á efri myndinni t.h. steypast Mexíkaninn Armando Roberto og hestur hans fram af giröingu og ofan í vatnsgryfju. Hvorugan sakaöi. Á neðri mynd- inni er stumraö yfir millivega- lengdahlauparanum fræga, Steve Ovett, eftir aö hann gafst upp í úrslitum 1500 metra hlaupsins. Ovett átti viö öndunarerfiöleika aö striöa og lauk hvorki keppni í 800 eða 1500 metra hlaupi. Frá Ólympíuleikunum: Framkvæmdin var eins og best varö á kosiö Morgunblaöiö/Þórarinn Ragnarsson. • Einar Vilhjálmsson dregur íslenska fánann aö húni í Los Angel- es. — Eftir Þórarín Ragnarsson 23. Ólympíuleikarnir heyra nú minningunni til. Leikarnir sem var slitiö hér meö pomp og prakt í borg englanna i Kali- forníu síðla á sunnudagskvöld, brutu á margan hátt blaö í sögu Ólympíuleikanna. Mjög margir höföu spáð illa fyrir leikunum, en víst er aö ólympíuhugsjónin og Ólympíuleikarnir eru sterkari en nokkru sinni fyrr, eftir aó leikarnir eru búnir. Framkvæmd Ólympíuleikanna hér var eins og hún gerist best. Hún var Bandaríkjamönnum, bandarísku ólympíunefndinni og öllum þeim sem í leikunum tóku þátt til mikils sóma. 140 þjóöir tóku þátt í leikunum og 7800 íþróttamenn mættu til leiks. 18 þjóóir sátu heima. Segja má aö þær þjóöir hafi farið mikils á mis. Alþjóöaólympíunefndin hefur hugleitt þaö alvarlega aö mæti þjóöir ekki á Ólympíuleikum, verði þeim refsaö og jafnvel ekki leyfó þátttaka í leikum framar. Þessi hugmynd kom fram hér eftir Óiympíuleikana í Los Angel- es þar sem þeir þóttu svo vel heppnaöir og þar sem svo vel var búiö aö íþróttafólkinu á allan hátt. Öryggisgæsla var til mikillar fyrirmyndar og allt sem viövék íþróttafólkinu var betra en oftast áöur. Leikarnir í Los Angeles eru þeir fyrstu þar sem einkaframtak ræöur ríkjum og í fyrsta sinn skil- uöu leikarnir umtalsveröum hagnaöi. Gert er ráö fyrir aö hagnaöurinn af leikunum hér í Los Angeles nemi rúmum 15 milljónum dollara. Þaö er enginn kostnaóur sem lendir á íbúum Los Angeles-borgar. Þá voru ekki byggö nein ný mannvirki fyrir íþróttafólkiö, heldur voru notaöar þrjár stórar heimavistir háskóla þar í borginni. Ólympíu- leikvangurinn frá 1932 var gerö- ur upp og síöan voru stór banda- rísk fyrirtæki fengin til þess aö byggja ný íþróttamannvirki eins og sundlaug, hjólreiöabraut og fleira, en ekkert kom frá skatt- borgurunum sjálfum. Allt gafst þetta mjög vel. Þaö má segja aö bandaríska ólympíu- nefndin hafi gert kraftaverk í því hvernig hún hreif meö íbúa landsins. Hún lét íbúana taka þátt í leikunum og lét leikana snerta eins marga og hægt var. Þaö var gert fyrst meö því aö gefa fólki kost á því aö hlaupa meö Ólympíueldinn þvert yfir Bandaríkin, frá austurströnd yfir á vesturströnd og þeir voru margir sem tóku þátt í því hlaupi og hrifust meö. Nýtt met var sett á leikunum hvaö áhorfendur snerti. Áhorf- endur voru um 5,7 milljónir, eöa fleiri en nokkru sinni fyrr og var mjög athyglisvert hversu stóran þátt þeir tóku í gleöi og sorg íþróttafólksins og hversu mikil þjóöerniskennd kom fram hjá Bandaríkjamönnum. Á þessum Ólympíuleikum skiptust á skin og skúrir, sigrar, töp og óhöpp eins og jafnan áö- ur. Erfitt er aö segja til um hvaö stendur upp úr á slíkum leikum, mörg nöfn koma fram í hugann og mörg atvik eru manni Ijós er hugsaö er til baka. Blökkumaö- urinn Carl Lewis vann til fern gullverölauna í frjálsum íþróttum blökkustúlkan Valerie Brisco- Hooks sem var svo til óþekkt fyrir leikana vann til þrennra gull- verölauna í frjálsum íþróttum. Breski tugþrautarmaöurinn Daley Thompson var án efa með vinsælli keppendum á leikunum, hann skemmti bæöi sjálfum sér og áhorfendum þegar hann sigr- aöi í tugþrautarkeppninni og var aöeins einu stig frá því aö setja heimsmet. Þaö mætti halda lengl áfram aö telja upp íþróttafólk, hin 16 ára gamla Mary Lou Rett- on, sem tvivegis í röö fékk 10 í einkunn í fimleikunum þegar á þurfti aö halda, vann hug og hjörtu áhorfenda meö fallegu brosi sínu og geöugri framkomu, maraþonhlaupararnir, banda- ríska stúlkan Benoit og Portúgal- inn Lopez, sýndu stórkostlega frammistööu og fleira íþróttafólk mætti nefna. Þaö voru ekki sett mörg heimsmet á þessum leikum, en mörg ólympíumet féllu. En þegar upp er staðiö er sjálfsagt ekki mikilvægast hve mörg met hafa falliö, hvort sem þaö eru heims- met eöa ólympíumet, heldur er þaö mikilvægast, aö hægt er aö sameina íþróttafólk 140 þjóöa á einum vettvangi og sýna fram á aö friður og skilningur getur ríkt og íþróttafólkiö nýtur þess aö vera saman og nýtur þess aö sameina krafta sína á jafn stór- kostlegri hátíö og Ólympíuleik- arnir eru. Ólympiuleikarnir í Los Angeles fóru fram úr vonum allra, á því er ekki nokkur vafi. Margir höföu spáö því aö illa færi, öryggis- gæslan yröi aldrei slík aö hægt væri aö koma í veg fyrir óhöpp, mengunin í borginni væri slík að þar væri ekki hægt aö halda íþróttahátíö og margt fleira var tint til. En annaö hefur komiö á daginn, stórkostlegir leikar eru búnir. Veöriö lék viö keppendur og áhorfendur. Heiöskirt var dag eftir dag og glampandi sól. Lítil sem engin mengun var, umferö- aröngþveiti varö varla aö veru- leika og öryggisgæslan kom í veg fyrir aö nokkur óhöpp kæmu fyrir. Sem sagt, stórkostlegum leikum er lokiö og Ólympíuleik- arnir standa eftir sterkari en nokkru sinni fyrr. Þeir næstu eiga aö fara fram aö fjórum árum liðn- um i Seoul í Suöur-Kóreu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.