Morgunblaðið - 21.08.1984, Síða 1

Morgunblaðið - 21.08.1984, Síða 1
64 SÍÐUR STOFNAÐ 1913 187. tbl. 71. árg. ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 1984 Prentsmiðja Morgunblaðsins Flokksþing repúblikana sett í gær: Einhugur og góð efnahagstíðindi Dallas, Texats, 20. ágúst. AP. „Nú þegar við höldum til barátt- unnar höfum við að bakhjarli mestu efnahagsframfarir í þrjá áratugi og í tíð sjö forseta," sagði Frank Fahren- kopf, formaður Repúblikanaflokks- ins, þegar hann setti 33. þing flokks- ins að viðstöddum á þriðja þúsund fulltrúa í Dallas í Texas. Reagan, forseti, er nú á kosningaferðalagi og kemur til þingsins á miðvikudag. í setningarræðu sinni fór Fahr- enkopf hörðum orðum um and- stæðingana, demókrata, og sagði, að þing þeirra í Los Angeles hefði verið eins konar „svallveisla þrýstihópa". Hafði hann þau orð um Mondale, að hann væri „aðeins maður, sem ekki gæti sagt nei“. Ræðu sína flutti Fahrenkopf að- eins tveimur stundum eftir að birtar voru tölur um efnahags- þróunina í Bandaríkjunum en þar kemur fram, að hagvöxturinn var 7,6% á síðasta ársfjórðungi og heíur líklega ekki verið svo mikill frá því seint á fimmta áratugnum. Verðbólgan er svo ekki nema 3,2%. Þykja þessi tíðindi ekki ónýtt innlegg í kosningabaráttu Reagans. Sú stefnuskrárályktun, sem liggur fyrir þinginu, er mjög í íhaldssömum anda og ekki fullur einhugur um hana meðal repú- blikana. Ekki er þó búist við, að miklar deilur verði á þinginu og þykir víst, að einhugur ríki um framboð Reagans öðru sinni. Fjármál Ferraro-hjónanna: Skattar frá 1978 voru vangreiddir Washington, 20. ágúst. AP. Geraldine Ferr- aro, varaforseta- efni demókrata, og maður hennar skvrðu í dag frá fjármálum sínum og kemur þar fram, að þau hafa greitt 40% tekna sinna í skatta sl. fímm ár. Þau létu hins vegar fylgja ávísun upp á rúma hálfa aðra milljón ísl. kr. vegna vangoldinna skatta, sem þau sögðu stafa af mistökum endurskoðanda síns árið 1978. Geraldine Ferraro hefur verið gagnrýnd harðlega fyrir að greina ekki nákvæmlega frá fjármálum manns síns, Zaccaro, en hún hefur borið fyrir sig lög, sem heimila slíkt. Lögin gera þó ráð fyrir, að viðkomandi hafi enga hugmynd haft um fjármál maka síns og eignir og engan hag af þeim haft.l þeim efnum hefur Ferraro þó orð- ið margsaga. Francis O’Brian, talsmaður Mondales og Ferraro, sagði í dag, að mistök endurskoðandans hefðu verið að vanmeta ákveðin fast- eignaviðskipti og að þess vegna hefði nú skattyfirvöldum verið send ávísun fyrir vangoldnum sköttum og vöxtum af þeim frá 1978. Repúblikanar, sem nú halda flokksþing í Dallas, gerðu sér mik- inn mat úr þessu máli í dag og óttast demókratar, að það geti orðið þeim skeinuhættara en glannaleg gamansemi Reagans um árás á Sovétríkin. Mabel Barker, einn af fulltrúunum á flokksþingi repúblikana í Dallas, sem sett var í gær, veifar hér skilti þar sem endurreisn bandarísks efnahagslífs er augljóslega þökkuð Reagan forseta og trúlega vísar jafnaðarmerkið til þess að hann eigi að endurkjósa. Símamynd AP. Stefnubreyting Albana: Viðskipti við Ítalíu og tala við Strauss Otranto, ÍUlíu, 20. ágúst AP. ALBANSKUR fískibátur kom í dag í höfn í ítalska bænum Otranto við Adríahafíð og er það í fyrsta sinn í 40 ár, sem albanskt skip kemur til ftalíu. Albanska skipið „Mitro Dhim- ertika", sem er 112 tonn, landaði í Otranto 30 tonnum af kræklingi, sem seldur verður á Ítalíu. Er það gert samkvæmt verslunarsamn- ingi milli ríkjanna og þykir ein- stakur fyrir Albaníumenn, sem hafa verið einangraðir frá um- heiminum í áratugi. Hafa þeir engin tengsl haft við vestræn ríki og upp á siðkastið ekki heldur við kommúnísk ríki. Að undanförnu hafa Albanir látið í ljós áhuga á samskiptum við ítali og var verslunarsamning- urinn undirritaður í desember sl. Annað, sem tíðindum þykir sæta í málefnum Albaníu, er, að Franz Josef Strauss, leiðtogi Kristilega sósíalsambandsins í Bæjaralandi, hefur verið þar í einkaheimsókn, sem lauk í dag. Var hann í sumarleyfi í Júgóslavíu þegar hann fór öllum að óvörum til Albaníu og átti þar viðræður við frammámenn. Byggja írakar eitur- vopnaverksmiðju? New York, 20. ágúst. AP. MEÐ HJÁLP vestur-þýskra tækni- manna eru írakar í þann veginn að Ijúka smíði mikillar verksmiðju þar sem þeir geta framleitt eiturefnið tabun og e.t.v. einnig sinnepsgas. Verða risaolíuskip notuð til fiskeldis? Ósló, 20. ágúst. Frá frétU ritara MbL JanKrik HÓPUR athafnamanna í Norður- Noregi stefnir að því að nota risa- olíuskip sem eldisstöðvar fyrir lax og silung. 500.000 tonna risaolíuskip gæti rúmað allt fiskeldi í land- inu. Skipið gæti haldið sig á al- þjóðlegum siglingaleiðum og sniðgengið þannig þau ströngu skilyrði sem sett eru i Noregi fyrir veitingu rekstrarleyfa. Þar að auki gæti skipið verið á haf- svæðum, þar sem hiti er mun hagstæðari fiskeldi en er í Nor- egi til þess að fá eins hraðan Lauré. vöxt hjá ungviðinu og mögulegt er. Og síðast en ekki síst gæti skipið siglt með vöruna til mark- aðslandanna sem vildu kaupa hana. Hinn stærsti þeirra aðila sem stunda fiskeldi í Norður-Noregi vildi þó ekki vera með í fyrirtæk- inu. Hann heldur því fram, að fljótandi fiskeldisstöð sem þessi hljóti að eyðileggja möguleika á að skapa atvinnutækifæri í af- skekktum strandhéruðum lands- ins. Risaolíuskipin eru alltof mörg á heimsmarkaðnum í dag og verðlag á þeim því lágt, eða um 40—50 milljónir nkróna. Útbún- aður sem þyrfti myndi kosta 30—40 milljónir og rekstrar- kostnaður er áætlaður um 100 milljónir nkr. á ári. Talið er, að 60—70 manns gætu séð um rekstur slíkrar fljótandi eldis- stöðvar. Hins vegar gætu sjúkdómar sett strik í reikninginn. Kæmi upp sjúkdómur í laxinum eða sil- ungnum um borð, mundi allur fiskurinn smitast og fyrirtækið fara í rúst. Segir frá þessu í nýjasta hefti af bandaríska tímaritinu Newsweek. íranir eru nú enn einu sinni farnir að boða mikla sókn gegn írökum. Newsweek, sem kveðst hafa fyrir fréttinni háttsetta menn í Bandaríkjunum og erlendis, segir suma hluta verksmiðjunnar til- búna og að aðeins nokkrar vikur séu í að full starfsemi hefjist í henni. Segir einnig, að bandarískir embættismenn hafi um tíma velt því fyrir sér að gera árás á verk- smiðjuna en hætt við vegna þess hve verksmiðjan er nálægt Bagd- að. Afleiðingar árásarinnar hefðu getað orðið þær, að banvæn eit- urský hefðu lagst yfir borgina. I desember sl. keyptu írakar af vestur-þýska fyrirtækinu Karl Kolb verksmiðju, sem var sögð vera til að framleiða skordýraeit- ur, en í Newsweek segir, að hún hafi verið gerð til að framleiða eit- urvopn. Vestur-þýska stjórnin kvaðst ekki hafa lagaheimildir til að stöðva söluna eða aðstoð sér- fræðinga fyrirtækisins. Fréttir herma, að nú hafi vestur-þýska stjórnin krafist þess, að fulltrúar hennar fái að kynna sér írösku verksmiðjuna og þá starfsemi, sem þar á að fara fram. íranskir embættismenn og blöð hafa nú aftur tekið til við að boða stórsókn gegn Irökum og segja, að nú sé sá gálgafrestur Iiðinn, sem þeir gáfu þeim. Krefjast þeir m.a. stríðsskaðabóta og að Hussein, forseti íraks, fari frá. Er undir- búningur sóknarinnar sagður hafa staðið í fimm vikur og að þúsundir sjálfboðaliða streymi til víglín- Bretland: Fjármálaráð- herra rændur Ix>ndon, 20. áffúst. AP. NÍUTÍU sterlingspund, jafnvirði um 3.600 íslenskra króna, hurfu úr veski Nigel Lawson, fjár- málaráðherra Breta, um helg- ina. Veskið geymdi ráðherrann í jakka í embættisbústað sínum í Downing-stræti í London. Ekki er sjáanlegt að brotist hafi verið inn í íbúðina og beinist lögreglurannsókn nú að því hvort einhverjir í starfsliði Lawsons hafi gerst helsti fingralangir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.