Morgunblaðið - 21.08.1984, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 1984
Verkamannasambandið kynnti kröfur sfnar í gær:
Yinnuveitendur telja
þær vera um 40-50%
MorgunblaftiA/Kiri
Frá Skarðsrétt í Gönguskörðum þar sem hrossin voru hvfld fyrir útflutning-
inn. Skagfirðingarnir eru þarna í slagsmálum við meri eina sem Belgunum
fannst full feit og vildu láta vigta aftur.
Sauðárkrókur:
Útskipun á slátur-
hrossum til Belgíu
í GÆR voru 110 til 120 hross sett
um borð í gripaflutningaskip á Sauð-
árkróki. Hrossunum var smalað
saman í Húnavatns- og Skagafjarð-
Tafir á pfla-
grímaflugi
Arnarflugs
NOKKUR töf varð á pflagríma-
flugi Arnarflugs milli Trípólí og
Jeddah um helgina, sem að sögn
Guðmundar Haukssonar, fjár-
mílastjóra félagsins, stafaði af
einhverjum pólitískum deilum
milli Líbýu og Saudi Arabíu. Þær
deilur eru nú leystar og pílagríma-
flugið hafið að nýju.
Guðmundur Hauksson sagði í
samtali við Morgunblaðið, að
önnur vél Arnarflugs hefði lent
í Jeddah á laugardag, en af-
greiðsla hennar hefði tafizt
verulega, hugsanlega vegna ein-
hverra árekstra milli útlend-
ingaeftirlitsins í Jeddah og
Líbýumanna, sem komið hefðu
með annarri vél skömmu áður.
Vegna tafarinnar hefði áhöfnin
verið komin „á tíma“ og því
hefði hún hvílst á hóteli þar til í
gærmorgun er hún kom að nýju
til Trípólí.
Guðmundur sagði ennfremur,
að eitthvað hefði virzt skorta á,
að líbýska flugfélagið, sem Arn-
arflug flygi fyrir, hefði aflað
nægilegra flugheimilda til píla-
grímaflugsins, en mál þessi
væru nú leyst og hefði flugið
hafizt að nýju með eðlilegum
hætti í gær. Það væri algengt að
í upphafi flugs sem þessa kæmu
fram nokkrar tafir og erfiðleik-
ar, sem alltaf leystust fljótlega.
Aætlud hækk-
un byggingavísi-
tölu um 0,15%
SAMKVÆMT ákvörðun ríkisstjórnar-
innar um að vísitala byggingakostnað-
ar skuli áætluð fyrir þá mánuði, sem
hún er eigi reiknuð út lögformlega,
hefur Hagstofan áætlað byggingavísi-
tölu eftir verðlagi fyrri hluta ágústmán-
aðar. Reyndist hún vera 164,85 stl'g og
er þá notast við grunninn 100 í des-
ember 1982.
Miðað við júlíverðlag reyndist
byggingavísitala, reiknuð út með
sama hætti, vera 164,60 stig og er því
hækkun vísitölunnar milli mánuða
0,15 stig. í fréttatilkynningu frá
Hagstofunni, er tekið fram að við
uppgjör verðbóta á fjárskuldbind-
inga, samkvæmt ákvæðum í hvers
konar samningum um að þær skuli
fylgja vísitölu byggingakostnaðar,
gilda hinar lögformlegu vísitölur,
sem reiknaðar eru á þriggja mánaða
fresti. Áætluðu visitölurnar skipta
þar ekki máli.
Þessi mánaðarhækkun bygginga-
vísitölunnar mælir 1,8% verðbólgu-
hraða á 12 mánaða tímabili.
arsýslum um helgina en þau verða
flutt til Belgíu til slátrunar ásamt
180 til 190 hrossum, aðallega úr Ár-
nes- og Rangárvallasýslum, sem sett
verða um borð í skipið í Þorlákshöfn
á morgun.
Að sögn Magnúsar Friðgeirsson-
ar, framkvæmdastjóra búvöru-
deildar SÍS, er kaupandi stórfyrir-
tæki sem er með hrossaslátrun og
kjötsölu. Sagði hann að dýralæknir
og fulltrúi Hagsmunafélags
hrossabænda færu með skipinu
utan til að sjá um að hrossin fái
rétta meðhöndlun. Tveir fulltrúar
fyrirtækisins eru hér á landi til að
fylgjast með að rétt sé staðið að
málum hér við útflutninginn. Hef-
ur heyrst eftir þeim að þeir séu
ekkert ánægðir með hvað hrossin
séu orðin feit eftir þetta grösuga
sumar. Magnús lagði á það áherslu
að hér væri um tilraun að ræða
sem vonandi yrði til að framhald
gæti orðið að þessum útflutningi.
Verkamannasamband ís-
lands kynnti Vinnuveitenda-
sambandi íslands kröfur sínar
á fundi í gær, og samkvæmt
upplýsingum Magnúsar Gunn-
arssonar, framkvæmdastjóra
VSÍ, þá eru kröfurnar að með-
altali á milli 40 og 50%, en
samkvæmt upplýsingum Guð-
mundar J. Guðmundssonar,
formanns Verkamannasam-
bandsins, þá eru kröfurnar frá
20 til 30%, en Guðmundur
sagði þó að nákvæmir útreikn-
ingar þar um hefðu ekki verið
gerðir af Verkamannasam-
bandinu. „Kröfurnar eru með
þeim hætti, að það er engin
leið að líta á þær sem umræðu-
grundvöll, miðað við þær að-
stæður sem eru í þjóðfélaginu í
dag,“ sagði Magnús í samtali
við blm. Mbl. og Magnús bætti
við: „Það var því engin leið
önnur fær, en að hafna þess-
um kröfum algjörlega og því
greindum við fulltrúum Verka-
mannasambandsins frá í dag.“
„Kröfur okkar eru að lægsti
taxti verði um 14 þúsund krónur,
en sá hæsti tæpar 20 þúsund
krónur, og það sér hver maður að
hér er ekki verið að gera neinar
ógnarkröfur," sagði Guðmundur í
samtali við Morgunblaðið. Hann
sagði að kröfurnar hljóðuðu upp á
að taxtarnir yrðu 5 en ekki 9, eins
og verið hefur, þannig að bilið á
milli taxtanna breikkaði. Jafn-
framt yrðu aldurshækkanir færri.
Eina aðalkröfuna sagði Guð-
mundur vera fyrir fólk í fisk-
vinnslunni, til þess að afnema
þetta tvöfalda kaupkerfi sem í
gangi væri, „við viljum afnema þá
taxta sem eru fyrir neðan lág-
marksdagvinnutekjutryggingu“,
sagði Guðmundur.
„Við höfum reiknað út, hvað
kröfur Verkamannasambandsins
þýddu fyrir fiskvinnsluna, ef að
þeim yrði gengið og okkur sýnist
að launakostnaður fiskvinnslunn-
ar myndi hækka um 45%,“ sagði
Magnús, „auðvitað getum við
ímyndað okkur hvaða áhrif það
hefði, ef samið yrði á þessum nót-
um. Það tæki ekki nema ör-
skamman tíma að hleypa verð-
bólgunni yfir 100 stig á nýjan
leik,“ sagði Magnús.
Magnús sagði að það hefði kom-
ið nokkuð á óvart, að þessar kröf-
ur virtust vera algjörlega á skjön
við þá láglaunastefnu sem verka-
lýðshreyfingin hefði rekið á und-
anförnum árum, þar sem mestar
kröfur væru gerðar til handa
þeim sem hefðu tiltölulega hæstu
launin, en minnstar kröfur fyrir
þá sem hefðu lægstu launin.
Borgarfjörður:
Óþurrkarnir jafnvel
meiri en í fyrrasumar
Grund, Skorradal, 20. ágúst.
HEYSKAPARTÍÐ hefur verið með
eindæmum erfið hér í Borgarfirði í
sumar. Þrálátar rigningar dag eftir
dag og er nú svo komið að þetta
sumar ætlar að verða sýnu verra en í
fyrra. Sláttur hófst hér um slóðir
með fyrra móti, eða almennt í síð-
ustu viku júnímánaðar. Það er um
það bil 3 vikum fyrr en í fyrra. Þrátt
fyrir það eiga menn nú mun meira
eftir af heyskapnum en á sama tíma
síðasta sumar.
Síðan 10. júlí hefur rignt meira
eða minna flesta daga, að frá-
dregnum dögunum 18. og 19. júlí,
29. til 31. júlí og 3. og 4. ágúst. Það
sem slegið var síðustu daga júlí-
mánaðar liggur því enn á túnum.
ýmist í múgum eða flatt. Augljóst
er, að slíkt hey er ákaflega lélegt
fóður og raunar verður það sama
að segja um það sem óslegið er á
túnum, því það liggur nú í legum,
úr sér sprottið og trénað. Mikill
mismunur er á sprettu nú eða í
fyrra, nú er allt vafið í grasi jafnt
á túnum sem utan túna. í fyrra
náði spretta sér aldrei sökum
kulda og bleytu.
Ljóst er, að einn eða tveir
þurrkdagar í senn bjarga eftirleið-
is litlu, því tún eru orðin það blaut
að illfært er um þau á vélum, og
því óskemmtilegt að þurrka hey
við slíkar aðstæður.
DP
Viðræðumar um verkefnalistann hefjast:
Ríkisfjármálin og kjarasamning-
ar erfiðustu úrlausnarefnin
ÞORSTEINN Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, Friðrik Sophusson,
varaformaður, og Geir Hailgrímsson, utanríkisráðherra, fóru til fundar við
Steingrím Hermannsson, forsætisráðherra, upp úr hádeginu f gær og ræddu
við hann um nýjan verkefnalista og næstu viðfangsefni ríkisstjórnarinnar.
Strax eftir þann fund eða klukkan 14.30 hittist þingflokkur framsóknar-
manna í Alþingishúsinu. Var það fyrsti fundur þingflokksins með Stein-
grími Hermannssyni í meira en mánuð.
Það var að frumkvæði Þor- ári, en í frumvarpi og fjárlögum
steins Pálssonar að strax í þing-
lok í vor komu fram óskir um
formiegar viðræður milli stjórn-
arflokkanna af þvf tagi sem nú
eru að hefjast. Þegar Steingrímur
Hermannsson kom heim úr
sumarleyfi í síðustu viku hafði
Sjálfstæðisflokkurinn mótað
hugmyndir' sínar um það hvað
skyldi rætt við Framsóknarflokk-
inn. Eftir þingflokksfundinn í
gær hefur forsætisráðherra feng-
ið umboð samflokksmanna sinna.
Hvorugur aðilanna hefur í
hyggju að skipa viðræðunefndir
en flokksformennirnir segjast
kalla þá með sér hverju sinni sem
beri ábyrgð á þeim málaflokkum
sem til umræðu eru. Samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins er
talið að viðræðurnar muni standa
í að minnsta kosti tvær vikur.
Á þessum tveimur vikum þurfa
stjórnarflokkarnir ekki einvörð-
ungu að taka afstöðu almennt til
næstu verkefna ríkisstjórnarinn-
ar heldur einnig koma sér saman
um frumvarp til fjárlaga fyrir ár-
ið 1985. Að þvi er heimildir Morg-
unblaðsins herma er það vilji
formanna stjórnarflokkanna að
fjárlög verði hallalaus á næsta
ársins í ár var gert ráð fyrir halla
á ríkissjóði. Að sögn heimildar-
manna blaðsins kann það að
reynast flokkunum erfiðara að ná
samkomulagi um hallalaust fjár-
lagafrumvarp en næstu verkefni
ríkisstjórnarinnar að öðru leyti.
Þá hefur i blöðum komið til orða-
hnippinga milli Steingríms Her-
mannssonar, forsætisráðherra,
og Alberts Guðmundssonar, fjár-
málaráðherra, um það hvernig
staðið skuli að samningagerð í
launadeilunni við opinbera
starfsmenn. Og telja heimildar-
menn blaðsins þar einnig erfiðara
mál viðfangs fyrir stjórnina en
verkefnalistann. Loks hafa nú
komið fram hugmyndir um það
meðal annars hjá forsætisráð-
herra og fjármálaráðherra að
Þorsteinn Pálsson taki sæti í rfk-
isstjórninni og verður væntan-
lega tekin afstaða til þeirra í til-
efni af þessum viðræðum.
Heimildarmenn Morgunblaðs-
ins lögðu á það áherslu að ekkert
benti til þess að vilji stjórnar-
flokkanna til samstarfs væri
minni en áður og því væri gengið
til viðræðnanna nú með það að
markmiði að ná samkomulagi.
MorKunbUAið/ Arni Sæberg
Þorsteinn Pálsson og Geir Hallgrímsson ræðast við fyrir utan Stjórn-
arráðið að loknum fundinum með forsætisráðherra í gær. Auk þeirra
sat Friðrik Sophusson fundinn.