Morgunblaðið - 21.08.1984, Page 4

Morgunblaðið - 21.08.1984, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 1984 Rútur Krist- inn Hannes- son hljóðfæra- leikari látinn RÍJTUR Kristinn Hannesson, hljóðfæraleikari, Öldugötu 42, Hafnarfíröi, lést í Landspítalanum að morgni 18. ágúst. Hann fæddist á Stokkseyri 16. ágúst 1920, en fluttist 4 ára gam- all til Hafnarfjarðar. Rútur Kristinn Hannesson var sjálf- menntaður tónlistarmaður og fékkst mest við spilamennsku á harmonikku, en hann var einnig organisti í Fríkirkjunni í Hafn- arfirði árin 1965 til 1967. Eftirlifandi kona Rúts Krist- ins er Ragnheiður Benedikts- dóttir og áttu þau sjö börn, en auk þess átti hann einn son. Rútur Kristinn Hannesson Fyrstu „frjálsu“ íslensku kartöflurnar teknar upp í Þykkvabænum á sunnudag. Jens Gíslason kartöflubóndi (til hægri) við upptökuna ásamt föður sínum og fjölskyldu. Morgunbiaftií/ RAX. Hagkaupsmenn taka við kartöflunum í gærmorgun. Sigurður Gísli Pálmason framkvæmdastjóri, Hengst til hægri, Gísli Blöndal, fulltrúi framkvæmdastjóra í miðið, og Jens Gíslason skoða kartöflurnar. „Frjálsu" íslensku kartöflurn- ar seldust vel fyrsta daginn í gærmorgun var hafín sala á „frjálsum“ íslenskum kartöflum, það er kartöflum sem keyptar eru beint af bændum, í verslun Hag- kaups hf. í Reykjavík. Jens Gíslason á Jaðri í Þykkvabæ kom þá með fyrstu sendinguna en hann selur kartöflur til Hagkaups án milligöngu Grænmetisverslunar landbúnaðar- ins. Þetta fyrsta tonn sem Jens kom með seldist upp fyrir klukkan 17 og ætla Hagkaupsmenn að fá meira magn af kartöflum næstu daga. Kartöflurnar eru seldar ópakkaðar á 29,90 kr. kílóið en kartöflur sem Hagkaup hefur keypt í gegnum Grænmetið hafa verið seldar á 36,00 kr. kflóið. „Þessu framtaki okkar hefur verið tekið afar vel eins og sést á því hvernig salan gekk í dag,“ sagði Gísli Blöndal, fulltrúi fram- kvæmdastjóra hjá Hagkaup, í samtali við blaðamann Morgun- blaðsins í gær. „Neytendur sýna samstöðu nú eins og í síðasta kart- öflustríði. Oft er þörf en nú er nauðsyn að standa með frjálsu kartöflunum," sagði Gísli einnig. Gísli sagði að Hagkaup hefði ákveðið að kaupa aðeins af þessum eina kartöflubónda til að byrja með þrátt fyrir mikið framboð. Ætlunin væri að fá frekari reynslu í viðskiptunum áður en lengra yrði haldið. Kartöflurnar komu óþvegnar, beint af upptöku- vélinni, þennan fyrsta morgun. Gísli sagði að framvegis myndu þeir fá þær þvegnar og einnig hefði verið haft samband við matsmenn til að fá þær metnar eins og reglur gerðu ráð fyrir. Skipulag nauðsynlegt „Ég lít svo á að þeir megi ekki gera þetta án leyfis Framleiðslu- ráðs,“ sagði Ingi Tryggvason, for- maður Framleiðsluráðs landbún- aðarins, þegar álits hans var leit- að. Sagði Ingi að málið yrði skoðað nánar hjá Framleiðsluráði og vafalaust rætt á Framleiðslu- ráðsfundi síðar í vikunni. „Ég hef ekkert um þetta að segja annað en að ég tel það mikla nauðsyn að bændur hafi skipulag á sölu af- urða sinna, ekkert síður á kartöfl- um en öðru, til þess að þeir geti, eftir því sem tök eru á, staðið sem jafnastir gagnvart markaðnum," sagði Ingi einnig. Viöskipti eiga að vera frjáis „Það eru ekki nein skýr ákvæði í lögum um þetta. Aðalreglan er þó sú að viðskipti eru frjáls hverjum sem er,“ sagði Helgi V. Jónsson, lögfræðingur Hagkaups hf., þegar hann var beðinn um álit á lagahlið Úlfarsá miklu lakari en í fyrra Heldur slöpp veiði hefur verið í Úlfarsá, eða Korpu eins og sumir kannast betur við hana. Síðustu fregnir hermdu að komnir væru um 140 laxar á land. Um tíma í júlí var prýðis- veiði, en léleg fram að því og eftir að gangan slotaði datt allt í dúnalogn á ný. Nú þykir mönnum ekki vera mikið af laxi og auk þess leit að honum upp um alla á. Best kunna flestir við sig er sjávarfossarnir fyllast svo af laxi að þar er sporður við sporð. Þá er hægt að sitja á klettunum og dorga með lítilli fyrirhöfn. Annars lags fiskerí dugar nú ef eitthvað dugar á annað borð. Korpa hefur verið vatnsmikil lengst af í sumar. Sama sagan í Vatnsdal og Víðidal Fyrsti íslendingahópurinn í Vatnsdalsá eftir útlendinga- tímabilið banaði 50 löxum og þótti ekki mikið þó það sé meiri veiði en þeir erlendu gátu státað af. Síðasti hópur þeirra dró 46 stykki á þurrt á einni viku, ís- lendingarnir voru í 3 daga. Stærsti laxinn í síðasta „holli“ var 23 punda hængur dreginn á maðk úr Kríu. Þó nokkrir 17,5 til 23 punda fiskar hafa veiðst síðustu daga og vikur, auk 28 pundarans sem áður hefur verið greint frá. Nú eru komnir 506 laxar úr Vatnsdalsá. í Víðidalsá veiddust 75 laxar fyrstu dagana sem íslendingar dorguðu í kjölfar erlendu veiði- garpanna. Stærsti 30 punda tröll sem greint var frá í Mbl. á föstudag. Hilmar Helgason veiddi laxinn í Harðeyrarstreng' á spón. Þar eru komnir milli 400 og 500 laxar á land sem þykir lélegt með afbrigðum. Blanda léleg Blanda hefur verið afar léleg þrátt fyrir að laxar mættu þar til leiks í talsverðum mæli mun fyrr í vor en dæmi eru til um. Voru menn himinlifandi með gang mála fram í júlí, en þá var ljóst að það var hætt að mestu að bætast við í ánni, veiðin þvarr og nýrenningar hættu að mestu að sjást. Nú eru komnir um 450—460 laxar á land og þykir iélegt sérstaklega þegar borið er saman við bestu ár Blöndu, en þá hefur hún slagað hátt í tvö þúsund fiska. Við þetta má bæta, að Svartá hefur verið heldur dauf í heild séð og ákaflega mishitt. Rúm- lega 100 laxar munu komnir á land úr henni og margir vænir. Einn hópur fyrr í mánuðinum fékk t.d. 10 laxa á stangirnar þrjár á tveimur dögum. Enginn var undir 12 pundum og einn vel yfir 20 pund sleit sig af í fjöru- borðinu eftir þriggja tíma viður- eign. Það var Haukur óskarsson rakari sem setti í laxinn á flugu nr. 10. Menn una annars vel við Svartá þó laxveiðin sé heldur treg, því satt mun vera að hún sé með allra fallegustu laxveiði- ám þessa lands. Húsavík: Orkumálaráð- herrar funda Húsavík, 20. ápísL FUNDUR orkumálaráðherra Noröurlanda var haldinn á Húsavík í dag og var þar rædd þróunin á orkusviðinu í hverju landi fyrir sig svo og staða al- þjóðlegra orkumála. Fundinn sátu Seppó Lindblom, við- skipta- og iðnaðarráðherra Finnlands, Sverrir Her- mannsson, iðnaðar- og orku- málaráðherra íslands, Birgitta Dahl, orkumálaráðherra Sví- þjóðar, Arild Rödlend, aðstoð- armaður orkumálaráðherra Noregs og Michael Lunn, ráðuneytisstjóri Orkumála- ráðuneytis Danmerkur. Á fundinum var lögð fram skýrsla um olíuhreinsunarstöðv- ar. Ráðherrarnir töldu nauðsyn- legt að kanna nánar möguleika á hagnýtri norrænni samvinnu á þessu sviði. Málið verður rætt frekar á næsta fundi orkumála- ráðherranna. Á sviði orkurannsókna sam- þykktu ráðherrarnir að fram skuli fara ýmis upplýsingaþjón- usta og samhæfing milli Norður- landanna. Þetta mun fela í sér sameiginlega skráningu á rann- sóknarverkefnum og útgáfustarf- semi, stuðning við sérstöknám- skeið á olíu- og gassviðinu, sam- eiginlegar námstefnur, stuðning við ferðir rannsóknarmanna, sameiginlega bókaútgáfu og fleira. Orkumálaráðherrarnir voru sammála um að auka ætti sam- vinnu á orkurannsóknarsviðinu, sérstaklega töldu þeir nauðsyn- legt að auka samvinnu hinna ýmsu stofnana, sem fást við rann- sóknir á orkusviðinu. Ráðherrarnir lögðu áherzlu á mikilvægi náinnar samvinnu um upplýsingar í orkumálum, þar á meðal með útgáfustarfsemi, sýn- ingum og námskeiðum. Þá bentu þeir á, að framkvæmdir í orku- málum gegna miklu hlutverki í efnahagslegri þróun og í að halda uppi fullri atvinnu, en ályktun um það hefur komið fram í Norður- landaráði. Að loknum fundi munu fund- armenn skoða orkuver í Þingeyj- arsýslu. — Fréttaritari. Herðubreiðarlindin Snyrtiaðstaða til fyrirmyndar Meinleg prentvilla varð í Reykj avíkurbréfi sl. sunnu- dag. Þar átti að standa: „Snyrtiaðstaða á fjöirómum leiðum eins og f Herðubreiðar- lindum er til raikillar fyrirmynd- ar. Af óskiljanlegum ástæð- um slæddist orðið ekki inn í þessa setningu og gjörbreytti merkingu hennar. Þetta leið- réttist hér með.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.