Morgunblaðið - 21.08.1984, Page 6
6
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 21. ÁGÚST 1984
í stuttu máli
Neues Deutschland:
íbúar NATO-
landa að
verða gíslar
eldflauga-
pólitíkusa
Berlín. AF.
MÁLGAGN austur-þýsku stjórn-
arinnar Neues Deutschland vék
í dag að þeim „spaugsyrðum"
Reagans forseta Bandaríkjanna
sem fræg hafa orðið, er hann var
að reyna hljóðnema fyrir ræðu-
flutning og talaði um að
sprengja Sovétríkin í loft upp.
Blaðið segir að slík „gaman-
semi“ hljóti að magna gagn-
rýni á að koma fyrir NATO-
eldflaugum í Evrópu. Blaðið
segist þeirrar skoðunar að íbú-
ar NATO-landa séu að verða
gíslar eldflauga pólitíkusa.
Einnig er skrifað um orð
Reagans í málgagn æskulýðs-
samtaka Austur-Þýzkalands
Junge Welt og sagt að þetta sé
dæmi um öfugsnúinn og
brenglaðan pólitískan skiln-
ing.
Mál Trifa
verðurrann
sakaðí
Portúgal
Lissabon. AP.
TALSMAÐUR portúgalska
utanríkisráðuneytisins sagði í
dag, að það væri rétt að Valeri-
an Trifa, rúmenski erkibiskup-
inn sem var vísað frá Bandarfkj-
unum vegna ákæru um stríðs-
glæpi fyrir nazista, hefði fengið
landvistarleyfi í Portúgal.
„Okkur var ekki kunnungt
um fortíð hans né feril. Hann
var með lögmætt vegabréf og
við vissum það eitt að hann
hafði verið búsettur í Banda-
ríkjunum um árabil og hafði
fengið bandarískan ríkisborg-
ararétt." Talsmaðurinn bætti
því við í viðtali við AP að
Trifa hefði fengið leyfi til 3ja
mánaða dvalar. Mál hans yrði
nú kannað og portúgölsk yfir-
völd væru síðan í fullum rétti
að vísa honum úr landi þegar
dvalarleyfi hans rynni út í
næsta mánuði.
Trifa, sem er sjötugur að
aldri, fór frá New York á
mánudag og ætlaði til Rúm-
eníu. Honum var neitað um að
stíga þar á land og síðan höfn-
uðu ísraelsk, vestur-þýsk,
ítölsk og svissnesk stjórnvöld
tilmælum frá Bandaríkjunum
um að hleypa honum inn í við-
komandi lönd.
Fréttir úr Morgunblaö-
inu lesnar á virkum
dögum kl. 19.50 á „Ot-
rás“ FM 89,4.
Fylgjendur Ayatollah Khomeinis sjást hér halda á myndum af leidtoga
sínum.
Sjónvarp kl. 21.55
Land klerkanna
f sjónvarpi í kvöld verður sýnd
fréttamynd frá breska sjónvarp-
inu, BBC, sem ber heitið „Land
klerkanna“. Breskir sjónvarps-
fréttamenn heimsóttu íran sl. vor
og fjallar þátturinn um það
hvernig landið kom þeim fyrir
sjónir, á meðan á þriggja vikna
dvöl þeirra stóð.
Eins og flestum mun vera
kunnugt var gerð bylting í íran
fyrir fimm árum og tóku
klerkarnir í landinu þá við
völdum, með Ayatollah Khom-
eini yfirklerk í broddi fylk-
ingar. Trúin skiptir öllu máli í
íran í dag og er öll hegðun
fólks í landinu í samræmi við
múhameðstrúna þar sem leið-
toginn, Khomeini, ræður lög-
um og lofum og stjórnar öllum
gerðum fólksins með harðri
hendi. Þykir flestum mönnum
á Vesturlöndum sem trúarof-
stækishugsjón þessi sé hin
mesta afturför fyrir íranskt
þjóðfélag. í lokin verður hugað
að styrjöld írana við íraka,
sem engan endi virðist ætla að
taka og hefur þó geisað í
fjöldamörg ár.
Útvarp kl. 22.35
Smfóníublús, rokksónötur
og kammerdjass
Sigurður Einarsson er stjórn-
andi þáttarins „Sinfóníublús,
rokksónötur og kammerdjass" og
er það síðari hluti sem verður á
dagskrá útvarps í dag.
I þættinum verður leikin alls
kyns óvenjuleg tónlist, þ.e. tón-
list sem íslenskir útvarpshlust-
endur hafa lítið heyrt í útvarpi.
Flutt verður indversk tónlist þar
sem indverski gítarleikarinn
Ravi Shankar og fiðluleikarinn
Yehudí leika saman.
Breski bítillinn George Harri-
son helgaði sig um tíma að ind-
verskri dulspeki og samdi nokk-
ur lög undir áhrifum af ind-
verskri tónlist sem leikn verða í
þættinum.
Þá verður flutt tónlist fyrir
djasshljómsveit eftir pólska nú-
tímatónskáldið Tenderecki og
einnig verk eftir Stravinsky.
Loks verður leikin tónlist eftir
íslenskt tónskáld, Gunnar Reyni
Sveinsson, sem upphaflega var
djassleikari en lagði síðan stund
á klassísk fræði og semur nú að-
allega tónlist sem flokkast undir
„kammerdjass".
Karlakórinn Fóstbræður syngur m.a. í þættinum.
Útvarp kl. 16.20
Lagasmiðir í hjáverkum
Þátturinn „íslensk tónlist" er á
dagskrá útvarps í dag kl. 16.20 og
nefnist hann „Lagasmiðir í hjáverk-
um“.
Fyrst leikur Sinfóníuhljómsveit
íslands lög eftir Ólaf Þorgríms-
son. Stjórnandi er Páll P. Pálsson.
Þá syngur Karlakórinn Fóstbræð-
ur lög eftir Gylfa Þ. Gíslason und-
ir stjórn Jóns Þórarinssonar.
Því næst leika Pétur Þorvalds-
son og Ragnar Björnsson saman á
selló og orgel lagið „Barnagæla"
eftir Gylfa Þ. Gíslason.
Loks flytur Karlakórinn Stefnir
ásamt Gunnari Kvaran, Moniku
Abendroth, Kristni Sigmundssyni,
Jónasi Ingimundarsyni, Smára
Ólasyni, Halldóri Vilhelmssyni og
Friðbirni G. Jónssyni lög eftir
Gunnar Thoroddsen. Stjórnandi
er Lárus Sveinsson.
Útvarp ReykjavíK
ÞRIÐJUDKGUR
21. ágúst
MORGUNNINN____________________
7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. t
bítið. 7.25 Leikfimi. 7.55 Dag-
legt mál. Endurt. þáttur Eiríks
Rögnvaldssonar frá kvöldinu
áður.
8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir.
Morgunorð: — Pétur Jósefsson,
Akureyri, talar.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna:
„Eins og ég væri ekki til“ eftir
Kerstin Johansson. Sigurður
Helgason les þýðingu sína (6).
9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar.
Tónleikar. Þulur velur og kynn-
ir.
10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir.
Forustugr. dagbl. (útdr.).
10.45 „Ljáðu mér eyra“. Málfríð-
ur Sigurðardóttir á Jaðri sér um
þáttinn (RÚVAK).
11.15 Hljóðdósin. Létt lög leikin
af hljómplötum. Umsjón: Ólafur
Þórðarson.
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Til-
kynningar.
SÍDDEGIO______________________
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir.
Tilkynningar. Tónleikar
13.30 Shirley Bassey og Placido
Domingo syngja.
14.00 „Við bíðum“ eftir J.M.
Coetzee. Sigurlína Davíðsdóttir
les þýðingu sína (10).
14.30 Miðdegistónleikar. St.
Martin-in-the-Fields-hljómsveit-
in leikur Sinfóníu nr. 1 í D-dúr
eftir Sergej Prokofjeff; Neville
Marriner stjómar.
14.45 Upptaktur. — Guðmundur
Benediktsson.
15.30 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veð-
urfregnir.
16.20 íslensk tónlist: „Lagasmiðir
í hjáverkum." Sinfóníuhljóm-
sveit íslands leikur lög eftir
Ólaf Þorgrímsson; Páll P.
Pálsson stj./ Karlakórinn
Fóstbræður syngur lög eftir
Gylfa Þ. Gíslason; Jón Þórar-
insson stj./ Pétur Þorvaldsson
og Ragnar Björnsson leika á
selló og orgel „Barnagælu" eft-
ir Gylfa Þ. Gíslason/ Gunnar
Kvaran, Monika Abendroth,
Kristinn Sigmundsson, Jónas
Ingimundarson, Smári Ólason,
Halldór Vilhelmsson, Friðbjörn
G. Jónsson og Karlakórinn
Stefnir flytja lög eftir Gunnar
Thoroddsen; Lárus Sveinsson
stj.
17.00 Fréttir á ensku.
17.10 Síðdegisútvarp
Tilkynningar
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
KVÖLDID__________________________
19.50 Við stokkinn. Stjómandi
Gunnvör Braga.
20.00 Sagan: „Júlía og úlfarnir"
eftir Jean Graighead George.
Geirlaug Þorvaldsdóttir les þýð-
ingu Ragnars Þorsteinssonar
(5).
20.30 Horn unga fólksins í umsjá
Siguriaugar M. Jónsdóttur.
20.40 Kvöldvaka
a. Við héldum hátíð. Frásögn
Gunnars M. Magnúss frá stofn-
un lýðveldisins 1944. Baldvin
Halldórsson les sjötta og síð-
asta hluta.
b. Norður fjöll. Baldur Pálma-
son les flokk ferðakvæða eftir
Hannes Hafstein.
21.10 Frá ferðum Þorvaldar
Thoroddsen um ísland. 12. og
síðasti þáttur: Um hinn vísinda-
lega árangur o.fl. Umsjón: Tóm-
as Einarsson. Lesari með hon-
um: Snorri Jónsson.
21.45 Útvarpssagan: „Vindur,
vindur vinur minn“ eftir Guð-
laug Arason. Höfundur les (17).
22.15 Veðurfregnir. Fréttir.
Dagskrá morgundagsins. Orð
kvöldsins.
22.35 Sinfóníublús, rokksónötur
og kammerdjass. Ólíkar hefðir
mætast — síðari hluti. Sigurður
Einarsson kynnir.
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.
SKJANUM
ÞRIÐJUDAGUR
21. ágúst
19.35 Bogi og Logi
Pólskur tciknimyndaflokkur.
19.45 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
20.25 Auglýsingar og dagskrá
20.35 Fundyflói
Bresk náttúrulífsmynd.
New Brunswick. Þar gætir sjáv-
arfalla meir en ó nokkrum öðr-
um stað vegna lögunar flóans.
En einmitt vegna þess er fugla-
og sjávariíf óvíða auðugra.
Þýðandi og þulur Óskar Ingi-
marsson.
21.05 Aðkomumaðurinn
Fimmti þáttur.
Breskur framhaldsmyndanokk-
ur í sex þáttum.
I>ýöandi Jón O. Edwald.
21.55 Land klerkanna
Fréttamynd frá breska sjón-
varpinu.
Breskir sjónvarpsmenn heim-
sóttu íran í vor og dvöldust þar
í þrjár vikur. f myndinni er
fjallað um styrjöldina við fraka
og þjóðfélagið þar sem trúar-
brögðin eru sett ofar öllu.
Þýðandí og þulur Bogi Ágústs-
son.
22.45 Fréttir í dagskrárlok
ÞRIÐJUDAGUR
21. ágúst
10.00—12.00 Morgunþáttur
Músík og sitthvað fleira.
Stjórnendur: Páll Þorsteinsson
og Ásgeir Tómasson.
14.00—15.00 Vagg og velta
Létt lög leikin af hljómplötum.
Stjórnandi: Gísli Sveinn Lofts-
son.
15.00—16.00 Með sínu lagi
Lög leikin af íslenskum
hljómplötum.
Stjórnandi: Svavar Gests.
16.00—17.00 Þjóðlagaþáttur
Komið við vítt og breitt í heimi
þjóðlagatónlistarinnar.
Stjórnandi: Kristján Sigurjóns-
son.
17.00—18.00 Frístund
Unglingaþáttur.
Stjórnandi: Eðvarð Ingólfsson.