Morgunblaðið - 21.08.1984, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 1984
Skipadeild SÍS:
Unnið að end-
urnýjun skipa
Á þessu ári hefur verið unnið að
endurnýjun á skipastóli Skipadeild-
ar SÍS. Tvö skip verða seld á þessu
ári og þegar hafa verið fest kaup á
einu gámaflutningaskipi.
Axel Eyjólfsson framkvæmda-
stjóri Skipadeildar SÍS sagði að
þetta væri liður í endurnýjunar-
áætlun Skipadeildarinnar, en nú
er verið að semja um sölu á Helga-
felli til Ítalíu og verið er að smíða
skip fyrir Skipadeildina á Eng-
landi, sem hannað væri með tilliti
til nýjustu tækni í gámaflutning-
um. Axel sagði að stefnt væri að
því að stýra þróuninni á þann hátt
að hafa fá en stór skip í ferðum.
Skipadeild Sambandsins hefur
venjulega yfir 9 skipum að ráða,
en vegna bilunar á Stapafelli hef-
ur þurft að taka eitt skip á leigu,
og eru nú 10 skip hjá Sambandinu.
Bilunin á Stapafelli er í vél þess og
er nú unnið að viðgerð þess í
Þýskalandi. Búist er við að hægt
verði að ljúka viðgerðinni í lok
þessa mánaðar.
Guðbjörg
ÍS seldi í
Grímsbæ
SKUTTOGARINN Guðbjörg ÍS 46
seldi afla sinn í Grímsbæ í Knglandi
í gær og dag. Heildarverð liggur enn
ekki fyrir, en meðalverð fyrir þann
hluta aflans, sem seldur var í gær
var þokkalegt.
Alls var Guðbjörgin með rúmar
200 lestir. f gær seldi hún 133,8
lestir fyrir samtals 3.528.300 krón-
ur, meðalverð 26,37. Guðbjörgin
selur því um 70 lestir í dag. Auk
Guðbjargarinnar munu 6 íslenzk
fiskiskip selja afla sinn í Englandi
í þessari viku.
CO$MOS
flutmnaar um
allan neim
Þaö krefst þekkingarog reýnslu aðfinna hag- viðskiptalöndumokkarannastþjónustuísamræmi
kvæmustu flutningsleiðina frá hinum ýmsu við óskir viðskiptavinanna.
framleiðslulöndum sem við skiptum við - og sjá COSMOS-FLUTNINGAMIÐLUN er nú í íslenskri
um fljótlegan flutning eftir henni. Þetta er einmitt ejgU en var stofnað í Bandaríkjunum fyrir 65 árum.
sérgrein okkar. j_|ja sameinast því reynsla og þekking á
Við flytjum vörur frá verksmiðjudyrum UM ALLAN íslenskum þörfum og aðstæðum.
HEIM. 60 starfsmenn á sjö skrifstofum heima og HAFIÐ SAMBAND- FÁIÐ TILBOÐ.
erlendis - og traustir samstarfsaðilar í helstu
NOTIÐ NÝJA LEIÐ TIL AÐ LÆKKA KOSTNAÐ OG VÖRUVERÐ.
Heimilið og fjöl-
skyldan 1984
í LAUGARDALSHÖLL er nú unnið af kappi við undirbúning sýningarinnar
„Heimilið og fjölskyldan 1984“. Á sýningunni verða kynntar vörur og þjón-
usta sem snýr að heimilum og fjölskyldum, eins og nafnið ber með sér, og
hefst sýningin á fóstudag.
ólafur Gústafsson, fram-
kvæmdastjóri Kaupstefnunnar
hf., sem hefur veg og vanda af
sýningunni, sagði blaðamanni
Mbl. að á sýningunni væri allt frá
smæstu eldhúsáhöldum upp í heil
hús. „Það hefur aldrei áður verið
sýnt heilt einbýlishús á sýningu
sem þessari," sagði Ólafur. „Nú er
eitt slíkt að rísa hér í miðri höll-
inni og að byggingunni standa 20
fyrirtæki. Húsið er byggt eftir
kerfi frá Mát hf. og klætt að utan
af BYKO. Það verður sýnt full-
búið, með öllum hreinlætistækjum
og eldhústækjum. Það verða
myndir á veggjum, hvað þá ann-
að.“
Ólafur sagði að nú væri sérstök
sýning frá Tékkóslóvakíu í neðri
sal hallarinnar og eru sýndir þar
skartgripir, hljóðfæri og bifreið.
Verslunar- og iðnaðarráðuneyti
Tékkóslóvakíu stendur að þessum
hluta sýningarinnar.
í 150 fermetra baksal er önnur
sérsýning. Þar er það ekki tékkar
sem eru á ferðinni, heldur húsvík-
ingar, sem kynna matvöru ogýms-
ar iðnaðarvörur. Að sögn Ólafs
Gústafssonar er þetta í fyrsta
sinn sem fyrirtæki innan sama
sveitarfélags sameinast um þátt-
töku á heimilissýningu.
Á útisvæði verður Tívolí, „með
skemmtitæki fyrir stóra og smáa,“
eins og Ólafur sagði. „Fallbyssu-
drottning" sýnir listir sínar, en
það er ensk kona, sem hefur þann
starfa að láta skjóta sér úr fall-
byssu. Lego-fyrirtækið danska og
umboðsmenn þess, Reykjalundur,
hafa reist stórt hús á útisvæðinu,
og verður í því Lego-ævintýraland.
Haldin verður byggingasam-
keppni með Lego-kubbum og verða
bestu líkön dagsins verðlaunuð,
svo og besta líkan sýningarinnar.
Að sögn Ólafs Gústafsonar
stendur heimilissýningin til 9.
september og taka rúmlega 100
fyrirtæki þátt í henni. Þetta er í 6.
sinn sem slik sýning er haldin hér
á landi, en undanfarin ár hefur
heimilissýning verið haldin á 2ja
ára fresti. ólafur sagðist bjart-
sýnn á að sýningin gengi vel, en
alls munu um 50 þúsund manns
þurfa að koma í Laugardalshöllina
á þessum 17 dögum, sem hún
stendur, til að endar nái saman.
8
FU ININUAMIEUIN
UMBOÐSMENN UM ALLAN HEIM
-ÍSLAND
• CCSMCS -AMERIKA
• CfSHCS-EVRÓPA
HAFNARHÚSIÐ, 101 REYKJAVÍK, ÍSLAND SÍMI: (91)-15384, TELEX: 2376
Frá uppsetningu sýningarinnar.