Morgunblaðið - 21.08.1984, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 21.08.1984, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 1984 Skipadeild SÍS: Unnið að end- urnýjun skipa Á þessu ári hefur verið unnið að endurnýjun á skipastóli Skipadeild- ar SÍS. Tvö skip verða seld á þessu ári og þegar hafa verið fest kaup á einu gámaflutningaskipi. Axel Eyjólfsson framkvæmda- stjóri Skipadeildar SÍS sagði að þetta væri liður í endurnýjunar- áætlun Skipadeildarinnar, en nú er verið að semja um sölu á Helga- felli til Ítalíu og verið er að smíða skip fyrir Skipadeildina á Eng- landi, sem hannað væri með tilliti til nýjustu tækni í gámaflutning- um. Axel sagði að stefnt væri að því að stýra þróuninni á þann hátt að hafa fá en stór skip í ferðum. Skipadeild Sambandsins hefur venjulega yfir 9 skipum að ráða, en vegna bilunar á Stapafelli hef- ur þurft að taka eitt skip á leigu, og eru nú 10 skip hjá Sambandinu. Bilunin á Stapafelli er í vél þess og er nú unnið að viðgerð þess í Þýskalandi. Búist er við að hægt verði að ljúka viðgerðinni í lok þessa mánaðar. Guðbjörg ÍS seldi í Grímsbæ SKUTTOGARINN Guðbjörg ÍS 46 seldi afla sinn í Grímsbæ í Knglandi í gær og dag. Heildarverð liggur enn ekki fyrir, en meðalverð fyrir þann hluta aflans, sem seldur var í gær var þokkalegt. Alls var Guðbjörgin með rúmar 200 lestir. f gær seldi hún 133,8 lestir fyrir samtals 3.528.300 krón- ur, meðalverð 26,37. Guðbjörgin selur því um 70 lestir í dag. Auk Guðbjargarinnar munu 6 íslenzk fiskiskip selja afla sinn í Englandi í þessari viku. CO$MOS flutmnaar um allan neim Þaö krefst þekkingarog reýnslu aðfinna hag- viðskiptalöndumokkarannastþjónustuísamræmi kvæmustu flutningsleiðina frá hinum ýmsu við óskir viðskiptavinanna. framleiðslulöndum sem við skiptum við - og sjá COSMOS-FLUTNINGAMIÐLUN er nú í íslenskri um fljótlegan flutning eftir henni. Þetta er einmitt ejgU en var stofnað í Bandaríkjunum fyrir 65 árum. sérgrein okkar. j_|ja sameinast því reynsla og þekking á Við flytjum vörur frá verksmiðjudyrum UM ALLAN íslenskum þörfum og aðstæðum. HEIM. 60 starfsmenn á sjö skrifstofum heima og HAFIÐ SAMBAND- FÁIÐ TILBOÐ. erlendis - og traustir samstarfsaðilar í helstu NOTIÐ NÝJA LEIÐ TIL AÐ LÆKKA KOSTNAÐ OG VÖRUVERÐ. Heimilið og fjöl- skyldan 1984 í LAUGARDALSHÖLL er nú unnið af kappi við undirbúning sýningarinnar „Heimilið og fjölskyldan 1984“. Á sýningunni verða kynntar vörur og þjón- usta sem snýr að heimilum og fjölskyldum, eins og nafnið ber með sér, og hefst sýningin á fóstudag. ólafur Gústafsson, fram- kvæmdastjóri Kaupstefnunnar hf., sem hefur veg og vanda af sýningunni, sagði blaðamanni Mbl. að á sýningunni væri allt frá smæstu eldhúsáhöldum upp í heil hús. „Það hefur aldrei áður verið sýnt heilt einbýlishús á sýningu sem þessari," sagði Ólafur. „Nú er eitt slíkt að rísa hér í miðri höll- inni og að byggingunni standa 20 fyrirtæki. Húsið er byggt eftir kerfi frá Mát hf. og klætt að utan af BYKO. Það verður sýnt full- búið, með öllum hreinlætistækjum og eldhústækjum. Það verða myndir á veggjum, hvað þá ann- að.“ Ólafur sagði að nú væri sérstök sýning frá Tékkóslóvakíu í neðri sal hallarinnar og eru sýndir þar skartgripir, hljóðfæri og bifreið. Verslunar- og iðnaðarráðuneyti Tékkóslóvakíu stendur að þessum hluta sýningarinnar. í 150 fermetra baksal er önnur sérsýning. Þar er það ekki tékkar sem eru á ferðinni, heldur húsvík- ingar, sem kynna matvöru ogýms- ar iðnaðarvörur. Að sögn Ólafs Gústafssonar er þetta í fyrsta sinn sem fyrirtæki innan sama sveitarfélags sameinast um þátt- töku á heimilissýningu. Á útisvæði verður Tívolí, „með skemmtitæki fyrir stóra og smáa,“ eins og Ólafur sagði. „Fallbyssu- drottning" sýnir listir sínar, en það er ensk kona, sem hefur þann starfa að láta skjóta sér úr fall- byssu. Lego-fyrirtækið danska og umboðsmenn þess, Reykjalundur, hafa reist stórt hús á útisvæðinu, og verður í því Lego-ævintýraland. Haldin verður byggingasam- keppni með Lego-kubbum og verða bestu líkön dagsins verðlaunuð, svo og besta líkan sýningarinnar. Að sögn Ólafs Gústafsonar stendur heimilissýningin til 9. september og taka rúmlega 100 fyrirtæki þátt í henni. Þetta er í 6. sinn sem slik sýning er haldin hér á landi, en undanfarin ár hefur heimilissýning verið haldin á 2ja ára fresti. ólafur sagðist bjart- sýnn á að sýningin gengi vel, en alls munu um 50 þúsund manns þurfa að koma í Laugardalshöllina á þessum 17 dögum, sem hún stendur, til að endar nái saman. 8 FU ININUAMIEUIN UMBOÐSMENN UM ALLAN HEIM -ÍSLAND • CCSMCS -AMERIKA • CfSHCS-EVRÓPA HAFNARHÚSIÐ, 101 REYKJAVÍK, ÍSLAND SÍMI: (91)-15384, TELEX: 2376 Frá uppsetningu sýningarinnar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.