Morgunblaðið - 21.08.1984, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 21. ÁGÚST 1984
9
Afmælisþakkir
Hjartans þakkir flyt ég fjölskyldu minni, ættingjum og
vinum fyrir ógleymanlegan afmœlisdag, þann 29. júlí sl.
Steinvör Krístófersdóttir,
Útskálum.
Feróaskrifstofan
UTSÝIM
Ferðaskrifstofan
á knattspyrnuleik
í Evrópukeppni
í London á l<
efnir til hópferðar
’ark Rangers og KR
eikurinn fer fram
(Highbury),
)ber
28., 29. og 30. septeniber.^^\
kr.Æ .11.900.00
2.380.00
131500.00
24.00
Brottfarardagé
4 dagaH
5 dagar Verö fri
7 dagar verö frí
9 dagar verö frí
Innifaliö í ofanskráðu veröi er:
Flugfargjald, flutningur frá og til
flugvallar, gistlng, morgunveröur
og aögöngumiöi aö leik QPR og KR.
Feröaskrifstofan Útsýn aðstoöar viö
aö útvega aögöngumiöa á
knattspyroutKki, leikfiús öfl.
Allar nán
á skrifstofunníí
Feróaskrifstofan Útsýn
Austurstræti 17
Sími 26611 — 27195
IVið eigum til afgreiðslu nú þegar
örfá YAMAHA 250 LC og
490 torfæruhjól.
Hagstætt verð
■ I og greiðsluskilmálar.
Vettvangur
■ Á ljrkjartoqpftaMÍi «tjonunMÍslöd«Mnr í smmw *om poiitMÍi ■Tskipti Svavan GestaMMwr o*
Jom BaMvÍM. al^ókkod tims aagljóakfa og frakaat aútti verfta.
Launastefna
veröbólgu-
áratugarins
Flokkar þeir, sem teljast til stjórnarand-
stööu, efndu til fundar um kjaramál á
Lækjartorgi fyrr í sumar, sem frægur varö
fyrir fámenni. Þeir, sem til fundarins boö-
uðu, báru ábyrgð á „launastefnu" verð-
bólguáratugarins, ef hægt er aö kenna
launaþróun þess tíma viö stefnu. Samspil
verölags og launa á þessu árabili kom m.a.
fram í því, aö verðmæti, sem kostuðu níu
krónur viö upphaf þess, höföu bætt tveimur
núllum á verðmiöann í lokin, hækkaö í níu-
hundruö krónur.
Vegvísir
vinstri stefnu
Launastefna vinstri
flokka. sem ferð réðu í ís-
lenzkum efnahagsmálum á
svokölluðum verðbólguára-
tug, hefur ekki verið brotin
til mergjar sem verðugt
væri. Þjóðkunnur hagfræð-
ingur sem fjallaði um þelta
tímabil í blaðagrein, vakti
athygli á því, að á árabilinu
1972—1980 hefði kaup
hækkað í krónum talið um
hvorki meira né minna en
900%. Kaupmáttur launa
hefði hinsvegar aðeins auk-
izt um 9% Meintar kaup-
hækkanir hafi horfið svo
að segja samtímis út ■ verð-
lagið. Þannig hafi „kaup-
hækkanir" verðbólguára-
tugarins verið sóttar til
launþega sjálfra í hærra
verðlagi. Verðbólgan gróf
síðan jafnt og þétt undan
rekstrarstöðu og sam-
keppnisstöðu íslenzkrar
framleiðslu, heima og
heiman. Þegar verðbólgan
mældist 130% á fyrsta
ársfjórðungi liðins árs,
stefndi hún, og annar efna-
hagsvandi, undirstöðuat-
vinnuvegum í stöðvun, með
viðblasandi víðtæku at-
vinnuleysi.
Þannig blöstu mál við er
núverandi ríkisstjórn var
mynduð síðla maímánaðar
á liðnu ári. Arfleifð hennar
fólst að öðru leyti í veru-
legum aflasamdrætti, rýrn-
un þjóðartekna, hærri er-
lendum skuldum en
þekkzt hafa í íslandssög-
unni, ógnvekjandi við-
skiptahalla og útgjöldum
ríkissjóðs langt umfram
tekjur. Það voru hönnuðir
þessa þjóðfélagsástands
sem efndu til kjaramála-
fundarins á Lækjartorgi á
góðviðrisdegi fyrr í sumar.
A slíkum dögum er jafnan
margt manna í miðbænum,
þótt ekkert sérstakt standi
til. Nú brá svo við að fólk
fór um hliðargötur.
Launastefna?
Segja má að stjórnmála-
flokkar og launþegasam-
tök hafi ekki mótað heild-
stæða launastefnu um
langan aldur. Alþýðusam-
band íslands hefur Ld.
ekki tíundað stefnu um
launabil eftir starfsgrein-
um eða þekkingarkröfum,
sem einstök störf gera.
Forystumenn í launþega-
hreyfingu hafa þráazt við
því að vinnustaöurinn veröi
grunneining við samninga-
gerð, sem þótt hefur draga
úr launamisræmi.
Það dugar skammt að
kaup hækki í krónum talið
langleiöina í 1000% eins
og hér gerðist á verðbólgu-
áratugnum, ef kaupmáttur
launanna eykst lítið sem
ekki neitt. Verðbólgan
eyddi „hækkun" launa
jafnóðum og gróf undan at-
vinnuöryggi. Vinstri menn,
sem við stjórnvöl sátu,
sóttu alla „vinninga"
launafólks jafnharðan með
stanzlausu gengissigi og
skattahækkunum. llins-
vegar var lítt um það hirt
að efla svo þjóðarfram-
leiðslu, auka svo þjóðar-
tekjur, að aukinn kaup-
máttur yrði að veruleika.
Það var því ekki traust-
vekjandi þegar stjórnar-
andstöðuflokkar blésu til
„fjöldafundar" á Lækjar-
torgi.
Þórarinn Þórarinsson
ritstjóri kemst svo að orði
um þennan fund í síðasta
laugardagsblaði NT:
„Vafasamt er, hvort
sögulegri fundur hafi verið
haldinn á Lækjartorgi en
fundur sá, sem stjórnar-
andstæðingar efndu til úm
kjaramálin fyrr í sumar.
Þótt þrír flokkar stæóu að
honum, ásamt sérstökum
kvennasamtökum, varö
hann fámcnnasti fundur-
inn, sem haldinn hefur ver-
ið á torginu.
Veðrinu var þó ekki um
að kenna, því aö það var
hið hlíðasta og því hið
ákjósanlegasta til fundar-
halds.
Skýringin á fámenninu
er næsta augljós. Þaö var
tilgangur fundarboðenda
að efla andstöðu gegn rík-
isstjórninni og kenna
henni um þær erfiðu efna-
hagsaðgcröir, sem hún hef-
ur orðið að grípa til vegna
óðaverðbólgu, sem orðin
var til fyrir daga hennar,
og hins mikla samdráttar
þorskaflans. Þaö var heróp
stjórnarandstöðunnar á
Lækjartorgi, að þessi skil-
yrði ætti að nota til að fella
ríkisstjórnina. Launþegar
voru hvattir til að taka
undir þetta með því að fjöi-
menna á fundinn á Lækj-
artorgi.
lindirtektirnar urðu eins
og áður var lýst.
Launþegasamtökin eni
mynduð af mönnum úr öll-
um flokkum, þau hafa í
vaxandi mæli stefnt að
ófiokkspólitískri samstöðu.
Þannig næst vafalítið mest-
ur árangur. Þá lærdóma
má draga af umræddum
Lækjartorgsfundi, að laun-
þegar eru almennt andvígir
tilraunum stjórnarand-
stæðinga til að nota erfið-
leika í efnahagsmálum til
pólitísks ávinnings. Póli-
tísk afskipti Svavars Gests-
sonar og Jóns Baldvins,
voru afþökkuð eins aug-
Ijóslega og frekast mátti
verða á Lækjartorgsfund-
inum.“
ISíáamatkadutinn
•&1
^Q-iettisg'ótu 12-18
wmr*t#""" ^^•****2
Escort XR 3 I 1984
Sem nýr, ekinn 10. þús., 5 gíra, útvarp o.fl.
Verö 430 þús.
SAAB 99 GL 1982
Blásans, ekinn 29. þús., 2 dekkjagangar.
Verö 354 þús.
Mazda 323 1300 1981
Silfurgrár, ekinn 64. þús., sjálfskiptur, út-
varp. Verö 235 þús. (skuldabréf).
Citroén CX Reflex 1982
Ljósdrapp, ekinn 27. þús., aflstýri, útvarp,
segulband. snjó- og sumardekk. Toppbill.
Verð 430 þús. „Framdrifinn Luxusbiir.
Dodge Aries 1981
Rauöur m.vinyltopp, 2ja dyra. sjálfsk.
m/öllu. 4 cyl., ekinn aöeins 41 þús. km. Verð
390 pús.
Peugeot 505 GR 1982
Drapplitur. ekinn aöeins 29 þús. km. Rúm-
góöur en sparneytinn einkabíll. Verö 430
þús. (Skipti á ódýrari).
Sparneytinn framdrifsbíll
Mazda 626 (1,6) 1983, rauöur, 4ra dyra. Ek-
inn 30 þús. km. Utvarp, segulband o.fl. Verö
340 þús. (Skipti á ódýrari framdrifsbíl).
Toyota Corolla Coupé
(Hatchback) 1980
Rauóur, ekinn 53 þús. km. Vél: 1600
D.O.H.C. 5 gíra, útvarp, segulband o.fi. Verö
280 þús.
Vantar:
Paserd-jeppa.
Patrol-jeppa eöa Mitsubishi L-300 m/drifi
á öllum.
Drif á öllum.
Audi Quattro 80 1983
Rauósans, 5 gíra, ekinn 23 þús. km. sem
nýr. Veró 835 þús. (Skipti á ódýrari).
Honda Civic Sport 1984
Hvítur (vél 86 dín), 5 gíra, ekinn aöeins 8
þús. km. Verö 310 þús.
„Nýr Range Rover“
Range Rover 1984, hvitur, 4ra dyra, 5 gíra,
ekinn 2 þús. km. Verö 1340 þús.
Toyota Crown, Dísel 1982
Blágrár, ekinn 38 pus., sjálfsklttur, atlstýri,
útvarp, segulband, snjó- og sumardekk
Verö 490 þús.
Mazda 626 (1,6) 1982
Brúnsanseraóur, ekinn aóeins 19 þús., 2
dekkjagangar. Verö 256 þús.