Morgunblaðið - 21.08.1984, Page 16

Morgunblaðið - 21.08.1984, Page 16
16 MORGUNBLADID, ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 1984 Á förum til Ghana: „Verður eflaust ómet- anleg lífsreynsla“ TVEIR UNGIR íslendingar eru nú á forum til Ghanm á vegum AFS, samtmka um alþjóólega freðslu og samakipti. Þeir beita Gottskálk Friógeirsson og Daníel Hansen og munu starfa sem kennarar þar í landi ncsta árið. „Upp- hafið var það, að það kom beiðni um kennaramenntað fólk frá AFS í Ghana til höfuðstöðva samtakanna í London og það varð til þess, að nú eru um 20 kennarar, frá sex löndum, á förum til Ghana, aðallega til kennslu í raun- greinum," sögðu þeir Gottskálk, sem er líffræðingur, og Daníel, en hann hefur almennt kennarapróf, í stuttu spjalli sem blm. Mbl. átti við þá skömmu áður en þeir lögðu upp í ferðina. „Þetta er nýtt verkefni á vegum AFS, en íslandsdeildin hefur fram að þessu aðallega starfað á sviði skiptinema. Við förum fyrst á viku námskeið í London og síðan tekur við þriggja vikna námskeið i Ghana, þar sem okkur verða væntanlega kynnt menning og staðhættir i landinu. Skólarnir, sem við eigum að kenna við, eru „Þetta verkefni er vonandi bara byrjunin,“ sögðu þeir Daníel Hansen (Lv.) og Gottskálk Friðgeirsson, sem halda áleiðis til Ghana nk. mánudag, en þar hyggjast þeir vera við kennslustörf næsta árið. (Ljósm. Hbi. Bjarni). einhvers konar framhaldsskólar þar sem nemendurnir eru á aldr- inum 16 til 18 ára. Ghana er skipt í svæði og verður kennarahópnum dreift um þau,“ segir Gottskálk. „Ég verð á austursvæðinu, en Daniel á miðsvæðinu. Tengsl íslands við Ghana hafa verið lítil fram að þessu og við vitum aðeins um tvo íslendinga sem hafa verið þar, Rut Berg- steinsdóttur, en hún dvaldi í land- inu í eitt ár sem skiptinemi, og Jón Hjörleif Jónsson, aðventistaprest. En nú mun Hjálparstofnun kirkjunnar vera að hefja mat- vælaaðstoð við Ghana-búa og stendur víst til að senda þeim skreiðarpillur, enda hefur landið farið illa út úr þurrkum, sem hafa herjað þar síðustu árin. í Ghana búa um 18 milljónir manna. Þar er herstjórn undir forustu Gerry Rawlings, sem framdi valdarán fyrir nokkrum árum. Fyrst eftir að Rawlings tók völdin lokuðu ýmis lönd og alþjóð- legar stofnanir fyrir aðstoð við landið sökum tortryggni á að hon- um tækist að halda stöðugu ástandi í landinu og færa til betri vegar. En nú horfir þetta til bóta, því Ghana-menn virðast vera að rífa sig upp úr skuldasúpunni sem þeir voru komnir í og herstjórnin sýnist nokkuð föst i sessi. Ghana var bresk nýlenda fram til ársins 1957 og stóð nokkuð vel að vígi miðað við mörg önnur Afríkuríki. En eftir að þeir fengu sjálfstæði neituðu þeir allri aðstoð frá Bret- um og áttu því örðugt uppdráttar. Menntunarmál voru þó í sæmilegu horfi hjá þeim en menntamenn- irnir flytjast til nágrannaland- Kaupstaðir og kaup- tún á landsbyggdinni: Misjafnar horfur í at- vinnumálum „ÁSTANDIÐ hér er ennþá ekki orð- ið svo slæmt að til fólksflótta horfí, þótt atvinna hafí verið minni en eðli- legt getur talist,“ sagði Guðmundur Tómasson, bæjarstjóri í Ólafsvík, er hann var spurður um horfur í at- vinnumálum á staðnum. Morgunblaðiö hafði samband við nokkra bæjar- og sveitar- stjórnarmenn í sjávarplássum úti á landi vegna þeirra ummæla bæj- arstjórans á ísafirði, Haralds L. Haraldssonar, að þar blasti við hrun atvinnulífsins og fólksflótti vegna þess að togarar væru að klára þorskveiðikvóta sinn. Sam- kvæmt ummælum þessara aðila eru horfur í atvinnumálum mis- jafnar eftir aðstæðum á hverjum stað. Víðast hvar eru þær fremur slæmar og þeir aðilar, sem Morg- unblaðið ræddi við, voru sammála um að allt byggðist það á afkomu sjávarútvegsins. Guðmundur Tómasson á ólafsvík sagði enn- fremur, að erfiðleikarnir í at- vinnumálum þar hefðu byrjað strax í mars þegar bátar fóru að klára kvótann, en hins vegar hefði togari þeirra orðið fyrir ýmsum skakkaföllum og ætti því meira eftir. Þá hefði komið þar nýr tog- ari, sem fékk árskvóta og eins hefði verið unnið þar við rækju og kola. Hins vegar myndu línurnar i þessum efnum skýrast betur er líða tæki á haustið. Ingimundur Sigurpálsson, bæj- arstjóri á Akranesi, sagði m.a. að staðan í sjávarútvegi þar væri slæm og hefði verið frá því í fyrra- haust og hefði bæjarstjórnin á Akranesi tvisvar gert samþykktir og sent stjórnvöldum vegna þess- ara mála. Ingimundur sagði að tvö fiskvinnslufyrirtæki á Akranesi ættu nú í verulegum erfiðleikum og ástand í atvinnumálum þar myndi ráðast af því hvernig þeim reiddi af á næstu vikum og mán- uðum. Jón K. ólafsson, sveitar- stjóri í Sandgerði, sagði að ekkert benti til þess nú í augnablikinu að atvinnulíf þar myndi stöðvast. Hann gat þess hins vegar að svona hlutir gætu gerst fyrirvaralaust, t.d. ef útgerð myndi stöðvast ein- hverra hluta vegna, og því ekki loku fyrir það skotið að harðnað gæti á dalnum er líða fer á haust- ið. Bjartsýni ríkjandi þrátt fyrir lélegar heimtur í sumar Heimtur á laxi í hafbeitarstöðv- arnar hafa verið mjög slakar í sumar, eins og komið hefur fram í Morgunblaðinu, þrátt fyrir að lax- inn byrjaði óvenju snemma að skila sér í vor. I Laxeldisstöð ríkis- ins í Kollafirði, sem er stærsta haf- beitarstöðin, hafa til dæmis aðeins komið um 2.000 laxar en í fyrra höfðu um 4.900 laxar skilað sér í stöðina. Blaðamaður Mbl. kannaði heimturnar í nokkrum hafbeitar- stöðvanna og reyndust heimturnar lélegar í flestum tilvikum, eins og fram kemur hér á eftir. „Gitthvað brenglast í náttúrunni“ Hannes Helgason, stöðvar- stjóri hjá Pólarlaxi hf. í Straumsvík, sagði að í sumar hefðu aðeins um 1.000 laxar skil- að sér í stöðina sem væri um helmingi minna en á sama tima i fyrra. Sagði hann að þeim þætti þessi árangur mjög lélegur, sér- staklega þegar litið væri til þess að í fyrra hefði verið sleppt um 200 þúsund seiðum frá stöðinni. Hannes sagði að sá lax sem hefði skilað sér væri allt ársfiskur í sjó og mjög smár. Mikið af hon- um væri hængar og virtist sem eitthvað hefði brenglast í nátt- úrunni. Hannes sagði að þeir Pólarlax- menn væru þrátt fyrir þessa út- komu í sumar bjartsýnir á næsta ár. Hann sagði að þeir hefðu í raun og veru aldrei átt von á mjög miklum heimtum í ár. Þeir hefðu sleppt 100 þúsund seiðum í sumar og breytt til með slepp- ingarnar. Seiðin hefðu fyrst ver- ið saltvanin en síðan sett í nætur í sjó. Sagöi hann að þeir hefðu vegna fyrri reynslu sinnar trú á að þessi aðferð við seiðaslepp- inguna gæfi betri árangur. „Við kvörtum ekki“ „Við kvörtum ekki,“ sagði Gunnar Helgi Hálfdánarson, framkvæmdastjóri Fjárfest- ingarfélags Íslands, í samtali við Mbl. þegar hann var inntur eftir árangri hafbeitartilrauna sem félagið stendur fyrir í Vogum á Vatnsleysuströnd í samvinnu við bandaríska fyrirtækið Weyer- heauser Company. Sagði hann að í stöðina væru nú komnir um 1.000 laxar sem væri töluvert mikið betra en í fyrra. I fyrra var 20 þúsund seiðum sleppt frá stöðinni og í sumar hafa komið um 900 laxar úr þeirri sleppingu en um 100 laxar sem verið hefðu tvö ár í sjó. Gunnar Helgi sagði að laxinn væri enn að ganga og vonaðist hann til að hann héldi því áfram út mánuðinn. Gunnar Helgi sagði að þessi árangur væri í fullu samræmi við þær áætlanir sem unnið hefði verið eftir í hafbeitartil- raununum í Vogunum og jafnvel heldur betri. Aðspurður sagöi Gunnar Helgi að tilraunatíman- um færi nú senn að ljúka og kæmi þá að því að fyrirtækin tækju ákvarðanir um framhald samstarfsins og uppbyggingu í Vogum. Slakt hjá ÍSNO Heimtur á hafbeitarlaxi hjá ÍSNO I Lónum í Kelduhverfi eru slakar i sumar að sögn Páls Gústafssonar, framkvæmda- stjóra ÍSNO hf. Á land eru komnir rúmlega 300 laxar en á sama tíma í fyrra voru komnir um 400 laxar á land. Vonaðist Páll til að eitthvað bættist enn við og sagðist myndu verða sæmilega ánægður með 600 laxa eftir sumarið. Hann sagði að í fyrra hefði 20 þúsund seiðum verið sleppt úr Lónum og hefði ekkert af honum skilað sér í sumar. Það sem komið hefði væri eingöngu lax sem verið hefði tvö ár í sjó. Vonaðist hann til að laxinn úr sleppingunni i fyrra myndi skila sér næsta sumar. Allt niður í 2 pund í Dölum „Þetta hefur ekki gengið nógu vel í sumar,“ sagði Hörður Guð- mundsson, bóndi á Kverngrjóti í Dalasýslu, er hann var spurður hvernig heimturnar hefðu verið hjá Hafbeitarstöðinni Dalalaxi i Saurbæ í Dölum. Dalalaxmenn slepptu 30 þúsund seiðum i fyrra. Hörður sagði að það sem af væri sumri hefðu um 250 lax- ar skilað sér til baka og veiðin i ánum hefði einnig verið nokkuð góð. Sagði hann að laxinn væri afar smár, allt niður i 2 pund. „Þetta er einkennilegt og lítur út eins og skilyrðin hafi verið afar léleg í sjónum," sagði Hörður. Hann sagði að laxagöngurnar væru seinna á ferðinni þarna fyrir vestan og ætti laxinn eftir að skila sér fram eftir sumri, og síðan væri vonast til að eitthvað af laxinum skilaði sér næsta sumar, eftir tvö ár í sjó. „Það er engin uppgjöf í okkur og bjartsýni ríkjandi, enda slepptum við 30 þúsund seiðum aftur í sumar,“ sagði Hörður. „Við slepptum nú í fyrsta skipti Rætt við forsvarsmenn nokkurra haf- beitarstöðva seiðum af okkar eigin stofni en við höfum haft grun um að við höfum hingað til glætt veiðina í nærliggjandi ám með slepping- um okkar. Þá höfum við reynt að vanda sem mest til sleppingar þeirra. Við vorum með þau í tjörnum í vetur og líka í nót í lóninu og öll eru þau merkt. Með þessu vonumst við til að þau sæki frekar í þetta vatn,“ sagði Hörður á Kverngrjóti. „Raunsæ bjartsýni“ í Fljótunum 200 laxar hafa skilað sér í haf- beitarstöðina Fljótalax sem Fljót hf. rekur í Skagafirði, að sögn Teits Arnlaugssonar fiski- fræðings sem er framkvæmda- stjóri stöðvarinnar. Annar hver lax sem skilar sér upp í stöðina er látinn ganga upp í ána fyrir ofan stöðina en hinum slátrað í stöðinni. f fyrra var 20 þúsund seiðum sleppt frá stöðinni. Sagði Teitur að sá lax sem komið hefði í sumar væri svo til allt tveggja ára lax í sjó en smálaxinn gæti átt eftir að skila sér eitthvað I haust. Teitur sagði að sumarið 1982 hefði fyrstu seiðunum verið sleppt frá stöðinni og teldu þeir sig enn vera í tilraunastarfi. í fyrra hefði til dæmis verið sleppt seiðum af ýmsum stofn- um og misjöfnum gæðum, bæði úr sunnlensku ánum og þeim norðlensku. Bjóst hann ekki við að heildarheimturnar eftir sumarið yrðu mjög miklar en vonaðist til að fram kæmi ein- hver stofn sem skilaði sér betur en aðrir sem þá yrði hægt að einbeita sér að. 20 þúsund seið- um var sleppt frá Fljótastöðinni í suraar. „Við teljum okkur hafa raunsæa bjartsýni," sagði Teitur Arnlaugsson þegar hann var spurður hvernig Fljótamönnum litist á framtíðina í hafbeitinni þar um slóðir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.