Morgunblaðið - 21.08.1984, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 21.08.1984, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGtJST 1984 19 „Nei heyrðu mig nú, ég var sko næstur“ Húsavík, 15. ágúst. ÞAÐ var svo sannarlega mikið um dýrðir hjá kvenfélagskonum í Húsa- vík í dag, en þar stóðu þær fyrir heljarmiklu útiknalli við barnaskól- ann. Forsprakkar að þessari uppá- komu kvennanna, voru konur í fjár- öflunarnefnd félagsins með frú Kar- itas Hermannsdóttur í broddi fylk- ingar. Höfðu konurnar í nógu að snú- ast við að afgreiða hungraða Hús- víkinga ásamt fleira fólki og má með sanni segja að það ríkti þarna nokkurs konar suðræn stemmning í góða veðrinu. Þarna var boðið upp á allt mögulegt sem konurnar höfðu sjálfar búið til í eldhúsinu heima hjá sér s.s. gómsætar pönnukökur, bláber með rjóma, alls konar sult- ur og saftir, heita og kalda rétti o.fl. o.fl. Og ekki má gleyma brauðinu ekki var það síðra, tertur og kökur, soðið brauð og kleinur og annars konar góðgæti í fjall- háum stæðum ásamt glöggi og öðrum drykkjum, sannkallaðar krásir hjá konum enda hvarf þetta í fólk, eins og hendi væri veifað fylltist allt af fólki og var víst eitthvað um að sagt væri á þessa leið: „Nei heyrðu mig nú, ég var sko næst(ur). Félagar úr Harmónikkuklúbbn- um mættu á staðinn og tóku nokk- ur lög, margt annað var gert til að gleðja eyru og augu gestanna. Nú fara menn að bíða eftir ann- arri uppákomu eða ámóta knalli hjá kvenfélagskonunum á Húsavík því þetta var stórgott, og télja ým3Ír að eiginmenn sumra kvenn- anna geti alveg séð af einni og einni tertu svo þéttir sem þeir eru. - ÞE. Nikkan var þanin og sölukonur voru á þönum með barðamikla hatta. BENSIN Þia munarum minna! Það er flókið og kostnaðarsamt mál að rífa í sundur og hreinsa bensínkerfi bílsins í hvert skipti sem útfellingarefni taka að hamla eðlilegum gangi vélarinnar. Þess vegna lögðu vísindamenn Shell hart að sér við leit á bætiefni í bensín sem annars vegar hreinsaði burt útfellingarefnin sem setjast í blöndunga og ventla op hins vegar hefur engin áhrif á aðra eiginleika bensínsins. Utkoman varð ASD. Að loknum 20 viðamiklum tilraunum, eftir að hafa ekið 497 mismunandi bílum í samtals um 5 milljón km, birti Shell niðurstöður sínar um áhrif ASD bensínsins: • Útfelling í blöndunga minnkað að meðaltali um 60%. • Útfelling á ventla minnkaði að meðaltali um 70%. • Kolmonoxíð (CO) í útblæstri minnkaði að meðaltali um 15%. • Bensíneyðsla minnkaði að meðaltali um 4% í bílum með óhreint bensínkerfi en um 1 % í nýrri gerðum bíla. • ASD hefur engin skaðleg áhrif á bensín með eða án annarra bætiefna. Skeljungur h.f. Við vinnum fyrír þig! Taktu eftir merkinu á næstu bensínstöð Skeljungs.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.