Morgunblaðið - 21.08.1984, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 21. ÁGÚST 1984
23
Det Store Nordatlantiske Idesel-
sab og Café Victor eru útgefendur
og þar kennir margra grasa —
kvæði, sögur og greinar um allt
milli himins og jarðar.
Ég hef haft forlag síðan ’72,
Forlag Sommersko. Um svipað
leyti stofnaði ég styrktarsjóð, sem
ég nefndi „Verkfærastyrk". Það
var nefnilega eitt skáldið, sem
skilaði af sér alveg ólesandi hand-
ritum af þvi að ritvélin hans var
mesta skran. Ég hringdi í Olivetti
og stakk upp á, að þeir gæfu ritvél
til styrktar skáldinu. Forstjórinn
tók undir eins vel í það og það várð
upphafið að „Verkfærastyrk Vict-
or B. Andersens". Það er nokkuð
góður styrkur að fá rafmagnsvél
upp á 5—6.000 kr. Síðan hitti ég
annan, sem gat gefið skrifstofu-
stól — Arne Jacobsen-tegund með
hjólum og öllum græjum — arki-
tektar sem teikna borð gáfu borð
og svona hélt það áfram. í raun
eru margir, sem vilja rétta hjálp-
arhönd og oft þarf ekki annað en
að benda á hvað megi gera — að-
stoða við fæðingu, ef ég má kom-
ast svo að orði. Skáld gætu svo
sem gefið út eigin bækur ef enginn
annar vill gera það. Ég hitti
kannski rithöfund, sem kvartar
undan því, að enginn vilji gefa bók
hans út.
Ég ræð honum til að láta prenta
hana sjálfur, ég skuli borga með
því að selja eitt af málverkum
mínum. Peningar eru óraunveru-
legir fyrir mér — ég þekki lítið inn
á bókhald — háar upphæðir lama
mig ekki. Hlutirnir eru í rauninni
ósköp einfaldir og auðveldir."
Hvað er á döfinni hjá þér núna?
„I undirbúningi er útgáfa á
ævintýrum og þjóðsögum frá ýms-
um löndum. Prófessor við Háskól-
ann í Höfn, Jes P. Asmussen er
ritstjóri útgáfunnar. Hann er sér-
fræðingur í írönskum fræðum og
sér því um þau ævintýri sjálfur.
Síðan hefur hann valið fólk til að
sjá um hin löndin. Ætlunin er að
hafa íslenskar þjóðsögur í þessum
bókaflokki. Viðskiptavinir eiga
kost á bókunum ókeypis — eða
réttara sagt, þeir fá þær í kaup-
bæti. Hver veit nema þetta gæti
smitað og önnur veitingahús farið
að gera eitthvað fyrir menninguna
— til að mynda d’Angleterre hér á
næsta horni! Það er enginn efi á
því, að þetta mun vekja athygli.
í bígerð er einnig rit um alla
stjórnarmeðlimi landsins. Ég hef
sent ljósmyndara til allra ráð-
herranna og hafa þeir fengið að
taka andlitsmyndir af þeim. Síðan
voru myndirnar sendar til
danskra rithöfunda, 21 talsins.
Fékk hver rithöfundur eina mynd,
sem hann á að lýsa likt og hann
væri á göngu í andliti stjórnmála-
mannsins — hann getur dvalið á
nefinu í 3 daga, heldur svo áfram
og athugar augun, brýrnar og
heilann að lokum — eða eitthvað
þvíumlíkt. Bókin á að reyna að
gefa heildarmynd af mönnum
þeim, sem stjórna landinu. Ég
gæti vel hugsað mér að nota þessa
hugmynd á öllum Norðurlöndun-
um. Sænskir rithöfundar skrifa
um sænska stjórnmálamenn —
það er reyndar verið að semja við
þá — islenskir rithöfundar væru
kannski fáanlegir í það sama um
eigin stjórnmálamenn, norskir um
norska o.s.frv. Þar með hefðum
við ágæta mynd af norrænum
stjórnmálum og því fólki er situr
við völd. Reyndar er það fín kynn-
ing á norrænum rithöfundum líka.
Ljóðabók með skandinavískum
ástarljóðum kemur út einhvern
næstu daga. Það eru 33 ljóð frá
Noregi, 33 frá Svíþjóð og 34 frá
Danmörku — 100 ljóð.“
Augun leiftra af tilhlökkun og
ég er viss um, að við gætum haldið
svona áfram lengi því enn er ótal-
ið sumt. Það verður að bíða betri
tíma.
Ég kveð með ósk um, að Kaup-
inhafn megi lengi njóta hinna
menningarlegu stauma frá Café
Victor.
Cuðrún Jakbosdóltir er búsetl í
Kaupmannahöfn. Hún er lærð í
persnesku og hefur fengist við þýð-
ingar úr því máli auk ýmissa
greinaskrifa.
Ertu með réttu ráði
eða framleiðsluráði
Einokuninni hefur enn ekki verið aflétt,
styðjið frjálsa sölu.
Við bjóðum íslenskar kartöflur beint frá bóndanum
á betra verði.
ÓLAFS-RAUÐUR:
Opinbera verðið 35 kr. kg.
Okkar verð 29.90 kr. kg.
HAGKAUP
Reykjavík
Akureyri
Njarðvík
Frábærar niðurstöður íslenskra sérfræðlnga.
Efnaverkfræðingar MÁLNINGAR h/f hafa staðið fyrir
vlðtækum prófunum á STEINAKRÝLI (rúmlega þrjú
ár. Niðurstöður þeirra eru m.a. þær, að STEINAKRÝL
er hægt að nota á flestum árstímum og STEINAKRÝL
er endingargóð útimálning. STEINAKRÝL er þvl
einstaklega hæf fyrir íslenskar aðstæður.
Duftsmitandi fletlr valda ekkl lengur erflðlelkum.
Með STEINAKRÝLI geturðu málað beint á duftsmitandi
fleti án þess að eiga á hættu flögnun málningar, sem
er óhugsandi með hefðbundinni plastmálningu.
Rlgningarskúr er ekkert vandamál.
STEINAKRÝL er terpentfnuþynnanleg málning, sem
er óvenjulega hæf fyrir islenskar aðstæður.STEIN-
AKRÝL endist. Rigningarskúr skiptir litlu máli, þú færð
þér bara kaffisopa á meðan rigningin gengur yfir - og
heldur svo áfram að mála; STEINAKRÝL þolir
rigningu fljótlega eftir málun.
Nú geturðu málað I frosti.
Yfirburðakostur nýju útimálningarinnar frá MÁLNINGU
h/f er einfaldlega sá, að þú þarft ekki lengur að hafa
áhyggjur af veðrinu. STEINAKRÝL er akrýlbundin
útimálning með sléttri áferð. Þú getur málað með
STEINAKRÝLI við mjög lágt hitastig. Jafnvel 110
gráðu frosti (celcius) ef þú endist til að mála I svo
miklum kulda. STEINAKRÝL ENDIST!
STEINAKRÝL
- málnlngin sem andar
málninghlf
Ef þúnrálarmeáSTEIHAKRÝU frá Mélningu M
þarftu ekki að biða eHir nrálningarveðri!