Morgunblaðið - 21.08.1984, Side 25

Morgunblaðið - 21.08.1984, Side 25
Leiðtogar þýsku ríkjanna: MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 1984 25 Munu halda áfram að bæta tengslin Enn peirðir á N-írlandi Belfast, 20. á«úsL AP. ÓEIRÐIR héldu áfram í Belfast um helgina og í dag slasaðist a.m.k. einn lögreglumaður þegar bæði mótmæl- endur og rómversk-kaþólskir ungl- ingar réðust að lögreglunni með múrsteinum og bensínsprengjum. Átök brutust aftur út, eftir að kyrrð hafði ríkt í borginni sunnu- dagskvöld, þegar óeirðir höfðu stáðið yfir í viku. Mótmælendur höfðu komið fyrir hindrunum á götum og þegar lögreglan braut þær niður, réðust unglingarnir á lögrégluna með fyrrnefndum vopnum. Á öðrum stað gengu um 150 unglingar berseksgang í versl- unarmiðstöð og brutu rúður og flegðu grjóti um allt. Lögreglan fann svo haug af bensínsprengjum í nágrenni verslunarmiðstöðvar- innar. f vesturhluta Belfast og í Strab- ane, utan við Londonderry, tóku kaþólskir unglingar völdin á göt- um borgarinnar og grýttu lög- reglubíl sem leið átti hjá. í öll skipti svaraði lögreglan í sömu mynt með því að skjóta plastskot- um að fjöldanum. Nokkuð var um handtökur en ekki var tilkynnt um önnur meiðsl á fólki en lögreglu- manninum sem slasaðist í dag. Efri-Volta: Ríkisstjórn- in leyst upp Ouagadougou, 20. ágúsl. AP. THOMAS Sankara, forseti Afríku- ríkisins Bourkina Easso, sem til skamms tíma hét Efri-Volta, leysti í gær upp ríkisstjórn landsins. Ekki hefur verið greint frá því hvenær ný ríkisstjórn tekur við völdum, en á meðan beðið er eftir skipun ráðherra fara ráðuneytisstjórar með völd þeirra. Sankara rændi völdum í landinu fyrir rúmu ári og fyrir nokkrum vikum greindi hann frá því að nafni þess hefði verið breytt úr Efri-Volta í Bourkina Fasso. Bonn, 20. ágúst. AP. ERICH Honecker, forseti A-Þýska- lands, og Richard Von Weizsaecker, forseti V-Þýskalands, sögðu í viðtöl- um um helgina, að þeir væru reiðu- búnir að halda áfram að bæta sam- skipti ríkjanna tveggja þrátt fyrir gagnrýni Sovétmanna. Báðir forsetarnir lögðu áherslu á að sambúð ríkjanna hefði mik- ilvæg áhrif á samskipti austurs og vesturs og gáfu í skyn að þeir myndu halda fast við árs gamla stefnu sína að bæta tengsl ríkj- anna. Weizsaecker sagði í útvarpsvið- tali á sunnudag, að þýsku ríkjun- Veður víða um heim Akureyri Aþena Berlin BrUssel Chicago Feneyjar Frankfurt Genf Helsinki Hong Kong Jerúsalem Kaupmannahöfn Las Palmas Lissabon London Los Angeles Mallorka Miami Montreal Moskva New York Ósló París Peking Reykjavík Rio de Janeiro Rómaborg Stokkhólmur Sydney Tókýó Vínarborg Þórshöfn 15 skýjaö 30 haióskírt 25 heiðskfrt 28 haiðskfrt 24 skýjað 22 skýjað 26 skýjað 26 heiðskfrt 19 skýjað 28 rigning 26 hefðskfrt 22 heiðskfrt 25 léttskýjað 30 heiðskfrt 29 heíðskfrt 29 heiðskfrt 28 heiðskírt 28 skýjað 33 skýjað 22 heiðskfrt 18 heiðskfrt 25 hetðskfrt 23 heiðskfrt 29 heiðskfrt 29 skýjað 8 rign. f grend 22 skýjað 30 heiðskirt 22 heiðskírt 17 skýjað 33 heiðskfrt 22 skýjað 15 skýjað um væri nú þegar orðið vel ágengt með að slaka á spennunni sem ríkt hefur milli ríkjanna, en bætti við að þau yrðu samt sem áður að virða sjálfstæði þjóðanna og samning sem ríkin gerðu sín á milli árið 1972. Honecker sagði að betra reyndist að semja tíu sinn- um upp á nýtt, en að hleypa af einu skoti. í viðtali við Honecker kom ekki fram hvort hann hyggi á heim- sókn til V-Þýskalands í næsta mánuöi. Helmut Kohl, kanslari V-Þýskalands, sagði á föstudag að hann vænti þess að úr heimsókn Honecker yrði, en heimsóknin hef- ur ekki enn verið tilkynnt opin- berlega. Samtalið við Honecker um sam- búð þýsku ríkjanna er það fyrsta síðan Sovétríkin hófu gagnrýni sína á batnandi samskipti ríkj- anna. Vestrænir fréttamenn halda því fram að Sovétríkin óttist að þýsku ríkin reyni að sameinast á ný og það veiki stöðu Sovétríkj- anna í A-Evrópu. í viðtalinu virt- ist sem Honecker væri að fullvissa Sovétmenn um að A-Þýskaland væri örugglega ekki á leið með að gefa kommúnisma upp á bátinn. „Bandalag kommúnisma og kapí- talisma er jafn óframkvæmanlegt og bandalag íss og vatns," sagði Honecker í viðtalinu. Sovéska fréttastofan Tass birti um þriðjung viðtalsins við Hon- ecker, en sleppti ýmsum fuliyrð- ingum a-þýska leiðtogans um batnandi sambúð þýsku ríkjanna. Þíng UNIDO í Vín: Ekki samstaða um ályktunina V.'. on a d A Vín. 20. ágúst AP. ÞINGI Iðnþróunarstofnunar Sam- einuðu þjóðanna (UNIDO) lauk í Vín í morgun án þess að samkomu- lag tækist um efnisatriði í formála að almennri ályktun þingsins. Ekki varð heldur eining um drög að sam- þykkt um tvö mikilvægustu málin, sem þar voru til umræðu. Upphaflega átti að slíta þinginu á laugardag, en þingslitum var frestað meðan reynt var að ná samkomulagi. Bandaríkjamenn einir greiddu atkvæði gegn formálanum og 12 iðnríki sátu hjá. Bandaríkjamenn segja að umfjöllun um alþjóðleg efnahagsmál í formálanum komi ekki heim við staðreyndir, auk þess sem þar sé vikið að ýmsum efnum, jafnt í efnahagsmálum sem hermálum, sem eigi ekki er- indi í ályktanir á vettvangi Iðn- þróunarstofnunarinnar. Á blaðamannafundi, sem fram- kvæmdastjóri UNIDO, Álsírbúinn Abdel Rahman Khane, efndi til í dag, sagði hann að of snemmt væri að segja hvort einhver raun- verulegur ávinningur hefði orðið af þinghaldinu. Hann kvaðst harma að Bandaríkjamenn hefðu ekki samþykkt formála aðalálykt- unar þingsins og sagðist vonast til að sú afstaða þeirra breyttist. Á þinginu hvöttu fulltrúar þróunarríkjanna iðnríki Vestur- landa til að auka efnahagsaðstoð sína, en engin vilyrði um það voru hins vegar gefin. Fallhlífarstökk endar með slysi Tveir fallhlífarstökkvarar fónist og hinn þriðji slasaðist lífshættulega þegar fallhlífar þeirra flæktust saman á sýningu á Wheat Ridge-hátfðinni í Colorado á laugardag. Myndin er tekin þegar þeir eru komnir u.þ.b. M hluta leiðarinnar og einn þeirra hefur skorið sig lausan frá fallhlífinni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.