Morgunblaðið - 21.08.1984, Side 64

Morgunblaðið - 21.08.1984, Side 64
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 1984 Liverpool byrjar þetta tímabil eins og það síðasta: Sanngjarn og öruggur sigur Everton í góögeröarieiknum Everton vann gódgerðarskjöldinn er Liverpool og Everton mœttust á Wembley í þessum árvissa opnun- arleik ensku knattspyrnunnar. Liverpool byrjaði tímabilið eins og það síðasta, eða með ósigri í góðgeröar- leiknum, liðið tapaði þá fyrir Manchester Utd. 0—2, en tyrir Everton nú 0—1. Everton var ákaflega vel að sigrinum komið, liöið var allan tímann mun betri aöilinn, eínkum þó og sér í lagi eftir að sigurmarkið var komið á blað á 55. mínútu leiksins. ósannfærandi. Fyrri hálfleikurinn var marklaus og ef frá er taliö eitt stórgott færi sem Kenny Dalglish fékk fyrir Liv- erpool, voru öll hættulegustu at- vikin hinum megin á vellinum. En þar var var Bruce Grobbelaar kóngur í ríki sínu og bjargaöi Liv- erpool oft meö snjallri markvörslu og góöum innígripum. Dalglish var ákaflega daufur í leiknum og undir- strikaöi þaö meö því aö klúöra fyrrgreindu færi. Rush og Lee léku þá vel saman og Lee sendi knött- inn á endanum inn fyrir vörn Ever- ton. Dalglish var þar á auöum sjó, en í staö þess aö afgreiöa knöttinn í netiö eins og hann heföi gert í eina ttö, skaut hann lausu skoti framhjá. Rush sýndi litiö í leiknum, Dal- glish enn minna, en þeir skipuðu framlínu Liverpool. Þaö var ekki fyrr en seint í leiknum, aö Paul Walsh kom inn á, en þá var allt um seinan og Liverpool haföi engin tök á leiknum. Þá var fjarvera Souness á miöjunni áberandi, Liv- erpool náöi þar engum tökum. Peter Reid, prímusmótor Everton, réö lögum og lofum á miöjunni og mataöi félaga sína í framlínunni, þá Heath, Sharpe og Richardson, meö snjöllum sendingum. Þá reyndi á vörn Liverpool, en þar Eftir það var um algera einstefnu Everton — Liverpool 1:0 stóöu engir sig vel nema Bruce Grobbelaar og Alan Kennedy. Neal, sem var fyrirliöi í fjarveru, átti afleitan dag og miöverðirnir Lawr- enseon og Hansen voru einnig seinir og ósannfærandi. Markiö kom á 55. mínútu sem fyrr segir og þaö var átakanlegt fyrir Grobbelaar, því þaö var klaufalegt frá hans sjónarhóli. Gra- eme Sharpe komst einn inn fyrir vörn Liverpool eftir snjalla stung- usendingu. Grobbelaar kom æö- andi út og fór skot Sharpe í mark- vöröinn. Sharpe fékk knöttinn á ný og spyrnti á markið, en varnar- maöur hljóp þá fyrir knöttinn, breytti stefnu hans, hrökk í fæt- urna á Grobbelaar sem var aö hlaupa í mark sitt á ný. Skrúfaðist af honum í netiö. Klaufamark, en forysta Everton var þó afar sann- gjörn. Eftir markiö náöi Everton end- anlega yfirhöndinni og haföi algera ræða og liö Liverpool vægast sagt yfirburöi. Trevor Steven, Adrian Heath og Kevin Rathcliff voru allir nálægt því aö bæta mörkum viö. Liverpool reyndi ákaft aö sækja, en án árangurs. Eitt sinn komst þó Rush meö knöttinn inn í vítateig Everton, en féll viö eftir samstuð viö Garry Stevens. Leikmenn Liv- erpool heimtuöu hástöfum víta- spyrnu en dómarinn var á annarri skoöun. Fleiri uröu mörkin því ekki. Metaðsókn var aö leiknum aö þessu sinni og kom þaö vart á óvart þar sem bæöi liöin eru frá borginni Liverpool. Friöur og spekt ríkti þrátt fyrir þaö á áhorfenda- pöllunum og góöur andi sveif yfir vötnunum. Liöin voru þannig skip- uö: Everton: Neville Southall, Gary Stevens, Derek Mountfield, Kevin Rathcliff, John Bailey, Trevor Stev- en, Peter Ried, Paul Bracewell, Kevin Richardson, Adrian Heath og Graeme Sharpe. Andy Gray gat ekki leikiö vegna meiösla. Liverpool: Bruce Grobbelaar, Phil Neal, Alan Hansen, Mark Lawrenson, Alan Kennedy, Sam- my Lee, John Wark, Ronnie Whel- an, Steve Nicol, Kenny Dalglish, lan Rush og Paul Walsh sem kom inn á fyrir Lee á 53. mínútu. Horfir ekki vel fyrir Coppell og Cr. Palace DEILDAKEPPNIN hefst í Englandi um næstu helgi og augu margra munu beinast að 2. deildar liöi Crystal Palace. Þaö er vegna þess að við stjórnvölinn þar er yngsti framkvæmdastjóri ensku knattspyrnunnar, hin vinsæli 28 ára gamli Steve Coppell, sem gerði garðinn frægan með Man- chester Utd. og ekki síst enska landsliðínu. Coppell varð að hætta knattspyrnu vegna þrálátra meiðsla, en ekki er það auðveld- ari þraut sem nú blasir við. Coppell og aöstoöarmaöur hans, lan Evans, standa frammi fyrir erfiðu tímabili, ekki síst þar sem þrír bestu leikmenn liösins gengu úr rööum þess um þaö leyti sem Coppell var aö taka viö. Var mikil ólga og háværar yfirlýsingar í kjölfarið á brottrekstri Alans Mull- ery. Leikmennirnir, sem fernir eru, eru Billy Gilbert varnarmaður sem gekk til liðs við Portsmouth, Vince Hilaire, sem fór til Luton og Kevin Mabbutt, sem reyndar er ekki far- inn, en hefur þrálátlega neitað aö undirrita nýjan sanining og látiö þess getið við 1. deildar félög aö hann sé tilbúinn. Coppell veit hvers er vænst af honum, sjö framkvæmdastjórar hafa ráöiö þar ríkjum síöustu átta tímabilin, sá síöasti sat í stólnum í aðeins 4 daga. Félagið er fjár- hagslega illa á vegi statt og þaö tekur sinn tíma aö byggja upp nýtt lið er buröarásar þess hafa allir horfið með tölu á einu bretti. Coppell byrjaöi á því aö kaupa Trevor Aylott frá Luton og hann segist ósmeykur við væntanlega glímu. Punktar úr ensku knatt- spyrnunni Enska 1. deildar liöiö Norwich City hefur gert auglýsingasamn- ing viö danska íþróttavörufyrir- tækiö Hummel. Samningurinn er til þfiggja ára og þóknun til handa iiöinu veltur aö nokkru á því hvernig gengur hjá því. Ef vel gengur hjá Norwich, gæti félagiö grætt allt aö 200.000 pund. O O O O Nokkrir minni háttar leik- mannaflutningar hafa átt sér stað síðustu daga. Everton hefur fest kaup á markveröinum Barry Daines sem árum saman hefur vermt varamannabekkinn hjá Tottenham. Undir þaö síöasta haföi hann þó gefist upp á því og lék knattspyrnu í Hong Kong. O O O O Varnarmaðurinn gamalreyndi, Jeff Clarke, sem var lengst af hjá Manchester City, æfir nú af kappi meö Brighton. Ef hann spjarar sig í æfingarleikjum mun 2. deild- ar liöiö hafa áhuga á aö kaupa hinn þrítuga Clarke. O O O O Keppni hófst á laugardaginn í skosku úrvalsdeildinni í knatt- spyrnu. Úrslit leikja uröu sem hér segir: Celtic — Dundee Utd. 1 — 1 Dumbarton — Rangers 1—2 Dundee — Hibernian 0—1 Hearts — Morton 1—2 St. Mirren — Aberdeen 0—2 • Tony Barton. Phil Neal, hinn leikreyndi bakvöröur Liverpool, tók viö fyrirliöastööunni úr höndum Gra- eme Souness sem leikur í ítölsku deildarkeppninni í vetur. Neal lék á laugardaginn í 6. skiptiö í „Charity Shield“-viöureign, en það er met. O O O O Alls borguðu 99.000 áhorfend- ur sig inn á Wembley-leikvanginn í Lundúnum til aö sjá viöureign Liverpool og Everton. Áhorfend- ur voru því í raun yfir 100.000 talsins, en þaö er aösóknarmet á þessum leikvangi. O O O O Tony Barton, fyrrum fram- kvæmdastjóri hjá Aston Villa, fékk hjartaslag fyrir skömmu. Hann er á örum batavegi og hlakkar til aö takast á viö ný verkefni. Barton, sem var rekinn frá Villa, hefur gert samning viö 4. deildarlið Northampton.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.