Morgunblaðið - 21.08.1984, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 21.08.1984, Qupperneq 33
41 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 1984 Varðandi framangreind atriði læt ég fljóta með eftirfarandi at- hugasemdir: 1) Hvorki sérfræðingar Veiði- málastofnunar (3 talsins) né hinn skoski kollega þeirra virðast vilja skilja þá staðreynd — sem byggist á aflaskýrslum og hlutfallslegri stærð íslenska laxastofnsins á Atlantshafi — að Færeyingar hirða allmargar þúsundir ís- lenskra laxa árlega, en eins og að framan greinir er ekki unnt að ákvarða þetta magn nákvæmar. Lax hefur veiðst um allt Noregs- haf, frá Færeyjum og norður fyrir Jan Mayen, og merkingar hafa sýnt (að vísu fyrir 1976!), að ís- lenskur lax gengur á þessar slóðir. Enda eðlilegt, sérstaklega að þvf er varðar lax frá A- og NA-landi. En fyrrnefnd 3 merki sýna, að lax frá SV- og S-landi gengur einnig á þetta hafsvæði. Það er því út í hött að vera ennþá að puða við að „sanna" að íslenskur lax gangi á Noregshaf! 2) En hér ræðir ekki aðeins um þá torskildu glámskyggni ís- lenskra laxasérfræðinga sem um getur í málsgreininni hér á undan. An þess að skýra það nánar, virð- ast þeir ekki taka mark á niður- stöðum sem fengust fyrir 1976! Því nú er rembst við að örmerkja í þeim tilgangi að kanna, hvort ís- lenskur lax kunni að ganga á sömu slóðir eftir 1975. Og til þessara dellu-rannsókna hafa íslensk stjórnvöld snapað fjárstyrk úr sjóði Norðurlandaráðs, sem ku vera kenndur við menningu. Sem að framan getur, hefur enn ekki tekist að „sanna“ með örmerking- um, að íslenskur lax hafi gengið á Noregshaf eftir 1975. Árni ísksson, örmerkjasérfræðingur Veiðimála- stofnunarinnar, upplýsir í nýlegri skýrslu um árangursleysi þessara merkinga, að áfram verði haldið að örmerkja af alefli, svo fremi sem fé fáist til þessara „rann- sókna". Raunar telur hann árang- ursleysið fram til þessa „ánægju- legt“, með því það styður þá „kenningu" umræddra sérfræð- inga, að Færeyingar hirði ekki ís- lenskan lax á úthafi svo að telj- andi sé. V. Stjórnvöld í vanda En á opinberum skrifstofum sitja ráðherrar og embættismenn, að því er virðist reikulir í rásinni. Alþingi tslendinga ályktaði nefni- lega með öllum greiddum atkvæð- um í mars 1983 að fela ríkisstjórn- inni að gera þá þegar ráðstafanir til að stöðva laxveiðar Færeyinga og Grænlendinga á úthafinu. En þrír íslenskir laxasérfræðingar og einn skoskur telja, að ekki sé nægilega sannað að íslenskur lax gangi á Færeyjaslóðir, og að nauð- syn beri til að kanna þetta mál nánar með laxamerkingum. Fall- ist ríkisstjórnin á slík sjónarmið, á hún óhægt um vik. Spurningin vaknar, hvort heldur eigi að taka mark á Alþingi eða umræddum sérfræðingum. Og ráðherrarnir og embættismennirnir tvínóna. Að óbreyttu ástandi munu því ís- lenskar laxár pliktugar — svo lengi sem þær megna — að fram- leiða lax, sem síðan er að verulegu leyti hirtur af Færeyingum og Grænlendingum. En vera má, að þróunin á Nor- egshafi verði ámóta og hún virðist þegar orðin á veiðisvæði Græn- lendinga. Seiðaframleiðsla laxáa í Evrópu getur dregist saman að slíku marki — auk þess sem til- burðir til hafbeitar hérlendis sem erlendis munu leggjast af — að Færeyingar telji það ekki ómaks- ins vert að eltast við fáa laxa á úthafi um 8 mánaða skeið ár hvert. Myndi þeim áfanga þá náð, að laxastofn Atlantshafsins verði að kalla upp urinn, enda þótt lax yrði áfram framleiddur með eldi í sjókvíum. Með slíkri þróun myndi lax ekki lengur stikla sterklega ís- lenska fossa, og áin í dalnum myndi jafnframt deyja. Raunar virðast laxár á A- og NA-landi nú þegar heyja sitt dauðastríð. Dr. Björn Jóhannesson staríaði um árabil á vegum Sameinuðu þjóð- anna. ÞESSAR telpur sem heita Ragnhildur B. Hauksdóttir, Herdís Stef- ánsdóttir og Jórunn Magnúsdóttir efndu til hlutaveltu að Hraun- tungu 42 í Kópavogi, til ágóða fyrir Blindravinafél. íslands. Þar söfnuðust tæplega 600 krónur. ÞESSIR krakkar efndu til hlutaveltu til ágóða fyrir Vinafélag Skála- túns og söfnuðu 750 krónum. Krakkarnir heita Laufey Alda Sig- valdadóttir, Tinna Laufey Ásgeirsdóttir og Bjarni K. Torfason. Hægt er að fá nær allar innréttingar í sama „Stíl“ eldhús - bað - skápa í anddyri og svefnherbergi - skilveggi - hurðir og meira að segja stigahandrið. Hvað viltu meira? Þessar innréttingar eru svo vandaðar og sérstæðar að margir eru ekki lengi að ákveða sig, ef þeir á annað borð, eru að kaupa innréttingar. Þú verður að gera þér ferð í Borgartún 27 til að sjá þessar glæsilegu innréttingar, sem hannaðar eru af Birni Einarssyni, íslenskum innanhússarkitekt. SÝNINGARSALUR OPINN UM HELGINA Laugardag kl. 10-5 og sunnudag kl. 2-5
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.