Morgunblaðið - 21.08.1984, Side 41

Morgunblaðið - 21.08.1984, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. ÁGÚST 1984 Þórhallur Sæmunds- son fv. bœjarfógeti In memoriam: Fæddur 24. júní 1897 Dáinn 11. ágúst 1984 Þórhallur Sæmundsson fyrrv. bæjarfógeti á Akranesi andaðist í Sjúkrahúsi Akraness 11. ágúst sl. 87 ára að aldri. Hann hafði legið í sjúkrahúsinu frá því seint í apríl, en auk þess átt við nokkra van- heilsu að stríða síðustu misserin. Útför hans verður gerð í dag frá Akraneskirkju. Þórhallur var fæddist í Stærra- Árskógi á Árskógsströnd, þann 24. júní 1897. Foreldrar hans voru hjónin Sigríður Jóhannesdóttir frá Þönglabakka f Þorgeirsfirði Jónssonar prests Reykjalín og Sæmundur Tryggvi bóndi og skip- stjóri, síðar hafnarvörður á Isa- firði, Sæmundsson bónda i Gröf í Kaupangssveit f Eyjafirði Jónas- sonar. Sæmundur er kunnur af ævisögu sinni — Virkir dagar — sem Guðmundur G. Hagalín rit- höfundur skráði fyrir löngu og er ein af fyrstu bókum Hagalíns þeirrar tegundar. Börn þeirra hjóna voru 8 og eru 3 þeirra enn á lífi. Guðmundur og Jón búsettir í Reykjavík og Ingileif á Blönduósi. Þegar Þórhallur er innan við fermingaraldur andaðist móðir hans. Hann þurfti því snemma að vinna fyrir sér og treysta á sjálfan sig. Hugur hans stóð til mennta, þótt þar væri við ramman reip að draga vegna fátæktar. Stúdentsprófi lauk Þórhallur 1919 og prófi i lögum frá Háskóla íslands 1924. Með þrotlausri vinnu og miklum sparnaði tókst Þórhalli að ná þessu marki. Hann kunni margar sögur af því, hvernig hann fleytti sér áfram fjárhagslega. Varð stundum að fresta námi, ef sumarvinnan brást, sem fyrir kom. Hann tók sig til og gerðist kennari að vetrinum og eftir að í háskólann kom kenndi hann oftast nær með náminu. Frá þess- um árum átti hann ýmsa þjóð- kunna nemendur, eins og sveit- unga sinn Davið skáld frá Fagra- skógi og sr. Sigurð Stefánsson sið- ar vígslubiskup á Möðruvöllum. Árin 1924—’30 stundaði Þór- hallur málafærslustörf í Vest- mannaeyjum og rak þar jafnframt útgerð og fiskverkun. A þessum árum var hann einnig með at- vinnurekstur í Hnífsdal. Hann stundaði lögfræðistörf í Reykjavik og Hafnarfirði 1930 og 1931. Varð lögreglustjóri á Akranesi frá 1. janúar 1932 og jafnframt oddviti þar og hafnargjaldkeri til 1. febrú- ar 1936. Þegar Akranes fær kaup- staðarréttindi 1. janúar 1942 varð Þórhallur bæjarfógeti og því starfi gegndi hann til 1. okt. 1967, er hann lét af embætti vegna ald- urs. Eftir þetta var Þórhallur sett- ur bæjarfógeti i Neskaupstað í tæpt ár. Einnig vann hann við sýslumannsembættið í Stykkis- hólmi og á Sauðárkróki stuttan tima. Þetta varð til þess — að við ýmsir vinir hans og starfsmenn — gáfum honum nafnið landfógeti og líkaði honum það að sjálfsögðu vel. Þórhallur kvæntist þann 19. des. 1925 Elísabetu Guðmundsdóttur kaupmanns og útvegsbónda f Hnífsdal Sveinssonar. Þau hafa alið upp fjögur fósturbörn, sem eru náskyld þeim hjónum og reynst þeim sem bestu foreldrar. Þau eru, talin í aldursröð: Sigríður Sigmundsdóttir húsmóðir á Sel- tjarnarnesi, Guðmundur Samúels- son arkitekt og prófessor í Hann- over i Þýskalandi, Lilja Gests- dóttir húsmóðir í Reykjavík og Þórhallur Már prentari í Reykja- vík. Öll hafa þau stofnað sín eigin heimili og eiga marga afkomend- ur. Fósturforeldrum sínum hafa þau sýnt tryggð og umhyggjusemi, eins og best getur verið og því meir, sem þörfin var brýnni, er aldur færðist yfir þau. Er sú rækt- arsemi við æskuheimilið til fyrir- myndar. Elísabet er frábær kona að allri gerð. Mikil móðir barna sinna og fyrirmyndarhúsmóðir, eins og heimili þeirra hjóna hefur best borið vitni um, enda reynst mörgum mikill rausnargarður. Lögreglustjóri og bæjarfógeti á Akranesi var Þórhallur í tæp 36 ár og kom mjög við sögu bæjarins á því tímabili. Á þeim árum óx Akranes úr 1200 manna kauptúni í 4500 manna kaupstað. Hann átti sæti í fyrstu bæjarstjórn Akra- ness 1942—’46. Var þar bæjarfull- trúi fyrir Framsóknarflokkinn. Hann var mjög virkur í starfi. Hafnarmálin lét hann einkum til sín taka í bæjarstjórninni og sýndi þar framsýni og stórhug. Hann sat í hafnarnefnd og var lengi formaður hennar, enda voru hafnarmálin mál málanna fyrstu 30 árin í sögu bæjarins. Fræðslu- málum bæjarins sýndi hann mik- inn áhuga og átti lengi sæti í fræðsluráði og var formaður þess í mörg ár. Hann var vandlátur við ráðningu starfsmanna að skólum bæjarins, en greiddi vel götu þeirra, sem hann treysti til góðra verka. Hann varð formaður Sjúkrasamlags Akraness við stofnun þess 1938 og gegndi því starfi í nær 40 ár. Lengi endur- skoðandi Síldar- og fiskimjöls- verksmiðjunnar hf. á Akranesi og Kaupfélag Suður-Borgfirðinga, enda áhugasamur samvinnumað- ur alla tíð. Átti sæti í miðstjórn Framsóknarflokksins og var um langt skeið einn af forvígis- mönnum flokksins á Akranesi. Þá var hann í áratugi mjög virkur fé- lagi í Rotaryklúbbi Akraness og stúdentafélaginu á Akranesi. Af framanrituðu má ljóst vera að Þórhallur var að eðlisfari mjög fé- lagslyndur maður og kom víða við á langri ævi. Ég gat þess áður að Þórhallur missti móður sína á viðkvæmum aldri og skólaárin urðu honum erf- ið sökum fátæktar. Ég held að þetta hafi sett nokkurt mark á manninn og mótað lífsskoðanir hans. Hann var í eðli sínu spar- samur, hjálpfús og traustur máissvari þeirra, sem höllum fæti stóðu i lífsbaráttunni. Það brást ekki. Hann sýndi mildi og mannúð í embættisstörfum sínum og ekk- ert var fjær honum en láta fólk kenna á valdi sínu. Hann reyndi ætíð að hvetja til sátta og sam- komulags, svo lengi sem skortur var á. Hann var þrautseigur sátta- semjari og trúði einatt á það góða i manninum. En lund hans var viðkvæm og hann gat orðið sár, ef menn brugðust trausti hans. Al- þýða manna á Akranesi átti góðan fulltrúa þar sem Þórhallur var, enda átti hann velvild hennar og hlýhug. Hinsvegar var hann skyldurækinn embættismaður, heiðarlegur og réttsýnn. Þegar lögin og heilbrigð skynsemi fóru ekki saman, lét hann hjartað ráða. Þórhallur var mikill heimilis- faðir og umhyggjan fyrir börnun- um fjórum og börnum þeirra átti sér engin takmörk. Hann var gestrisinn og góður heim að sækja, eins og margir munu minn- ast. Hann var viðræðugóður, vel að sér í sögu og ættfræði, kunni mikið af ljóðum íslensku góð- skáldanna og unni öllu því sem is- lenskt var. Málamaður var hann mikill og las lengi fram eftir ævinni erlend timarit sér til fróð- leiks og skemmtunar. Nú er langri starfsævi lokið. Þegar kraftarnir eru þrotnir er hvíldin kærkomin. Samstarfs- menn og samherjar — vinir og að- rir samtíðarmenn — munu lengi minnast Þórhalls Sæmundssonar og þakkar honum kynnin á lífs- leiðinni. Jafnframt senda þeir Elísabetu, börnunum og öðrum vandamönnum innilegar samúðar- kveðjur á skilnaðarstundinni. Að lokum langar mig að kveðja Þórhall með síðasta erindinu úr kvæðinu Mold, eftir æskuvin hans og sveitunga — Davíð skáld frá Fagraskógi —: „Moldin er þín. Moldin er trygg við börnin sín, sefar allan söknuð og harm og svæfir þig við sinn móðurbarm. Grasið hvíslar sitt ljúfasta ljóð á leiðinu þínu. Moldin er hljóð og hvíldin góð .. “ Blessuð sé minning hans. Danfel Agústínusson í sögu Sæmundar skipstjóra Sæmundssonar, Virkum dögum, sem Hagalín skráði, segir að „hinn 24. júní 1897 fæddist þeim (Sæ- mundi og konu hans, Sigríði Jó- hannesdóttur) sonur. Hann var skírður Þórhallur." Þessi atburður gerðist í Stærra-Árskógi við Eyja- fjörð. Og nú er sá ævivefur á enda kljáður sem þar hófst þá. Þórhalls Sæmundssonar biðu önnur örlög en þau að feta í slóð feðra sinna sem bóndi og sjósókn- ari fyrir norðan land. Þó er ekki að efa að þar hefði hann orðið hlutgengur vel enda illa í ætt skot- ið ef hann hefði ekki reynst úr- valsmaður við þau störf. En Þór- hallur var námsmaður góður og bókfús. Hann lauk námi við Gagn- fræðaskólann á Akureyri (nú M.A.), stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík, lagði síðan stund á lögfræði og lauk embætt- isprófi í þeirri grein 1924. — Hann vann að ýmsum lögfræðistörfum og stundaði útgerð næstu árin en var settur lögreglustjóri á Akra- nesi 1932. Áratug síðar fékk Akra- nes kaupstaðarréttindi og var Þórhallur þá fyrsti bæjarfógeti Akurnesinga og gegndi því starfi í aldarfjórðung en varð þá að lúta reglum um aldurshámark emb- ættismanna og láta af störfum þó að enn væri hann í fullu fjöri og starfhæfur í besta lagi. Svo ern var hann að Dómsmálaráðuneytið fékk hann á áttræðisaldri til að gegna bæjarfógeta- og sýslu- mannsstörfum í forföllum ann- arra. í Neskaupstað var hann í embætti heilt ár og nokkurn tíma í Stykkishólmi og á Sauðárkróki. Vinir hans nefndu hann gjarnan Þórhall landfógeta um þessar mundir. Þórhallur Sæmundsson kvænt- ist árið 1925 Elísabetu Guð- mundsdóttur, kaupmanns og út- gerðarmanns í Hnífsdal, Sveins- sonar, og konu hans, Ingibjargar Kristjánsdóttur, einstakri ágæt- iskonu sem lifir mann sinn. Áratuginn, sem við Björg og börn okkar áttum heima á Akra- nesi, kynntumst við mörgu önd- vegisfólki og eignuðumst vináttu þess. í þeim hópi ber hátt bæjar- fógetahjónin. Búslóð okkar hafði ekki fyrr verið borin inn í íbúðina, sem Þórhallur hafði útvegað nýju skólastjórahjónunum, en þau köll- uðu okkur til kvöldverðar á heim- ilið sitt fagra við Suðurgötu. Alúð- in, sem mætti okkur þar, var ein- læg og sönn og þess vegna lifir hún í brjóstum okkar og megnar enn að lýsa og verma. Og áratug síðar, þegar haldið skyldi frá Akranesi á vit annarra staða og starfa, var einnig setið í fagnaði á heimili þeirra. Enn var hlýjan ókulnuð þó að ekki færi milli mála að Þórhallur var lítt hrifinn af vistaskiptum okkar. Þórhallur Sæmundsson var um margt sérstæður. Þó að hann væri yfirlætislaus og alþýðlegur var hann jafnan auðkenndur í hópi. Hann var röggsamur embættis- maður, kom víða við í bæjarmál- efnum, félags- og menningarmál- um og var laus við þann veikleika margra að þora ekki að skera sig úr, vera á öðru máli en fjöldinn eða svokallað almenningsálit. Hann var hrokalaus embættis- maður en búinn þeirri siðferðilegu reisn sem Iyftir hverju samfélagi, fegrar það og bætir. Oft duttu mér í hug hendingar Páls ólafssonar um Magnús landshöfðingja þegar ég mætti bæjarfógeta Ákurnes- inga á reiðhjólinu sínu: „Landshófðinginn líkar mér, að líta hann ganga farinn veg; enginn maður á honum sér að hann geti meira en ég.“ Báðir voru þeir slíkir atgerv- ismenn, landshöfðinginn og bæj- arfógetinn, að þeir þurftu ekki að sýnast fyrir augum skammsýnna manna. Lítillætið var styrkur þeirra eins og allra sem eitthvað verulegt hafa til brunns að bera. Þórhallur Sæmundsson var vel að sér í íslenskum bókmenntum og skemmtilegur og fræðandi í við- ræðum um þau efni. Hann var tungumálamaður ágætur, hafði m.a. vald á franskri tungu og las hana allmikið sér til ánægju. Þórhallur Sæmundsson sat í Fræðsluráði Akraness þau árin sem ég stýrði þar skóla. Það átti vel við hann að starfa að skóla- málum og með þeim öndvegis- mönnum sem Akurnesingar völdu til forystu þar. Hann var ætíð til- lögugóður og harður stuðnings- maður hvers máls sem til heilla horfði. Við fráfall Þórhalls bæjarfógeta Sæmundssonar verður okkur hjónum hugsað til konunnar hans góðu, fósturbarna og annarra ástvina. Við sendum þeim hugheil- ar samúðarkveðjur, biðjum þeim blessunar Guðs og minnumst lát- ins vinar með djúpri virðingu og hlýju þakklæti. Olafur Haukur Árnason Þá er yfirvald okkar Akurnes- inga um langt skeið, Þórhallur Sæmundsson fyrrverandi bæjar- fógeti, allur og fer jarðarförin fram frá Akraneskirkju í dag. Þórhallur var sonur þess kunna skipstjóra og athafnamanns Sæ- mundar Tryggva Sæmundssonar og konu hans, Sigríðar Jóhannes- dóttur, Stærra-Árskógi, Árskógs- strönd og átti þannig ekki langt að sækja áræði og dugnað, er strax kom í ljós er hann braust til mennta, svo erfitt sem það var al- þýðu manna í þá daga, er aðeins var einn Menntaskóli í Reykjavík og enginn lánasjóður eða styrkir upp á að hlaupa. En þetta tókst þó með fádæma dugnaði, reglusemi og þrotlausri vinnu og lauk hann stúdentsprófi frá M.R. 1919. Inn- ritaðist þá í lagadeild Háskóla ís- lands og lauk þaðan prófi með hárri 1. einkunn 1924. — næstu árin stundaði Þórhallur mál- færslustörf í Vestmannaeyjum og einnig útgerð frá Hnífsdal, en þaðan var hans merka og vel ___________________________49^ menntaða kona, Elísabet Guð- mundsdóttir, kaupmanns. Lögreglustjóri á Akranesi varð Þórhallur í ársbyrjun 1932 og jafnframt oddviti hreppsnefndar- innar og var það vissulega ærið starf einum manni, með tilliti til þess líka, að hann varð að hafa skrifstofuna inni á heimilinu, þar sem húsakostur var ekki alltof ríf- legur. Kom sér þá vel, að frú El- ísabet tók fyllilega sinn þátt í að Ieysa þessi erfiðu viðfangsefni, bæði hvað heimilið snerti og eins „ að aðstoða bónda sinn við skrif- stofustörfin, þar sem mikið þurfti að handskrifa og reikna án hjálp- ar skrifstofu- og reikningsvéla. Bæjarfógeti á Akranesi varð Þórhallur 1942 og gegndi því starfi til 1967, að hann fékk lausn frá embætti. Með stofnun bæjarfóg- etaembættisins breyttist að sjálf- sögðu öll aðstaða þvað snerti skrifstofuhald og starfsemi við embættið, sem allt varð stærra í sniðum en verið hafði. Auk emb- ættisstarfa hlóðust á Þórhall ýmis trúnaðar- og ábyrgðarstörf, — þannig var hann lengi formaður stjórnar Sjúkrasamlags Akraness, í hafnarnefnd yfir 20 ár og í fræðsluráði Akraness og yfirkjör- stjórn Vesturlandskjördæmis, svo eitthvað sé nefnt. Öll embættis- og trúnaðarstörf rækti Þórhallur með stakri sam- viskusemi og sérstaklega þótti einkenna alla starfsemi hans að leysa öll ágreiningsmál í sátt og samlyndi en forðast allt valdboð í lengstu lög. Sérstakur talsmaður alla tíð var Þórhallur allra þeirra sem minna máttu sín og við erfið kjör eða andstreymi áttu að búa, minnugur uppruna síns og lífsbar- áttu i æsku og á unglingsárum við þrotlausa baráttu að ná settu markmiði, sem oft virtist svo fjar- lægt og tvísýnt, hvernig til tækist þó allt færi vel og að óskum, eins og að framan greinir. Við hjónin fluttum til Akraness á haustdögum 1934, þar sem ég gerðist kennari við Barnaskólann. Brátt tókust góð kynni og vinátta með okkur og heimilum okkar og hefur staðið svo alla tíð síðan, sem við kunnum vel að meta og erum þakklát fyrir. Ég hafði mikið sam- an við Þórhall að sælda við félags- og nefndarstörf og reyndist mér hann ætíð ráðhollur og tillögugóð- ur og laginn að ná góðum árangri, þó skoðanir væru skiptar til að byrja með, eins og oft vill verða, en eins og áður segir, var Þórhall- ur maður friðar og sáttfýsi. Ekki spillti það til, að við vorum ein- lægir samherjar í stjórnmálum og áttum á því sviði langt og farsælt samstarf. Og nú að leiðarlokum vil ég færa þessum vini mínum og sam- ferðamanni hér í bæ um langt skeið þakkir fyrir samfylgdina og alla vinsemd fyrr og síðar, um leið og við hjónin sendum frú Elísa- betu og fjölskyldu hennar einlæg- ar vináttu- og samúðarkveðjur. Guðmundur Björnsson Best ínæstu matvörubúð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.