Morgunblaðið - 21.08.1984, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 21.08.1984, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 21. ÁGÚST 1984 59 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS X- Gefið unglingunum grið I Skemmtistaðuriim Traffic: „Unglingar eru engin dýr“ ■ segir eigandi Traffic, Vilhjálmur Svan, en íbúar hverfisins mótmæla og segja unglinga liggja ósjálfbjarga í áfengisvímu sr-s irtrrrt :Es: * MM. ... ■> |.i M > látMm n M. —. 1 — :g:g va-“i yrtin.'ss rsvt * .fTff*** °*|l u rfbrua sr ar.'Es VÆJ ClMM líyss ,Mterly«i «m. UllMltlMl |A vCZ, S, Grcinin í NT 3. ágúst sl. sem bréfritari á við. Nigríður Hjaltesteð skrifar: Kæri Velvakandi. Föstudaginn 3. ágúst sl. birtist grein í NT um skemmtistaðinn Traffic þar sem rætt er við nokkra íbúa í hverfinu þar sem skemmti- staðurinn er til húsa (þ.e. við Hlemmtorg). Þar lýsa þeir yfir óánægju sinni með opnun staðar- ins inni í miðju íbúðahverfi og fara ófögrum orðum um gesti hans. Einnig er í sömu grein rætt við eiganda Traffic, Vilhjálm Svan Jóhannsson, þar sem hann reynir að bera í bætifláka fyrir unglinga sem sækja staðinn. Það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég las grein- inga var að nú ætti að taka skemmtistaðínn Traffic af okkur. Það verður að segjast eins og er að unglingaskemmtistaðirnir hér í borg eru það eina sem við ungl- ingarnir höfum til að koma saman og skemmta okkur. Við megum greinilega ekki vera hvar sem er lengur svo að einhvern samastað verðum við að hafa. Ég er gestur í Traffic á nær hverjum föstudegi og það verð ég að segja að þar ríkir alltaf mjög góður andi. Við krakkarnir berum mjög mikla virðingu fyrir staðnum, því þar getum við skemmt okkur konung- lega og gaman er að sjá alla krakkana samankomna í sínu fín- asta pússi því að í Traffic fyrir- finnast engir sóðar. í áðurnefndri grein í NT eru sem fyrr segir stutt viðtöl við íbúa við Hlemmtorg um skemmtistað- inn Traffic. Þar kvarta þeir yfir glerbrotum, rúðubrotum, skemmdum bílum, unglingum í áfengisvímu og mörgu fleiru. Er þetta okkur öllum að kenna? Af hverju er eiginlega ráðist á Traffic út af þessu? Ég segi eins og Vil- hjálmur Svan að það eru til fleiri skemmtistaðir en þessi eini og það er til fleira fólk sem er með ólæti í bænum en unglingarnir. Ef unglingarnir „liggja ósjálf- bjarga í áfengisvímu" á víð og dreif þá langar mig til að benda áðurnefndum íbúm á það, að fylli- raftarnir sem venja komur sínar í biðskýlið við Hlemmtorg eru þeir sem ósjálfbjarga eru og í áfengis- vímu meira og minna alla daga. Þetta hefur ekki farið fram hjá mönnum, allra síst þeim sem búa við Hlemmtorg. í greininni segir m.a.: „Þá sögðu íbúarnir að oft mætti sjá ungl- ingana pissandi í skúmaskotum og görðum í hverfinu, jafnvel kæmi það fyrir að þeir hægðu sér á vel völdum stöðum. Ég hef jafnvel séð þá vera að eðla sig hérna fyrir utan gluggann minn,“ sagði öldruð kona í hverfinu." Hvað eiga krakkarnir að gera ef þeim verður skyndilega mál að pissa? Ég er hrædd um að það yrði skellt á nefið á þeim ef þeir bönk- uðu upp á hjá íbúum þessum er kvarta sem mest, og bæðu um leyfi til að nota salernið. Ég er alveg sammála Vilhjálmi Svan um það að unglingunum er alltaf kennt um allt, sama hvað gerist, og allt það sem eyðilagt er í grennd við Hlemmtorg er okkur unglingunum úr Traffic kennt um. Að lokum langar mig til að biðja fullorðna fólkið, sem sífellt er að kvarta undan unglinga„lýðn- um“, að horfa í eigin barm. Því ekki að beina athyglinni að ein- hverjum öðrum skemmtistöðum þar sem nóg er um svall og skemmdarverk að manni skilst, eða er það kannski ekki við hæfi þar sem fullorðið fólk sækir þá? Limra misritaðist í Velvakanda laugardaginn 11. ágúst birtist limra að norðan eftir Burkna en því miður reyndist hún hafa misritast á einum stað. Morgunblaðið biðst velvirðingar á þessum mistökum en svona er limran rétt: í Morgunblaði fékk ég fréttir litið: Á fjöllum nyrðra væri of mikið bitið, en sumir reka þó ög segja að gras sé nóg, það gengur úr sér Guðlaugsstaðavitið. vegar sagt að „enginn sími væri í Traffic". Þykir okkur það harla ólíklegt og lýsir þessi framkoma starfsfólksins í garð gesta sinna, mikilli ósvífni og lélegri þjónustu. Við gripum til þess ráðs að fá að hringja á lögreglustöðinni, sem er eins og kunnugt er í nánd við Traffic. Þar sögðum við lögreglu- þjónunum raunasögu okkur og þá buðust nokkrir til að aka okkur heim. Því miður var þó enginn bíll inni á þessum tíma sólarhrings og því urðum við að bíða i hálfa klukkustund eftir að bíll yrði laus og hægt væri að keyra okkur heim. Þá var klukkan orðin hálf fimm að morgni. Við flytjum lögreglunni f Reykjavík bestu þakkir fyrir að- stoðina, án hennar hefðum við ekki komist heim. Nú langar okkur til að beina þeim fyrir- spurnum til forráðamanna ungl- ingastaðarins Traffic: Eiga þeir ekki að sjá til þess að þeir krakkar sem greitt hafa fúlgu fjár í að- gangseyri og fyrir rútuferð heim, fái notið þeirrar þjónustu? diskó Um íslenska málvernd Jón Helgason skrifar: Víðkunni Velvakandi! Viltu veita viðtöku volæðisvæli vesalings? Ég er, eins og svo margir, unn- andi íslenskrar tungu og er því hér með nokkrar athugasemdir varð- andi íslenskt mál og það sem mér fellur miður við það. Fyrst vil ég nefna tvö orð, en og enn. Þau hafa sitt hvora merkingu en eru þó yf- irleitt borin fram sem væru þau bæði með tveimur ennum. Er það að vonum slæmt. Á þessu man ég þó eina undantekningu. Helgi Hannesson, sem var bæjarstjóri í Hafnarfirði í nokkur ár, bar alltaf fram orðin en og enn með þeim hætti sem átti við. í fréttum af slysum á mönnum er oft sagt að viðkomandi hafi slasast illa og langar mig í því sambandi að benda á að enginn slasast vel. Réttar þætti mér að segja að viðkomandi hafi slasast talsvert mikið, mjög mikið eða lífshættulega. Tökuorðin kannski og eitthvað skeði í gær, hafa ævinlega farið fyrir brjóstið á mér og veit ég að svo er um marga aðra. Þá finnst mér orðin sökum þess vera oft notuð á óviðeigandi hátt s.s.: við fórum í útilegu en urðum mjög óheppnir með veður. Það gerði mikinn byl og frost en við þoldum það sökum þess að við vorum vel útbúnir. Betra hefði verið að segja í þessu sambandi: sem var því að þakka. Að lokum langar mig til þess að láta hér tvær vísur fylgja, sem ég hef dálítið gaman af: Kuldabólga Þegar ég var innan til við tekt var tíðum svalt í norðanhörkubáli. Kuldabólgan var þá víða þekkt, en verðbólgan ei til f okkar máli. Verðbólga Um verðbólgu í vítahring, virðast flestir úti á þekju. En hún er augljós afleiðing, ágirndar og heimtufrekju. \ Lækkið tekjuskatt- inn í stað kauphækkunar Lífeyrisþegi hringdi og hafði eftir- farandi að segja: „Mig langar til að 'beina þeirri fyrirspurn til stjórnvalda í fram- haldi af allri umræðu um kaup- hækkun láglaunafólks, hvort að það hafi aldrei komið til greina að lækka tekjuskatt sem tekinn er af fólki, er svaraði þeirri upphæð sem almenningur vill að kaupið verði látið hækka um?“ INNRÖMMUNARSTOFA ER TEKIN TIL STARFA AÐ ÓÐINSGÖTU 3.(frímerkjaverslunin) • ÖLL ALMENN INNRÖMMUN • ÚRVAL RAMMAEFNA • FLJÓT AFGREIÐSLA • VÖNDUÐ VINNA Slítþols- prófun áklæóa hafinn Norðurlanda- meistarinn í rúmasölu er kominn aftur Viö vorum aö fá sendingu af þess- um vinsælu rúmum, tegund Anna í Ijósri og lútaöri furu. 1 Ijós lútuó 8.290,- 8.570,- 9.410.- 9.870,- 10.740,- 11.390,- 12.490- 13.140,- 14.270,- 14.810,- 1.420,- 1.590,- Takiö eftir veröinu 90x200 cm m/dýnum 100x200 cm m/dýnum 120x200 cm m/dýnum 140x200 cm m/dýnum 170x200 cm m/dýnum Náttborö Aðeins 3.000 kr■ úborgun og 1.500 kr ■ á mánuöi. Mundu, aö viö tökum greiöslukort sem útborgun á afborgunarsamninga og aö sjálfsögu sem staðgreiöslu. HDSE4GN4HÖLLIN BÍLDSHÖFÐA 20 • 110 REYKJAVfK « 91-81199 og 81410
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.