Morgunblaðið - 03.11.1984, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 1984
17
Úr sýningu Alþýðuleikhússins á „Beisk tár Petru von Kant“.
Alþýðuleikhúsið:
Fyrsta frumsýning vetrarins á morgun
liðinn. Menn hverfa úr þessum
heimi. Bnginn veit hvert. Stund-
um koma þeir aftur, stundum
ekki.“
Njörður: „Við vonum að bókin
verði tekin eins og hún er. Ekki
sem siðapostilla. Hún bregður upp
dökkri mynd. Hún segir sannleik-
ann um heróínheiminn. Sá heimur
er miskunnarlaus. Tölfræðin seg-
ir, að af hverjum 100 sjúklingum
vilji 10 einhvern tímann læknast.
Af þeim kemst einn i gegnum
hreinsunareldinn."
Freyn „Lækning er fágæt. Hún
krefst mikils vilja sjúklingsins,
vilja hans til að lifa af. Eftir að
hafa losað sig við eitrið, verður
hugarfarsbreytingin að koma.
Heróínsjúklingur dregur á eftir
sér slóða lögbrota. Því þarf vel-
vilja yfirvalda til að sjúklingurinn
eigi góða möguleika á lækningu og
sem eðlilegustu lífi eftir hana.
Fangelsun getur þýtt sama og
morð. Sá vilji er víðast hvar fyrir
hendi. Það er reynt að milda málin
eða fella niður eftir eðli þeirra.
Hér á landi eigum við góða mögu-
leika til viðnáms gegn vandanum.
Hann er ekki kominn hingað. Þeg-
ar hann er kominn verður viðnám-
ið of seint.“
Óttastu áhrifin af útkomu bók-
arinnar?
„Auðvitað er ég skíthræddur, en
ég læt það ekki hafa áhrif á mig.
Ég ætla mér að standa uppréttur
eftir. í henni felst þannig boð-
skapur, að það er til mikils að
vinna. Um heim heróínsins liggur
aðeins ein gata. Það er einstefnu-
gata,“ segir Freyr.
Hvar hefst leiðin inn í heim
heróínsins? Hvar endar hún? Það
veit enginn. Menn hverfa úr heim-
inum. „Heróín er eitthvað fjar-
lægt og óendanlega hræðilegt.
Heróín er eitthvað sem bara kem-
ur fyrir aðra. Er það ekki!“ (Ekk-
ert mál bls. 192.) Meðan við hugs-
um þannig læðist óhugnaðurinn
að okkur og við vitum ekki fyrr en
hann er orðinn hluti af llfi okkar.
„Sérhver manneskja verður að
læra að horfast svo fast í augu við
sjálfa sig að hún neyðist til að líta
undan. Og horfa svo aftur. Án
þess að líta undan." (Ekkert mál
bls. 200.)
HG
VÍÐIST ADASÓKN: Barnasam-
koma kl. 11. Almenn guösþjón-
usta kl. 14. Sr. Siguröur Helgi
Guömundsson.
HAFNARFJARDARKIRKJA:
Messa kl. 14. Sigríöur Ella Magn-
úsdóttir óperusöngkona syngur.
Sr. Gunnþór Ingason.
FRÍKIRKJAN í Hafnarfiröi:
Barnasamkoma kl. 10.30. Guös-
þjónusta kl. 14. Jóhanna Möller
syngur einsöng og fermingar-
börn aöstoöa. A eftir er kaffisala
í Góötemplarahúsinu á vegum
kvenfélagsins. Sr. Einar Eyjólfs-
son.
KAPELLA St. Jósfesapítala:
Messa kl. 10.
KARMELKLAUSTUR: Hámessa
kl. 8.30. Rúmhelga daga messa
kl. 8.
KÁLFATJARNARKIRKJA:
Messa kl. 14. Sr. Bragi Friöriks-
son.
KEFLAVÍKURKIRKJA: Barna-
guösþjónusta kl. 11. Barnakór
syngur. Ragnar Snær Karlsson
talar viö börnin. Guösþjónusta
kl. 14. Organisti Siguróli Geirs-
son. Sóknarprestur.
GRINDAVÍKURKIRKJA: Messa
kl. 14. Sr. Arngrimur Jónsson
prestur í Háteigsprestakalli pré-
dikar. Sóknarprestur.
AKRANESKIRKJA: Kirkjudagur-
inn. Barnasamkoma kl. 10.30.
Hátíöarguösþjónusta kl. 14.
Kirkjukórinn syngur, söngstjóri
Jón Ólafur Sigurösson. Kórinn
syngur m.a. lög eftir Schubert,
Bruckner og Mozart. Einsöngur
Guörún Ellertsdóttir. Undirleik í
verki Mozarts Guðlaugur Hauks-
son (fiöla) og Friörik Stefánsson
(orgel). Sungnir veröa hátíöar-
söngvar Bjarna Þorsteinssonar.
Sr. Björn Jónsson.
FYRSTA frumsýning Alþýðuleik-
hússins á þessum vetri verður á
morgun, sunnudag, kl. 16, á Kjarv-
alsstöðum. Það verður sýnt leikritið
„Beisk tár Petru von Kant“ eftir Ra-
iner Werner Fassbinder. Á þessu
leikári eru 10 ár liðin frá stofnun
Alþýðuleikhússins, en það var stofn-
að á Akureyri 4. júlí 1975. Á afmæl-
isárinu er leikhúsið í húsnæðishraki
og einnig hrjáir fjárskortur starf-
seminni.
{ frétt frá Alþýðuleikhúsinu
segir m.a.:
„Þrátt fyrir 10 ára kröftuga
starfsemi er Alþýðuleikhúsið enn i
húsnæðishraki og hefur ekki tek-
ist að finna laus á húsnæðisvanda
þess þrátt fyrir ítrekaðar tilraun-
ir.
Skástur var húsakostur Alþýðu-
leikhússins þegar leikhúsið hafði
Hafnarbíó á leigu í 2 ár — en það
ágæta bíó var svo að segja rifið
ofan af starfseminni fyrir tæpum
tveimur árum.
Alþýðuleikhúsið bindur nú
miklar vonir við nefnd þá er
Ragnhildur Helgadóttir, mennta-
málaráðherra, skipaði á sl. ári til
að greiða úr húsnæðisvanda Al-
þýðuleikhússins og annarra leik-
hópa á höfuðborgarsvæðinu.
Ofan á húsnæðisvandamál Al-
þýðuleikhússins bætist svo erfið
fjárhagsstaða leikhússins. Það
kemur því eins og reiðarslag yfir
leikhúsið að fregna að í fjárlaga-
frumvarpinu fyrir árið 1985 hefur
Alþýðuleikhúsið verið fellt niður
sem sérliður á fjárlögum! Til
slíkrar afgreiðslu hins háa Al-
þingis má ekki koma og munu að-
standendur Alþýðuleikhússins og
aðrir velunnarar leiklistarstarf-
semi í landinu gera allt sem i
þeirra valdi stendur til að forða
slíku menningarleysi sem yrði al-
gjört rothögg fyrir þá nauðsyn-
legu starfsemi og það hlutverk
sem Alþýðuleikhúsið gegnir í leik-
húslífi þjóðarinnar."
Höfundur „Beisk tár Petru von
Kant.“ er Rainer Werner Fass-
binder, en þýðinguna gerði Böðvar
Guðmundsson. Leikstjóri er Sig-
rún Valbergsdóttir. Leikmynd er
eftir Guðrúnu Erlu Geirsdóttur —
ljósameistari er Árni Baldvinsson,
en tónlist valdi Lárus Grímsson.
Leikendur eru: María Sigurð-
ardóttir, Guðbjörg Thoroddsen,
Edda Guðmundsdóttir, Kristín
Anna Þórarinsdóttir og Vilborg
Halldórsdóttir.
Beisk tár Petru von Kant er
átakamikil ástarsaga og fjallar
um sjálfstæöisbaráttu konu, segir
i frétt frá Alþýðuleikhúsinu.
Sinfóníu-
tónleikar
Tónlist
Jón Ásgeirsson
AÐRIR tónleikar Sinfóniu-
hljómsveitar íslands voru haldn-
ir samkvæmt áætlun sl. fimmtu-
dag í Háskólabiói. Á efnisskrá
voru verk eftir Jón Leifs, Edou-
ard Lalo og Sergei Prókoféff.
Stjórnandi var Jean-Pierre
Jacquillat og einleikari í
„spænsku sinfóníunni” eftir
Lalo, var franskur fiðlusnilling-
ur, Pierre Amoyal. Fyrsta verk
tónleikanna var Geysir, forleik-
ur fyrir hljómsveit, eftir Jón
Leifs. Þessi frumflutningur
verksins minnir íslenska tónlist-
armenn á það, að enn er ýmis-
legt ógert varðandi tónverk Jóns
Leifs og að það að sýna honum
sóma með því að flytja verk hans
varðar í raun og veru sjálfsvirð-
ingu íslenskra tónlistarmanna.
Hér þarf til stórhuga fólk og
mætti „Listahátíð" gera þar um
áætlun.
Það var gaman að heyra þetta
stutta verk og líklega eru Islend-
ingar nú orðnir nægilega þjálf-
aðir í að hlusta á nýstárlega
tónlist að tónlist Jón Leifs sé
orðin aðgengileg og auðtekin
fólki er áður var ósátt við tónlist
hans. Spánska sinfónian eftir
Lalo er skemmtilegt fiðluverk og
sannarlega er Amoyal góður
fiðluleikari, enda skólaður af
snillingnum Heifetz. Spánska
sinfónían er ekki mjög erfið
fyrir hljómsveitina en gerir
nokkrar kröfur til nákvæmni í
hrynjandi og blæmótun. Það
vantaði nokkuð á mótun blæ-
brigða, t.d. á að málmblásararn-
ir létu lúðra sína „syngja" og var
hljómur þeirra á köflum nokkuð
harður, sérstaklega í Andante-
kaflanum. Túlkun Amoyal var
„blátt áfram" og frekar lítið gert
af því að leika sér með ýmsar
tónhendingar umfram það sem
tekið er fram í raddskránni. Síð-
asta verkið á efnisskránni var
fyrsta svítan úr ballettinum
Rómeó og Júlía eftir Prókoféff. f
þessari ballettsvitu getur að
heyra ýmsilegt skemmtilegt í
gerð stefja og hljómsveitarrit-
hætti þessa merka tónskálds. Til
að skilja tónlistina þarf í raun
að segja ballettsöguna, eins og
t.d. í síðasta kaflanum sem fjall-
ar um dauða Týbalts.
Pierre Amoyal
Þar getur að heyra aðdrag-
anda þeirra atburða þegar hann
er veginn, t.d. skylmingarkafl-
ann, þar sem spennan er túlkuð
með hröðu tónferli í fiðlunum.
Og svo þegar Týbalt er óvænt
stunginn. Þar næst er kvalafullt
dauðastríð hans og samtímis
viðbrögð fólksins, sem túlkuð
eru í lúðrunum. Þannig mætti i
raun útskýra alla þættina og fær
tónlistin aukið vægi og jafnvel
aðra merkingu en að vera aðeins
skemmtileg áheyrnar. í heild
voru þetta góðir tónleikar og
ekki síst fyrir þá sök að fiðlarinn
var frábær svo sem best fram
kom i aukalaginu, saraböndunni
úr annarri partítunni eftir Bach.
„Þar sló hvergi skuggann á ... “
II |>U il'tliíi il<) skoÁil MÍÁ l AfOjHI
skiillli lljU^il IIH il I lilj*il*i<llliii tii I iiVt'IÍllMir^IIÍ .
Par trlii it*l i svpit stllur.
Fyrr eðð siðar íangar
. pig að skoða Evrópu
I Hmarheruðin. Aípana,
K Pans, Múnchen. Vin-
» arborg og Roin. l attu
1 Flugleiðir flytja þig
■ tii t.uxaniborgar og
fylgou siðan eigin
fei ðaaaatiun.
FLUGLEIDIR
Fiehdfí upplysiitQár v/eHc» soiusiirifdtofuf FiuQtai&a. uoibúðsoifino
oq fdi ðdsioifstofuf