Morgunblaðið - 03.11.1984, Side 48
OPIÐALLA DAGA FRÁ
KL. 11.45-23.30
AUSTURSTRÆTI22
INNSTRÆTl, SlMI 11633
SDfcÐFEST lÁNSTRAUST
LAUGARDAGUR 3. NÓVEMBER 1984
VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR.
Sterk hass-
lyktin gaus
upp úr ferða-
töskunni
2Vi kíló af hassi
blöstu við tollvörðum
STERK hasslykt gaus upp úr
ferAatösku 23 ára gamals Reyk-
víkings þegar tollverAir á Kefla-
víkurflugvelli opnuAu tösku hans í
fyrrakvöld. f töskuna hafAi maAur-
inn raAaA hassplötum, alls um 2Vi
kílói. Engin tilraun hafAi veriA
gerA til þess aö hylja hassið, eða
pakka því inn. Virðist sem maður-
inn hafi vonast til að verkfall
BSRB sUeði enn þegar til landsins
kæmi og tollskoðun því í lág-
marki.
Fíkniefnadeild lögreglunnar
gerði kröfu um gæsluvarðhald
yfir manninum og var hann úr-
skurðaður í 11 daga gæsluvarð-
hald í Sakadómi í ávana- og
fíkniefnamálum i gær. Maður-
inn var að koma til landsins frá
Amsterdam. Hann hefur ekki
áður komið við sögu fíkniefna-
mála hér á landi.
Hreyfing kom-
in á viðræður
ASÍ/ VSÍ
NOKKUR hreyfing komst á samn-
ingaviðreður Vinnuveitendasam-
bands íslands og aðildarsambanda
ASÍ á átta stunda löngum samninga-
fundi í gær. Fundinum var frestað
kL 18 í gærkvöld þar til kl. 16 í dag,
að sögn Asmundar Stefánssonar,
forseta ASÍ.
Hann sagði í samtali við blaða-
mann Mbl., að drjúgur hluti fund-
artimans í gær hefði farið í athug-
un á tillögu að kjarasamningi, sem
VSÍ hefði sett fram. Þeirri hug-
mynd hefði síðan verið svarað og
óskað eftir nánari útfærslu ým-
issa atriða. Vinnuveitendur hefðu
þá óskað eftir fresti til að gera
útreikninga og athuganir. „Það
sér ekki fyrir endann á þessum
viðræðum," sagði Ásmundur, „en
við höldum áfram yfir helgina."
Samningamenn úr báðum hóp-
um, sem Mbl. hefur rætt við, telja
að væntanlegir samningar hljóti
að verða í anda þeirra samninga,
sem gerðir hafa verið að undan-
förnu.
Horgunblaðið/Sig. Sigm.
Bjöllusauður í Hrepparéttum
Eiríkur Kristófersson á Grafarbakka í Hrunamannahreppi á þennan myndartega bjöllusauð. Þetta er
forystusauður mikill, svartarnaugull að lit og vaninhyrndur með bjöllu. Eirikur sagðist samt oft hafa
ætlað að fella hann en þá hefði hann ævinlega gert einhverjum bölvun og hann því umsvifalaust sett
hann á aftur. t hitteðfyrra heimtist hann til dæmis í 3. leit hjá Flóamönnum. Einn leitarmaður kom að
honum þar sem hann var einn að þvælast. Maðurinn var líka einn en náði honum með aðstoð tveggja
hunda. Batt hann sauðinn með belti sínu þar sem hann hafði ekkert annað tiltækt en þurfti svo að ná í
hesta sína. Sauðurinn sleit beltið af sér á meðan og skyldi það eftir í tvennu lagi þannig að leitarmaður-
inn gat ekki hlaupið á eftir honum með buxurnar á hælunum. Er eftir þetta sagt að sauðurinn hafi náð af
honum buxunum.
Mokveiði
á loðnu-
miðunum
MOKVEIÐI hefur verið á loðnumið-
unum síðustu sólarhringa og síðdeg-
is í gær var allur flotinn við löndun
eða á leið inn. I gær tilkynntu 13
skip um afla samtals 9.300 lestir og
sólarhringinn áður voru þau 24 með
18.000 lestir. Alls eru nú um 127.000
lestir komnar á land.
Andrés Finnbogason hjá Loðnu-
nefnd sagði í samtali við Morgun-
blaðið í gær, að þetta væri mesta
veiði þessarar vertíðar, nú vantaði
bara fleiri skip, um hádegið hefði
ekkert loðnuskip verið á miðunum.
Nú væru tvö skip, Grindvíkingur
og Pétur Jónsson, á leið til Fær-
eyja með afla og Hilmir SU væri
nýbúinn að landa í Danmörku. Því
hefði nú loðnu alls verið landað 6
sinnum erlendis.
Mestur afli á þessum tima var
út af Horni, en einnig hefur loðna
veiðzt út af Vestfjörðum og út af
Norðurlandi.
Fékk torkenni-
legan hlut
í vörpuna
VÉLBÁTURINN Helgi S. kom
inn til Keflavíkur síðdegis í gær
með torkennilegan hlut sem
hann fékk í vörpuna 1 gær.
Sprengisérfræðingur frá Land-
helgisgæslunni fór til Keflavík-
ur til að rannsaka hlutinn en
niðurstöður hans lágu ekki fyrir
þegar Mbl. fór í prentun í
gærkvöldi. Er helst talið að
þetta hafi verið sprengja, lík-
lega djúpsprengja, frá stríðsár-
unum.
Hampiðjan íhugar að setja
upp verksmiðju í Kanada
STJÓRN Hampiðjunnar hefur nú til
athugunar að sækja um að setja upp
veiAarfæraverksmiAju I Burin á Ný-
fundnalandi. YrAi það háð þeim skil-
yrAum, að þarlendur styrkur vegna
stofnkostnaðar fáist og verksmiðjan
verði í meirihlutaeigu Hampiðjunn-
ar. Vitað er um tvö kanadísk fyrir-
tæki, sem sótt hafa um leyfi þarna.
TaliA er að markaðshlutdeild Hamp-
iðjunnar í Kanada, sem er veruleg,
sé í hættu, setji hún ekki upp verk-
smiðju á þessu svæði.
Stærsti viðskiptavinur Hamp-
iðjunnar í Kanada er sjávar-
útvegsfyrirtækið Fishery Pro-
ducts International á Nýfundna-
landi. Morgunblaðið náði tali af
Bifreið út af bryggju
í Grindavíkurhöfn
(•ríadaTÍk, 2. ■ÓTember.
f dag rann bifreið út af bryggju í
vesturhöfninni í Grindavík sem
nefnd er Svíragarður og sex metra
niður í sjóinn.
ökumaðurinn, sem jafnframt er
eigandi bifreiðarinnar, var Sigurð-
ur Halldórsson, 17 ára gamall
skipverji á Mb. Hrafni Svein-
bjarnarsyni III. Sigurður kveðst
hafa ekið niður á bryggju um
klukkan 15.40 og ætlað að skipi
sínu sem þar lá við trébryggju.
Talsverð hálka var á bryggjunni.
Bíllinn snerist, fór fram af
bryggjukantinum, vó þar salt og
steyptist að lokum í sjóinn. Sig- —
urður kveðst hafa spyrnt upp '■%
hurðinni og náð að komast út, en
hann hefði fest sig í bíldyrunum
þegar bíllinn fór að sökkva vegna
þrýstings, en þó tekist að losa sig
þegar bíllinn var kominn hálfa
leið niður og synda upp að bryggj-
unni þar sem nærstaddir komu að
og hjálpuðu honum upp á bryggj-
una. Nokkur hrollur var í Sigurði
en hann bar sig vel þó kaldur væri,
enda kominn í þurr ullarföt.
— Guðfinnur.
aðstoðarframkvæmdastjóra fyrir-
tækisins, Joseph Moulton. Sagði
hann fyrirtækið hafa keypt öll sín
veiðarfæranet frá Hampiðjunni
síðan 1978 enda væru þeir mjög
ánægðir með þá framleiðslu. Nú
væru 52 skuttogarar í eigu fyrir-
tækisins og 12 síðutogarar. Það
væri nú mikill vilji fyrir því hjá
fyrirtækinu, að Hampiðjan setti
upp verksmiðju á Nýfundnalandi,
bæði til að auka atvinnu þar og
eins til að draga úr landfræðilegri
fjarlægð milli fyrirtækjanna.
Gunnar Svavarsson, forstjóri
Hampiðjunnar, sagði í samtali við
Morgunblaðið, að það væru kröfur
að vestan um að þessi verksmiðja
yrði reist þar. Af og til seinni árin
hefðu komið upp hugmyndir og
kvaðir frá FPI um að eitthvað af
netunum yrði unnið á Nýfundna-
landi. Væri þá aðallega hugsað um
stað, sem héti Burin, en þar væri
nú atvinnuleysi í kjölfar þess, að
FPI hefði lagt niður fiskvinnslu-
stöð þar. Niðurstaða könnunar,
sem fyrirtæki á vegum stjórn-
valda í Kanada gerði væri sú, að á
þessu svæði væri heppilegast að
byggja upp atvinnu tengda sjávar-
útvegi og kæmi þá veiðarfæra-
verksmiðja helzt til greina. Það
lægi fyrir nú, að netaverksmiðja
yrði sett upp á staðnum, spurning-
in væri bara hver gerði það. Tveir
aðilar hefðu þegar sýnt áhuga.
Hampiðjan stæði þannig
frammi fyrir því, að eiga á hættu
að glata stöðu sinni á kanadíska
veiðarfæramarkaðnum, hafnaði
hún alfarið beiðni heimamanna.
Hugsanlegt væri að fyrirtækið
sækti um á móti hinum tveimur
um styrk og leyfi til að setja upp
verksmiðju. Yrði af þessu, myndi
öll framleiðsla verða að vera á
staðnum og gætu þá framkvæmdir
hafizt seint á næsta ári. Um 30
manns myndu starfa við verk-
smiðjuna, en til samanburðar
mætti geta þess, að í Hampiðjunni
störfuðu að jafnaði um það bil 180
manns. Með því að reisa þarna
netaverksmiðju gæti opnazt
markaður fyrir aðrar vörur
Hampiðjunnar, sem ekki væru á
kanadíska markaðnum nú. Það
gæti vegið upp á móti missi þeirra
atvinnutækiíæra, sem flyttust úr
landi. Einnig væri nú unnið
markvisst að öflun nýrra mark-
aða, þannig að litlar líkur væru á
fækkun starfsgilda í Hampiðjunni
þó svo að af þessu yrði.