Morgunblaðið - 07.11.1984, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.11.1984, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. NÖVEMBER 1984 SJÓNARHORN NEYTENDA Margrét Þorvaldsdóttir Matvælarannsóknir • • Hollustuvernd — Aldabarátta — Orlagaríkar eitranir Frá upphafi vega hefur maðurinn trúað því, að sú fæða sem hann legg- ur sér til munns hafí afgerandi áhrif á vellíðan hans og heilsu. Forráða- mönnum þjóða hefur einnig lengi verið Ijóst að atorka þegna og and- legt atgervi ræðst mjög af fæði þeirra. Mikill áróður hefur því verið rekinn víða um lönd fyrir hollustu í fæðuvali. Má nefna Sviss í því sam- bandi og þá sérstaklega þýsku Sviss þar sem stöðugur áróður í áratugi gjörbreytti og bætti mataræði manna og matarvenjur. Eftirlit með matvælaframleiðslu hefur víða verið hert Það er talið nauösynlegt svo hægt sé að fylgjast með því að í matvörur slæðist ekki aðskotaefni eða annað það sem valdið getur neytendum skaða og heilsutjóni. Hér á íslandi er Hollustuvernd ríkisins ætlað að vera landsmönn- um „vörn og skjöldur" gegn óholl- ustu og hvers konar mengun. Ein deild innan hollustuverndar er rannsóknrrstofan. Forstððumaður hennar er Guðlaugur Hannesson. Hann var spurður um hlutverk rannsóknarstofu i matvælaeftir- liti. „Samkvæmt lögum um hollustu- hætti og heilbrigðiseftirlit er „Sérfræðingar rannsóknarstofu vinna síðan að úrvinnslu þessara sýna og leiðbeina síðan eftirlitsað- ilum með hliðsjón af niðurstöðum rannsókna. Lögum samkvæmt ber rannsóknarstofu hollustuverndar að veita heilbrigðisnefndum þá sérfræöikunnáttu, sem stofnunin hefur yfir að ráða hverju sinni, enda er sérfræðiálit stofnunarinn- ar látið í té á hverju því vottorði sem rannsóknarstofan afgreiðir," sagði Guðlaugur. Undanfarin ár hafa á rannsókn- arstofu Hollustuverndar ríkisins verið rannsökuð um 5.000 sýni ár- lega. Þau skiptast í grófum drátt- um í 2.000 sýni matar og neysluvara 1.200 sýni neyslu og baðvatns 1.100 sýni mjólkur og mjólkurvara 700 sýni nauðsynjavara og stroksýni „Vegna fjárskorts hefur rann- sóknarstofan orðið að takmarka sýnatöku,” sagði Guðlaugur. „Af sömu ástæðu höfum við ekki möguleika á að rannsaka allt það sem þörf er á að kanna, þar sem aðkallandi verkefni eins og matar- eitranir hafa forgang." „Hlutverk matvælaeftirlits er Guðlmugur Hannesson hann flutti á ráöstefnu um mat- vælaeftirlit, sem haldin var árið 1974, að gerlafræðilegt eftirlit með matvælum hefjist hér á landi árið 1935. Hann getur þess einnig að á þessum fyrstu árum mat- vælaeftirlitsins hafi aðeins tveim sérfræðingum með menntun i efnafræði eða gerlafræði verið fal- in framkvæmd eftirlitsins. Það var þegar dr. Jóni Vestdal var fal- in stjórn Matvælaeftirlits ríkisins árið 1936—1937 og svo þegar hon- um sjálfum var falið mjólkureft- irlitið árið 1945—1947. Hann var þá sviptur embætti af ráðherra. Segir svo orðrétt í erindinu, „að mér virtist og virðist enn, vegna þess að ég tók starfið of alvar- lega“. Matvælaeftirlit er mjög mikil- vægt starf sem snertir hvert ein- asta mannsbarn i landinu. Það hefur ekki verið metið sem verð- ugt væri af ráðamönnum þjóðar- innar þrátt fyrir mikilvægi þess fyrir heilbrigði landsmanna. Is- lenskir neytendur eru einnig ótrú- lega tómlátir gagnvart matvæla- eftirliti. Þeir þurfa að veita þessu starfi mun meiri stuðning, þar sem hollusta matvæla ræður drep. Auk þess komu þau fram í ofskynjunum, sem gagntóku oft heilar sveitir eða landshluta, en að þeim voru áraskipti. Sum árin voru faraldrar þessir svo slæmir að trúað var að orsökin hlyti að vera ásókn og galdrar og fyrir það létu margir saklausir lífið á bál- kesti. Páll Björnsson, sem var klerkur í Selárdal í Arnarfirði (til ársins 1709), en þar var ásókn hvað mest, hafði verið spurður hvaða sjúk- dómar hann teldi að hrjáðu lands- menn mest. Hann er sagður hafa svarað „magaveiki og holdsveiki". Eftir miðja 18. öld er Þjóðverj- um orðið Ijóst að beint samband er á milli þessara faraldra og myglu (ergots) í rúgi. Þegar far- aldur braust úr þar í landi árið 1770 voru strax gerðar gagnráð- stafanir. í Frakklandi þar sem faraldrar þessir gengu jafnt og annars staðar í Evrópu var lækn- um almennt ekki ljós sú hætta sem stafaði af mengun í rúgi, þó var það árið 1602 að franskur læknir ráðleggur mæðrum með börn á brjósti, að borða aðeins hvítt brauð til að forða börnunum frá því að fá krampa. Athyglisvert er að faraldrar þessir virðast hér aðallega hafa hrjáð efnafólk. Fá- tæklingar höfðu ekki efni á að kaupa rúg, þeir betur stæðari keyptu aðeins um 'k tunnu til árs- ins. Árið 1768 fær Skúli fógeti Magnússon boð frá Kaupmanna- höfn um að til landsins sé verið að flytja eitraðan rúg. Þegar skip kaupmanna komu til landsins reyndist rúgurinn bæði myglaður og úldinn. Tók Skúli þá að sér að framkvæma þá róttækustu aðgerð í matvælaeftirliti, sem um getur hérlendis, er hann lét varpa í sjó- Krístín Theódórsdóttir tekur sýni. Páll Steinþórsson sáir kólí-gerlum. rannsóknarstofu ætlað að annast efna- og gerlafræðilegar rann- sóknir á sviði matvæla-, neyslu-, nauðsynjavara og mengunar," sagði Guðlaugur. Hann bætti við að gerlafræðilegt eftirlit væri framkvæmt en efnafræðilegu eft- irliti væri enn ábótavant. „Hlutverk rannsóknarstofu Hollustuverndar ríkisins er fyrst og fremst aö veita þjónustu sem nauðsynleg er heilbrigðiseftirliti í landinu. Hún er að því leyti frá- brugðin rannsóknarstofnunum at- vinnuveganna, sem hafa það hlut- verk að sinna þróunar og þjón- usturannsóknum fyrir atvinnu- vegina." Á rannsóknarstofu hollustu- verndar starfa auk forstöðumanns þrír aðrir gerlafræðingar og sex aðstoðarmenn. Til rannsóknarstofu senda heil- brigðisfulltrúar hinna ýmsu landshluta sýni til gerlarann- sókna. Þar er um að ræða mjólk og mjólkurvörusýni, vatn og bað- vatnssýni svo og matvælasýni, sem heilbrigðisfulltrúar taka á vinnustað matvæla og í verslun- um. að meta gæði matvæla með tilliti til ferskleika eða skemmda, t.d. vegna örverugróðurs eða gerla, en þeir eru meginorsök skemmda i matvælum annarra en frystra eða þurrkaðra. Það eru einnig vissir þættir í umhverfinu sem hafa áhrif bæði á matvælin og örverugróðurinn og ákveða þvf geymsluþol matvæla, en það er það hitastig, sem mat- vælin eru geymd við svo og raka- stig umhverfisins. Gerlar valda erfiðleikum í matvælaframleiðslu vegna þ ess hve fjölgunin er ör við hagstæð skilyrði og útbreiðsla þeirra mikil. Lækkun hitastigs dregur mjög úr vaxtarhraða þeirra. í þættinum um „Matareitrun" sem birtist í Morgunblaðinu 22. ágúst var greint frá hættum vegna gerla eða sýkla í matvælum. Þar var einnig skýrt frá orsökum, lýst afleiðingum og bent á varnir gegn matareitrunum." Guðlaugur Hannesson var spurður að því hver ástæðan væri fyrir því að efnafræðilegu eftirliti er enn svo ábótavant. Hann svarði því til að fjárveit- ing til tækjakaupa hefði ekki verið veitt ennþá. Einnig hefðu verið uppi hugmyndir um að aðrar stofnanir gætu sinnt þessu verk- efni. Reyndin hefur orðið önnur. Þetta er bagalegt þegar upp hafa komið tilfelli þar sem grunur leik- urá efnamengun og rannsóknar- stofur eru að sinna verkefnum sinna eigin stofnana. Efnagrein- ing sem gerð er löngu eftir að sýni er tekið kemur neytanum ekki til góða, því þegar niðurstöður loks birtast er matvaran, sem e.t.v. var menguð, oft löngu horfin af mark- aði,“ sagði Guðlaugur. Gerlafræðilegt eftirlit matvæla var upphaflega unnið á Atvinnu- deild Háskólans í samvinnu við borgarlæknisembættið. Síðar var það framkvæmt á Rannsókna- stofnun fiskiðnaðarins og keypti Heilbrigðiseftirlit ríkisins þjón- ustu af stofnuninni. Árið 1976 voru stofnaðar Matvælarannsókn- ir ríkisins og voru þær starfrækt- ar til ársins 1982 en þær voru sameinaðar Hollustuvernd ríkis- ins. Dr. Sigurður Pétursson gerla- fræðingur getur þess í erindi er sennilega meiru en flest annað um heilsufar einstaklings og um leið þjóðarheildar. Baráttan gegn óheilnæmum og heilsuspillandi matvælum er ekki nýtt fyrirbæri hér á íslandi, hún hefur staðið í aldir. Árið 1647 ritar Þfoður Henr- iksson sýslumaður mjög harðorða kæru til konungs, þar sem segir m.a.: „Afskiljum vér (að) mölur, mygla og þeir stóru bröndungs- maðkar séu sameignaðir með því mjöli er þeir oss selja (þ.e. kaup- menn) oss til vanheilsu." Einnig ritar hann, „í sjötta lagi afsegjum vér mjöl sem er ramt og beyzkt í brauði eða mat og hefur langar hafurskálar í sér...“ Vanheilsan sem getið er um í kærunni eru undarleg veikindi sem fóru að ásækja landsmenn eftir að hafinn er innflutningur á korni til landsins, en það var nær eingöngu rúgur (á 17. öld). Veik- indi þessi voru ekki bundin við ís- land eingöngu, þau voru margfalt algengari á Noröurlöndum og í Norður-Evrópu. Veikindin komu fram á margvíslegan hátt, eins og í sálarkröm og kaunum er í komu inn yfir eitt þúsund tunnum af skemmdu mjöli. Það hefði hann varla gert nema til að forða lands- mönnum sinum frá meiri hörm- ungum en hungrið var. Það er aðeins á allra síðustu ár- um að tekist hefur að skýra eðli og áhrif myglu og ergot-eitrana á heilsufar einstaklinga og þjóða. Ergot er hart slíður (sclerotinn), sem myglusveppur í rúgi myndar um sig við sérstök rakaskilyrði. Þarf aðeins 1 prósent af þvi til að valda stórfaraldri. Vitað er að úr ergot er hægt að vinna lyseric acid diethylamide, öðru nafni LSD, en það er eins og flestir vita efni sem veldur rugli, kvíða, ofskynjunum og skelfingu. Einnig finnast í ergot þrjú önnur efni sem valda ofskynjunum. { dag gilda víðast lög um há- marksinnihald ergots í rúgi. Væntanlega gilda sömu reglur um kornhýði (bran) heilsufæði. En hættur leynast víða. Engar kannanir eru gerðar á efnainnihaldi þeirra matvæla sem innflutt eru til landsins og er það m.a. vegna þess hve veigalítil ís- lensk matvælalöggjöf er í ákvæð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.