Morgunblaðið - 07.11.1984, Blaðsíða 29
'*as*»*
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 1984
29
S-arabískri
flugvél rænt
Nicosia, Kýpur, 6. nóvember. AP.
FARÞEGI vopnaður hnífí varð í dag til að binda endi á
fíugrán tveggja manna í Teheran í íran. Réðst hann á ræn-
ingjana og gafst þá írönskum hermönnum tækifæri til að
skerast í leikinn og frelsa alla um borð, 131 mann.
við
Flugvélin, sem er saudi-
arabísk, var á leið frá London til
Riyadh í Saudi-Arabíu þegar
tveir menn, norður-jemenskir
borgarar, neyddu flugmennina
til að halda til Teheran og lenda
þar. Kröfðust þeir einnar millj-
ónar dollara í sinn hlut og að
Saudi-Arabar legðu fram 500 heiðurinn.
milljóna þróunarhjálp
Norður-Jemen.
Sumir segja, að farþegar og
nokkrir menn úr áhöfn þotunnar
hafi lagst á eitt við að yfirbuga
ræningjana en íranir gefa hins
vegar hermönnum sinum allan
\UK ISSks
Áhöfn geimferjunnar Discovery, sem skotid verður út í geiminn síðdeg-
is í dag.
Geimferjunni Discovery
skotið á loft síðdegis
CjuTeral-böíða, 6. nóaember. AP.
ÁFORMAÐ er, að bandarísku
geimferjunni Discovery verði skot-
ið út í geiminn um hálf tvö leytið á
morgun, miðvikudag. Verkefni
áhafnarinnar, fimm karla og einn-
ar konu, er að koma tveimur fjar-
skiptahnöttum á braut umhverfis
jörðu og ná tveimur biluðum gervi-
hnöttum til jarðar á ný.
Geimferjan snýr til baka að
átta dögum liðnum.
Geimferðayfirvöld á Cana-
veral-höfða segja, að spáð sé
hagstæðum veðurskilyrðum á
morgun og ólíklegt, að fresta
þurfi geimskoti af þeim sökum.
Leiðangursstjóri í þessari ferð
Discovery er Rick Hauck, sem er
reyndur geimfari. Með honum
um borð eru David Walker,
Anna Fisher, Joe Allen og Dale
Gardner.
Suður-Afríka:
Farþegar saudi-arabísku þotunnar í flugstöðinni í Teheran. Farþegar, áhöfn og íranskir hermenn bundu enda á
flugránið. AP
Bandaríkin:
Nýir menn í
hæstarétt?
WanhinKlon. 6. nÓTember. AP.
Bandarískir kjósendur kjósa
ekki einungis forseta, heldur
óbeint og líklega nokkra dómara í
hæstarétt Bandarfkjanna. Fimm
af níu hæstaréttardómurum
Bandaríkjanna eru brátt að kom-
ast á níræðisaldur, 76 til 78 ára
gamlir og í gegn um tíðina hafa
aðeins 8 af 93 hæstaréttardómur-
um landsins setið áfram fram á
þann aldur. Það gæti því farið svo,
að með forsetakjörinu verði mikil
áhrif höfð á dómsmál í landinu.
Enginn umræddra fimm dóm-
ara hefur gefið í skyn að þeir
ætli að segja af sér. Ráðning
slíkra dómara er fyrir lífstíð og
allir virðast vera stálhraustir og
ókalkaðir. Dómararnir, William
Brennan, Warren Burger, Lewis
Powell, Thurgood Marshall og
Harry Blackmun, eru sínir eigin
herrar í stöðunni, þeir þurfa
ekki einu sinni að svara fyrir
heilsufari sínu. Séu þeir spurðir,
neita þeir yfirleitt að svara.
Sá sem hreppir forsetasætið á
því ekki endilega eftir að standa
frammi fyrir því að ráða í emb-
ættin, en mörgum sérfræðing-
um þykir það þó heldur trúlegt,
enda er kjörtímabil forseta 4 ár.
Þeir Brennan og Marshall eru
frægir fyrir frjálslyndar skoð-
anir sínar og þeir virðast
ákveðnir í að halda sínu striki.
Hinir þrír þykja mun íhalds-
samari og líklegri til að segja af
sér embætti á næstu fjórum ár-
um.
ERLENT
Enn óeirðir í
Jóhannesarborg
Jóhannesarborv, 6. nóvember. AP. ^ ■' ^
Jóhannesarbort;, 6. nóvember. AP.
ENN VORU óeirðir í Jóhannes-
arborg í Suður Afríku í dag, svo og
í Pretoriu, á öðrum degi allsherj-
arverkfalls. Aðgerðir blökkufólks-
ins eru til að mótmæla kynþátta-
misrétti minnihlutastjórnar hvítra
manna. Sex blökkumenn voru
drepnir í óeirðunum í dag, en alls
hafa 16 verið drepnir frá aðfara-
nótt sunnudagsins er óeirðirnar
hófust.
Verkfallið sjálft hefur verið
býsna viðamikið og fyrirtæki
hafa tilkynnt að allt frá 65 og
upp í 90 prósent starfsfólksins
láti ekki sjá sig í vinnunni þessa
dagana.
Óeirðir og slagsmál hafa verið
öðru hvoru í fleiri borgum með-
an verkfallið hefur staðið yfir,
svertingjar hafa brotið og eyði-
lagt eigur hvítra, rænt og rupl-
að, en lögreglumenn hafa gengið
milli bols og höfuðs á þeim sem
til næst með harðgúmmíkylfum,
fuglahöglum og gúmmikúlum.
Margir hafa slasast og nokkrir
látist.
Filippsevjan
A.m.k. 155
manns hafa
farist í
óveðurshrinu
— 200.000 heimilislausir
Manila, Filippw;jum. 6. nÓTember.
Hvirfilbylurinn Agnes skall á
miðhluta Filippseyja í gær með
ofstopavindi og úrhellisrigningu.
Um 155 manns hafa farist af völd-
um hamfaranna og margra tuga
saknað, að því er opinberar heira-
ildir töldu í dag. Um 200.000 hafa
misst heimili sín.
Forstöðumaður almanna-
varna landsins, Victor Pagula-
yan, flaug í dag yfir þau svæði
sem verst hafa orðið úti og
kvaðst hann óttast að tala lát-
inna ætti eftir að hækka mikið,
þegar samband kæmist á við af-
skekkt héruð, sem væru nú al-
gerlega einangruð vegna gífur-
legra flóða.
Vindhraðinn í verstu hryðjun-
um fór upp í 205 km á klst.
Enginn veit meö vissu
hvort Sakharov er á lífi
— segir Tatiana
stjúpdóttir hans
( hicago, 5. oóvember. AP.
HARKAN í viðleitni sovézkra
stjórnvalda til þess að „útrýma“
mannréttindahreyfingunni ( Sovét-
ríkjunum „hefur aldrei áður verið
jafn miskunnarlaus og nú“. Kom
þetta fram í ávarpi Tatiönu Yankel-
evich, stjúpdóttur sovézka andófs-
mannsins Andrei Sakharovs, sem
hún fiutti á ársþingi gyðingasam-
taka í Chicago nú um helgina.
„Framundan er nýtt tímabil
þagnarinnar í Sovétríkjunum.
Nýtt járntjald er að falla á sov-
ézku landamærunum,“ sagði Tati-
ana ennfremur, en hún er dóttir
Yelenu Bonner, eiginkonu Sakh-
arovs. Skoraði hún á Banda-
ríkjamenn og bandarísku þjóðina
að halda vöku sinni og fylgjast
með mannréttindabrotum í Sovét-
ríkjunum.
„Enginn veit með vissu, hvort
Sakharov er enn á lífi né hvernig
honum líður. Sovétmenn halda
því fram, að Sakharov sé enn á
lífi, en fullyrðingum þeirra þar að
lútandi verður að taka með fyllstu
varúð," sagði Tatiana Yankelevich
að lokum.
Skip Sambandsins
munu ferma til íslands
á næstunni sem hér
segir:
HULL/GOOLE:
Dtsarfell . 9/11
Dísarfell . 3/12
Dísarfell . 17/12
ROTTERDAM:
Dísarfell .. 20/11
Dísarfell .. 4/12
Dísarfell .. 18/12
ANTWERPEN:
Dísarfell .. 7/11
Dísarfell .. 21/11
Dísarfell .. 5/12
Disarfeil .. 19/12
HAMBORG:
Jan .. 8/11
Dísarfell .. 23/11
Dísarfell .. 7/12
Dísarfell .. 21/12
HELSINKI:
Patria .. 24/11
Hvassafell .. 10/12
LUBECK:
Arnarfell .. 28/11
FALKENBERG:
Hvassafell .. 7/11
Arnarfell .. 30/11
LENINGRAD:
Patria .. 26/11
LARVIK:
Jan .. 12/11
Jan ... 26/11
Jan .. 10/12
GAUTABORG:
Jan .. 13/11
Jan .. 27/11
Jan ... 11/12
KAUPMANNAHÖFN:
Jan .......... 14/11
Jan .......... 28/11
Jan ........... 12/12
SVENDBORG:
Jan ........... 15/11
Jan ........... 28/11
Jan ........... 13/12
ÁRHUS:
Jan ........... 15/11
Jan ........... 29/11
Jan ........... 13/12
GLOUCESTER MASS.:
Skaftafell .... 19/11
Skaftafell .... 17/12
HALIFAX, KANADA:
Skaftafell ... 20/11
Skaftafell .... 18/12
SKIPADEILD
SAMBANDSINS
Sambandshúsinu
Pósth. 180 121 Reykjavík
Sími 28200 Telex 2101