Morgunblaðið - 07.11.1984, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 07.11.1984, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. NÓVEMBER 1984 RKÍ hjálpar bág- stöddum í Eþíópíu Göngum hús úr húsi og leitum að veikum og illa nærðum börnum, segir íslenzk hjúkrunarkona í Eþíópíu EINS og fram hefur komið í fjöl- miðlum ríkir nú geigvænleg hung- ursneyð meðal fjölda fólks í Eþíópíu vegna þurrka og hafa mörg ríki heims og hjálparstofnanir brugðist skjótt við og veitt aðstoð. Stjórn Rauða kross íslands hef- ur nú ákveðið að gefa íslendingum kost á að taka þátt í þessu alþjóð- lega hjálparstarfi með því að efla Hjálparsjóð RKÍ með fjárfram- lögum, en fé úr sjóðnum verður látið renna til líknarstarfa í Eþíópíu. Gíróreikningur Hjálpar- sjóða er númer 90000-1 og þar verður öllum fjárframlögum fús- lega veitt viðtaka, segir í frétta- tilkynningu RKÍ: Alllangt er síðan RKÍ hóf fyrst þáttöku í hjálp Rauðakrossfélag- anna til bágstaddra í Eþíópíu. Er þar síðast þess að minnast í ág- ústmánuði sl. fór Sigríður Guð- mundsdóttir, hjúkrunarfræðing- ur, til starfa í Eþíópíu og er gert ráð fyrir að hún vinni þar fram yfir næstu áramót. í bréfi sem Sigríður ritar Rauða krossi ís- lands frá Sidamo-héraði í Suður- Eþíópíu hinn 8. f.m. segir m.a.: „Hér hefur ástand breyst mikið síðan ég kom. Er við komum voru fjórar fæðugjafastöðvar starf- ræktar hér af Eþíópíska Rauða krossinum. t hverri þeirra voru um 2000 manns, börn, gamal- Sigríður Guðmundsdóttir hjúkrunar- fræðingur. menni, ófrískar konur og mjólk- andi. í dag eru milli 50 og 100 börn í hverri þeirra. Hefur ástandið batnað það mikið að við höfum út- skrifað alla nema allra aumustu börnin. Er það vegna þess að fólk hefur maís að borða eins og er. En uppskeran af maís er frekar rýr. Má búast við að hún verði búin mánuði fyrr en venjulega. Hvað tekur þá við? Það gæti aftur orðið neyðar- ástand. Við reynum að koma í veg fyrir það með því að fara reglu- lega inn í þorpin, ganga hús úr húsi og leita að veikum og illa nærðum börnum. — Það er í ráði að ég fari með annarri hjúkrun- arkonu, írskri nunnu, til héraðs sem heitir Gama Gofa til að gera þar könnun á næringarástandi barna. Orðrómur er á kreiki um að þar séu skelfilegar hörmungar." Auk þeirrar aðstoðar sem Sig- ríður veitir er nú í ráði að tveir sendifulltrúar til viðbótar fari frá RKÍ á næstunni til starfa í Eþíópíu. Mun annar vinna við bigðaflutninga en hinn annast verkfræðistörf í sambandi við leit að vatni. HITAMÆLAR m Vesturgötu 16, sími 13280. Þrýstimælar Allar stæröir og geröir SQyoHgKygjyir & ©(q) Vesturgötu 16, sími 13280 Lögfræðiskrifstofa Höfum opnaö lögfræöiskrifstofu aö Ármúla 3 (Sam- vinnutryggingahúsinu 3. hæö), símar 68 78 50, 68 78 51 og 68 78 52. Ingólfur Friðjónsson hdl., Sigurgeir A. Jónsson hdl., Skúli Bjarnason hdl. Er fluttur Hef flutt lögfræöiskrifstofu mína aö Ármúla 3, símar 68 78 50, 68 78 51 og 68 78 52. Viðskiptamenn eru beðnir velvirðingar á truflunum á símasambandi vegna verkfalls BSRB. Skúli Bjarnason hf. Ólympíumótið í brigde: Möguleiki á 7. sæti Pólland og Indónesía í forystunni ÞEGAR tveimur umferðum er ólok- ið í undankeppni ólympíumótsins í bridge eiga íslendingar góða mögu- leika á að ná 7. sæti í B—riðli. Þeir eru nú í 9. sæti, með 424 stig, að- eins tveiraur stigum á eftir 7. og 8. sætinu. íslendingar unnu þrjá síð- ustu leiki sína gegn Svíþjóð (19—11), Bermuda (25—3) og Belg- íu (21—9). Tveir síðustu leikir ís- lenska liðsins eru gegn Bandaríkja- mönnum og Marokkó. Staðan í riðlinum er annars sú að Indónesía heldur forystunni, er með 487 stig, Bandaríkin eru í öðru sæti með 470, Ítalía í þriðja sæti með 466,75, Norðmenn Fyrsta loðnan til Reyðarfjarðar Rejdarfirói, 6. nóvember. KYRSTA loðnan barst til Síldar- verksmiðja ríkisins á Reyðarfirði klukkan tíu í morgun er Sæbjörg VE landaði hér 579 tonnum. Byrjað verður að bræða á hádegi á morgun. Þá er búið að salta hér í 17.600 tunnur af síld. Mest hefur verið saltað hjá Verktökum, 6.967 tunn- ur. Togarinn Snæfugl er nú í Bremerhaven þar sem verið er að skipta um ljósavél sem bilaði, en hann getur ekki haldið á veiðar fyrr en eftir næstu helgi í fyrsta lagi- — Greta. o INNLENT fjórðu með 449, Pakistan í fimmta sæti með 442 og Svíþjóð í sjötta sæti með 436. Það er nokk- uð ljóst að þrjár efstu sveitirnar komast áfram í úrslitin, en bar- áttan um fjórða sætið gæti orðið hörð. í A-riðli eru línurnar skýrari. Pólverjar hafa afgerandi forystu, eru með 510 stig, en þrjár næstu þjóðir eru vel yfir fimmta sætinu og því nokkuð tryggar með að komast áfram. Þær eru Austur- ríki með 475 stig, Frakkland með 474 og Danmörk með 471,75. Hol- lendingar eru fimmtu með 448 stig. I kvennaflokki hafa hollensku konurnar sýnt nokkra yfirburði og juku forskot sitt verulega með því að sigra skæðasta keppinaut sinn, Bandaríkin, 19—11 á mánu- daginn. Þær eru með 404 stig, en bandarísku konurnar eru í öðru sæti með 388 stig. Frakkar eru í þriðja sæti með 383 stig. Alls taka 54 þjóðir þátt í keppninni í opna flokknum, 27 í hvorum riðli, en 23 þjóðir hafa kvennaliði á að skipa. Úrslita- keppnin hefst strax að undan- keppninni lokinni og lýkur mót- inu á laugardaginn. Haldin verð- ur aukakeppni fyrir þær þjóðir sem ekki komast áfram í úrslitin. Höfundarnafn — leiðrétting NAFN undir afmæliskveðju til Guðrúnar Ásmundsdóttur kaup- konu á Akranesi, sem birtist hér í blaðinu í gær, misritaðist. Undir kveðju og árnaðaróskum átti að standa þín Ása. í kveðjunni féll niður að eiginmaður Guðrúnar, Einar ólafsson, er látinn fyrir mörgum árum. Beðist er velvirð- ingar á þessum mistökum. Eskifjörður: Saltað í 25 þúsund tunnur af síld Eskifirói, 6. nóvember. Síldarsöltun hér nemur nú um 24.600 tunnum. Eiga stöðvarnar nú eftir að salta upp í kvóta þann sem Sfldarútvegsnefnd úthlutar þeim í hlutfalli við það sem hver þeirra hef- ur saltað síðastliðin sjö ár. En það er að sjálfsögðu misjafnt. Mest hefur verið saltað hjá Friðþjófi hf., 9.400 tunnur, hjá Sæbergi 3.500, Auðbjörgu 4.000, Þór 3.200, Öskju 750 og Éljunni 4.000 tunnur. Loðnulöndun er mik- il og eru um 12 þúsund tonn af loðnu komin á land. í dag er verið að landa úr Jóni Kjartanssyni og Eldborgu en þau eru með 2.500 tonn. Loðnan er í mjög góðu ástandi og góð til vinnslu. Skipin fá stór köst og eru fljót að fylla sig. — Ævar. smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar VEROBRÉ FAMARKAOUfl HÚSI VERSLUNARINNAR 6 HÆÐ KAUPOGSALA VEÐSKULOABRÍFA S687770 SÍMATÍMt KL.10-12 OG 15-17. Dyrasímaþjónusta Gestur rafvirkjam.. s. 19637. ■4RINHŒDS1A MÓIAFSSONSÍMI84736 Verðbréf og víxlar í umboössölu. Fyrirgreiöslu- skrifstofan, fasteigna- og verö- bréfasala, Vesturgötu 17, s. 16223. félagslff AA_K~A_«AjÓ1_il/\— 7—10—KS—MT—HT Teppasalan er á Hlíöarvegi 153. Kópavogi. Sími 41791. Laus teppi i úrvali. IOOF 9 = 16611078V4 = □ Helgatell 59841177 IV/V — 2 REULA MbSllKJSKIDDAR.1 RM Hekla IOOF 7 = 16611078'A = □ Glitnir 59841177 — 1 Frl. Hilmar Foss Lögg. skjalaþýö. og dómtúlkur, Hafnarstræti 1, simi 14824. K ristniboössam bandið Samkoma veröur i kristniboös- husinu. Betaníu, Laufásvegi 13, í kvöld kl. 20.30. Sóra Lárus Hall- dórsson talar Fórnarsamkoma. Allir velkomnlr. Hörgshlíð 12 Samkoma í kvöld, miðvikudag kl. 8. Sálarrannsóknarfélag íslands Breski miöillinn Mavis Pittilla starfar á vegum félagsins 8.—20. nóv. Hún heldur skyggnilýsingafund að Hótel Hofi mánud. 12. nóv. kl. 20.30. Stjórnin. Hjálpræðis- Kírkjustrasti 2 í dag kl. 16.00: Bæn og lofgjörö. Kl. 20.30: Lofgjöröarsamkoma þar sem majórarnir Elsa og Karsten Akerö, ásamt toringj- unum A íslandi og f Færeyjum, syngja og vltna. Föstudag kl. 20.30: Færeysk kvöldvaka undir stjórn foringjanna frá Færeyjum. Kvikmynd. veitingar, happdrætti o.fl. Allir velkomnir. ÚTIVISTARFERÐIR Fimmtud. 8. nóv. kl. 20.00. Tunglskinsganga kringum Vala- hnúka. Áö viö kertaljós á Vala- bóli. Verð 200 kr., fritt I. börn. Brottför frá BSi, bensínsölu (í HafnarfirOi v/kirkjugarö). Helgarferó 9,—11. nóv. Haustblót é Snæfellsnesi. Gist aö Lýsuhóli. Sundlaug, heitur pottur, gönguferöir um strönd og fjöM. Niræöisafmælis Hall- grims Jónassonar mlnnst. Farar- stj. Ingibjðrg S. Asgeirsdóttir og Kristján M. Baldursson. Uppl. og farm. á skrifst. Lækjarg. 6a, símar 14606 og 23732.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.